Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Qupperneq 2
Il S I ÍTíTi M B 1 D ■ 'WT —I Sas ■oejq L Q 0 a @ Ef samræmi í stíl er á annað borð keppikefli, skyldu menn átta sig vel á þessum tveimur teikningum af húsaröðinni frá Stjórnarráðshúsi — Bernhöftstorfu — og suður fyrir Menntaskóla. A neðri teikningunni er þessi húsaröð eins og við þekkjum hana — og eins og búið er að ganga frá að hún veröi með verndun og endurreisn Bernhöftstorfu- húsa. Um samræmi er tæpast að ræða þar og húsin á torfunni skera sig alveg úr og eru einnig sundurleit innbyrðis. Á efri teikningunni má sjá hugmynd Örlygs Hálfdánarsonar, en hún er sú aö færa alla húsaröðina til samræmis með byggingu tvílyftrar Viðeyjarstofu, þar sem Bakaríið og Gimli standa nú. Sjá nánar í greininni. Valdimar Kristinsson Þyrnirósusvefn í neila öld Hugleiöingar um miöbæinn og skipulag á höfuöborgarsvæöinu Úr miðbæ Reykjavíkur annó 1982. - (íiii M« «11 Aðalstræti fyrir einni öld, 1882. Jafnvel i fátæktinni þá, var þó ríkjandi samræmi og ákveðin festa. Að öllum líkindum verður heildarsvipur miðbæjarins álíka í byrjun 21. aldar og hann var í lok þeirrar 19. Gamli miðbærinn Gamli miðbærinn í Reykjavík var á sín- um tíma byggður af miklum vanefnum eins og flest 'annað er reis á þessu landi frá upphafi byggöar fram til síöustu aldamóta. Síðan eru liðin 80 ár og hefur flestum borg- um á þróunarbraut dugaö skemmri tími til endurnýjunar og uppbyggingar miðbæja sinna. En ekki Reykjavík. Hér vantaði alltaf ýmist fjármagn, heilsteypt skipulag eöa djörfung til athafna, jafnvel allt þetta í senn. Þegar ýmsir voru farnir aö sjá að við svo búið mátti eigi lengur standa, þá risu upp úrtölumenn er tóku að gæla viö lág- kúruna og sögðust sjá list og samræmi í hverri fúaspýtu. Þannig var meöal annars spillt fyrir djörfu skipulagi viö Aöalstræti með yfirbyggðu göngurými, sem svo mjög vantar hór í misviðrinu. Allt lognaðist nú út af aftur og bendir flest til þess að miöbær Reykjavíkur komi til meö aö líta aö ýmsu leyti svipað út á öndveröri 21. öld og hann geröi á síöari hluta þeirrar nítjándu. Útlitiö er reyndar miklu verra nú, þar sem þá mun hafa verið samræmi yfir fátæklegum en ekki ósnotrum þorpsblænum, en í dag rekst hvað á annars horn og lágkúran blas- ir víðast hvar við. Þeim er þykir hér of djúpt í árinni tekið skal bent á að skoða myndir er birtust meö þremur greinum í Lesbók Mbl. hinn 31. okt., 7. nóv. og 28. nóv. á síðasta ári. Nú er fjarri því aö undirritaöur taki alltaf nýjar byggingar fram yfir gamlar og meti sviplítil stein- og glerhýsi meir en breytileg form húsa. Eftir að hafa séö háhýsaþyrp- ingarnar rísa í þriðja Breiöholti er varla hægt að mæla meö þeim sem fyrirmynd- um. Hvað er þá til ráða varöandi miöbæ- inn? Gæti það ekki verið að byggja hann upp í hæfilegu samræmi við þaö, sem þar hefur best veriö gert áöur? Hæfilegt sam- ræmi er teygjanlegt hugtak, en á í þessu sambandi hvorki við háhýsi af neinni gerð né endurbyggingu úr sér genginna smá- hýsa, ef þau eru á góðum lóðum og spilla heildarmyndinni. Á síðari tímum hefur verið fyllt upp í tvö skörð við Austurvöll og saknar þeirra væntanlega enginn. Hús Almennra Trygg- inga má segja aö hafi tekist eftir vonum, þar sem um er að ræða gjörbreyttan stíl boriö saman við nágrannahúsin. Hús Al- menna bókafélagsins verður að teljast síðra að þessu leyti. Bygging Landsbank- ans við Pósthússtræti, eftir síðari viðbót- ina, er mun betri en hún var eftir þá fyrri, þótt tengingin viö gamia húsiö só umdeild. Ofanábygging Útvegsbankans þykir mörg- um hafa tekist vel og aukið á reisn mið- bæjarins. Þá hefur verið byggt viö Eim- skipafélagshúsiö í gamla stílnum meö góö- um árangri. Þannig hefur nokkuð verið byggt, sem hafa má til hliðsjónar. Islenskir arkitektar valda vel því verkefni að sjá um uppbyggingu gamla miöbæjar- ins. Að vísu eru þeir nokkuð mistækir, en meö hæfilegri samkeppni milli þeirra og aðhaldi annarra má búast við góðum árangri. Einnig má benda á, að ekki er allt aðdáunarvert