Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 13
Bauhaus í Dessau, 1925—26, frægasta byggingarverk Gropiusar og hugsanlega hefur enginn arkitekt á þessari öld haft önnur eins áhrif og Gropius meö þessu húsi. íbúöarblokk í Hansa-hverfinu í Berlín, 1956. feldshúsið (1921), sem er timburbygg- ing, er féll ákaflega vel að þörfum eigandans, og er jafnframt mjög skemmtilega útfærð. Hann teiknaði einnig stríðsminnismerki í. Weimar (1922), sem er mjög vel útfært í steinsteypu, og leikhús í Jena, skammt frá Weimar (1923—24), sem talið er eitt þriggja beztu verka Gropiusar. Þarna má finna frábært jafnvægi efnis og rýmis. Áriö 1925 varö Bauhaus-skólinn aö fara frá Weimar af pólitískum ástæö- um. Fékkst byggingarlóð undir hann í Dessau viö Elbu, og teiknaði Gropius nýbyggingarnar undir skólann. Tækifær- iö var stórkostlegt, og hann notfærði sér það líka á eftirminnilegan hátt með því aö móta þarna hugmyndir sínar í kennslumálum og þjóðfélagsuppbygg- ingu í form ágætrar byggingar. Bau- haus-byggingarnar í Dessau (1925—26) eru sérstaklega vel útfærðar og skipu- lagöar utan um starfsemi skólans, þar sem allar helztu hugmyndir Gropiusar eru dregnar saman í hnitmiðað verk, eitt hið fremsta í nútíma arkitektúr frá þeim tíma. Byggingin vakti líka verðskuldaða athygli víöa um heim og er meöal helztu áhrifavalda á arkitektúr þriðja áratugar- ins og síðar. Á árunum 1926—28 teiknaöi Gropius verkamannabústaða- hverfi í Dessau, þar sem byggingarnar voru að hluta til reistar úr verksmiðju- framleiddum einingum. Skipulag hverfis- ins tókst þó ekki eins vel og skyldi, og reyndist hvert hús of einangrað frá öðrum hiutum hverfisins. Gropius lét af skólastjórn Bauhaus áriö 1928, vegna innbyrðis óeiningar í stofnuninni, og tók Hannes Meyer viö embættinu um stutt skeið. Eftir að beinum afskiptum Gropiusar af Bauhaus lauk, sneri hann sér aö arkitektúrstörfum í auknum mæli. Gerði hann skipulag að tveim verkamannabú- staðahverfum, öðru í Karlsruhe en hinu í Berlín, þar sem hann bjó íbúunum þægilegt næsta nágrenni, en þó hefur IIHHIUKKIIÍI ll| á hes riiriíiiiÍHirtiúiuiH i| ifBfiÚEtwimiiíiíiii kj tmfrrf.iiMFfK«Pfffw ií wmwummmmi n KÍIIHIIf ItiIH'EWMK I! !>»iiiiiiiiji.,|j »!!!» íteisir I !S| B! “ifcj riitWsíminimiffFif mrttriiiifimiiiiifir iifiiiiffW’l rfffWIWí'! r Fíiimrríiirrrrtifffm t fi'riíFffirftrrt'rí'iffmt 1' íwiiiimfliiiiiffiiifi t HíiöEíinrwiiiiiiilí I rffriíöairrriirriiiTii f siifiiiiifirirtfiiiöiH j rfffiiriiiiffifiífifiirf ;r Sísiifiriifiiiirii'ffiíit T liirtiifiiiiifilfiiiiiir TmwMmKnpmn sffBtrriíiwmiiffiir Éííteiiwiriitóka ríifHfiiiiiiiiiitóuw mtt tmiirfmttim ■rrrr Pan American-byggingin í New York 1958. veriö fundiö að því, aö hann hafi ekki tekið fullt tillit til ýmissa mannlegra þátta í skipulagi hverfanna, og því hafi þau ekki reynzt mjög vel. Á árunum 1929 og 30 hannaði Gropius bifreiðir fyrir Adler- verksmiðjurnar. Einnig teiknaði hann skrifstofur verkalýðsfélags í Dessau (1927—28), verzlunarhús í Dessau (1928) og verkfræöiskóla í Hagen (1929), auk nýstárlegrar