Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 13
Gúrúinn getur naumast talizt fallegurmaður, en hér er hann á sínum heimaslóöum og í þeim einfalda klæðnaði, ljósrauðum slopp, hnepptum upp í háls, sem hann gengur í. urinn er að Baba fæddist og ólst upp í fátæklegum kofa í Puttaparti, en sá kofi hrundi fyrir nokkrum árum. Þetta kvöld fórum viö út fyrir hliðið, niður í þorpiö og gengum verslunargötuna. Verslanirnar eru flestar í litlum skýlum og kaupmenn ósparir á að bjóða vegfarend- um varninginn. Óhreinindi og rusl alls staö- ar. Grindhoraðir hundar í hópum og fleiri dýr, sem gera stykki sín á götuna, en sumir létu slíkt ekki á sig fá og fengu sér blund á götunni. Þú réttir litla fingurinn - og á næsta andartaki ertu umkringdur Ég keypti nokkra ávexti. Einhver fiktaði viö pilsið mitt. Lítill snáði, 5—7 ára, horfir á mig sakleysislegum bænaraugum og bend- ir á opinn munninn, merki þess að hann sé svangur. Ég rétti honum banana, en á næsta augnabliki er ég umkringd hóþi persóna; barna, gamalmenna og lamaðra, flest hálfnakin, bendandi á opinn munn sér jarmandi „mam mam“. Undrun mín breytist í skelfingu þegar margar hendur þrífa í mig og ég tek til fótanna inn fyrir hliðið, en hópur eltir. Verðirnir reka fólkið í burt, lít- andi á mig ásökunaraugum. Þegar félagi minn kemur, sit ég á steini nokkrum (sem ekki má setjast á, þvi hann er heilagur), r Birgir Helgason Akureyri í minningu Björgvins Júníussonar Þú vildir öllum mönnum greiöa gera, og gieöja þá er áttu í sálarraunum, því hiaustu oft meö öörum byröi aö bera en bros af vörum kaustu helst aö launum. Þú kvaddir þennan heim á köldum vetri, — ert kominn yfir dauðans landamerki. Ég þekki enga aðra kosti betri en einmitt þá er sýndir þú í verki. I stynjandi og tautandi: „Þetta er skelfilegt, lítil börn og lamaö fólk hungrað og nakiö og svo allar þessar skrautklæddu hrúgur á gólfinu í samkomusalnum." „Þú veist að þetta er vanþróað land,“ var svarið. Næstu daga fer fjöldi fólks í burtu, en þó er margt eftir á staðnum. Troðningur viö matstaðina, en karlar og konur matast ekki saman. í matsalnum eru löng steinborð og steinbekkir. Málmbakkar eru á borðunum. Konur skammta matinn úr stórum skjólum á bakkana, hrísgrjón, sósur og flatbrauð (chapati). Gestirnir hræra í matnum og láta í munn sér með fingrum einum saman, en útlendingar geta fengið plastskeiðar til notkunar. Þegar fólk hefur matast, fer hver með sinn bakka í hliðarskála, þar situr kona á gólfi og þvær bakkana úr moldar- leðju, en önnur skolar þá síöan úr hreinu vatni. Þar er einnig rennandi vatn fyrir þá, er vilja skola fingur sína. Tvisvar á dag, kl. 9 og kl. 5, safnast fólk saman við höll guruans, sem sumir kalla musteri. Karlar og konur, hvort til sinnar hliöar, og bíða þess að sjá Sai Baba koma út. Allir eru berfættir og sitja á fótum sér á sandinum. Mikil geöshræring grípur margt fólkið þegar guruinn gengur framhjá. Sumir reyna að kyssa fætur hans eða skikkjufald, ná í sandinn úr fótsporum hans og ausa yfir sig eða láta í munn sér. Margir biöjast fyrir, liggjandi á hnjánum. Gæslufólk er önnum kafið við að halda röð og reglu. Guruinn slær taktinn Þegar Baba hverfur inn í musteri sitt hefst mikill söngur, stór hópur hvítklæddra karla sest við inngang hallarinnar, klappar og syngur lofsöngva af miklum krafti. Gargið í krákunum flögrandi í trjánum blandast hljómnum. Ur fjarska heyrast hróp múhameðsklerka. I höllinni er lítill fagur samkomusalur, skreyttur guðamyndum og stórum mynd- um af Sai Baba og Sai Baba frá Shirdí, en Baba segist vera hann endurfæddur. Þarna situr guruinn í hásæti og slær taktinn eða klappar á meðan söngurinn ómar. Svo er klukkum hringt og hann hverfur af sviöinu. Menn tárast, sumir hrópa: „Hann er guð, guð, guð.