Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Side 11
umfjöllun Vilhjalms Þ. Fyrir síðustu jól kom út hjá Almenna bókafélaginu ævisaga Jón- asar Hallgrímssonar eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóra. Þetta er allmikið rit, því að þarna er samandregiö flest eða nálega allt sem vitað er um Jónas Hallgrímsson og margt um ættfólk hans og umhverfi, líf þess og baráttu frá vöggu til grafar. Þessi bók er afraksturinn af ævi- löngum kynnum höfundar af Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar og víða má greina afstöðu horfinnar kynslóöar til þessara Ijóða, þegar þau voru helsta athvarfió frá örðugri lífsbaráttu og aflgjafi í sjálfstæðisbaráttunni. Lest- ur Ijóða Jónasar Hallgrímssonar gaf þessu fólki sýn inn í aðra veröld, hann veitti því „fulla fegurð að skoöa“ og víða má greina líkt og andblæ af þeirri lotningu sem eg þekkti hjá gömlu fólki í æsku minni fyrir Jónasi og Ijóðum hans. Því fer samt fjarri, að Vilhjálmur hafi tekið sér fyrir hendur að semja einhverja helgisögu af Jónasi Hall- grímssyni. Þvert á móti dregur hann hvergi fjöður yfir þá bresti, sem voru í skaphöfn hans, en hann er skiln- ingsríkur og umburðarlyndur gagn- vart þeim þáttum í eðli skáldsins sem ollu því, aö veraldargengi þess var næsta valt og margt geróist því næsta andsnúið, einkum þegar á ævina leið. Hitt er ekki síöur merki- legt, að Vilhjálmur dregur skýrt fram, hvað Jónas tók mikinn þátt í og var oft í fararbroddi að kynna og hrinda í framkvæmd nýjungum og var þá sama hvort um var að ræða á sviði lista, stjórnmála, vísinda eða til hagnýtra nota. Okkur, sem nú lifum, hættir til að halda, að á þeim tímum, sem Jónas Hallgrímsson var uppi, hafi allt staðið ístað, en því fór fjarri. Á fyrri hluta 19. aldarvar góðæri og meiri bjartsýni og baráttuvilji gerói vart við sig en oft áður. Á þessum árum spratt fyrsti vísirinn aö mörgu því sem síöar varð mikill stofn meó laufmiklar greinar og Jónas var einn hinna mikilvirku sáningarmanna. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir mikið rannsakaó upplýsingaöldina og sú þekking hefir komið honum að góðu haldi, þegar hann vegur og metur þá menningarlegu arfleifö sem Jónas tekur við og auögar og endurnýjar. Rómantíska stefnan var að vissu marki andhverfa upplýsingastefn- unnar, en víöa má sjá hjá Fjölnis- mönnum, að þeir hafa virt og metið margt hjá upplýsingastefnunni, svo sem fræðsluna, nytsemina og ekki sker Tómas Sæmundsson lofið við nögl sína, þegar hann nefnir Magnús Stephensen á nafn í greinum sínum. Árás Jónasar Hallgrímssonar á rím- urnar er í beinu framhaldi af stefnu Magnúsar Stephensens aö útrýma rímnaýlfrinu og enda þótt útgefendur Sunnanpóstsins og Fjölnismenn eld- uðu löngum grátt silfur, voru það ekki síður átök milli kynslóða og persónulegir árekstrar sem þar voru á ferðinni. Þessir ungu menn voru á engan hátt skrýddir skikkju lítillætis- ins eins og þegar Jónas tók sér fyrir hendur að yrkja upp þýöingu Árna Helgasonar stiftprófasts sem við þekkjum undir nafninu Móðurást. Það voru viðhorfin til málsins og skáldskaparins sem tekist var á um. Inn í þetta blönduðust deilurnar um alþingi, endurreisn þess og skipulag og staóarvaliö. Allt þetta sýnir, hve fast Jónas hefir lifaö með samtíð sinni. Þó að hann væri einrænn í aðra röndina var hann einnig sam- kvæmismaður og í samkvæmum voru mörg kvæöi hans flutt í fyrsta skipti, lesin eða sungin. Hann virðist hafa unað sér vel í mannfagnaði og verið sýnt um aó hafa vekjandi áhrif á þá sem í kringum hann voru. Þjóðsagan um leti hans, sem fær byr í seglin í bréfum Tómasar Sæ- mundssonar, er þrátt fyrir allt óverö- skulduð, því að hann hefir