Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 12
uppfíiniinga- maðurinn GUSTAV DALEN Eftir Svein Ásgeirsson. Fyrri hluti Sóllokinn Dalént. — ein merkasta uppfinning Þeir munu vera fáir íslendingar, sem kannast viö nafnið Gustaf Dalén hvað þá meira. Með verkum sínum hefur hann þó komið mjög farsællega við sögu íslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Því mun hér frá honum sagt og ekki síður vegna þess, hve sérstök ævi hans var og örlagarík. Hann var bóndasonur frá Suður- Svíþjóð og tók tvítugur að aldri við búi föður síns. Honum var það þó ekki að skapi, því að hann langaöi aö ganga menntaveginn, en það féll í hans hlut aö annast búskapinn vegna þess, hve verklaginn og hagsýnn hann var. Þegar hann var orðinn 23ja ára gamall hóf hann þó nám í tækniskóla, og tuttugu árum síöar hlaut hann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði, þá orðinn heimskunnur. Hann varð einn af snjöllustu og giftu- samlegustu uppfinningamönnum heims. Allar uppfinningar hans stuöl- uðu aö því að auka öryggi manna, bæta hag þeirra og létta þeim störfin. Og enginn hefur forðað fleirum frá sjávar- háska en þessi bóndasonur. Vitar hans hafa logað og lýst sjófarendum um heim allan, en fyrir duttlunga örlag- anna slokknaði Ijós augna hans meö válegum hætti, er hann var í blóma lífsins, og því varð hann aö vinna í myrkri þau 25 ár, sem hann átti eftir ólifuð. Það, sem ber snilligáfu hans Ijósast vitni, er hinn svonefndi sólloki (solventilen), sem var til þess geröur aö kveikja sjálfkrafa á vitanum, þegar myrkriö skylli á, og slökkva á honum aftur, þegar dagur rynni. Þegar Thomas Alva Edison, sem allir munu þekkja, var skýrt frá þessari uppgötvun Daléns, sagöi hánn: „Þetta er óframkvæm- anlegt." Og á einkaleyfisskrifstofunni í Berlín voru menn sömu skoðunar: „Aus- geschlossen" (útilokað), sögöu menn þar. En hann sannaöi mál sitt, sóllokinn gegndi hlutverki sínu, þó aö engin vél væri í honum og hann þyrfti ekkert eldsneyti. Einkaleyfiö fékk hann, og sóllokinn tók ómakið af mönnum að kveikja og slökkva á vitum. Og þótt ný tækni hafi leyst hann af hólmi, vek- ur þessi völundarsmíö enn aödáun manna, eins og hún gerði á sínum tíma færustu vísindamenn heimsins agndofa af undrun. Gustaf Dalén fæddist 30. nóvember 1869. aö loknu barnaskólanámi gekk hann í gagnfræöaskóla og síöan búnaöarskóla og sótti námskeiö í garöyrkju og mjólkur- vinnslu. Á æskuárum sínum sýndi hann ekki jafn mikinn námsáhuga og báöir eldri bræöur hans. En hann var mjög iöjusamur drengur og kunni bezt viö sig á verkstæði fööur síns. Þar undi hann löngum stundum og smíðaði helzt einhvers konar vélar og tæki. Þegar einhver vandamál komu upp varöandi vinnuna viö búskapinn, leysti hann þau jafnan á hinn bezta oy hag- kvæmasta hátt. Hann sótti þaö til fööur síns að sagt var að vera handlaginn, hug- vitssamur og hagsýnn. Eitt leiöinlegasta verkiö, sem hann þurfti að vinna á bænum, þegar hann var strákur, var aö afhýða baunir, sem átti að senda á markaðinn. En hann fann ráö við því. Einn daginn var hann búinn aö smíöa litla þreskivél í þessu skyni, og hún var tengd viö spunarokk. Og allt í einu var orðiö gam- an að flysja baunir. Gustaf Dalén átti alla tíö auövelt meö svefn, en þurfti að sofa lengi og var morg- unsvæfur. Sérstaklega þótti honum ónota- legt að þurfa aö fara á fætur í myrkri og kulda, en hann varð að hita sér kaffi sjálfur á morgnana. Hann leysti málið með því aö byggja upp allflókið kerfi, sem of langt mál er aö lýsa hér, en vekjaraklukka, sem hann gerði við, setti í gang. Hann vaknaði svo í björtu herbergi meö rjúkandi kaffikönnu nálægt rúminu. Um það leyti sem hann hóf sjálfur bú- skap, stofnaöi hann mjólkurbú og keypti mjólk af bændum. Honum varð brátt Ijóst, aö þaö væri ekki réttlátt aö greiða öllum jafnt fyrir mjólkurlítrann, heldur ætti aö taka tillit til fitumagns mjólkurinnar. Það var kannski ekki sanngirnin ein frá al- mennu sjónarmiöi, sem vakti hann til um- hugsunar um þetta, heldur komst hann aö því, aö sumir fleyttu rjómann ofan af mjólk- inni, áður en hún var lögð inn í mjólkurbú- ið. Meö því að nota lampaglas tókst honum að komast aö meiri háttar brögöum aö þessu. En nú tók hann fyrir alvöru að vinna aö því aö finna upp tæki til aö mæla fitu- magn mjólkur, og voriö 1892 var það til- búiö. Einn frægasti uppfinningamaöur Svía um þessar mundir var Gustaf de Laval, 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.