Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 15
Siguröur Eggerz - Alfaöir ræður ... - Sigurður Eggerz fluttist til Víkur í Mýrdal áriö 1908, er hann varö sýslumaöur Skaft- fellinga. Var hann fyrsta yfirvaldiö, sem sat í Vík, en svo hafa sýslumenn jafnan gert síðan. Siguröur Eggerz lét sig stjórnmál strax miklu skipta og sýndi mikinn áhuga í Uppkastskosningunum. „Hjá honum beygöist fljótt krókurinn til þess, er veröa vildi um áhuga fyrir frelsi lands og þjóöar," segir Gunnar Ólafsson. Næst þegar kosiö var, aö þrem árum liönum, 1911, bauö Siguröur sig fram og var kosinn með 131 atkv. Gísli Sveinsson, sem þá bauö sig fram í fyrsta sinn, fékk 57 atkvæöi. í næstu kosningum, áriö 1914, bauð enginn sig fram á móti Sigurði og var hann því sjálfkjörinn. Sama ár varö hann ráöherra islands og fluttist þá burt úr sýslunni. Þegar Siguröur Eggerz fékk ekki fram- gengt málefnum Islands í ríkisráöi, sagöi hann af sér ráöherraembætti og var „ákaft hylltur“ viö heimkomuna á fundi í Reykja- vik, segja samtímaheimildir. Ekki er að efa, aö sama mundu Vestur-Skaftfellingar hafa gert, svo vinsæll sem hann var og kjósend- ur honum sammála í pólitíkinni. En Siguröur Eggerz var Skaftfellingum meira heldur en yfirvald og alþingismaöur. Hann var líka skáldiö, sem gaf þeim ódauðlegt Ijóö. Þessvegna veröur nafn hans ávallt tengt baráttu Skaftfellinga viö hvíta brimölduna á hinni sendnu strönd. Það var 26. maí 1910, aö 5 menn drukknuðu við uppskipun í Vík. „Daginn eftir fór ég einn niður á ströndina," segir Siguröur Eggerz, er hann minntist þessa atburðar löngu síöar. „Hugur minn var full- ur af harmleiknum frá deginum áöur.. . Ég staröi út á hafið ... Og í minni eigin sál risu undarlegar öldur, sem báru mig út í geim- inn, eitthvaö langt burt frá sjálfum mér. Ég veit ekki hvaö ég gekk lengi fram og aftur á sjávarströndinni, en þarna orti ég Alfaðir ræður.“ Kvæöiö var sungið viö jarðarför- ina: Alfaöir ræður — öldurnar hníga. Eilíföin breiðir út faðminn sinn djúpa. Alfaöir, taktu ekki aleiguna mína. Alfaðir réttu út höndina þína. Gísli Sveinsson - lýsti lýðveldi á Þingvelli - Nýkominn frá prófborðinu áriö 1911 bauð Gísli Sveinsson sig fyrst fram í Vestur-Skaftafellssýslu og síðan aftur árið 1916. Þá voru þeir báðir í kjöri, hann og Lárus á Klaustri. Þeir áttu báöir eftir aö vera aðsópsmiklir foringjar í pólitíkinni í héraöi sínu, næstu áratugina. Kosning þessi var mjög vel sótt eftir því sem þá tíðkaðist eöa 75,7%. Gísli var kosinn meö 194 atkvæöum, Lárus fékk 155, sr. Magn- ús á Prestsbakka 97. í næstu kosningum, 1919, keppti enginn viö Gísla Sveinsson um þingsætiö. Hann var því sjálfkjörinn. í þeim kosningum voru 9 þingmenn sjálfkjörnir, víðsvegar um landiö. Þá þurfti ekki aö vera aö sleikja upp hvert atkvæöi vegna uppbótarsæta. Aö þrem árum liðnum sagöi Gísli Sveinsson af sér þingmennsku vegna van- heilsu. Aftur kom hann ekki í framboð fyrr en tæpum áratug síöar, í þingrofskosning- unum 1931. Þær kosningar vann Lárus Helgason meö 13 atkvæöa mun (390:377). Hinsvegar hlaut Gísli Sveinsson þingsætiö tveim árum síðar með 22 atkv. fram yfir Lárus Helgason. Síöan hélt Gísli velli í tvennum næstu kosningum 1934 og 1937. Áriö 1942 voru miklar sviptingar (pólitík- inni. Þá voru tvennar kosningar, 5. júlí og 18.