leikhússbyggingar, Tot- alleikhússins (1927), þar sem t.d. engin skýr skil voru á milli leiksviös og áhorfendarýmis. En upp frá þessu er eins og þáttaskil verði á starfsferli Gropiusar. í nærri tuttugu ár hafði hann veriö frumherji í nútíma arkitektúr og komið fram meö fjölmargar nýjungar, bæði á sviði bygginga og kennsluhátta, en upp úr 1930 er eins og hygmyndaflug hans lækki smám saman, Gropius var reyndar höfundur margra góðra bygg- inga, sem reistar voru á mjög raunhæfan hátt eftir 1930, en meðal þeirra voru engin tímamótaverk. Árið 1930 skilaði hann inn samkeppnistillögu fyrir leikhús í Charkov og ári síöar tillögu í sam- keppni um Sovéthöllina í Moskvu, en hvorug tillagan fékk verölaun. Gropius dvaldi aðeins rúmt ár í Þýzkalandi eftir aö Hitler komst þar til valda, en flúði síöan til Englands. Starfaði hann þar í þrjú ár, fyrstu tvö árin með enska arkitektinum Maxell Fry (f. 1899). Unnu þeir saman að teikningu skólabyggingar í Impington Willage, nærri Cambridge, og var hún reist áriö 1936. Einnig teiknuöu þeir tvo aðra skóla og nokkur einbýiishús, auk þess sem þeir skipulögðu kvikmyndaver. Byggingar Gropiusar á Englandi eru ekki ólíkar ýmsum smærri verkefnum hans í Þýzkalandi. Impington-skólinn var fyrst- ur í hópi skólabygginga á Bretlandi, sem skipulagöur var á óformlegan hátt. Á þessum tiltölulega skamma tíma, er Gropius dvaldi á Englandi hafði hann mikil áhrif á framvindu nútíma arkitekt- úrs þar. Honum bauöst síðan kennara- staöa vestan hafs viö arkitektúrskólann í Harvard, Massachussets, og hélt þang- að áriö 1937, 54 ára að aldri. ( Bandaríkjunum samdi Gropius sig strax aö nýjum hugsunarhætti, og eftir aðeins eins árs starf sem kennari var hann skipaður skólastjóri viö Harvard- skólann. Er Gropius langmerkastur fyrir afskipti sín af skólamálum vestan hafs, þar sem hann vann mjög gott starf fyrir Harvard-skólann og reyndar fleiri arki- tektúrskóla og haföi mikil áhrif á yngri kynslóð arkitekta í Bandaríkjunum. Jafn- framt kennslu starfaði hann að ýmsum byggingaverkefnum með nokkrum gömlum vinum sínum frá Þýzkalandi, sem einnig höfðu flúið vestur um haf. Þeirra á meöal var Ungverjinn Marcel Breuer (f. 1902), er unnið hafði með Gropiusi á Bauhaus. Unnu þeir saman að >mörgum einbýlishúsateikningum á árunum 1937—40. Eftir styrjöldina setti Gropius á stofn stóra arkitektastofu — TAC — ásamt hópi ungra arkitekta og nemenda sinna úr Harvard-skólanum. A síöasta skeiði starfsferils síns átti hann hlut í mörgum traustum byggingum, og er nemendamiðstöð Harvardháskóla (1950) sennilega markverðust þeirra, en einnig má telja til fjölbýlishús fyrir stjórnvöld Berlínar fyrir Interbau-sýning- urta þar (1957), háskólabyggingar í Baghdad í írak (1965) og sendiráðs- byggingu Bandaríkjanna í Aþenu (1957—61) og glerverksmiðju í Ham- borg (1967). Ennfremur var hann ráö- gjafi við hönnun Pan Am-byggingarinnar í New York (1958). Gropius starfaði ötullega allt fram í andlátiö. Hann lézt áriö 1969, 86 ára gamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.