Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 14
Siguröur Skúlason magister Nokkur aðskota- orð í íslenzku KANEL, KANILL, krydd úr berki kaniltrés (OM). Þess orö eiga rætur aö rekja til canna í latínu sem merkir: reyr. Fr. canelle, þ. Kaneel, d. kanel. Kanel finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584, stafsett Caniel. Oröiö finnst í allmörg- um samsettum oröum, miklu oftar stafsett kanel en kanil (OH). KANÍNA, nagdýr af héraætt (OM). Orðið má rekja til cuniculus í latínu sem merkir m.a.: kanína. Þaö varð conin í fr., konijn í hollensku, kanin í miölágþýsku og dönsku og er þaöan hingað komið. (Kanin í þýsku merkir: kanínuskinn, en Kaninchen kanína.) Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1644 (OH). KANON, söngur, lágasöngur; keðju- söngur (OM). Oröiö er komið af kanon í grísku og merkir þar: reyr og mælikvarði. Þ. Kanon, fyrirmynd, mælisnúra, d. kanon og hefur þar ýmsar merkingar, m.a.: mælisnúra og keðjusöngur. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). KANTATA, hátíöasöngur, hátíöa- Ijóö, kórverk meö einsöng og hljóm- sveit. Orðiö er komiö af cantata í ítölsku, en það orö er myndað af latneska so. cantare sem merkir. syngja. Þ. kantate, d. kantate, e. cantata. Orðmyndin Cantate finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1880 (OH). KANTÓNA, fylki, einkum eitt hinna 25 í Sviss (OM). Þett orö á rót sína aö rekja til canthus í grísku og latínu sem merkir m.a.: hringur á hjóli. Þaöan eru komin orðin cantone í ítölsku og canton í frönsku sem bæöi merkja: héraö, fylki. Þ. kanton, d. kanton, e. canton. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1887 (OH). KANTUR, jaöar, brún (OM). Þetta orö má rekja til cantus í latínu. Þ. Kante, d. kant. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1734 (OH). KANSLARI, forsætisráöherra (í Þýskalandi og Austurríki); fram- kvæmdastjóri háskóla, æösti umboðs- maður konungs í stjórn háskóla (OM). Orðið er komiö af cancellarius í miöaldalatínu, en þaö merkir: næstæösti embættismaöur ríkisins og stjórnandi kansellísins (stjórnar- ráösskrifstofunnar). Auk þess, sem áöur er getiö, merkir oröiö erlendis: dómsmálaráöherra. Þ. Kanzler, d. kansler. e. chancellor. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1886 (OH). KANTOR, forsöngvari, stjórnandi kirkjukórs. Orðiö er komiö af cantor í latínu, af so. canere, syngja. Þ. Kantor, d. kantor, e. þrecentor. Orö þetta heyröi ég af vörum gamalla, málfróöra manna áriö 1920 og kváöust þeir lengi hafa heyrt þaö í talmáli íslenskra lærdómsmanna. KAÓLÍN, steinteg. og bergteg., leir- kennt Ijósleitt alúmínsilikat, myndast viö veðrun feldspats (t.d. í hveraleir), notaö til postulínsgeröar (OM). Oröiö er komiö af kínverska fjallsheitinu Kauling. D. og e. kaolin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). KAPELLA, lítil kirkja, húsakynni fyrir messugeröir í byggingu, sem annars er ætluö óskyldum verkefnum (OM). Orö- iö er komiö af capella í miöaldalatínu, en þaö er smækkunarmynd af capa, kápa, upphaflega kirkjurými þar sem kápa Marteins helga var varöveitt. Fr. chapelle, e. chapel, þ. Kapelle, d. kapel. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). KAPÍTAL, höfuöstóll (OM). Orðiö er komiö af capitale í miðaldalatínu sem merkir: höfuöból. Fr. og e. capital, þ. Kapital, d. kapital. Finnst í ísl. ritmáli frá því laust eftir aldamótin 1800 (OH). KAPSEL, nisti, hylki. Oröiö er komiö af capsula í latínu, en þaö orö er smækkunarmynd af capsa sem merkir: kassi. Þ. Kapsel, d. kapsel, e. capsule. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1876 (OH). KARAFLA, boröflaska undir vín eöa vatn. Orðiö er komiö af gharaf í arabisku. Þaðan barst þaö um spænsku inn í frönsku og varö þar carafe. E. carafe, þ. Karaffe, d. karaff- el. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). KARAKTÉR, einkunn, skapferli, inn- ræti o.fl. Oröiö er komiö af charakter í grísku, en þaö orð er komið af so. charassein sem merkir: rista í, grafa. Þ. Charakter, d. karakter, e. character. Finnst í þessari merkingu í ísl. ritmáli frá árinu 1810, en í merkingunni galdrastafur (ritaö character) frá 17. öld (OH). KARAMELLA, sælgæti unnið úr brenndum sykri o.fl. (OM). Oröiö er sennilega komið af caramelo í spænsku. D. karamel, e. caramel. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1924 (OH), en heyrðist aö venju fyrr í talmáli. KARAT, mælieining þegar vegið er gull eöa gimsteinar, nú venjul. 