—19. október. Var þá víöa hart barist en þó hvergi eins og í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þar var kosningaþátttakan mest á landinu, 90,9% um vorið og 92,7% um haustiö. i báöum þessum kosningum beiö Gísli Sveinsson lægri hlut fyrir sr. Sveinbirni Högnasyni en hlaut sæti á þingi sem lands- kjörinn, uppbótarþingmaður, og var þá kosinn forseti sameinaös þings. Áriö 1946 bauð Gísli Sveinsson sig fram i 10. og síðasta sinn og var þá kosinn meö 425 atkvæöum. Mótframbjóöandi hans fékk 280 atkvæði. Áriö eftir var hann skipaöur sendiherra í Osló og sagöi þá af sér þingmennsku. Gísli Sveinsson veröur jafnan minnis- stæöur öllum, sem þekktu hann. i sögu islendinga veröur hans minnst fyrir þaö, aö í rigningunni á Þingvöllum þann 17. júní 1944, stóö hann undir berum himni og lýsti íslandi lýöveldi í áheyrn alþjóöar. Fullveldisdagur íslendinga er 1. desem- ber. Þann dag áriö 1959 barst andlátsfregn Gísla Sveinssonar austur á Síðu. Hann haföi andast í Reykjavík daginn áöur. Þá var haldinn fullveldisfagnaöur á Klaustri og þess þá minnst hver heiður og gifta þaö hefði verið fyrir Vestur-Skaftfellinga að eiga fyrir fulltrúa sinn á Alþingi um tveggja áratuga skeiö þennan sókndjarfa og rök- fasta málafylgjumann, sem ávallt geröi fyllstu frelsiskröfur í sjálfstæöisbaráttunni og stóö fremst í fylkingu stjórnmálamanna þegar henni lauk aö fullu. Lárus Helgason - héraðshöfðingi á stórbýli - Þaö er vissulega engin tilviljun, aö hin fróðlega bók Þórarins Helgasonar, bónda í Þykkvabæ, um Lárus á Klaustri er jafn- framt almenn saga félagsmála og fram- kvæmda í Vestur-Skaftafellssýslu á fyrri hluta aldarinnar. Þetta sýnir hve gildur þáttur Lárusar var í öllum samtökum sýslu- búa á þessu tímaskeiði. í bókinni er greint ýtarlega frá þing- mannaferli Lárusar og rakinn málaflutning- ur hans á þeim vettvangi. Alls sat Lárus Helgason á 8 þingum á árunum 1922— 1933, en fyrst bauð hann sig fram áriö 1916 og síðan aftur í aukakosningunum 15. mars 1922. Þá fékk hann 357 atkvæöi en mótframbjóðandinn, Eyjólfur á Hvoli, 249. Úrslit næstu kosninga, áriö eftir, 1923 uröu nokkuö óvænt. Þá tapaöi Lárus fyrir Jóni Kjartanssyni sem sat á þingi næsta kjör- tímabil (’23—’27). Sá munur jafnaöist aftur í kosningum 1927, sem Lárus vann meö 35 atkvæöa mun og aftur vann Lárus þing- rofskosningarnar 1931. Þá var munurinn á honum og Gisla Sveinssyni 13 atkvæði. Eftir stofnun Bændaflokksins, 1934, gekk Lárus til fylgis við hann og var í fram- boði bæöi 1934 og 1937. í þeim kosningum sýndi það sig hve ríkt var persónufylgi Lár- usar, enda var hann orðlagður fyrir- greiöslumaöur, stórhuga og djarfur í fram- kvæmdum, mikill höföingi heim að sækja og Klaustur vítt rómaö fyrir rausn og hjálp- semi. Þeim sem kynntust Lárusi Helgasyni er þaö ríkt í minni hve mörgum kostum þessi djarfi, sjálfmenntaði bóndi var búinn og hve mörgu og miklu hann áorkaði fyrir sveitunga sína og héraðiö allt. Þaö er sannmæli, sem vinur Lárusar og samherji, Halldór Stefánsson, skrifaöi um hann lát- inn: „Meö honum er fallinn aö móöurskauti einhver gagnmerkasti og stórbrotnasti bændahöföingi þessa lands og göfug- menni.“ Jón Kjartansson - yngsti þingmaöurinn - i Jón Kjartansson var yngstur þeirra, sem sæti tóku á Alþingi fyrir Vestur-Skaftfell- inga. Hann var þrítugur er hann var kosinn 27. október 1923 meö 455 atkvæöum móti 316. Eftir því sem segir í Lárusar sögu Þór- arins Helgasonar komu úrslit þessi allmjög á óvart. Hófu fylgismenn Lárusar mikinn áróöur og snarpa sókn fyrir flokk sinn og varö þaö vel ágengt, aö fjórum árum síöar vann Lárus Helgason kosningarnar meö 35 atkvæöa mun (379:344). Aftur kom Jón Kjartansson ekki fram á pólitískan vettvang í