“ Síðan fer hver til síns heima. Myrkrið hvolfist fljótt yfir nálægt miö- baug. Skrautljósin á höllinni og þar í kring Ijóma og glitra á skrautinu og gullspírun- um. Trjátopparnir vagga blíðlega í kvöld- blænum. Loftið er þægilega hlýtt, himinn- inn svartur og stjörnurnar eins og nýfægð- ar. Tunglið er þarna líka. Á gulum sandin- um situr fávis íslensk kona og hugsar hvort sig sé að dreyma? Hún lítur upþ til Karlsins í tunglinu, það vantar svolítiö á aöra kinn- ina, en svipurinn er ógn vingjarnlegur. „Þig þekki ég þó frá íslandi,“ segir konan. Eftir tveggja vikna dvöl höldum viö frá Puttaparti. Félagar mínir „prútta" við bíl- stjóra um keyrslugjald til Bangalore. Ég les boðskap guruins, sem hann á hverjum degi lætur rita á spjald nokkurt við aðalumferð- argötuna. Þar stendur: „Allir eiga aö vinna og gera alla hluti með kærleika í hjarta. Verið glöð, hafið ekki áhyggjur af morg- undeginum." (Ó, indælt, hugsa ég.) Neðst á spjaldinu stendur: „Veriö ekki hrokafull því að lokum veröið þið étin af hýenum og hræfuglum.“ (Mér bregður.) Svo er ekið af stað. Við virðum fyrir okkur hinar mörgu fallegu byggingar, þar á meðal tvö stór skólahús. Og enn er verið að byggja. Karl- ar, börn, en þó fleiri konur, vinna aö bygg- ingunum. Flestar kvennanna eru ungar, hörundsliturinn dökkur, fagurlega byggðir líkamar, grannir og stæltir. Hreyfingar þeirra og göngulag með þeim glæsibrag aö vakið gæti öfund stásskvenna Vesturlanda. En af tötrunum, sem þær klæöast, og laun- unum, sem þær fá, eru þær ekki öfunds- verðar. Brátt er Puttaparti að baki. Ríki Sai Baba, sem ræður þarna öllum ráðum og eru þarna eignaðir allir hlutir. Indverskir og erlendir auðmenn hafa lagt fé í fyrirtækið, er hefur útibú í nokkrum borgum Indlands. Nokkrar milljón- ir fylgismanna i indversku dagblaði las ég, að þar í Frh. á bls. 15. Þyrnirósusvefn í heila öld skurðar frá Dönum, heföi verið reist innan um sína líka við Lækjargötu, þ.e. Stjórnar- ráðshúsiö og Menntaskólann. Þáttur Þóröar Ben í nóvember sl. hélt Þórður Ben Sveins- son, myndlistarmaður búsettur í Þýska- landi, stóra sýningu á Kjarvalsstööum á hugmyndum að skipulagi beggja vegna Skerjafjaröar. Þar kom margt athyglisvert fram. Höfundur vill láta okkur njóta hlý- legra loftslags með því að nýta jarðvarm- ann betur en með hefðbundinni húshitun. Þetta mætti gera með því að tengja saman íbúðarhús og gróðurhús og búa til vetrar- garða. Ennfremur meö því að setja þök yfir sérhannaðar götur og ylja þær með heitu vatni. Er í rauninni undarlegt að hugmyndir af þessu tagi skuli ekki vera orðnar aö veruleika hér á landi. Víða má finna dæmi um þær erlendis, þótt orka sé þar dýrari en hér, en loftslag hins vegar mildara og þvi minni ástæða til að skapa verndaða veröld undir gleri og plasti. Húsateikningarnar, sem fylgdu þessum hugmyndum Þórðar Ben voru aftur á móti heldur framandi og líktust jafnvel einhverju úr Þúsund og einni nótt; en það er svo önnur saga og getur verið óháð grundvallartillögunum. Þórður Ben vill láta byggja upþ á flug- vallarsvæðinu og hafa margir lengi veriö sama sinnis. Eftir alla þenslu byggðarinnar á höfuðborgarsvæöinu og allt dýra bensín- ið og tímann sem fer í að ferðast þar fram og til baka er von að mörgum