Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Qupperneq 9
endalausa hrísgrjónaakra sem teygöust upp í fjöllin á hlöðnum stöllum. Og yfirleitt voru öll störf er aö hrísgrjónarækt lutu, unnin á sama tíma. Meöaltekjur karl- manns, bónda eða verkamaons, eru um þaö bil 1200 dollarar á ári. Enda þótt hiö hlýja loftslag spari ýmis útgjöld sem viö verðum aö greiða, eins og t.d. upphitun og klæðnaö, þá er augljóst, aö þetta eru mjög lágar tekjur. Skólaganga er ekki lögboöin, en 65 af hundraöi barna ganga í skóla. Eg sá konur búa til batik meö því að hylja þá hluta efnisins vaxi sem liturinn átti ekki aö ná til. Að kvöldi snæddum við skemmtilegan kjötrótt og snúöa auk grænmetis og hlýdd- um á þjóðlega tónlist. Síðan fórum viö aö horfa á Bali-dans. í barong-dansinum er dýriö, barong, alveg stórkostlegt. Það er túlkaö meö trégrímu þar sem hægt er aö skella saman tönnunum, og hreyfingarnar eru eölilegar, aö manni finnst, enda þótt ekki sé þaö líkt neinu dýri. i apadansinum er þaö hópur manna, sem syngur og dans- ar, skrækir og hreyfir sig eins og apar. Áhrifamesti dansinn er leiðsludansinn. Maöur sem fellur í leiöslu (trance) dansar yfir glóöir brennandi kókostrefja án þess að hann saki hiö minnsta. Óþægilegur ágangur fólks Eitt er það á Bali, sem mjög reynir á taugarnar. Maöur varö stööugt fyrir ágangi fólks, venjulega barna, sem ruddust aö okkur, tóku í handleggi okkar, hrópuöu aö okkur og reyndu allt sem þau gátu til aö fá okkur til að kaupa varning sinn. Þaö gekk svo langt, aö viö uröum aö hafa vopnaðan vörð á veitingahúsi þegar viö vorum aö boröa. Þetta minnti mig ákaflega mikiö á „cargo cult“ eftir heimsstyrjöldina síöari. Eftir Terry G. Lacy Höfundurinn er bandarísk kona, sem hefur veriö búsett á íslandi um árabil, talar ís- lenzku og kennir viö Háskóla íslands. Þessa grein hefur hún skrifaö á móöurmáli sínu, en Haraldur Ólafsson þýddi. Þá komu Bandaríkjamenn meö útvörp sín og senditæki, og af himni ofan komu flug- vélar hlaönar varningi, sem streymdi út úr þeim. Aö stríðinu loknu, áttu nokkrir töfra- menn senditæki með tómum rafhlööum. Þeir trúöu því, að allur varningurinn heföi komið frá þeirra eigin guöum, og svo sátu þrestarnir og aðdáendur þeirra í kringum tækiö, töframaöurinn talaöi til þess og allir bjuggust viö að flugvélarnar kæmu aftur. Þeir virtust hvorki þá né nú gera sér grein fyrir hvaö þessi tæki raunverulega eru. Þeir fylgja töfrahugmyndum. Nú hafa orðið miklar breytingar þarna, meöal annars hefur fólki fjölgaö. Ýmsar þarfir hafa komið til sögunnar, sem ekki þekktust áður. Tvívegis gerðist það, aö ungir menn komu til mín og sögöu: „Mig langar í myndavél." Ég sneri burt. Þegar sífellt er veriö aö þrífa í handlegginn á manni, þá er um að ræöa leifar „cargo cult“. Þaö er verið aö reyna aö stööva okkur til aö fá frá okkur þaö sem unnt er. Fólk vildi fá úrin okkar, og einn manninn báðu þeir um hattinn hans. „Þú ert gestur á Bali, geföu mér hattinn." Hegöun þessi er í mikilli mótsögn viö tungumáliö, þar sem mér er sagt, aö sé um aö ræöa sex ávarpsform, og verður aö gæta ýtrustu varfærni í samskiptum viö viðmælanda sinn. Þaö er líka andstætt þeirri varfærni sem birtist í því hvernig menn og konur ganga. Viö héldum svo frá Bali og stefnan var