Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 9
Kirkjan á hafsbotni 1969, myndTefnaður. áherslan lögö á myndbyggingu. Nemendur teiknuöu uppstillingar og hver annan i módelteikningu. Vigdís teiknar hjá Finni og Jóhanni en þaö er Guömundur Thor- steinsson (Muggur) sem kennir henni aö fara meö olíuliti. „Hann var skemmtileg blanda af barni og heimsmanni. Hann átti ákaflega erfitt meö aö gagnrýna verk okkar nemendanna, vildi komast hjá því aö særa okkur." (Viötal undirritaörar viö Vigdísi 1976). Vigdís var nemandi í myndlistardeild Handíöa- og myndlistarskólans (nú MHÍ) veturna 1943—44 og 1944—45. Áöur haföi hún tekiö þátt í kvöldteikninámskeiöi skólans. Þó Vigdís gengi ekki hina venju- lega braut þeirra sem búa sig til sér- kennslustarfa á sviöi teiknunar, samþykkti skólinn aö viðurkenna kunnáttu hennar og hæfni sem fullnægjandi til aö taka aö sér kennslu i teiknun í barna- og unglingaskól- um. Lúövík Guðmundsson þáverandi skólastjóri lofaöi mjög samviskusemi henn- ar og kennarahæfileika. Um Vigdísi sagöi Kurt Zier yfirkennari skólans: „Listgáfa Vigdísar er sérstæö og frábrugðin því, sem venjulega finnst hjá listhneigöum mönnum. Hún hefur fallega og merkilega sérgáfu fyrir öllu sem lýtur aö þjóösögum og ævin- týrum. En hún hefur þegar þroskaö meö sér persónulegan stíl á þessu sviöi, sem mér þykir vera hennar sterkasti og per- sónulegasti möguleiki." Þessi umsögn sem er skrifuö í september 1946, sýnir vel hversu glöggur Kurt Zier hefur veriö á list- gáfu þessa nemenda síns, því þá eiginleika sem hann hrósar Vigdísi fyrir, þroskar hún og ávaxtar svo vel á löngum listferli, aö þeir veröa einskonar kennimerki listar hennar. Myndir Vigdísar frá þessum árum eru hlutbundnar og stílfæröar meö róman- tísku ívafi og er Þingvallamynd hennar er birtist hér á þessum síöum góöur fulltrúi þeirra. Vigdís sækir myndefniö gjarnan í ís- lenskar þjóðsögur og ævintýri eöa yrkir þaö sjálf. Umsögn Kurt Zier lýsir því vel, hversu fljótt Vigdís hefur fundiö sinn per- sónulega stíl, því ævintýramyndvefnaður hennar sem hún vefur mörgum árum síðar, ber sama blæ og myndirnar frá árunum í Handíða- og myndlistarskólanum. Hin smáa myndgerö varö Vigdísi hugleikin. Eitt verkanna sem hún geröi í skólanum ber nafniö „Svoleiöis frímerkjastæröir“. Kurt Zier haföi spuri Vigdísi hvers vegna hún málaöi „svoleiöis frímerkjastæröir". Hún svaraöi því þá til, aö þaö væri til aö útiloka að hún gæti komiö fyrir öllum smáatriöum. „Á þessum tíma var hann alltaf að skamma mig fyrir aö hafa of mörg smáatriöi meö í myndunum.11 (Viötal undirritaðrar viö Vig- dísi 1976.) En þaö var áhugi Vigdísar á hinu smáa og fíngeröa sem aö lokum beindi henni inn í vefjarlistina. Vigdís haföi nú gifst Árna Einarssyni, rosknum ekkjumanni sem verslaöi meö nýlenduvörur viö Laugaveginn. Hugur Vigdísar stóö allur til framhaldsnáms; eina leiöin var aö leita menntunar utanlands. Þegar styrjöldinni slotar slæst Vigdís í för þeirra listnema sem leita út til framhalds- náms. 42 ára gömul siglir Vigdís meö Drottning Alexandrine til Kaupmannahafnar og hefur nám viö Konunglega Listaakademíiö. Þar sest hún í málaradeild Kræsten Iversens (1886—1955). Þá var ekkert kvennaár og eflaust hefur þurft töluvert hugrekki til aö brjótast út úr hlutverki borgaralegrar hús- móöur og yfirgefa eiginmann og heimili. Þarna réöi úrslitum skilningur eiginmanns- ins, góöur efnahagur og þaö aö Vigdís og Árni voru barnlaus. Kræsten Iversen veitir því athygli, aö hin smáa myndgerö féll eöli- lega aö myndhugsun Vigdísar og bendir henni á, að myndvefnaöur væri ef til vill réttur miöill fyrir hana. Eftir Vigdísi liggur fjöldi verka frá árunum á Akademíinu, olíu- málverk og teikningar sem sýna aö hún hefur fylgt hinni heföbundnu kennsluskrá sem lítið sem ekkert haföi breyst frá því fyrir aldamót. Frh. á bls. 10. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.