Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 12
Hjá Sai Baba í Puttaparti íslenzk kona segir frá Indlandsferö og heimsókn til höfuö- stööva gúrúsins Sai Baba, sem býr í gullspíruhöll mitt í hrikalegri fátækt og á milljónir fylgismanna. Bæöi hann og fleiri gúrúar austur þar, hafa komiö sér upp söfnuöum á Vesturlöndum og legiö undir gagnrýni fyrir full mikinn dugn- aö viö auösöfnun. Enginn dómur er þó lagöur á þaö hér, hvort Sai Baba hefur óhreint mél í pokanum; aoeins lýst því sem fyrir augu bar í Puttaparti. Eftir Margréti H. Leigubíllinn flautar fyrir utan hliöið við gestahúsiö. Maóur situr í fram- sætinu hjá bílstjóranum. Hann heils- ar, leggur lófana saman. Viö gerum eins. Maðurinn, sem er eigandi bif- reiðarinnar, segir að þar sem við sé- um aðeins tveir farþegar ætli hann að vera með, því sér þyki gaman að ferðast, svona á sunnudögum. Hann heitir Sheriff, talar ensku, er ræðinn og skemmtilegur. Ferðin er gerð til Puttaparti, aöal- heimkynna hins fræga Guru Sai Baba, 160 km frá Bangaeore, Suöur- Indlandi. Leiðin liggur um fallegt land. Vatn flæðir um hrísgrjónaakr- ana, glitrandi í sólskininu. Stórir sól- blóma- og sykurreyrsakrar, pálmar, kaktusar, margs konar ávaxtatré, svo eitthvað sé nefnt, sem vex og dafnar í hinni mjög frjósðmu mold og hitabeltisloftslagi. í fjarska sjást gulgrá granítfjöll og grænar hlíöar. Sums staðar á malbikuðum veginum eru breiður af gulum kornstönglum. Bílarnir aka yffír þá og þreskja þannig kornið fyrir bændurna. Fólk er viö vinnu á ökrum og við gæslu búfjár. Viö ökum um nokkur þorp. Kofaskrifli, sem margir sýnast vera komnir aö falli. Húsbúnaöurinn strámottur á moldargólfi, óhreinindi og drasl allt um kring. Nakin börn og karlmenn, aöeins klæddir pils- druslum, sitjandi í hópum viö veginn, tal- andi saman, en engar konur. Þeim væri nær að hreinsa og lagfæra kofaræflana, hugsar hinn byggingarglaöi íslendingur. Þegar viö komum þar sem veriö var aö leggja nýjan veg, fékkst skýring á hvar konurnar voru; þær voru aö vinna viö aö bera möl og sand í bökkum, er þær báru á höfðum sér. Ég spuröi Sheriff hve margar rúbíur þær fengju í kaup fyrir daginn. Hann nefndi svo lága tölu ao ég þori ekki aö hafa slíkt eftir, en hann bætti við að svona vinnufólk greiddi enga skatta til ríkisins. Lítill kofi stendur við veginn, skreyttur marglitum smáveifum og gulum blómum. Sheriff segir, aö öllum gestum Saj_Babasé þarna boðin hressing. Okkur er sagt aö fara úr skónum áöur en við göngum inn. Stór mynd af Baba er á miðjum vegg kof- ans. Maöur og kona ganga inn á undan okkur. Konan snarsnýr sér í nokkra hringi, kastar sér svo flatri á gólfið fyrir framan myndina, þyljandi eitthvaö. Maðurinn lætur nægja að beygja kné og leggja saman lóf- ana. Tvær konur eru þarna aö hita kaffi á prímus. Þær bera okkur kaffi í litlum krús- um. Síðan leggjum við saman lófana í kveðjuskyní, höldum ferðinni áfram og er- um fljótlega komin á ætlunarstað. Gullspíruhöll og mikið um dýröir Ashram Sai Baba nær yfir nokkuð stórt svæöi, aö miklu leyti umgirt háum múr- vegg. Þar fyrir innan eru margar stórar og skrautlegar byggingar. Á múrveggnum eru hlið og er eitt þeirra í háum turni, skreytt- um steinmyndum og gullsþírum. Þaðan liggur vegurinn heim að höll guruins. Beggja vegna vegarins eru spjöld árituö góöum spakmælum. Höllinni er erfitt að lýsa, svo skrautleg er hún, öll skreytt steinmyndum, turnum með gullspírum og margs konar flúri. Margar myndanna eru af Ijónum, fuglum, fílum, einnig af ýmsum guðum. Allt er þarna málaö í Ijósbláum, Ijósbleikum og Ijósgulum lit. Aðeins vinnu- skálar og sum gestahúsin eru hvít. Viö keyrum inn um hliö aðal umferðar- götunnar. Þar hjá í skrifstofu eru eftirlits- menn. Við sýnum vegabréf, fáum lykla að gestaíbúö og nokkrar fyrirskiþanir um hegöun og klæönaö. Konur skulu klæöast síðum pilsum og „skarfi" (sjali). Á hinum heilögu stööum ber aö ganga berfættur. Sheriff kveður. En við förum heim í „Roundhouse", þaö er stórt 5 hæða hús, byggt í kringum lítinn garö. Þar búa aðal- lega útlendingar og þykir fengur að búa þar. Herbergin eru meö snyrtiklefa og sum með