Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 13
sem var orðinn heimskunnur fyrir skilvind- una. Gustaf Dalén skrifaöi honum til Stokk- hólms meö ósk um aö mega sýna honum tæki sitt og fékk þaö svar, að hann væri velkominn. Hann hélt því til höfuöborgar- innar með lítinn pakka undir hendinni, en þetta var í fyrsta sinn, sem hann fór út fyrir heimabyggð sína. Laval skoöaöi tækiö vandlega, og þaö virtist koma honum mjög á óvart. „Mjög merkilegt, stórmerkilegt ..." Síöan fór hann í næsta herbergi og kom aftur með teikningar og einkaleyfisskjöl. Hann hafði þá nýlega fengið einkaleyfi á fitumæli, sem var nær alveg eins og Daléns. Og sá mælir átti eftir aö fara um heim allan undir nafn- inu „butyrometer" eða smjörmælir. Eini munurinn var eiginlega sá, aö Laval notaöi nokkra dropa af brennisteinssýru til að að- greina fituna, en Dalén dugöi hristingur. Þetta uröu vonbrigði fyrir Dalén, en þó hyatning um leiö. Hann spuröi nú Laval, hvort hann myndi geta fengiö starf á til- raunastofu hans, en hann réöi honum frá því aö fara aö fást viö slíka hluti án undir- stööumenntunar. Hann myndi staðna í vexti. „En þegar þér hafiö aflaö yöur menntunar, eruö þér velkomnir aftur." Síö- an tók Laval fram nafnspjald sitt og skrif- aöi á þaö. Síðan sagöi hann: „Ungi maður, þegar þér komiö aftur, verð ég búinn að gleyma því, sem ég nú hef sagt. Ég hef svo margt um að hugsa. En geymið þetta nafnspjald og fáið mér það, þegar þér komiö aftur, og þá rifjast þetta upp fyrir mér." Nafnspjaldiö átti þó aldrei eftir aö koma að þeim notum, sem til var ætlazt, en það varö honum þó til stuönings. Það auöveld- aöi honum aö taka þá miklu ákvörðun, sem hann tók, og að ná því námstakmarki, sem hann setti sér. Hann ákvaö aö freista þess aö taka inn- tökupróf í Chalmers-tækniskólann í Gauta- borg um haustiö, og hann haföi sumariö til stefnu. Albin, bróöir hans, sem þá stundaöi nám í læknisfræöi og síðar varö einn þekktasti augnlæknir Svía, var heima þetta sumar og veitti bróður sínum tilsögn eftir föngum. Gustaf Dalén stóöst prófið um haustiö og settist á skólabekk 23 ára gam- all. Chalmers fékk engan venjulegan nem- anda, þar sem Gustaf Dalén var. Hér var kominn fulltíða maöur og þroskaöur, bóndi, sem haföi yfirgefið jörð sína, mjólk- urbússtjóri, sem sagt haföi skiliö viö skil- vindu og brúsa, garðyrkjumaður, sem horf- iö haföi frá beöum sínum, og frækaupmaö- ur, sem lagt haföi frá sér litlu pokana. Og hann sneri sér aö námínu af eldlegum áhuga og haföi slíka ánægju af náminu, aö hann kunni sér vart læti. Væri það eitthvað, sem hann skildi ekki, var hann óspar á spurningar. Það fór einnig oft svo, að kennararnir báöu hann aö tala viö sig, eftir aö kennslustund væri lokiö, og þá voru málin rædd fram og aftur. Að öðru leyti var Dalén ósköp venjulegur maöur og skar sig ekki úr hópnum, og þannig var hann alla ævi. Hann var félags- lyndur, góöiyndur og glaölyndur. Hann var kvikur í hreyfingum, tali og hugsun. Jafnt kennarar sem skólafélagar mátu hann mik- ils og væntu þess, að úr honum yrði eitt- hvaö sérstakt. Síöar bauö hann mörgum þessara félaga sinna að starfa meö sér, þegar hann stjórnaði stórum fyrirtækjum. Gustaf Dalén útskrifaðist frá Chalmers með frábærum vitnisburði, sem veitti hon- um aðgang aö verkfræðiháskólanum í Zur- ich í Sviss, sem þá þótti einn hinn fremsti í sinni röð. Honum bauðst lán til að fara þangað, og þaðan kom hann heim aftur 1897 með hina beztu tæknimenntun, sem á þeim tíma var völ á. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrst í Gautaborg, en fluttist til Stokkhólms, þar sem hann stofnaði verkfræöifyrirtæki, sem fékk umboð fyrir Sænska karbid- og acet- ylen-fyrirtækið í Gautaborg. Samkeppnin var þá mjög hörð milli kolagass og acet- ylen-gass og reyndi þá mjög á hugvitssemi og hagsýni Daléns. Meöal annars fann hann þá upp gasþrýstistilli, sem hann fékk einkaleyfi á og náði meira aö segja mikilli útbreiöslu í Þýzkalandi. En þrátt fyrir annir sínar hjá fyrirtækinu gaf -hann sér tíma til aö sinna ýmsum öör- um áhugamálum. Bóndinn var ofarlega í honum, og hann langaöi til að leysa tækni- vandamál fyrir landbúnaöinn, sem margir höfðu glímt við án fullnægjandi árangurs. Hann fann upp gerilsneyðingarvél og einn- ig nothæfa mjaltavél, sem sjálfum Laval haföi ekki tekizt. En fyrirtæki Lavals keypti mjaltavél Daléns og framleiddi hana um langt árabil. Örlögin beindu Dalén brátt á nýjar brautir. Frakkar höfðu fundið upp aðferð til aö sigrast á vandanum til aö þjappa saman acetylen, sem er hætt við sprengingu þeg- ar viö tvöfaldan loftþrýsting. Ráöiö var fólgiö í því aö leysa acetyliö upp í aceton, sem er vökvi, sem líkist vínanda. Þetta uppleysta gas, „dissous-gas", er síðan geymt í stálhylkjum, sem eru fyllt með svampkenndu efni, sem sýgur í sig aceton- ið. I þessari mynd var acetylen-gasiö fyrst notaö til Ijósa, en vegna tíöra sprenginga fengu margir ótrú á þessari gaslýsingu. Árið 1904 var stofnaö nýtt fyrirtæki, AB Gasaccumulator, sem þekkt er undir nafn- inu AGA. (íslenzka umboösfélagiö ÍSAGA var stofnað 1919.) Dalén varð ráögefandi verkfræðingur AGA, sem hafði einkarétt á frönsku „dissous"-aðferöinni og reyndi að vekja áhuga sænskra yfirvalda á að nota þetta gas til lýsingar á vitum. En vandinn var sá, aö nauðsynlegt væri að nota leift- urlýsingu eöa blossa. Dalén tók nú til óspilltra málanna og tókst aö leysa vandann fullkomlega. Hann fann upp leifturtækiö (klippapparaten), sem var svo þaulhugsaö og nákvæmlega byggt, aö þaö þurfti nánast engra endur- bóta við síöar. Honum tókst að gera þaö þannig úr garöi, að leiftrin gátu haft nálega hvaða gang sem væri, verið löng eöa stutt eða hvort tveggja á víxl, með löngu eöa stuttu bili að vild. Meö þessum hætti mátti fá einkenni, Ijósmerki, sem væru svo auö- þekkt, aö ekki væri hætt viö, að þeim yröi ruglað saman. Auðvelt var aö reikna út, hve gífurlegur sparnaöur á gasi yrði með þessu. í staðinn fyrir stööugt skin komu nú glampar, sem vöruöu 3/ioúr sekúndu á 10 sekúndna fresti. Lítri af gasi nægöi fyrir 10.000 glampa. Gassparnaðurinn var 90%. Þetta táknaöi, aö ekki þyrfti að hlaða gasgeym- ana nema einu sinni á ári, og ennfremur að hægt væri að setja upp vita á stöðum, sem ógerningur vasri að komast til nema stuttan tíma að sumrum. (Dæmi um slíkt hér á landi er vitinn á Þrídröngum viö Vest- mannaeyjar.) Þennan mikla sigur vann Dalén sumariö 1905. Leifturtækiö var reynt á allan hátt fram á haust og stóðst alla raun. Dalén haföi kvænzt æskuvinkonu sinni sumariö 1901, og þaö var reyndar veröandi tengda- faöir