Vestur-Skaftafells- sýslu fyrr en 20 árum síðar. Þá haföi hann látið af ritstjórn Morgunblaösins og var oröinn eftirmaður Gísla Sveinssonar í sýslumannsembættinu, meö þá ætlun í huga aö erfa þingsætiö lika. En það vildi ekki ganga greitt. Tvisvar haföi mótframbjóöandi hins nýja sýslu- manns, Jón Gíslason, vinninginn þótt naumur væri, 6 atkvæði áriö 1947 og 5 atkvæöi í haustkosningunum 1949. Fjórum árum síðar, þann 28. júní 1953 vann Jón Kjartansson svo þingsætið meö 29 at- kvæða mun og aftur 1956 en þá var mun- urinn á þeim nöfnum 10 atkvæöi (J.Kj. 399, J.G. 389). í seinustu kosningunum í sýsl- unni beið Jón Kjartansson lægri hlut eins og síöar mun sagt verða. Jón Kjartansson var hógvær maöur og háttprúöur og vann sér hylli þeirra sem kynntust honum og hann átti samstarf viö. Hann var Ijúfmenni i viökynningu og allur af vilja geröur til aö greiða götu annarra og snúa málum til betri vegar. Komu þeir eig- inleikar fram hjá honum bæöi sem sýslu- manni og þingmanni. Eftir áriö 1959 átti Jón sýslumaöur nokkrum sinnum sæti á Alþingi sem vara- maöur fyrir landskjörna þingmenn og full- trúa Suöurlands. Jón Kjartansson var einn af fjórum af- komendum sr. Páls prófasts og þjóöfund- armanns í Hörgsdal (d. 1861) sem sæti áttu á Alþingi fyrir Vestur-Skaftafellssýslu. Sr. Sveinbjörn Högnason - þar sem harðastur var bardaginn - Áriö 1942 var gerö nokkur breyting á kjördæmaskipuninni, sem m.a. fól í sér hlutfallskosningu í tvímenningskjördæm- unum. Þótt sú breyting snerti ekki Vestur- Skaftafellssýslu beinlinis, haföi hún þar sín áhrif og leiddi þar nýjan mann fram í stjórnmálabaráttuna. Það var sr. Svein- björn Högnason, sem tók sig upp úr Rang- árvallasýslu og hélt austur yfir Fúlalæk til aö bjóöa sig fram í kosningunum 5. júlí 1943. Fékk hann 460 atkvæði. Var þaö hæsta atkvæöatala, sem þingmaður fékk í Vestur-Skaftafellssýslu. Gísli Sveinsson fékk 378 atkvæði. Aftur var kosið um haustið, 18. —19. október. Hlaut sr. Sveinbjörn aftur kosningu en þá iækkaði meirihluti hans niður í 27 atkvæöi (Sv.H. 437, G.Sv. 410). Ekki bauð sr. Sveinbjörn sig aftur fram í Vestur-Skaftafellssýslu. en hann varö á ný þingmaður Rangæinga á árunum 1956—'59. Sr. Sveinbjörn var ósérhlífinn baráttu- maöur í stjórnmálum og mun jafnan hafa kosiö sér stööu þar sem haröastur var bardaginn og talsverörar andstööu aö vænta. Þessvegna var Vestur-Skaftafells- sýsla honum æskilegur vettvangur og til nokkurs að vinna. Hann haföi iíka árangur sem erfiöi eins og rakið er hér að framan. Jón Gísiason - nágranni Kötlu og Kúðafljóts - Jón Gíslason bóndi í Noröurhjáleigu t Álftaveri vann þingsætiö í aukakosningun- um 13. júlí 1947 og hélt því siöan í kosning- unum 1949 þó að litlu munaði, enda voru kosningarnar sóttar af miklu kappi af beggja hálfu og kjósendur óspart hvattir til aö koma á kjörstaö. Þá kusu allir i Álftaveri (47), allir nema einn í Skaftártungu (51) og allir nema tveir í Meðallandi (97). i þriðja sinn fór Jón Gíslason fram í kosningunum 1953 og var kjörsókn enn mikil, næst hæst á landinu, 95,6%. Þá féllu atkvæði þannig, að Jón Kjartan^son fékk 408 atkvæöi, en Jón Gíslason 379. Seinast þegar Jón Gísla- son var í framboði, 1956, var hann 10 at- kvæöum lægri heldur en nafni hans. Jóni Gíslasyni voru falin flest trúnaöar- störf í sveit sinni og stóð fremstur sem fulltrúi sveitunga sinna á vettvangi félags- og samvinnumála. Hann rækti störf sin meö sóma og af kostgæfni, en sóttist ekki eftir mannviröingum. „Man ég vel svo langt, aö ekki gekk