200 milligrömm. Mælieining fyrir magn af hreinu gulli (OM). Oröiö er komið af keration í grísku. Fr. og e. carat; þ. karat, d. karat. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1780 (OH). Varnir Petrosjans héidu - enn einu sinni SKAK eftir Margeir Pétursson >_________________- Tigran Petrosjan, fyrrum heimsmeistari, hefur löngum veriö frægur fyrir seiglu sína og ráösnilld í vörn. Hann setti mark sitt á þróun skáklistarinnar meö því aö tefla rólega og óvirkt og bíöa eftir atlögu andstæöingsins. Þetta reyndu margir aö leika eftir honum á sjöunda áratugnum, en upp á síökastiö hefur annar hvassari stíll rutt sér til rúms. Helstu frumkvöölar aö þeirri nýbylgju eru þeir Mikhail Tal, meö frábærum árangri sínum árið 1979, og Garry Kasparov, sem hefur töfraö fram úr erminni hinar ótrúlegustu fléttur á stuttum skákferli sínum. Á stórmótinu í Moskvu um daginn fór Kasparov mjög vel af staö, en Petrosjan aftur á móti fremur illa. í innbyröis viðureign þeirra haföi hinn fyrrnefndi hvítt og biöu skákáhugamenn óþreyjufullir eftir því, hvort ekki myndi fara á sömu leiö fyrir konungi varnarskákmannanna og öörum reyndum meisturum sem höföu treyst á varnarmátt eigin stöðu í skákum sínum viö Kasparov. Skákin hefur áreiðanlega ekki valdiö neinum vonbrigöum. Upp kemur lokuö staða, þar sem hvítur, Kasparov, hefur dágóö sóknarfæri á kóngsvæng og þá er eftir að sjá hvernig Petrosjan gengur aö hrinda atlögunni. Hvítt: Kasparov Svart: Petrosjan Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 Þaö hefur stundum gefist vel aö beita uppáhaldsvopnum andstæöinganna gegn þeim sjálfum. Það var einmitt Petrosjan sem kom fyrstur með þetta afbrigði og upp á síökastið hefur það notið mikilla vin- sælda. — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. e3 — Be7, 8. Bb5+ — c6, 9. Bd3 — Rxc3, 10. bxc3 — c5, 11. 0-0 — 0-0, 12. Dc2 — g6, 13. e4 — Rc6, Dæmigert fyrir afleiöingar leiksins 6. — Rxd5. Hvítur hefur fengiö sterkt peðamið- borö, sem svartur reynir að grafa undan. 14. Bh6 — He8,15. Hfd1 — Dc7,16. De2 — Hed8, 17. De3 — e5, Petrosjan kýs aö loka stööunni, en annar möguleiki var 17. — Bf6. 18. d5 — Ra5, 19. c4 Nú kemur svartur riddara á d4, en ekki mátti leyfa honum aö leika sjálfum 19. — c4. — Rb3, 20. Ha2 — f6, 21. h4 — Bc8, 22. Hb1 — Rd4, 23. Rxd4 — cxd4, 24. Dg3 í þessari lokuðu stööu stendur hvítur greinilega nokkru betur. Hann hefur sókn- arfæri á kóngsvæng, en svartur veröur aö treysta á varnarmátt stööu sinnar og frípeðið á d4. — Bf8, 25. Bd2 — Bd6, 26. Hf1 — Dg7, 27. a4?! Þaö er tæplega grundvöllur til þess fyrir hvítan aö tefla á báöum vængjum og þarna veröur a-peöiö mjög veikt. 27. f4 virðist eölilegast í stööunni. — a5, 28. Hb2 — Bc5, 29. f4 — Bd7? Ónákvæmni, sem gefur sókn hvíts nýjan byr. Nákvæmast. og í raun sannkallaöur Petrosjansleikur, var aö leika 29. — h6! með þeirri hugmynd að svara bæöi 30. f5 og 30. h5 meö g5. Kasparov 30. h5 — Bxa4, 31. h6! — Dc7, Ekki 31. — De7?, 32. fxe5 — fxe5, (32. — Dxe5, 33. Bf4), 33. Bg5. 32. f5 Annar skemmtilegur möguleiki var 32. fxe5 — fxe5, 33. Bg5 — He8, 34. Bf6 — Hac8, 35. Hf5 — Bd6, 36. c5! — bxc5, 37. Bc4! meö hótuninni 38. Hxe5 — Hxe5, 39. Bxe5 — Bxe5, 40. d6+ og síöan 41. Dxe5. — g5, Petrosjan Um annað var ekki aö ræöa. 32. — Df7 má svara með 33. fxg6 — fxg6, 34. Bg5 — Hd6, 35. Hbf2. 33. Bxg5! — fxg5, 34. Dxg5+ — Kf8, 35. Df6+? Miklu sterkara var 35. f6!, en nú var Kasparov kominn í mikiö tmahrak. Eftir 35. f6! er hótunin 36. f7! og 35. — Be8 dugir skammt vegna 36. f7! — Bxf7, 37. Hxf7+ — Dxf7, 38. Hf2. Eftir 35. f6 — Df7, 36. Dxe5 hefur hvítur þrjú peö og sókn fyrir manninn, þannig aö hvorugur kosturinn viröist góöur. — Ke8, 36. Ha1 — De7! Biskupinn á a4 átti sér hvort sem var ekki undankomu auðiö og endatafliö eftir 37. Dxe7+ — Kxe7, 38. Hxa4 — Hd6 er hagstæöara svörtum. 37. De6 — Hd6, 38. Dg8+ — Df8, 39. Dg3? Síðasti möguleikinn var 39. Dxf8+ — Kxf8, 40. Hxa4 — Hxh6, þótt endatafliö sé greinilega hagstæöara svörtum. — Dxh6, 40. Hxa4 — Dc1+, 41. Kf2 — Dxb2+, 42. Kf3 Hér fór skákin í bið, en Kasparov gafst upp án þess aö tefla frekar. Þótt hann hafi oröiö aö lúta í lægra haldi í þessari skák, er samt ákaflega sjaldgæft aö sjá sóknir hans renna út í sandinn á þennan hátt. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.