Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Side 5
Leikaraferill Ævars hófat í MR og segir einmitt frá því í greininni. Hór er Ævar í þremur gervum sem elskhuginn í „Rakar- anum frá Sevilla" eftir Beaumarchais. Nýstúdentar fagna áfangasigri. Ævar er fremstur á myndinni, en sá, sem lyftir glasi og er annar frá vinstri, er Gylfi Þ. Gíslason. óperettum í Þjóöleikhúsinu. Og er mér þar einna minnisstæöust fyrsta fræga óperan sem var eingöngu sungin af íslenzkum söngvurum, Rigoletto. Ég hef hér aö framan minnst sérstaklega á bekkjarbróöur minn Gylfa Þ. Gíslason, því tónlistin tengdi okkur saman. Hann er mér mjög hugþekkur og minnisstæöur per- sónuleiki. Hann var einn þessara sjaldgæfu manna, sem sameina þaö aö vera í senn frábærir og samvizkusamir námsmenn og hafa samt alltaf tíma til þess aö lyfta glasi og taka lagið meö öörum. Hann þurfti ekki aö einangra sig til þess aö ná góöum ár- angri í námi sínu. Hann var hinn ágætasti félagi í hvívetna, kátur, glaölyndur og stórmúsíkalskur. Þrátt fyrir frábæran námsárangur, var Gylfi, eöa virtist ekki vera, neinn venjulegur kúristi. En hann bjó yfir mikilli viljafestu og haföi óvenjulegan einbeitingarhæfileika. Þaö kom stundum fyrir á iaugardögum síödegis, aö viö tókum okkur saman nokkrir bekkjarbræöur og splæstum í einn „púrtara” (4 kr. flaskan) og settumst heim í litla herbergið hans Gylfa í Þingholtsstræt- inu, fengum okkur stóra vindlsuog létum eins og viö ættum allan heiminn. Viö vorum oft fimm eöa jafvel sex saman og púuöum vindlana allt hvaö af tók, svo viö sáum varla hver annan. Þarna voru heimsmálin leyst meö léttum elegans, eöa frægustu skáldsagnahöfundar tekir til bæna. En aldrei brást þó aö viö Gylfi snerum okkur aö píanóinu litla og ég tæki lagiö, og læröi ég þar margt fallegt lagiö eftir Gylfa. En það sem er kannski ógleymanlegast núna er þaö, aö þegar allt var komiö í fullan gang og við farnir aö kippa svolítið, þá hafði Gylfi einhvern veginn laumast frá okkur í reyknum og var sestur viö litia skrifborðiö sitt eitthvaö aö grúska. Oftast tókum viö ekkert eftir þessu, en einu sinni læddist ég aö honum og var hann þá aö líta í lexíurnar fyrir mánudaginn næsta, sem okkur hinum fannst vera einhvers staöar i óraframtíö. Hvernig hann fór aö aö ein- beita sér að nokkru í þessum reyk og há- vaöa var mér og er reyndar enn óskiljan- legt. En svona var Gylfi, samvizkusamur og stefnufastur. Hann vissi þá þegar hvaö hann ætlaöi sér og hefur að ég hygg náð því marki að mestu, enda á hann það skil- ið. Þaö er ekki meiningin í þessu rabbi aö fara aö gefa bekkjar- eöa skólabræðrum neinar einkunnir, þó ég geti Gylfa hér nokkrum oröum. Hann var um margt sér- kennilegastur og athyglisverðastur þeirra manna sem ég kynntist í skóla. Þegar ég var í 2. bekk var mér sagt aö ákveðinn kennari, sem kenndi tungumál sem viö áttum ekki aö læra fyrr en í fjóröa bekk, myndi þegar ég væri kominn í fjóröa bekk segja ákveðna skrítlu í ákveðnum mánuöi og vissri viku, já ákveöinn dag, þegar hann kæmi aö ákveönum kafla í kennslubókinni. Ég lagði vitanlega engan trúnaö á slíka vitleysu, en — viti menn — þetta reyndist rétt. Ég held aö ekkert dæmi sem ég man, sýni betur hversu steinrunniö kennslukerfi skólans var á þessum árum. Þar var allt í blýföstum skoröum og haföi verið lengur en elztu menn mundu. Vissu- lega haföi þetta sína kosti, eins og t.d. þaö, aö viö gátum á hverju hausti keypt gamlar og notaðar skólabækur og meira aö segja „typeraðar“, þ.e. með þýöingum krotuöum fyrir ofan oröin, sem kom sér ekki illa fyrir letingja eins og sjálfan mig. Margt í kennsl- unni var svo steindautt og steinrunnið, aö ýmsir tóku að hata ákveöin fög. Ekki var þaö óalgengt aö skólapiltar færu aö loknu stúdentsprófi