Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 15
Eftirmáli við myndatexta í viðtali viö Einar, fyrrum bónda í Lækjarhvammi, sem birtist í Lesbók 6. júní sl. var birt mynd af heiðursskjali því, sem Einar fékk frá Jarðrækt- arfélagi Reykjavíkur. Hins- vegar láðist að geta þess, að heiðursskjalið teiknaði Jón Kristinsson, bóndi og teiknari í Lambey í Fljótshlíö Tekiö á öllu sem til var — í Vín og Graz ans þótti viö hæfi aö setjast þar í helgan stein, en þessi höfuðstaöur í Steiermark er annars næststærsta borg landsins og stendur ásamt Salzburg næst sjálfri Vínarborg í menningarlegu tilliti. Ekki hefur alltaf veriö friövænlegt á þessum slóöum og oft búið aö hrinda Tyrkjum af höndum sér, en borgin haföi sér það til ágætis aö eiga vígi nánast frá náttúrunn- ar hendi, sem var óvinnandi. Það er klettahæð nærri miöju borgarinnar: Schlozberg, og bregður stórum svip yfir gamlar og lúnar byggingar. Svo lúnar og þreyttar eru þær sem næstar standa berginu, aö þær geta vart veriö manna- bústaöir, en nú þykir sjálfsagt að friöa svona hverfi. Miöbærinn í Graz er þvi lífi gæddur, sem alla bæi dreymir um. Fljótt á litiö viröist manni, aö par hafi lítið þurft að byggja á þessari öld, en þröngar götur frá aöaltorginu og upp aö berginu hafa veriö iokaöar bílaumferö. Þar er sægur af útiveitingahúsum og sandur af fólki aö njóta blíöunnar; margt af því klætt samkvæmt sérstakri tízku, sem ég hef ekki séö annarsstaðar. Þetta mun lenzka í héraöinu Steiermark, sem lengi hefur veriö viö lýöi og sniðin eftir þjóöbúningum. Þepnan búning báru unglingsstúlkur jafnt sem fulloröiö fólk og setja litskrúöugar svuntur svip á kvenbúninginn. Kemur þetta heim og saman viö rómaöa íhaldssemi við allt sem gamalt er í þessu landi og þar er músíkin ekki undansH'í'' A' ._______ _________ <_;nætt mun aö segja, aö nútímamúsík eigi þar ekki beint uppá pallboröiö. Sama má raunar segja um bygg- ingarlist og er mikill munur á milli Þýzkalands og Austurríkis í því tilliti. Jafnframt hafa Austurríkismenn aö mestu sloppiö viö þá sálarlausu kumb- alda, sem byggðir eru um víða veröld undir merki nútíma byggingarlistar. Eins og í öörum meiriháttar borgum Austurríkis er feikilega fjölskrúöugt tón- listarlíf í Graz; þar er stór ópera og þar störfuöu þau eitt sinn Sieglinde Kah- mann og Sigurður Björnsson. Raunar er ekki lengra síöan en svo, að ýmsir söngvarar, sem sungu meö þeim þá, starfa þar enn. Stærsti konsertsalur borgarinnar, Stephaniensaal, er blátt áfram unaöslega fagur, og þangað hélt hljómsveitin til æfinga um leið og komiö var á staðinn. En hér er hljómurinn allur annar en í Musikvereinsaal í Vín; ekki nærri eins magnaður og raunar ekki mikill munur á aö hlusta þar og í Háskólabíói. Sem sagt; hljómburður kemur víst ekki feguröinni við, en mikiö eru svona salir veglegri umgjörð um tónlistarflutning en þau hús, þar sem ekkert er gert fyrir augaö. Þaö var stór stund fyrir Pál aö stíga á stjórnpall í þessu húsi í sinni gömlu heimaborg. Hljómsveitin hóf leikinn meö Snúningnum hans Schulze, síðan flautu- konsertinn meö einleik Manuelu, en eftir hlé hin magnaða 1. sinfónía Síhoiíi-'-"- ^ ^_____. ____..uoai °2 . - ^oúgisandi. Húsiö var fullskipaö; ég áætla, aö þaö rúmi 1500 manns, og undirtektir voru meö ágætum. Hljóm- sveitin fann að vísu, að þaö var ekki eins létt aö spila þarna og í Vínarsalnum og mál manna var, aö hijómsveitin hafi kannski ekki veriö í ööru eins stuöi. Gagnrýnin í Kleine Zeitung var samt lofsamleg. Eina aöfinnslan var, aö Snún- ingurinn hans Schulze væri nokkuð hávaöasamur, og kemur heim og saman viö þá skoöun margra, aö sé músík ekki falleg, veröi hún þeim mun minna falleg sem hún er leikin hærra. Hljómsveitin var talin vel öguð og boriö lof á stjórn Páls. Foreldrar hans eru fallnir frá. En meðal gesta á hljómleikunum var Erika Kummer, systir hans sem rekur dans- skóla í Graz. Hún sýndi þann framúr- skarandi höfðingsskap að bjóöa öllu liöinu, hljómsveitinni og meöreiöarfólki, í dansskólann aö þiggja veitingar. Erika er glæsikona, sem vekur hvarvetna eftirtekt og ekki lét hún hér við sitja, heldur fékk hún nemendurna sína til að sýna danskunnáttu og síöan var allur hópurinn tekinn í danskennslu. Þetta varð eftirminnileg og fjörug veizla, án þess aö nokkur færi yfir strikiö og alltaf þykja þaö merk tíðindi, þegar stór hópur íslendinga er annars vegar. Eftirmáli um Vínar- oníiséi og Vínarbrauð 21. maí. í dag á aö taka þaö rólega c safna kröftum fyrir langferö vestur ui í Sinfóníuhljómsveit íslands eru hljóö- færaleikarar meö töluvert ólíkan bak- grunn, af ýmsum þjóöernum og á ólík- um aldri. Á efri myndinni eru til dæmis þrír, sem eiga það sameigin- legt aö vera Austan- tjaldsmenn. Frá vinstri: Stefán Sojka, fiöluleikari frá Slóv- akíu, Joan Stupcanu, bassaleikari frá Rúmeníu og Patrek- ur Neubauer, páku- leikari frá Prag. Neöri mynd: Fimm íslenzkir liðsmenn hljómsveitarinnar, sem allir voru í dansmúsíkinni hér fyrr meir. Frá vinstri: Björn R. Einarsson básúnuleikari, Jón Sigurðsson tromp- etleikari, Jónas Þórir Dagbjartsson fiðlu- leikari, Árni Elfar básúnuleikari og Gunnar Egilsson klarinetleikari. Myndin er tekin í samkvæmi hjá borg- arstjórninni í Salz- burg eftir að hljóm- sveitin haföi lokiö hlutverki sínu í Aust- urríki. Þröstur J. Karlsson KVEÐJA TONSMIÐSINS Skuggi turnsins færist nær henni og lengist. Þau léku sér í fjörunni meö sjórekiö orgel og létu sig dreyma fyrir löngu síöan. Hún vaknaði í nótt viö dauft spil — af hafi. TÍMAVÖRÐUR Eins og hrísgrjón milli fingra minna streymir lífiö gegn um mig — Ég er hann sem lífiö óttast. Skipsrottan SKIPSROTTAN Kunnuglegt jag staga og ráa heilla mig ég hef unnaö þér skonnorta sæl frá því ég man eftir mér nú verð ég aö yfirgefa þig í næstu höfn. UGLUSPEGILL Eitt veit ég eyland þar eylendingur býr hann lemur stundum uppá hjá mér feröalangur sá er eltir mig og flýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.