Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 2
 HllBfllIlll Valdimar Kristinsson Þymirósusvefn í heíla öld Hugleiöingar um miöbæinn og skipulag á höfuöborgarsvæöinu Úr miöbæ Reykjavíkur annó 1982. Aðalstræti fyrir einni öld, 1882. Jafnvel i fitæktinni þá, var þó ríkjandi samræmi og ákveðin festa. Að öllum líkindum verður heildarsvipur miðbæjarins álíka í byrjun 21. aldar og hann var í lok þeirrar 19. Gamli miöbænnn Gamli miöbærinn í Reykjavík var á sín- um tíma byggöur af miklum vanefnum eins og flest 'annað er reis á þessu landi frá upphafi byggöar fram til síöustu aldamóta. Síðan eru liöin 80 ár og hefur flestum borg- um á þróunarbraut dugað skernmri tími til endurnýjunar og uppbyggingar miöbæja sinna. En ekki Reykjavík. Hór vantaði alltaf ýmist fjármagn, heilsteypt skipulag eöa djörfung til athafna, jafnvel allt þetta í senn. Þegar ýmsir voru farnir aö sjá að viö svo búiö mátti eigi lengur standa, þá risu upp úrtölumenn er tóku aö gæla við lág- kúruna og sögöust sjá list og samræmi í hverri fúaspýtu. Þannig var meöal annars spillt fyrir djörfu skipulagi viö Aðalstræti meö yfirbyggöu göngurými, sem svo mjög vantar hér í misviörinu. Allt lognaðist nú út af aftur og bendir flest til þess aö miöbær Reykjavíkur komi til meö aö líta aö ýmsu leyti svipað út á öndverörí 21. öld og hann geröi á síðari hluta þeirrar nítjándu. Útlitiö er reyndar miklu verra nú, þar sem þá mun hafa veriö samræmi yfir fátæklegum en ekki ósnotrum þorpsblænum, en í dag rekst hvaö á annars horn og lágkúran blas- ir víöast hvar viö. Þeim er þykir hér of djúpt i árinni tekið skal bent á aö skoöa myndir er birtust meö þremur greinum í Lesbók Mbl. hinn 31. okt., 7. nóv. og 28. nóv. á síöasta ári. Nú er fjarri því aö undirritaður taki alltaf nýjar byggingar fram yfir gamlar og metí sviplítil stein- og glerhýsi meir en breytileg form húsa. Eftir að hafa séö háhýsaþyrp- ingarnar rísa í þriöja Breiöholti er varla hægt aö mæla með þeim sem fyrirmynd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.