þrautalaust að fá hann til að fara í framboð við Alþingiskosningarnar 1947,” sagöi samherji hans í afmælisgrein um Jón Gísla- son sjötugan, og mun þaö sannmæli. Óskar Jónsson - síðasti þingmaðurinn - Þá er komiö aö síðasta þingmanni Vestur-Skaftfellinga. Hann var kjörinn 28. júní 1959. Þá eru á kjörskrá 845 manns og höfðu ekki verið færri síðan 1922. Af þeim kusu 782 eöa 95% og var þaö næstmesta þátttaka á landinu (Mýrasýsla 95,3%). Meö kosningalagabreytingunni varö Vestur-Skaftafellssýsla hluti af hinu nýja Suðurlandskjördæmi. Var sú breyting mjög á móti skapi margra Skaftfellinga úr báö- um flokkum. Mun sú afstaða eflaust hafa haft einhver áhrif á kosningaúrslitin, sem voru á þá leið, að Óskar Jónsson fékk 378 atkvæöi en Jón Kjartansson 368. Önnur atkvæði voru 36. Enda þótt Óskar Jónsson væri elstur þeirra, sem kosnir voru á þing fyrir Vestur- Skaftfellinga (59 ára) var hann ávallt ungur í anda, glaöur og reifur á mannfundum, sem hann sótti manna mest og af margs- konar tilefni. Hann var kappsamur baráttu- maöur fyrir flokk sinn og málstaö og lagöi sig allan fram honum til styrktar. Eftir kosningarnar í hinni nýju kjör- dæmaskipan var Óskar varaþingmaöur i Suðurlandskjördæmi. Eins og sést af því sem nú hefur veriö rakiö áttu 12 kjörnir fulltrúar sæti á Alþingi fyrir Vestur-Skaftafellssýslu, auk þess einn varaþingmaður. Af þessum mönnum voru 5 sýslumenn, 3 bændur, 2 prestar og 2 verzlunarmenn. Allir voru þeir búsettir í kjördæminu einhvern tíma, sumir ævilangt. Átta þeirra voru Skaftfellingar aö ætt og uppruna. Þegar þeir voru fyrst kosnir, voru þeir á aldrinum 30 ára til 59 ára. Einn af þeim varö ráöherra. Þrír voru kosnir forset- ar sameinaðs þings og margir aörir voru kjörnir til ýmissa trúnaðarstarfa á vegum Alþingis. Alls var kosið 19 sinnum í Vestur- Skaftafellssýslu og tvisvar var frambjóö- andi sjálfkjörinn. Lægsta atkvæðatala hjá kjörnum þingmanni var 6 atkvæöi, en hæst 460. Mesta kosningaþátttaka var 95,6%, enda lögöu ýmsir hart aö sér til aö fá sem flesta til aö koma á kjörstaö og kjósa „rétt“. Oft var mjótt á mununum, allt niður í 5—6 atkvæði. Þessvegna var úrslitanna úr Vestur-Skaftafellssýslu oft beðið meö meiri eftirvæntingu heldur en úr flestum öörum kjördæmum. Nú er þaö gaman löngu búið. Það hvarf þegar Vestur-Skaftfellskum kjósendum var hellt ofan í hina sameiginlegu atkvæðahít Suöurlandskjördæmis. GBr. Hjá Sai Baba landi væru margir guruar (þ.e. helgir menn), nokkrir með fjölda lærisveina, en Sai Baba heföi langflesta fylgjendur, jafn- vel nokkrar milljónir. I hans nafni eru rekin mannúöarfyrirtæki, t.d. skólar, sjúkraskýli og fátækrahjálp. (En þaö hafa kristnir söfn- uöir í Indlandi gert í stórum stíl um langan tíma, eins og kunnugt er.) Sai Baba er nú 56 ára. Hann er hindúa- trúar og segist vera (eins og áöur segir) Sai Baba frá Shirdí, helgur maöur d. 1918, endurfæddur. 14—15 ára gamall var hann þegar kallaöur undramaöur. Fylgjendur hans segja hann geta skapaö hluti meö því að veifa hendi og ber þar mest á háls- og handskrauti, heilagri ösku (vibudi), sælgæti og eitthvaö fleira hefur veriö nefnt. Um hann hafa verið skrifaöar bækur. Víst er þetta allt undravert. En ef til vill geta ein- hverjir, sem þekkja vel til trúarbragða og lifnaöarhátta Indverja fyrr og síðar, fundiö skýringu á þessu undri, ef vel er leitað. Margrét H. Guru, þ.e. fræöari Ashram, þ.e. sfaður þar sem einstakur prédik- ari safnar aö sér fólki. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.