Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 6
Ben Johnson To Celia Drink to me only with thine eyes And I will pledge with mine. Or leave a kiss within a cup And l'll not ask for wine. The thirst that from the soul doth rise Doth ask a drink divine. But might I of lovers nectar sup I would not change for thine. I sent thee late a rosy wreth Not so much honouring thee As giving it a hope that there It could not withered be. But thou thereon didst only brethe And sendst it back to me. Since when it grows and smells I swear Not of itself but thee. Helgum ffrá döggvum himnabrunns. Helgum frá döggvum himnabrunns mun hjartað þiggja fró, en ætti ég goöakjörvfns kost, ég kysi full eitt þó: um leyndan koss á bikars barm eg biö en ekki vín. Dróttir þá kneyfa fagna full, mitt full sé augu þín. Þér sendi ég eitt sinn unga rós á ungri rósagrein, vonaöi aö hún mundi ei velkjast þar né visna föl og ein. Þú barst aö vitum góöa gjöf — og gafst mér hana á ný; síöan þá andar andi þinn f ilmi frá blómi því. Halldór Laxness íslenzkaði. Drekk mér til Með augunum djúpu drekk mér til þá dýrustu bæn ég á, eöa mér koss íglasið gef eg girnist ei veigar þá. Því sálarþorstinn þráir ei hin þekku guðavín. Hjarta þá svölun heldur kýs að horfa íaugun þín. Eg sendi þér rósasveig f haust til sæmdar, en raunar var ástæðan frekar vonin veik hann visnaði síöur þar. Þú sendir móöguö blómin beint til baka heim til mín. Síðan við rósa angan oft af andúð ég minnist þfn. Jón Benediktsson íslenzkaöi Jón Benediktsson á Akureyri er eftir því sem viö vitum best aldursforseti íslenzkra skálda, þeirra er hafa gefiö út Ijódabækur, og vantar hann aðeins tæpt ár uppá nírætt. Hann er samt hress í andanum og hefur sent Lesbók eftirfarandi þýðingu sína á alkunnu Ijóði Ben Johnsons: To Celia. Allir landsmenn þekkja þýöingu Halldórs Laxness á þessu Ijóði og margir hafa sungið textann á glöðum stundum. Fleiri kunna að hafa þýtt þetta Ijóð, en við látum þýðingu Laxness fylgja með til að sýna, hve tvær ágætar þýðingar geta þó verið ólíkar. Þaö var ekki óalgengt á hvalveiöum í gamla daga, aö grimmir tannhvalir, sem um skeiö voru mest veiddir, gleyptu einn og einn hvalveiöimann. Einnig voru lifandi meö hvalveiöimönnum þær munnmæla- sagnir, aö þess væru dæmi aö menn heföu sloppiö lífs úr hvalmaga. Algengt var á hvalveiöum, aö báti hvolfdi undir mönnum í viöureigninni viö hvalinn af sporöaköstum og umbrotum skepnunnar, þegar hún hafði veriö særö. Báturinn gat tekizt hátt á loft og mennirnir féllu þá dreift í sjóinn og ekki óeölilegt aö þaö gæti komiö fyrir aö maöur lenti í gininu á þessari miklu skepnu þar sem hún snerist meö skutulinn í sér. Biblíusögunni um Jónas í hvalnum hafa menn illa trúaö og reyndar taliö þaö algera fjarstæöu, aö maöur gæti lifað þaö af, aö vera gleyptur af hval. Þaö er nú samt svo, að það er staðreynd að slíkt hefur gerzt, eöa svo segir David Gunston í grein í ritinu Compass 1972. Hann segist hafa rannsak- aö eöa safnaö sögum af slíkum furðufyrir- bærum og fundiö eitt, sem sé óvéfengjan- legt. Þaö var í febrúar 1891, að enska hval- veiðiskipíð