Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 12
 Fagus-verksmi&jan í Alfeld, tímamóta- verk Gropiusar frá 1911. Aöems ári áöur en hann dó, lauk Gropius við teikningar þessa húss í Britz-Buckow-Rudow, 1964—68. WALTER GROPIUS Foröngumenn nútíma arkitektúrs 4. Eftir Harald Helgason arkitekt Einn merkasti frumherji nútíma arki- tektúrs var Walter Gropius (1883— 1969). Hann kom fram meö verk, sem ollu algerum tímamótum í þróun nútíma byggingarlistar snemma á arkitektúrferli sínum. Opnaöi hann þá leiö til nýrra byggingarhátta, einkum í verksmiðju- húsnæöi og byggingum til samfélags- legra þarfa. Staða hans í fylkingarbrjósti nútíma arkitekta varði þó í muri skemmri tíma en hjá þeim Wright, Le Corbusier og Mies van der Rohe, og beindi hann kröftum sínum einkum að kennslu og skólastjórn á síðari hluta starfsferils síns. Á því sviði vann hann mjög merkt starf, og er nafn Gropiusar tengt nafni Bauhaus-listaskólans á órjúfanlegan hátt. Sem stjórnandi og skipuleggjandi þess skóla vann Gropius ómetanlegt starf, en Bauhaus hefur haft geysileg áhrif á kennslu í nánast öllum arkitekt- úrskólum, sem við lýði eru í dag. Gropius flúði heimaland sitt vegna ótryggs ástands í þjóömálum og var þá um fimmtugt. Starfaði hann síðan lengstum í Bandaríkjunum, þar sem hann er einna þekktastur fyrir störf sín við arkitektúrskólann í Harvard, en einnig sinnti hann veigamiklu hlutverki í kennslumálum víðs vegar um Bandarík- in. Walter Gropius fæddist í Berlín árið 1883, en þangaö haföi fjölskylda hans komið skömmu áöur frá Braunschweig. Var hún í allgóöum efnum. Gropius stundaöi nám um fimm ára skeiö í arkitektúrskólum, bæði í Berlín og Miinchen, án þess þó að taka lokapróf, en einnig fór hann í námsferðir til Spánar, ítalíuj Frakklands, Englands og Danmerkur. Árið 1907 bauðst honum vinna hjá Peter Behrens (1868—1940) í Berlín, sem var einn fremsti arkitekt í Evrópu á þeim tíma. Starfaði Groþius einkum að stóru verkefni fyrir AEG- verksmiðjurnar, sem jafnframt er eitt bezta verk Behrens. Varð Groþius fljót- lega helzti aðstoðarmaöur Behrens og starfaði 4ijá honum í þrjú ár. Þarna komst hann í góð kynni vlð Mies, og einnig störfuöu þeir Le Corbusier saman um nokkurt skeið á stofunni. Árið 1910 setti Groþius á stofn sjálfstæða arki- tektastofu ásamt Adolf Meyer (1881 — 1929), og næsta áriö unnu þeir af fullum krafti aö verkefni fyrir Fagus-skóverk- smiöjumar í Alfeld an der Leine. Gropius hafði fengið prýðisgóða reynslu hjá Behrens og mikinn áhuga fyrir gerö iðnaöarhúsnæðis, en Fagus-byggingin varð þó mun meira tímamótaverk en hægt var að búast við frá hendi svona ungs arkitekts. Byggingin er frábærlega útfærð, en á þó furöulega lítið sameigin- legt með AEG-byggingunum. Þarna kemur fram alveg ný rúmskynjun, því að byggingin er ekki einungis umbúðir utan um einhverjar óskilgreindar athafnir, heldur formuð umhverfis ákveðna verk- smiðjuhætti. Voru mjög stórir útveggja- fletir hafðir úr gleri, til þess að skapa ekki innilokunarkennd hjá verkamönn- unum og tengja vinnuumhverfið ná- grenninu utan þess. Úthorn byggingar- innar voru sett saman á sérstaklega fíngeröan hátt, og voru þau alveg losuö frá þungum buröarvirkjunum. í heild er byggingin frábærlega skýrt