Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Síða 4
ÁRIÐ1935 1935, Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég held þú sért ekki meö fullu viti.“ „Hvaö meinarðu?" „Ég ætti nú ekki annað eftir!“ „Hvaö er aö heyra þetta! Þú meö þetta bláa leikarablóð í æöum!" „Ef þaö hefur hvarflað aö þér aö ég ætli aö fara aö standa uppá leiksviði fyrir fram- an skólasystkini mín, þá skjátlast þér hrap- allega!“ „Hvers vegna ekki?“ „Hvers vegna ekki! Þú talar eins og álfur! Ég hef alla mína hundstíö veriö aö drepast af feimni og vanmetakennd. Ég gæti ekki hugsað mér það!“ „Já, en afi þinn er leikritaskáld og pabbi þinn er formaöur Leikfélags Reykjavíkur. Hvaö viltu meira?" „Ég vil ekki meira. Ég er búinn að fá nóg. Hættu þessu helvítis kvabbi og fáöu ein- hvern sem er frakkari en ég í þetta.“ „Bíddu nú rólegur, vertu ekki meö þenn- an asa. Sjáöu til. Þetta er í rauninni ekki samboðið viröingu þinni." „Samboöiö virðingu minni! Hvað kemur nú? Ætlaröu að fara aö rausa eitthvaö um blátt leikarablóö, eöa hvaö?“ „Nei, nei, ég skal ekki minnast á það. Það er annað. Hún Ragnheiöur bekkjar- systir þín er búin að samþykkja að leika kvenhlutverkið á móti þér. Andskotinn hafi þaö aö þú getir veriö þekktur fyrir aö sýna minni kjark en hún, sem hefur heldur aldrei stigið á leiksvið." (Þögn.) „Hvenær á að byrja aö æfa þetta?" „Þú átt aö mæta á mornn^ * 'aj .. íjánainn eigi þaö, ég skal mæta á þessa æfingu til bráöbirgöa, en ég áskil mér fullan rétt til þess aö hætta viö þetta allt saman, svo þú verður að reyna aö finna einhvern annan á meðan.“ Æft var í hinum sögufræga sal þar sem skólasetningar og allir meiriháttar fundir voru haldnir, svo og söngkennsla. Ég gleymi aldrei þessari fyrstu leikæfingu minni. Bjarni Guömundsson, blaöafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var leikstjóri og kvaöst hann byrja á fyrsta þætti (ég var ekki fyrr en í öörum). Þetta var Henrik og Pernilla eftir Holberg. Titilhlutverkin léku þau Jór- unn Viðar (síðar tónskáld og píanóleikari) og Hersteinn Pálsson (síöar ritstjóri Vísis og bókaþýðandi). En sá var munurinn á þeim og okkur hinum nýliöunum, aö þau voru búin aö læra og æfa allan fyrsta þátt- inn, þegar að okkur kom. Þau tóku sér nú stööur í öörum enda salarins og tóku að leika hlutverk sína af miklu fjöri. Ég varö alveg orðlaus af undrun og aödáun. Hvern- ig fóru þau aö þessu? Meðan viö hin gónd- um á þau, létu þau eins og viö værum ekki til. Þaö var ekki feimninni fyrir aö fara hjá þessum hjúum! Ég varö sannfæröur um aö þau hlytu bæöi aö vera þaö sem kallaö er „fæddir leikarar", þaö var eina skýringin. Og textinn! Hvernig fóru þau aö því aö læra þessar líka romsurnar eins og ekkert væri sjálfsagöara? Eitt varö mér Ijóst af þessari reynzlu. Ég gat aldrei oröiö leikari. Þaö eitt var víst. Ég roðnaði viö tilhugsunina eina,' því ég var feiminn aö eölisfari og uppburöarlaus. Og svo kom aö öðrum þætti. Viö, nýju leikar- arnir, vorum látin setjast viö borð og lesa saman annan og þriöja þátt. Þaö fannst mér brátt mjög skemmtilegt, þvi Ag yjf vej læs og hraðlæc sÖ’kum þess aö ég haföi 'tísiö svo mikið upphátt heima hjá mér öör- um til gamans. Þetta kom sér nú vel. Þegar þessum lestri var lokiö sagöi leikstjórinn okkur aö standa upp meö handritin í hönd- um og kvaðst nú ætla aö sýna okkur hvar viö ættum að vera á sviðinu og hvernig og hvert viö ættum aö hreyfa okkur o.