Stjarnan í austri (Star of the East)var á hvalveiöum í nánd viö Falk- landseyjar, en í nánd viö eyjarnar var í þennan tíma mikil hvalagengd og hvalveiöi- stöövar á eyjunum. Stjarnan í austri var aö eltast viö búr- hval, þessa miklu skepnu, meö tunnulaga haus og 60—70 feta langan skrokk, ætt- ingja Moby Dick. Maöurinn í masturstunn- unni kom auga á hval í þriggja mílna fjar- lægö eöa svo og tveimur bátum var fíraö og róið að hvalnum. Skyttunni í öörum bátnum tókst strax að festa skutulinn, sem var lensa á þessari tíö, í síöu hvalsins, sem sneri um leiö og hann stakk sér og í þeim bægslagangi hvolfdl hann hinum bátnum. Mennirnir náöust nema tveir. Annar mann- anna sást sökkva en hinn hafði horfið án þess aö nokkur sæi meö hvaöa hætti. Þaö var ungur maöur en fullharnaður og dug- legur hvalveiðimaður. Hann hét James Bartley. Þeim lánaöist aö drepa hvalinn, mönn- unum á hinum bátnum, og hann var dreg- inn aö skipshliö, þar sem hann var flensaö- ur. Þeir unnu daglangt viö hvalinn og byrj- uöu i býti næsta dag og þá var þaö fljót- lega að svo langt var komiö skuröinum, aö þeir híföu magann upp á dekk til aö rista á hann. Þeir áttu von á ýmsu, hvalveiöimenn- irnir, í hvalsmaga, iöulega voru þar hinir stærstu fiskar og dæmi um lifandi hákarl. Þeir voru því ekkert hissa, þótt þeir sæju aö eitthvaö var á hreyfingu innan í magan- um, að vísu var þaö mjög veik hreyfing en þó greinileg. Þeir ristu nú á magann og bjuggust viö lifandi fiski, en þeim brá ekki lítiö þegar James Bartley valt út úr magan- um, samankrepptur og allur slímugur og meövitundarlaus, en greinilega meö lífs- marki. Þeir byrjuöu á því aö hella sjó yfir Bart- ley, bæði til aö skola af honum og fá hann til meövitundar. Þaö tókst aö auka meö honum líf en ekki vit og þeir báru hann ofan í skipstjóraklefann. Skipshöfninn á Stjörnunni í austri átti nú þá ósk heitasta aö Bartley liföi. Þeim fannst þetta svo furöulegt aö þaö mættl ekki koma fyrir aö Bartley tæki upp á því aö gera þeim það að deyja, fyrst hann hafði bjargast úr hvalnum. Skipshöfnin var hreykin af sínum manni, sem haföi meö þessum hætti slegiö út alla aöra á hval- veiðiflotanum. Ekkert skip átti slíkan mann um borö. Bartley var undir lás og slá í klefa skipstjórans í einar tvær vlkur og aldrei með réttu ráði. Stundum var hann svo rugl- aöur, að skipsmenn efuðust um, að hann fengi nokkurn tíma aftur vitglóruna. Það var samt á þriöju vikunni, aö Bartley náöi fullu viti og mátti þá heita einnig kominn yfir þaö taugaáfall sem hann haföi orðið fyrir. Allt virtist í góðu lagi meö skrokkinn á honum. Þáö leiö ekki á löngu, þar til hann var kominn til vinnu á ný. Jónasi í hvalnum leiö fyrst og fremst illa á sálinni. Hann haföi svikiö drottinn sinn, en Bartley haföi aöra sögu aö segja, enda má búast viö aö sálarlíf hvalveiöimanna sé annað en spámanna. Þaö er nú fyrst aö nefna, aö hörund hans þoldi ekki hina sterku magavökva hvalsins og alls staöar þar sem hörund hans haföi veriö bert, svo sem á andliti og hálsi, var þaö upplitaö og skorpnaö eins og gamalt bókfell. Þegar Bartley var kominn til fullrar skynsemi