Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 10
r Gróöur íslands, vatnslitir. Vigdís er innrituð í Akademíiö frá 1946—1952, en dvelur þó langdvölum heima, þar sem hún kennir teikningu viö Kvennaskólann í Reykjavík. Hún íhugar ábendingu Kræsten Iversens og saekir um skólavist viö Statens Kvinnelige Industri- skole í Osló og hefur þar myndvefnaöar- nám 1953. i vefnaði sínum snýr hún aftur til hins hlutbundna, stílfæröa myndstils, sem einkennir eldri verk hennar. Samtíma Vig- dísi viö námio á Akademíinu var landi hennar, ung kona, sem einnig leiddist inn í vefjarlistina eftir nám í málaradeild. Þetta var Ásgeröur Búadóttir. Júlíana Sveins- dóttir listmálari var búsett i Kaupmanna- höfn og haföi um árabil stundaö vefnaö jafnhliöa listmálun. Hún rak vefstofu og mun framan af aðallega hafa ofiö hús- gagnaáklæði og annan nytjavefnað sér til lifsviðurværis. Hún er byrjuð aö vefa upp úr 1930 er ekki fyrr en 1949 að vefnaöur hennar kemur fyrst fram á sýningu. Það er athyglisvert, að þessar þrjár íslensku kon- ur, sem fyrstar leggja fyrir sig myndvefnað, hafa ailar aö baki langa akademíska skólun í myndlist. Til að taka nærtækt dæmi má benda á, að þekktasti listvefari Noröur- landa, Hanna Ryggen (1894—1970), hóf einnig listferil sinn sem málari. Vigdís er alkomin heim frá Noregi 1955 og helgar sig nú algjörlega vefnaðinum. Málverkið lagöi hún á hilluna, en mun þó alltaf hafa teiknað og málaö vatnslitamyndir, sem hún oft sýndi með vefnaði sínum. Frá Noregi tók Vigdís með sér gríðar- stóran vefstól og fékk hún vinnuaöstööu á efstu hæð barnaskóla Austurbæjar. I þess- um vefstól óf Vigdís sín stærstu verk eftir málverkum Jóhanns Briem listmálara, af landnámi Hallveigar og Ingólfs. Eflaust hafa það verið henni sár vonbrigði að fá ekki að vefa eftir eigin hugmynd. Hlutverki vefnaöar sem þjónandi túlkunarhandverki var þá enn ekki lokið. í dag hefur vefjarlist- in unniö sér sess sem skapandi, sjálfstæö listgrein, sem lýtur sínu eigin lögmáli og nýtir tjáningarmátt efnisins til fulls. Verkin af Landnáminu óf Vigdís úr ís- lenskri ull og voru litirnir sem Álafossverk- smiðjan gaf um 30. Ekki þótti Vigdísi það nóg. Hún rakti sundur hespur og tvinnaöi saman einstaka þræði og fékk með þessu móti fram um 160 litbrigöi að meötöldum sauöa- og jurtalitum. Jurtalitimir sem Vig- dís notaði eru ákaflega mettaöir og djúpir. Rauöa litinn fékk hún úr rót krossmöörunn- ar og úr krapprótinni. Fallegasta og skær- asta gula litinn vann Vigdís úr islenska gulvíöinum en einnig úr birkilaufum og fjallagrösum. Vigdís Kristjánsdóttir var barn síns tíma. Hún tilheyroi þeirri kynslóð kvenna, sem enn var bundin sterkn hannyrðahefð. Þrátt fyrir akademískt nám virðist hún að mestu hafa unnið óháö straumum og stefnum i myndlistinni, og verið trú hinum smágeröa ævintýrastíl sem fylgdi henni alveg frá ár- unum í Handíðaskólanum. Á yfirlitssýningu Vigdísar í Bogasal Þjóöminjasafnsins í til- efni 65 ára afmælis hennar 1969, gafst tækifæri til aö kynnast hinni fjölbreytilegu vefleikni Vigdísar. Auk ævintýravefnaðar- ins sýndi hún verk sem urðu til fyrir hughrif út frá náttúrufyrirbærum, en þar vinnur hún með stærri og óhlutbundnari form. Náttúr- an var helsti tjáningarhvati Vigdísar, hún heillaðist af litum og blæbrigðum náttúr- unnar. Ekkert var svo smátt og lítilfjörlegt að hún ekki teldi það veröugt viðfangsefni. Blómamyndir hennar vitna um nákvæma þekkingu á gróöurríki islands. Mikilvægi Vigdísar liggur einkum í því hversu einlæglega henni tókst aö flytja