Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 3
Francis Pym maðurinn sem settist í stól utanríkisráðherra, þegar þau átök hófust við Falklandseyjar, sem sumir hafa nefnt „styrjöld án ástæðu“ og aðrir „síðasta fjörkipp brezka heimsveldisins“. Francis Pym hefur veriö einn af hörö- ustu andstæðingum Margrótar Thatch- ers, og því var iitiö á þaö sem kænsku- bragð, aö hún skyldi einmitt fela honum embætti utanríkisráðherra, þegar Carr- ington lávaröur sagöi af sér. i þeim vanda, sem Falklandseyjamáliö olli, var nauösynlegt aö tryggja sam§tööu innan flokksins. En mestu máli skiptir þó, að staða Pyms er óvenju traust, hann á aö baki merkan stjórnmálaferíl og var í rauninni einn af sárafáum meiri háttar stjórnmálamönnum í brezka íhalds- flokknum, sem gat komiö í staö jafn dugandi utanríkisráöherra og Carring- tons lávaröar. Þaö leiö heldur ekki á löngu, eftir aö Pym haföi veriö skipaður utanríkisráö- herra, áöur en fariö var aö ræða um stööu hans í framtíðinni. Þá var átt viö möguleikana á því, aö hann tæki viö for- mennsku og embætti forsætisráöherra. Þaö er ekki fariö dult meö þaö, aö lík- lega yröi frú Thatcher að segja af sér, ef aðgerðirnar í sambandi vö Falklandseyj- ar misheppnast. Bíöi Bretland álits- hrtekki, mun ekki aöeins stjórnarand- staöan krefjast afsagnar hennar, heldur og stór hluti hennar eigin flokks. Fari svo, er nú mest rætt um Francis Pym sem líklegastan eftirmann hennar. Hann var forseti Neöri málstofu brezka þingsins, þegar honum var boöiö aö taka við utanríkisráöuneytinu, og áö- ur haföi hann gegnt fjölmörgum mikil- vægum störfum á vegum flokksins. Fyrir kosningarnar áriö 1979 var hann utan- ríkisráöherra í skuggaráöuneyti íhalds- flokksins, og hann mun hafa gert ráö fyrir því, aö sér yröi boðin sú staöa í alvöru eftir kosningar. En frú Thatcher hefur aldrei veriö ýkja hrifin af Francis Pym. Til þess eru margar ástæöur. Hann greiddi atkvæöi gegn henni 1975, þegar hún var kjörin formaður flokksins, og þegar þau voru saman í stjórnarand- stööu, háöu þau marga pólitíska hildi í fundarherbergjum flokksins. I kosn- ingabaráttunni 1979 haföi hann sig einna minnst í frammi af helztu mönnum ihaldsflokksins. Og þaö þótti jaöra viö hneyksli, hvsmig hann kom fram eitt sinn í sjónvarpsdagskrá, er haíin öýndi áhugaleysi sitt svo berlega, aö á honum mátti skilja, aö úrslit kosninganna skiptu ekki svo miklu máli, meöan frú Thatcher væri forsætisráöherraefni. Aö sjálfsögöu hlýtur slík framkoma aö hefna sín, og frú Thatcher sá aö minnsta kosti um, að honum yröi ekki aö ósk sinni aö veröa utanríkisráðherra að sinni. Hæfni hans fór þó ekki á milli mála, og staöa hans sem stjórnmálamanns var svo sterk, aö hann hlaut aö veröa í ríkisstjórninni, ef hann gæfi kost á sér. Og varnarmála- ráðuneytiö féll í hans hlut. Þegar svo voru uppi ráögeröir haustiö 1980 um verulegan niöurskurö fjárveitinga til varnarmála, hótaöi hann aö segja af sér, og nokkrum mánuðum síöar var hann kjörinn til aö vera forseti Neöri málstof- unnar. í því hlutverki kunni hann prýði- lega viö sig og naut jafn mikilla vinsælda hjá stjórnarandstöðunni sem innan eigin þingflokks. Francis Pym er dæmigeröur áhrifa- maöur innan brezka íhaldsflokksins. Hann hefur hlotið menntun sína í hinum beztu heimavistarskólum og háskólum, er fjárhagslega sjálfstæöur og á miklar landeignir. Hann krefst viröingar fyrir lögum og reglu, er mjög mótfallinn því, ao fjjópaskilnaöir séu auöveldaöir, og mælir eindregiö meo £ví, 2Ö moröingjar séu hengdir. Mest áberandi hefur hanfi þó verið undanfariö fyrir andstööu sína viö stefnu frú Thatchers í efnahagsmál- um. Viö mörg tækifæri hefur hann gert harða hríö aö forsætisráöherranum og mælzt til þess, aö linað yröi á hinni höröu stefnu, því aö ella komist landiö á vonarvöl eins og hann eitt sinn komst að orði. Margir stjórnmálamenn töldu hann hafa veriö ósanngjarnan í garð frú Thatchers og fara of höröum orðum um hana. Álitu þeir hann hafa þaö eitt í huga meö hinni hvössu gagnrýni sinni aö koma henni frá og taka síðan sjálfur við. En hann hefur alltaf boriö á móti því, að hann heföi metnaö til slíks. Hann kveöst heldur ekki vera nógu hraustur og bend- ir á, aö tvisvar hafi hann oröið fyrir áfalli vegna of mikils álags í stjórnmálastörf- um, fengiö fyrir hjartaö og veriö lengi aö ná sér. Of snemmt er aö segja, hvernig hann muni standa sig sem utanríkisráðherra. Hann hefur fyrst og fremst haft áhuga á innanlandsmálum og gefiö sig aö þeim. Hann er á engan hátt neinn stríösæs- ingamaður, en í slíkri deilu sem Falk- landseyjamálinu vill hann beita dipló- matískum áóíSrÓL'm meö herskipum, eins og það hefur veriö kallao, tilskildu, að ekki komi til þess, að hafið litist blóði, svo sem hann komst aö oröi af ööru tilefni. — Svá — úr „Farmand“ 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.