reyndisf hann geta lýst mjög ítarlega ástandi sínu í maga hvalsins, þar til hann missti meövitund. Hann mundi, að hann haföi kastast burt frá bátnum, þegar sporöur hvalsins skall á honum, en næst aö þaö var líkt og hann væri staddur í fossi. Hann heyrði ógurlegan straumniö, og sagöi aö það heföi gripiö sig, aö þaö stafaöi af bægslagangi hvalsins, en andartaki síöar var hann umlukinn svarta myrkri. Hann fann sig renna niöur sleipa rennu og rennan sjálf virtist hreyfast undir honum og flýta ferð hans niður. Þetta tók ekki nema örstutta stund og hann var þá kominn í meira rými, en haföi veriö í renn- unni. Hann þreifaöi nú fyrir sér og fann aö veggir þessa fangelsins voru slímugir og létu undan. Af hinu algera myrkri og viö snertinguna við magavegginn, rann það upp fyrir honum, hvar hann myndi staddur og hann fylltist skelfingu og hryllingi, sem aö líkum lætur. Hann átti ekki erfitt um andardrátt en hitinn var hræöilegur. Það var ekki steikjandi hiti líkt og af heitri sól, heldur þrúgandi svækja, hiti sem lagöist yfir hann og dró úr honum allan kraft. Hann mundi, aö hann baröist viö þessar þjáningar um stund og reyndi aö einbeita sér aö því aö sætta sig viö dauöa sinn og kannski hefur hann farið með bæn, þó hann nefndi þaö ekki, en varla eins langa og vel oröaöa og Jónas, en hans uppgjör í maga hvalsins við drottinn er upp á halfa síöu í biblíunni. Bartley mundi þaö síöast sinna hugsana, aö hann var aö berjast viö aö mæta dauöa sínum meö rósemi. Næst mundi hann svo eftir sér, þegar hann komst til ráös í skipstjóraherberginu. Það fara litlar sðgur af James Bartley eftir þetta. Þaö var hripaö niður um borö þaö, sem hann haföi aö segja og þar er sagt hann sé „við ágæta andlega heilsu og njóti lífsins, eins og hver annar heilbrigður maöur". Svonefnd fjölmiölastarfsemi var önnur í þennan tíma en nú er og það stóð ekki her manns á kajanum, þegar Stjarnan í austri löngu síöar kom til heimahafnar í Englandi. Skipstjórinn og aörir yfirmenn gáfu skýrslu um þennan atburð og þaö er sú skýrsla sem olli því aö vísindaritstóri Parísarblaös- ins Journal des Dóbats tók aö rannsaka þennan atburö. Þessi ritstjóri, M. de Parville naut mikils álits sem vísindamaöur. Hann var náttúrulega mjög vantrúaöur á alla þessa sögu, þegar hann hóf aö rann- saka máliö, en þaö fór svo, aö hann trúöi því statt og stööugt, að þessi atburöur væri rétt hermdur. Maöurinn hafði í raun bjarg- azt úr hvalnum. Þegar de Parville haföi lok- ið rannsókn sinnl, þá tók hann saman langa greinargerö, sem hann birti í blaöi sínu 1914 og lauk þeim pistli meö þessum orðum: „Ég trúi því, aö sú skýrsla sem enski skipstjórinn og menn hans gáfu um þennan atburö sé sönn. Þaö er til fjöldi frásagna um þaö, að hvalir hafi í dauöastríöi sínu gleypt menn, en þessi björgun er fyrsta og eina nútímafrásögnin af því, aö maöur hafi bjargast frá þeirri raun. Eftir aö hafa kynnt mér lýsinguna af þessum atburöi, trúi ég að Jónas hafi í raun komiö lifandi úr hvaln- um, eins og biblían segir." De Parville dó í fyrri heimsstyrjöldinni en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.