hans, sem lánaöi honum fyrir náms- dvölinni foröum. Nú deplaöi leifturtækið til þeirra og gaf þeim fyrirheit um bjarta og trygga framtíð. Dalén sneri sér síöan fyrir alvöru aö ac- etylen-gasinu. Enn voru veigamikil vanda- mál óleyst. Hvað eftir annaö skeöi það, aö gashylki spryngju og yllu slysum. Þaö varö aö leysa þaö mál. Hann vann þrotlaust aö þessu verkefni ásamt efnaverkfræöingi í marga mánuði, unz vandinn var leystur. Hiö svampkennda efni, sem notað hafói veriö í stálhylkin til aö sjúga til sín acetoniö, var tekiö til gagngerrar endurskoöunar, en það var franskt að uppfinningu og einka- leyfi, eins og áður er getið. Nú var þaö endurbætt, þannig að um enga sprengi- hættu gat verið að ræða, hvernig sem meö stálhylkin væri farið í flutningum. Hið nýja Brennið þið vitar Úr sögu vitanna Tvö af hinum sjö furöuverk- um veraldar til forna áttu aö vera sœfarendum til leiðsagnar. Risinn á Ródos og vitinn á eynni Faros viö Alexandríu voru báöir reistir á þriðju öld fyrir Krist. Myndhöggvarinn Kares geröi risastyttu til dýröar sólguðnum Helios, eftir aö Ródosbúar höfðu verið leystir úr umsátri Makedóníumanna. Verkfœri sólguðsins var nánast Ptolema- ios Soter, einn af hershöfðingj- um Alexanders mikla, en sagan segir, að málmurinn í vopnum þeim, sem umsátursherinn skildi ettir á flóttanum, hafi ver- ið notaður í styttuna. Hún var svo reist við hið þrönga hafnar- mynni og hefur sennilega meö ððru gegnt hlutverki frelsis- styttu. Rómverski sagnritarinn Pliní- us segir: „Þeir eru ekki margir, sem geta náð utan um þumal styttunnar, en hinir fingurnir eru hver um sig stærri en flest- ar styttur." Risinn á Rodos hefur að sjálfsögðu sézt langt að, en hann gæti einníg beinlínis hafa verið viti, ef þaö er rétt, sem sumir herma, að á nóttunni hafi Ródosbúar iátiö elda loga í aug- um risans. En þegar risinn hafði staðið þarna sem stolt Ródosbúa f rúmiega hálfa öld, tók jörðin aö skjálfa og risinn steyptist í hafnarmynnið. Vitinn á eynni Faros logaði aftur á móti í þúsund ár. Hann var byggður á árunum 280—270 f.Kr. og hefur verið yflr 100 m hár. Risinn á Rodos var yfir 30 m og reistur um 290 f.Kr. Þegar vitinn á Faros var fullgerður, lót byggingameistarinn meitla þessa álotrun á steininn: „Sostratus frá Knidos, sonur Dimokratesar, reisti hinum frelsandi guðum fyrir þá, sem sigla um hafið." Þessi tvð furðuverk voru þó vissulega ekki fyrstu leiðar- merkin sem slík, þvíað um aldir höföu eldar verið látnir loga á strðndum Egyptalands sæfar- endum til leiðbeiningar. En vit- inn á Faros telst þó fyrsti eigin- legi vitinn, enda hefur nafn eyj- unnar, sem hann stóö á, oröið alþióðlegt heiti á vitum. Rðm- verjar sögðu pharos, Spánverj- ar og ítalir faros, Frakkar phare og frændur vorir á Noröurlðnd- um segja „fyr". Um vitann á Faros skrifar Pliníus: „Hlutverk turnsins er að gefa skipum, sem eru á siglingu á nálægum slóðum, viðvðrunar- merki með eldum, sem loga að nóttu, og vísa þeim leið inn á höfnina. Nú (það er við upphaf tímatals okkar, við Krists burð) eru svipaðir eldar hafðir til merkis á mörgum stððum, til dæmis í Ostia og Ravenna. Hættan er aðeíns sú, að þessir eldar, sem látnir eru loga vio- stöðulaust, geti verið teknir fyrir stjörnur. Því að í fjarlægð eru eldarnir aö mðrgu leyti líkir stjörnum