mótuö, formið einfalt, en efnisnotkun snjöll og heildaryfirbragöiö mjög fallegt. Er aug- Ijóst, aö hún þjónaöi aödáanlega vel tilgangi sínum. Fagus-verksmiöjurnar vöktu fljótlega gríðarmikla athygli, og með þessu verki sínu var Gropius skyndilega kominn í fremstu röö nútíma arkitekta. Þeir Adolf Meyer héldu áfram sam- starfi sínu næstu árin og sinntu þá margvíslegum verkefnum. Ekki var þar eingöngu um byggingarverkefni að ræöa. Gropius hafði áhuga á ýmis konar hönnun, t.d. hönnun véla, bifreiöa og járnbrautarlesta og starfaði aö iönhönn- un með góðum árangri. Árið 1914 héldu Werkvund-hönnuðasamtökin sýningu í Köln, og teiknuöu þeir Gropius og Meyer tvö samtengd hús fyrir sýninguna. Skömmu áður hafði veriö haldin stór sýning á verkum Franks Lloyds Wrights í Berlín, sem Gropius haföi hrifizt mjög af, og má sjá greinilega áhrif frá Wright í þessum byggingum. Önnur byggingin var verksmiðjuhúsnæði, en hitt skrif- stofubygging. Þar sem ekki var um aö ræöa eins ákveöna starfsemi og í; Fagus-verksmiðjunum, uröu þessar byggingar ekki eins skýrt mótaðar og í Alfeld, en engu að síður er hér um mjög merkilegt verk að ræða. Er tenging innra og ytra umhverfis í beinu framhaldi af því, sem byrjað var á í Fagus-bygging- unum. Hlé varð á starfi Gropiusar á stríðsár- unum 1914—18. Hann var kvaddur til að gegna herþjónustu og var í hernum allt til styrjaldarloka. Skömmu síðar var Gropius skipaöur skólastjóri tveggja listaskóla í Weimar. Haföi frægur belg- ískur arkitekt, Henri van de Velde (1863—1957), látið af skólastjórn ann- ars skólans og bent á Gropius sem eftirmann sinn. Voru skólarnir samein- aöir og hlaut nýja stofnunin nafniö Staatliche Bauhaus. Þau tíu ár, sem í hönd fóru voru líklega þau mikilvægustu fyrir framvindu evrópskrar listar á þess- ari öld og var Bauhaus-skólinn einmitt í brennipunktinum. Til skólans kvaddi Gropius einvalalið margra fremstu lista- manna álfunnar, og unnu kennarar og nemendur mjög náið saman að verkefn- um. Að nokkru leyti voru kennsluaðferð- irnar sóttar til Englendinganna Williams Morris (1834—96) og Johns Ruskins (1819—1900), sem báðir voru áhrifa- miklir listamenn á breiðum grundvelli, en annars var um algerlega nýja kennslu- hætti aö ræöa. Margar listgreinar voru kenndar í Bauhaus og var arkitektúr aðeins ein þeirra. Sérstök áherzla var lögð á handiðnir, eðli og framleiöslu efna, og var listsköpun nemenda í beinu framhaldi af þeim athugunum. Sjálft grunnnámið tók þrjú og hálft ár, en síðan var hægt aö fara í framhaldsnám, sem tók mislangan tíma eftir hæfni nemendanna. Tengsl skólanámsins við iðnaö og iðnaðarframleiöslu voru mjög náin, og í Bauhaus-skólanum uröu til hugmyndir aö mörgum nytsamlegum hlutum, sem notaðir eru enn þann dag í dag. Hefur Bauhaus haft gífurleg áhrif á kennslu allra listgreina í öllum listaskól- um í dag, og eru margir þeirra byggðir á sama grunni og Bauhaus-skólinn. Gropi- us á mestan heiður skilinn fyrir nýjungar Bauhaus-skólans, en vissulega lögöu margir góðir menn þarna hönd á plóginn. Samhliða skólastjórninni rak Gropius sjálfstæöa arkitektastofu, þar sem hann vann aö nokkrum merkilegum verkefn- um. Hann teiknaöl þar m.a. Sommer- - 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.