upp í „Beneventum" í Öskju- hlíö og brenndu þar bækur þær sem þeir hötuöu mest og hétu aö líta aldrei í þær framar. Hygg ég aö margir hafi staðiö viö þau heit, þó ekki hafi það alltaf verið þeim sjálfum fyrir beztu. Hvaö sjálfan mig snerti var aöeins eitt sem hindraði mig í því aö gera slíkt hiö sama, en þaö var aö ég gat selt bækurnar og þaö var fátækt ríkjandi og atvinnuleysi í Reykjavík á þessum árum. Nú kann einhver aö spyrja, hvers vegna viö hefðum ekki gert uppreisn gegn þessu úrelta skólakerfi. Ég skal svara því vafn- ingalaust: viö vorum jafn steinrunnir sjálfir. Byltingarmenn voru ekki í tízku á þeim ár- um. Kraftur nemenda utan námsins fór í pólitík (sem þó aldrei snerist gegn skólan- um eöa stjórnendum hans), íþróttir, skáldskap, konur og vín. Enginn má þó skilja orö mín svo, aö drykkjuskapur skóla- pilta hafi verið eitthvert vandamál á þess- um tímum. Svo var alls ekki. En það stafaði ekki af dyggð heldur blankheitum. Fyrir böll reyndu þó flestir að næla sér í dropa, svona til aö lyfta sér upp, þó þaö væri nú oftast fremur til aö vinna bug á feimninni. En þar eö kennarar voru meö nefið í hvers manns koki, leiddi þaö iöulega til þess aö menn drukku svo duglega á klósettunum, aö þeir komust þaöan ekki hjálparlaust aft- ur. En þetta var ekki tekið mjög alvarlega, sennilega reiknað mönnum til æskubreka. Kennarar og nemendur þéruöust allt frá fyrsta bekk til stúdentsprófs. Ein var þó undantekning frá þvi, en þar var Einar Magnússon, síöar rektor, sem kenndi okkur í gagnfræöadeild. (Hann bauö okkur strax ,,dús“.) Fannst mér framan af mikiö til hans koma, sökum þess hve hann var miklu frjálslegri í allri kennslu sinni en aörir kennarar. Hann var líka hálfgerður ævin- týramaöur í augum okkar strákanna, því hann haföi fariö víða um heim og gat kryddaö landafræöikennslu sína meö per- sónulegum frásögnum frá ýmsum löndum. Hann hélt okkur því vakandi í tímum. Mér hefur alltaf verið hlýtt til Einars síöan. Mér fannst einnig mikiö til þess koma hve fríöur Einar var sýnum á karlmannlegan hátt. Hann var góöur kennari. Annan kennara þótti mér afar vænt um, en þaö var Kristinn Ármannsson, síðar rektor. Hann var aöal- kennari míns bekkjar í lærdómsdeild (síö- ustu bekkjunum). Kristinn var fæddur sént- ilmaður. Hann var hákúltiveraöur maöur og heföi átt skilið aö alast upp hjá þjóö, sem lengra var komin á sviöi mannasiða en ís- lendingar. Hann var mjög vel lærður maöur í grísku og latínu og á fleiri sviðum. Ein- kenni hans sem manns var góðleikur og frábær háttvísi. Ég var aldrei sérlega viö- kvæmur fyrir þvi fremur en aðrir, aö at væri gert í kennurum, en ég brást alltaf hinn versti við, ef ég frétti aö einhver heföi sýnt þessu mikla prúðmenni dónaskap. Hann var ágætur kennari og ef nokkuð mætti að honum finna, þá var þaö hve vægur hann var sökum góðleika síns og háttvísi. Nú á dögum er fariö að gefa gaum að starfsvali unglinga þegar í skóla og er það mjög mikilvæg framför. islenzka þjóöin er fámennasta þjóö veraldar og þess vegna er þaö alvarlegt tjón fyrir okkur, ef menn lenda ekki á réttri hillu í lífinu, þ.e.a.s. ekki í þeim störfum þar sem hæfileikar þeirra njóta sín bezt. Þetta hefur veriö alltof al- gengt hér á landi. Svo var einmitt um tvo ágætismenn sem voru kennarar mínir í Menntaskólanum. Þá Jakob Jóhannes Smára og dr. Baröa Guðmundsson. Sök- um sjúkdóms var Smári málhaltur og óskýr í framburði og átti því erfitt meö aö halda uppi aga og eftirtekt nemenda. Heföi svo ekki veriö, heföi hann vafalaust veriö sér- lega vel til þess fallinn að kenna íslenzku, því hann var mikill málsnillingur og sjálfur er ég þeirrar skoöunar aö hann hafi veriö Framhald á bls. 15 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.