að sjá." Einmitt. Þegar eldarnir loga viðstoðulaust. Þama er Pliníus með það vandamál (huga, sem Svfinn Gustaf Dalón leysti svo snilldarlega 1900 árum síðar. Margar sðgur hafa verið sagðar af þessu furðuverfcí, Faros-vitanum, og fleatar eiga þær rót sína að rekja til hinna ímyndunarfullu Araba, sem hertóku hann á sjðundu ðld. En víst er talið, að eldiviðurinn ha« verið fluttur * „e.tvögnum langleiðina upp turninn, en vinda notuð efst. Ennfremur er öruggt, að notaðir hafa verið einhvers konar speglar, og sumir halda jafnvel linsur, til að magna Ijósið. Svo langt voru hinir fornu Egyptar komnir. Rústir Faros-vitans voru enn til 1375, en þá hurfu þær í hafið af völdum jarðskjálfta. Fyrstu afskipti norrænna manna af vitum þar syöra, sem sogur herma, voru ekki til að auka hróður þeirra. Árið 811 varð Karl mikli að leggja fram stórfé til viðgerðar á hinum glæsilega vita í Boulogna á ít- alíu, en hann hafði Caligula keisari látið reisa forðum, þar sem norrænir víkingar hðföu gert þar strandhðgg bðlvandi og mðivandi. Cæsar segir frá eldum til leiðbeiningar skipum við Erm- arsund. Og Iðngum voru hinir einu vitar, sem þekktust á Norðurlöndum, bálkestir á klettum, hðmrum og hæöum. Aftur á móti hefur komið í Ijós, að þegar á vikingaðld var komið á kerfi við merkingar á innsigl- ingum vid strendur Norður- landa, en það féll svo f gleymsku smám saman. A 17. öld er fariö að gera til- raunir með nýjar aðferðir í Svf- þjóö að minnsta kosti. Meðal annars voru útbúin eins konar risaijósker, og voru tvær hliðar þeirra opnar og tvær lokaðar, en síöan var þeim snúið. Sviar eignuðust snemma nú- tímalegan uppfinningamann, þar sem var Christoffer Polhem, sem uppi var 1661 til 1751. Han« fann upp !<£;£. steinkolsvTt'a, sem tók'u langt fram því, sem áður haföi þekkzt f þeim efnum. Honum tókst á hugvitssamleg- an hátt aö fá fram reyklausan, hvítan loga. Polhems-vitar voru settir upp víða um Iðnd, og þeir voru mest notaðir í nær heila öld. Næstu kaflaskipti í sðgu vit- anna urðu meö tilkomu upp- finningar Jonasar Nordbergs, en honum hugkvæmdist að nota fleygbjúga spegla, sem snerust um logann fyrir gang- verki. Fyrsti Nordbergs-vitinn tók formlega til starfa 1. ágúst 1781 í Svíþjóð, en brátt voru aðrir reistir í Dieppe f Frakk- landi og Liverpool í Englandi og síðan í flestum Iðndum heims. Allar uppfinningarnar og endurbætumar voru tii þess gerðar að auka Ijósstyrkleika vitanna og spara vitavðröum vinnu og fyrirhöfn. Rekstur vit- anna var mjog dýr, og aöal- vandamálið þvf fjárhagslegs eölis. Það þurfti aö byggja fbúö- arhús og bryggju í sambandi viö hvern vita, og þar sem þeirra var ekki þeim mun brýnni þörf, varð þeirra lengi að bíða. Fyrsti vitinn með acetylen- gasloga var reistur í Svíþjóo 1904, en þar sem hann logaöi stoðugt, varð gaseyðslan mjög mikil og reksturinn því dýr. En auk þess vantaði tæki til að stilla skin vitans, svo að hann sendi leiftur í stað stððugs skins. Vandann leysti Gustaf Dalón snilldarlega með leiftur- tækinu, sem hann fann upp og var svo þaulhugsaö og ná- kvæmlega byggt, aö það burf*; engra en*;;^, vi0 '8Íöar. Fyrsti Dalén-vitinn var tekinn í notkun 1. apríl 1906. Um Gustaf Dalón segir í annarri grein. Sveinn Ásgeirsson 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.