kæliviftu. Þarna sefur fólk á mottum eða dýnum á gráum steingólfunum. Inn um gluggan berast hróp og söngl íslams- presta, kallandi fólk sitt til. bæna á nokk- urra klukkustunda fresti. Þeir hafa komið sér upp hátölurum, svo heyrast megi vel til þeirra um næsta nágrenni. Hróp þeirra blandast tóni hindúa-prestanna, sem einn- ig nota hátalara og tóna allan daginn frá sólarupprás vegna mikilla hátíöarhalda f Puttaparti þessa daga („Dessara", sigur hins góða). Mikill fjöldi fólks tekur þátt í hátíðarhöldunum og sjálfur Sai Baba held- ur ræður. Eitt töfraorð - og þá treðst maður ekki undir Ég klæöist siöum serk, er skraddari á götunni hér gerði mér á hálfum klukkutíma (ekki veit ég hvað kjólameistarafélaginu ís- lenska fyndist um þau vinnubrögö), og arka til samkomuhússins. Karlar og konur eru aöskilin og ganga inn í húsiö sitt frá hvorri hliö. Aragrúi fólks. Troðningur, hávaði, barnagrátur, röggsamar fyrirskipanir eftir- litskvenna. Svo mikil voru lætin, að ég hélt mig troðast undir fólkinu. Þá minntist ég þess, að ferðafélagi minn, sem hefur verið hér nokkrum sinnum áöur og er mörgum hnútum kunnugur, sagöi aö ef ég lenti í vandræðum, skyldi ég spyrja eftir Kamillu Saradi. Það hreif sem töfraorð. Konurnar viku fyrir mér og nokkrar konur leiddu mig Greinarhöfundurinn í Puttaparti ásamt tveimur indverskum verkakonum. blíölega fremst í salinn. Þar var Kamilla, aðlaðandi kona. Ég tautaði nafn mitt og bætti við: frá íslandi. Hún brosti blítt og fékk mér sæti á gólfinu í þriöju röö fremst, þar settist ég síðan á fætur mína eins og hinir. Salurinn fullsetinn rúmar um 30 þúsund manns. Hann er þannig gerður, að hægt er aö opna út báöar hliöar og var annar eins fjöldi fólks fyrir utan, sem hlustaði í gegn- um hátalara. í enda salarins er stórt leik- sviö, en á veggjunum beggja vegna eru steyptar myndir, táknandi helstu trúar- brögð manna. Tveir menn ganga fram á leiksviöiö og halda ræöur, sem aöallega fjalla um Sai Baba og hans verk. Svo birtist guruinn, lítill og grannvaxinn, í einfaldri, síðri, gulrauðri skikkju, hnepptri með tveim gylltum smáhnöppum á brjósti. Berfættur. Andlitið dökkleitt, sterklegir andlitsdrættir, mikiö svart hrokkiö hár þyrlast um höfuö hans. Hann gengur hægt og stillt niður af sviðinu um blómum skreytt þreþ, fyrst til karlanna og talar fá orð viö einn og einn, síðan kemur hann til kvennanna. Ég sé hann nálægt mér og finn undarlega sterk áhríf frá honum. Kannski eru það líka áhrif frá fólkinu, sem situr með sþenntar greipar og telur hann vera guö. Ég horfi snortin og forvitin. Svo gengur hann upp á sviðið, sest í stól viö borö meö hátölurum og heldur ræöu. Röddin er sterk og nokkuð björt. Hann hreyfir hendurnar til áherslu þegar hann talar. Allt fas hans sýnist mér mjög háttvíst. Ræöan er jafnóöum þýdd á ensku. Hann talar í dæmisögum, vitnar oft í hvaö Kristur sagöi. Segir, að til sé aöeins einn guö og hvetur til kærleika í hugsun og verki. Háværir lofsöngvar og aðskilnaður eftir stéttum Þegar hann hefur lokið ræöu sinni geng- ur hann aftur niður blómskrýddu þreþin og sest í stól gegnt sviðinu. Þá hefjast tónleik- ar. Listafólkiö gengur fyrir Baba, kastar sér á gólfið og kyssir fætur hans. Síðan hljóm- ar mikil tónlist og söngur með þeim krafti og takt, að diskótek Vesturlanda gætu vel við unað. Fólkið klappar með og mér skilst, að söngvarnir séu lofsöngvar til Baba. Nú var ég orðin aum og dofin i fótum af set- unni í nærri 5 klukkustundir. Ekki gat ég séð, aö dömurnar í kring um mig væru þreyttar. Sátu þarna á fótum sér, skreyttar silki, gulli og demöntum á nefi, eyrum, handleggjum, hálsi, fingrum, ökklum og jafnvel tám. Þegar ég leit í kring skildi ég, að hér sat hefðarfólkið og að hér var fólk greint i sundur í guöshúsi l/kt og á íslandi áður fyrr. Að lokum var danssýning. Komiö var með hóp prúðbúinna barna og þau lát- in setjast á gólfiö framan viö leiksviöiö. Sýningin átti að lýsa lífi Sai Baba frá fæö- ingu. SkrautiÖ yfirdrifiö. Kannski fariö frjálslega meö efniö, t.d. var skyldfólk og heimili hans sýnt ríkmannlegt, en sannleik- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.