tekin til hinna raunverulegu áfangastaða ævintýrafarar okkar. Þar sem skipið var lítiö, aöeins um 250 fet á lengd (76 m) og risti aöeins 15 fet (4,5 m), þá komst það víðast mjög nærri landi. Um borö voru nokkrir gúmbátar, uppblásnir meö utan- borösvél, og var því auövelt aö setja far- þega á land hvar sem var. Fyrst var lent á ströndinni á Komod-eyju og gengum við um tveggja kílómetra leið til aö skoða Komod-drekana. Viö stóöum á öruggum staö á klettariði og fylgdumst meö er drek- arnir rifu í sig geitarskrokk, sem lagöur hafði verið þarna til aö laöa þá aö. Stærsti drekinn var um þrír metrar á lengd. Þetta eru rándýr sem veiða villt dádýr sér til mat- ar, og menn eru ekki heldur óhultir fyrir þeim. Ungir drekar veröa aö hafast viö uppi í trjánum, svo foreldrar þeirra rífi þá ekki í sig. Heilsað með hefð- bundinni ógnun Indónesía er eyjaklasi, sem nær yfir svæöi sem samsvarar vegalengdinni frá Bretlandi til Kaspíahafs. Ríkinu er skipt í héruö sem eru undir stjórn landstjóra. Ým- is vandamál hljóta þá aö koma þar uþþ. Tungumál í ríkinu eru 25, auk mállýzkna. Eyjar sem tilheyra rikinu eru 13.677 (eg veit ekki hvernig þær eru taldar), en 6.000 eru byggöar. Til sumra er farið til að safna „copra“ eöa skjaldbökueggjum. íbúar Indónesíu eru 153 milljónir, og búa flestir þeirra í vesturhluta ríkisins, en þar fórum viö ekki. Þjóöir Indónesíu eru blandaöar, og menning þeirra er einnig blönduð. Þarna gætir áhrifa Malaja, Kínverja og Evr- óþumanna. Næst var komið til Flores-eyjar, og gengið til Lewoloba, þar sem viö sáum skemmtilega dansa. Hér sem annars staö- ar heilsuöu karlmenn okkur meö því að ógna okkur á heföbundinn hátt. Þeir báru höfuöskraut til aö sýnast stærri, og þeir veifuöu hnífum og skjöldum. Dansinn fylgdi helgireglum. Menn voru í rööum og leikin var fórnarathöfn, þar sem geit var slátrað og skipstjórinn og aðrir af áhöfninni uröu að drekka áfenga kókoshnetumjólk. Síðan komu konurnar meö „gjafir", og þarna sem annars staðar var dans þeirra svo daufleg- ur, aö manni hundleiddist að horfa á hann. Sþilaö var á flautu og málmbjöllur undir dansinum. Okkur var fagnaö meö svipuðum dansi í Banda Besar, Amar og Ternate, gömlum hollenzkum hafnarborgum frá blómatima kryddverzlunarinnar. Menn þar báru þó oft 16. aldar hjálma, upþrunna frá Portúgal, og úlnliðsskildi. Sumir voru með sænskar bronsbyssur, búnar til í Svíþjóö á 16. öld. Indónesíumenn hata Hollendinga, en minn- ast yfirráða Portúgala á árunum 1511 —1602 meö viröingu, og halda þar af leiöandi áfram að bera portúgalska bún- inga í dönsum sínum. Milli hinna heitu og röku hafnarborga lentum viö hvar sem eyja varð á vegi okkar, fórum yfir kóralrif eöa sóttum heim inn- fædda. Viö vorum 75, feröafélagarnir, og við hljótum að hafa litið undarlega út i aug- um fólksins, svo Ijós á hörund, sem viö vorum, takandi myndir eins og óö værum. i einu þorpi lögðu menn á flótta er þeir sáu okkur. Annars staöar, eins og á Mai, var engin byggö, og á þessar úteyjar koma menn við og við til veiða, eða til aö safna copra, sem selt er til Japan, eöa safna skjaldbökueggjum og veiða skjaldbökur Sum þorpin, eins og t.d. Namwan, voru fögur. Þar gengu börn í skóla og þau sungu SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.