þ.h. Þetta var ekki fráleitara en þaö, aö ég ákvaö að mæta einnig á næstu æfingu, enda var ég ekkert um þaö spuröur, það taliö sjálfsagt. Þannig voru fyrstu kynni mín af leiklist- inni. Ég tel þaö nokkur veginn alveg víst, aö hefði óg ekki verið meö þessum hætti hálfneyddur uppá sviðið í Menntaskólan- um, þá heföi leiklist aldrei oröiö mitt aðal- starf. Ég er ekki aö gefa í skyn aö íslenzk leiklist heföi fariö neins á mis, en hitt er víst aö hún haföi rík áhrif á sjálfan mig og líf mitt. En þaö er önnur saga. Næsta ár, sem var síðasta ár mitt í Menntaskólanum (1936), var ég kosinn formaður leiknefndar skólans og var nú ekki eins tregur aö koma nærri þeim mál- um og áriö áöur. Réöumst viö þetta ár í þaö mikla verkefni aö sýna Rakarann í Sevilla eftir Beaumarchais. Ekki var þaö þó aö sjálfsögöu óperan fræga meö þessu nafni, heldur leikritiö, sem Beaumarchais hafði samiö áöur en óperan varð til. Bjarni Guömundsson var enn leikstjóri og þýddi leikritiö úr frönsku. Ekki þótti okkur mikiö til þess koma án allrar hljómlistar. Viö lét- um það ekki letja okkur aö heimsfrægt tónskáld heföi samið tónlist við þetta verk. Aö þessu sinni skyldi tónlistin vera heima- tilbúin. Tónskáldið skyldi vera nemandi úr Menntaskólanum í Reykjavík. Og þar kom ekki að mínu áliti nem.s sinn tii greina, Gylfi Þ- QlSlason, bekkjarbróðir minn. Rakarinn í Sevilla meö tónlist eftir Gylfa Þ. Gíslason sló í gegn, eins og þaö er stundum kallað, og var sýndur samtals níu sinnum, en þaö var algjört met í leiksýning- um Menntaskólans í Reykjavík. Ég lenti þarna í enn einum greifanum og söng mansöng í sýningunni fyrir neöan glugga hinnar heittelskuöu, en hún kom þá fram og söng á móti, þ.e.a.s. hún bæröi Kristinn Ármannsson, síöar rektor, aöal kennari í lærdómsdeild, ásamt nemend- um sínum. Ævar er þarna í annarri röö fyrir miöju. Ævar R. Kvaran varirnar, því önnur söng fyrir hana að tjaldabaki. Hún var falleg á sviöinu, en haföi ekki söngrödd aö sama skapi og þess vegna var vandamálið leyst meö þessum hætti. Þetta var dásamlegur tími, því ekkert veitti mér meiri unaö en aö syngja. Æf- ingarnar meö Gylfa hverfa mér seint úr minni. Ég var snemma tekinn í skólakórinn sem starfaöi undir stjórn Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Ég haföi af því mikla ánægju, en þó fylgdi böggull skammrifi. Ég er bariton, en sökum þess aö ég haföi nokkuð góöa hæö, fór svo aö ég var settur í tenór. Þetta heföi ég átt aö aftaka þegar í byrjun. En svo fór aö lokum aö ég geröi uppreisn gegn þessu fyrirkomulagi og heimtaði aö vera færöur í fyrsta bassa sem hæföi rödd minni. Hélt ég aö þetta myndi allt ganga fyrirhafnarlaust. En þaö var nú eitthvað annaö. Þegar ég geröi þessa kröfu á söng- æfingu ætlaöi allt af göflum aö ganga. End- aöi þaö með því, aö tenórarnir hótuðu aö hætta í kórnum allir sem einn, ef ég færi úr rödd þeirra. Ég var því góölátlega spuröur hvort ég heföi í hyggju aö leysa skólakórinn upp. Mér var vitanlega Ijóst aö það voru fleiri en ég sem höföu ánægju af þessu tónlistarstarfi og varö ég því aö gefast upp viö aö fá mig fluttan í fyrsta bassa. Ég uppgötvaöi þaö siöar aö þessi linkind mín var mjög óheppileg fyrir mig, eins og hver bariton getur skiliö. Þaö þarf geypi- lega þjálfun til þess aö syngja um lengri tíma miklu hærri rödd en manni er eðlilegt. Þaö kom nefnilega í Ijós síðar þegar ég haföi staöist próf í Royal Academy of Mus- ic í London, aö hér haföi verið unniö skemmdarverk á rödd minni, sem kostaöi heilan vetur aö lagfæra. En þó hef ég síöan notiö þeirrar miklu ánægju aö fá aö syngja einsöngshlutverk í nokkrum óperum og 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.