verið mjög afkastamikill þegar hann gekk að verki, eins og bókin segir. í bók sinni kynnir Vilhjálmur les- endunum nýja fleti á manninum Jónasi Hallgrímssyni og honum tekst prýðilega að tengja saman allt það nýja sem fram kom hjá Jónasi vegna þeirra menningarstrauma sem fóru um norðurálfuna upp úr júlíbylting- unni. Sérstaklega á þetta við um þau erlendu áhrif sem mótuðu skáldskap Jónasar og urðu til að dýpka fegurð- arskyn hans og gefa Ijóðum hans aukinn ferskleika og þokka. Hann notar nýja bragarhætti og þýðir Ijóð eftir samtímaskáld víða að, og þáttur Jónasar í endurnýjun íslensks skáldskapar verður örugglega seint ofmetinn. Gestur Pálsson sagði, að íslenskur skáldskapur stæði á öxlum Jónasar í fyrirlestrum sínum um nýja skáldskapinn. Það mætti skrifa langt mál um þessa bók, því hún er mjög læsileg, laus við allar málalengingar og auðskilin og skýr fyrir alla sem lesa vilja. Þetta er höfuökostur og sér- staklega lofsverður í sambandi við umfjöllun höfundar um einstök kvæði og efnistök Jónasar. Þar fer höfundur hinn gullna meöalveg. Allt sem hann segir er svo Ijóst og skiljanlegt, að það fælir engan frá að taka kvæöin og lesa, en mér býöur í grun, aö íslensk ritskýring hafi oftar en ekki fælt menn frá, í stað þess að laða menn til Ijóðalestrar. Þaö er aðalsmerki allrar góðrar listar, að hún mælir með sér sjálf. Menn hrífast ekkert frekar af fallegu mál- verki, þó aó menn heyri langan fyrirlestur um hvaöa listastefna hafi verið ríkjandi og mótað listamann- inn, og sama gildir um góöa tónlist. Hún lætur ekkert betur í eyrum, þó að menn fái að vita, að hún er gerð úr stefjum og stefjabrotum sem eru fléttuó saman og endurtekin og úr þeim unninn glitvefnaður tónverks- ins. Meira aö segja breytir þaö litlu fyrir okkur aö vita, hvaö Esjan er há þegar við horfum á hana eða hvaða bergtegund er í henni, heldur horfum viö á sköpunarverkið sjálft og þann skrúöa sem þaö er í. Þaö hefir jafnan veriö taliö aöal Ijóðagerðar Jónasar, að hún væri Ijós og auðskilin, en samt er það svo, aö víða í kvæöum hans má finna staði, sem vefjast fyrir mönnum að skilja og skýra, og nægir að nefna kvæðið Alsnjóa sem dæmi þar um, þaö hefir veriö mönnum ráögáta hvað skáldiö væri að fara, allt frá því að Brynjólfur Pétursson fékk þaö í hendur með póstinum frá Sórey. Samt fylgir því ákveðinn hugblær, í því býr einhver leyndardómur um andstæður lífs og dauða og eg efast um, aó kvæðið yrði áhrifameira, þó að snjöllum ritskýranda tækist að leiða lesandann í allan sannleikann um hvað Jónas átti vió með hverju orði og setningu, og hann sviptir lesandann þeirri andlegu áreynslu sem hann fær viö aö reyna aö brjóta efnið til mergjar eftir sínu höfði. Vilhjálmur Þ. Gíslason talar hvergi eins og sá sem hyggst setja Jónas á stall, þaðan sem honum verður hvergi þokað og gerir þarflaust að vega og meta hann og skáldskap hans að nýju. Hann þekkir hverful- Iþikann sem er fylgja allrar skapaör- ar skepnu of vel til þess. Á langri ævi hefir hann horft á íslenska Ijóðagerð víkja fyrir nýjum menningarmiðlum. Hin skapandi list hefir oróið undir í neysluþjóöfélaginu, sem baular eftir töðumeis afþreyingarefnis, en gerir litlar eða engar kröfur um listrænt gildi. Hætt er við, að Jónas Hall- grímsson eigi erfitt uppdráttar þegar svo er komið og geti nú meö sanni sagt, að „ tíminn vill ei tengja sig viö mig“. Mörg öndvegisverk hafa orðið til í andófi við ríkjandi stefnur og menningarlegt ástand og við íslend- ingar eigum óræk vitni þar um í bókmenntum okkar og nú hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason bætt einu slíku viö. Adalgeir Kristjánsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.