sína sterku náttúruskynjun yfir í hinn hefð- bundna vef. Vonandi er sá timi kominn núna, með afturhvarfi til náttúrunnar og vaxandi skilningi á þeim verðmætum sem eru undirstaöa lífsins, aö Vigdís Kristjáns- dóttir hlýtur með hugvekjum sínum, rótt- mætan sess í íslenskri listasögu. Hrafnhildur Schram Nokkur aðskota- orð í íslensku Sigurður Skúlason magister tók saman ORLON, erlent gerviefni svipaö og næl- on. Orðiö er komið úr ensku. D. orlon. Finnst ífel. ritmáli frá árinu 1967 (OH). ORTÓDOX, sem fer eftir bókstafnum, rétttrúaður; grísk-kaþólskur (OM). Þ. og e. orthodox, d. ortodoks. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1924, stafsett ortodoks (OH). OTTÓMAN, (breiöur) hauslaus dívan (með pullum) (OM). Orðið er komiö af arab- íska lo. urhmani sem varö ottomane í frönsku. E. ottoman, Þ. Ottomane, d. ottoman. Ég heyrði þetta orð í ísl. talmáli árið 1930. OXÍÐ (oxýö), efnasamband ildis og ein- hvers annars efnis (OM). Orðiö er komið af oksys, súr, bitur, í grísku + id. Þ. Oxyd, d. oxyd og oxide, e. oxide. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878, stafsett oxyd. Sama ár sést so. oxydere þar. Orömyndin oxid finnst þar fráárinu 1941 (OH). PAGÓÐA, austurlenskt (trúar)musteri af sérstakri gerð. Orðiö er komið af bhaga- vatni i indversku sem merkir: hinn göfugi. Þaö orð varö pagoda í portúgölsku og festi sú orðmynd rætur í Evrópu. Þ. Pagode, d. pagode, e. pagoda. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1774 (OH). PABBI, faðir, (einkum ávarpsorö barna viö föður sinn) (OM). Orðið er komið af pappas í grísku, lat. papa, þ. Papa, d. og e. papa. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1894 (OH). PAÐREIMUR, veöhlaupasviö hesta. Þetta er hljóðgervingur af oröinu hippo- dromos í grísku. Þ. Hippodrom, d. hippo- drom, e. hippodrome. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). PALISANDER, harðviður frá Suður- Ameríku. Talið er að nafn þessa viöar sé þaöan komið um hollensku, en þar heitir hann palissander, ,D. palisander. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1939 (OH). PALLÍUM, band sem erkibiskupar og páfar bera um hálsinn. Lat., e. og d. palli- um. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1956 (OH). PALMÍN, olía úr kókoshnetum, notuð sem jurtafeiti (OM). Taliö er að þetta orð sé komið úr þýsku, en þar heitir það Palmin og er komið af Palme sem merkir: pálmi. D. palmin. Ég man eftir þessu orði i talmáli frá þvíárið 1916. PAMFÍLL, sérstakt spil, laufgosi í púkki, náungi, hamingjuhrólfur (OM). Orðið er komið af latínska nafninu Pamphilius, en þaö er til oröiö úr gríska nafninu Pamfilos sem merkir: elskaður af öllum. D. pamfilius. Finnst í ísl. ritmáli frá 19. öld, en orðmyndin panfíll frá því laust eftir aldamótin 1900 (OH). PANELL, sérstök tréþorð, notuð til klæöningar; þil (OM). Oröiö er komiö af panellus í miöaldalatínu, en þaö er smækk- unarmynd af latínska orðinu pannus sem merkir: dúkur. Á fornfrönsku heitir þaö panel, á miölágþýsku pan(n)ele, þ. Paneel, d. og e. panel. Orðmyndin panel finnst í isl. ritmáli frá því um 1880. Samsetta oröið panelverk finnst þar frá árinu 1676, so. panela frá 1758 og lo. panelaöur frá sama ári (OH). PAPRIKA, spænskur pipar. Þetta orð er komið óbreytt úr serbnesku. Þ. Pabrika, d. og e. pabrika. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). PARKUR, meiri háttar garöur, skemmti- garöur, fiskitjörn, stæöi fyrir farartæki. Oröiö er komiö af parcus í miöaldalatínu og merkir þar: girt svæöi. Fr. parc, þ. Park, d. og e. park. Af parkur er myndað so. parkera, þ.e. leggja bíl. Fr. parquer, þ. parken, d. parkere, e. park. No. parkur finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1934 (OH). Það I heyröist hér auövitaö fyrr í talmáli eins og gengur. PARTÍ, boö, veisla, (slarksöm) skemmt- un í heimahúsum; vörusending (OM). Orðiö er komiö af party í ensku. D. party og parti. Finnst í ísl. ritmáli i merkingunni veisla, m.a. frá árinu 1955; í merkingunni flokkur, m.a. frá 1883; í merkingunni vörumagn, m.a. frá 1945 (OH). PARTITÚR, fjölraddabók, þ.e. nótnabók sem sýnir allar raddir í margrödduðum lög- um. Oröiö er komið af partitura í ítölsku, morkir þar eiginlega skiptingu og er komiö af no. pars í latínu. Þ. Partitur, d. partitur. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1962 (OH). PARRUK, hárkolla (OM). Fr. perruque, e. peruke, þ. Perucke, d. paryk. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1727, stafsett Parruch (OH). PASSI, vegabréf, leiðarbréf (OM). Orðiö á rót sína aö rekja til passus í latínu sem merkir: skref. Það varð passo í ítöisku. Einnig gæti það veriö stytting af passa- porto í ítölsku, en þaö merkti upphaflega: leyfi til að mega fara fram hjá höfninni, sbr. passeport í frönsku, passport í ensku, Reisepass í þýsku. E. pass, þ. Pass, d. pas. Finnst í ísl. ritmáli frá 1603 (OH). PASS (í spili): segja pass láta í Ijósi að spilamaöur óskar ekki eftir aö ráöa spilinu, segja enga sérstaka sögn; vilja ekki taka þátt í einhverju, hætta við eitthvað (OM). Pass er komið af pas í dönsku, en það orö er komið úr frönsku þar sem „Je passe" merkir: „Ég gef spilið frá mér" eða eitthvað á þá leiö. E. pass. Finnst í ísl. rimáli frá 1938 (OH), en er auðvitað allmiklu eldra í talmáli. PASTOR prestur, kennimaður; titill sumra kaþólskra presta (OM). Orðið er komið úr latínu og merkir þar: hirðir. Þ. Pastor, d. og e. pastor. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1612 (OH). PATT, (í skák) sem getur ekki leikið nein- um manna sinna (OM). Orðiö er komiö af patta í ítölsku og merkir þar: óútkljáð (skák). D. pat. Finnst í ísl. ritmáli frá því um 1890 (OH). PATÍNA, diskur undir oblátur (OM). Orö- iö er komið af patína í latínu sem merkir: panna, fat. Þ. Patina, d. patina. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1544 (OH). PATRÍARKI, yfirbiskup grísku kirkjunnar (OM). Oröið er komiö af patriarches í grísku og merkir þar: ættfaðir. Þ. Patriarch, d. patriark, e. patriarch. Finnst í ísl. forn- máli (Fr.). PATRÓNA, skothylki (OM). Oröiö er komiö af patronus í miöaldalatínu. Fr. patr- on, þ. Patrone, d. patron. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1790 (OH). PÁKA, ketilbumba, eirbumba, bumba. Oröið er komiö af Pauke í þýsku. D. pauke. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1790 (OH). . PÁSA, þögn, hlé, hvíld, málhvíld; þagn- armerki. Oröiö er komiö af pausis í grísku. Lat. pausa, þ. Pause, d. og e. pause. Heyr- ist oft í ísl. talmáli, einkum meðal tónlist- armanna. PIPAR, kryddtegund, unnin úr aldinum piparrunnans í Suður-Asíu (OM). Oröiö má rekja tíl píppalf í forn-indversku. Þaö varð peperi í grísku. Lat. piper, þ. Pfeffer, d. peber, e. pepper. Orðmyndin piparr finnst í ísl. fornmáli (Fr.). PIPARMYNTA, (sælgætis)tafla meö sér- stöku bragði (OM). Orðið er komiö af lat- ínska jurtarheitinu Mentha piperita. Þ. Pfefferminze, d. pepermynte, e. pepper- mint. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1831 (OH). 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.