þyki þessir 200 ha gamla breska flugvallarins illa nýtt- ir. Er þar um að ræða jafnstórt svæöi og Reykjavík innan Hringbrautar og Snorra- brautar. Þá vill Þórður nýta Bessastaðanes og minnka Lambhúsatjörn. Þar er ágætt byggingarsvæði, þar sem nú kemur varla nokkur maður. Nýju hverfin tengir Þórður síðan saman með brú yfir Skerjafjörð og einnig er tengt viö Kársnesiö með brúm yfir Fossvog og Kópavog. Reyndar er Kársnes- ið um það bil á miðju höfuðborgarsvæðinu, ef Mosfellssveit er undanskilin. Þessa byggð er höfuðnauðsyn að þétta, einkum í Kópavogi (Fífuhvammslandi) og Garðabæ, auk áðurnefndra nýbyggðarhverfa viö Skerjafjörð. Vrði þá ekki þörf á að byggja norðan Grafarvogs og enn síður ofan Rauðavatns á þessari öld, enda fengu is- lendingar nóg af heiðarbýlum á öldinni sem leið. Einnig ber að taka tillit til þess, að þjóð- inni fjölgar ekki eins mikið og áður og líkur benda til, að nýting orkulindanna stuðli aö þéttbýlismyndun í öðrum landshlutum er leiði til búferlaflutninga þangað. Þannig getur dregið úr byggingaþörfinni í Reykja- vík og nágrenni og er því mikilvægt aö koma betra borgarlagi á byggðirnar, sem nú mynda hið óreglulega höfuðborgar- svæði á meðan tækifæri er til þess. En fluginu má ekki gleyma. Einhvers staðar verður það að hafa aðsetur eftir að byggt hefur verið á Reykjavíkurflugvelli og sýnast þá þrír kostir koma til greina: Að leggja flugbraut yfir Hólmana i Skerjafirði eins og tillaga hefur komið fram um, að byggja flugvöll í Kapelluhrauni eöa flytja allt flug til Keflavíkurflugvallar. Hið síðast- nefnda gæti tengst lagningu rafbrautar frá Reykjavík um Hafnarfjörð og suóur til Keflavíkur. Samvinna sveitarfélaga Uppbygging nýrra byggðahverfa, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, getur vart orðið að veruleika nema með stórauk- inni samvinnu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Einhvers konar yfirborgar- stjórn, sem kosið væri til annað hvort beint eða óbeint, gæti veriö æskileg framtíðar- skipan. Kæmi þá til greina að skipta Reykjavík upp í tvo til þrjá hluta til þess aö hún bæri ekki lengur ægishjálm yfir ná- grannasveitarfélögin. Samvinna er þegar mikil á ýmsum svið- um og ber þar hæst, aö Hitaveita Reykja- víkur yljar nú einnig nágrönnunum. Að því er varðar kalt vatn, rafmagn og slökkvilið mun aðeins um tvískiþtingu að ræða. Sam- eiginlegt átak þyrfti aö gera i lagningu helstu holræsa og strætisvagnaleiðir þyrfti að tengja mun betur saman. Skipulags- skrifstofa höfuöborgarsvæðisins er tekin til starfa, er leiðir til meiri samræmingar í gatnakerfi og jafnvel gatnagerðar í ein- hverjum mæli. Ekki vantar því viöfangsefn- in. Eitt erfiðasta og viökvæmasta vandamál sveitarfélaganna, einkum þó Reykjavíkur, er frágangur nýrra byggðahverfa og úthlut- un lóða. Á þessu sviði er stöðugt veriö að gera kröfur, en þó mismiklar eöa hefur nokkur heyrt talaö um húsnæðisleysi og þörf á leiguhúsnæði í Garðabæ eða á Sel- tjarnarnesi? Jafnvel mætti halda því fram, að Reykjavík væri betur sett, ef hún ætti engin byggingarlönd utan núverandi byggöar. Þá væri ekki hægt aö gera kröfur til þess, sem ekki er til og satt að segja hefur borgin meira en nóg á sinni könnu með alla félagslegu þjónustuna, sem stöö- ugt er veriö að gera kröfur til. Best af öllu væri þó, eins og áður segir, að sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust um að treysta og þétta byggðina og leita lausnar á öðrum vandamálum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.