í byggingarlist heimsbyggð- arinnar. Nefna má sem dæmi, að í Lesbók Mbl. 23. jan. sl. gat að líta nokkur verk hins heimsfræga Alvars Aalto, en óhætt mun að halda þvi fram, að ekki þætti það allt merkilegt á Fróni, ef heimamenn ættu í hlut. Eftir þessum sýnishornum að dæma viröist Norræna húsið vera með betri verk- um Alvars. Hér að framan hefur fyrst og fremst ver- ið talað um kvosina frá Aöalstræti aö Lækjargötu, en einnig er sjálfsagt að endurnýja fjölda húsa við Laugaveg. Götu- myndin þar er sannarlega víða ömurlega Ijót og ósamstæð. Mun líklega leitun að öðru eins við aðalverslunargötu í borgum Vesturlanda, svo ekki sé nú talað um höf- uðborgirnar. Hins vegar er ýmislegt vernd- unar virði í gömlu Reykjavík, svo sem um- hverfi Tjarnarinnar (að undanteknu norð- vesturhorninu), Stýrimannastígurinn og nágrenni hans, margt í Þingholtunum og víðar og víöar. Til að bæta gamlar, skörð- óttar götumyndir hefur verið tekin upp sú nýjung, að flytja gömul hús til í bænum og hefur þaö þegar gefist vel á nokkrum stöð- um. Á sama hátt mætti flytja fjölda húsa úr kvosinni og láta þau sóma sér vel í nálæg- um hverfum. Á bak við húsalínuna við Að- alstræti og út að Vesturgötu gæti Grjóta- þorpið tekið við mörgum þessara húsa og myndaö gamaldags en þó lifandi hverfi við hliðina á virðulegum miðbæ eftir að hann hefði verið byggður upp. Gamla timbur- húsahverfið í Bergen gæti verið nokkur við- miðun í þessu sambandi, en glæsileik miðbæjarins þar er erfiðara að líkja eftir. (Sjá einnig grein undirritaðs um Grjótaþorp í Vísi 25/7 1972.) Hugmynd Örlygs Hálfdánarsonar Varla er hægt að ræða svo um gamla miðbæinn, að ekki sé minnst á Bernhöfts- torfuna. Sumir segjast sjá samræmi í götu- myndinni frá Bókhlöðustíg að Hverfisgötu, þar sem aðrir sjá fyrst og fremst ósam- ræmi. Er þá átt viö Torfuna annars vegar og Menntaskólann, íþöku og Stjórnar- ráöshúsið hins vegar. Eins og ávallt er þetta spurning um smekk og hversu vel klæddur keisarinn er. Um hitt verður ekki deilt, að komin eru tvö ágæt vfitingahús hvort í sinn enda Torfunnar, sem eru í skemmtilegum húsum sem slíkum, þótt samræmið í götumyndinni og reisn mið- bæjarins sé svo annað mál. Ólík sjónarmið er oft erfitt að sætta, en stundum er til millileið sem nær kjarnanum úr ólíkum viöhorfum. Örlygur Hálfdánarson hefur bent á slíka leiö aö því er Torfuna varðar og hefur leyft undirrituðum að kynna hana með teikningu, sem Örlygur hefur látið gera. Hugmynd hans er sú, að milli „Bern- höftsbakarís" og „Landshöfðingjahússins“ verði reist „Viðeyjarstofa" eins og hún átti að vera í upphafi, það er að segja tvær hæðir og ris, en ekki ein hæð og ris eins og að lokum varð. Upphaflega var ráö fyrir því gert að stift- amtmaðurinn, Rantzau greifi, skyldi búa á neðri hæö Viðeyjarstofu en Skúli landfógeti á þeirri efri. Rantzau fékk síðan undanþágu frá því að flytjast til islands og þá sá danska stjórnin sér leik á boröi og ákvað að sleppa annarri hæðinni og spara þannig nokkurt fé. Til viðbótar má geta þess, að Viðeyjarstofa var teiknuð af frægum dönskum arkitekt, Nicolaj Eygtved, þeim sama og teiknaði Amalienborg, sem nú er konungshöll í Danmörku. Svona hús mætti sem best nota fyrir eitthvert ráðuneytið eða einhverja virðu- lega stofnun. Hér er um að ræða teikningu, sem er álíka gömul og Stjórnarráöshúsið við Lækjartorg og úr því að á annað borð er farið að endurreisa „fornminjar", þvi þá ekki að gera það af nokkurri reisn og myndarskap? Er hér með lagt fyrir lesend- ur að dæma um í hvorri götumyndinni er meira samræmi (sjá meðfylgjandi myndir). Þeirri götumynd sem nú er eða þeirri sem við blasir eftir að „Viðeyjarstofa", án niður- Frh. á bls 13. Þegar mörgum var farin að blöskra vanþróun miöbæjarins, risu upp úrtölumenn er tóku að gæla við lágkúruna og þóttust sjá list í hverri fúaspýtu. Þannig var spillt fyrir djörfu skipulagi við Aðalstræti með yfirbyggðu göngurými — og enn er umhverfl Aðalstrætis eins og hér sést.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.