Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Page 15
Hallur býr við hallan frið Baldvin Jónsson, sem kallaður var skáldi, var Skagfiröingur. Hann var um margt hæfileikamaður, en auönulítill, ístööulaus og drykkfelldur. Hann var vinnu- maður á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnavatnssýslu. Síðustu ár sín, nokkru fyrir aldamót, flæktist hann um sveitir noröanlands og lá langtímum saman við verslunarhúsin og sníkti sér brennivín. Kaupmenn og búðarþjónar höfðu það fyrir leik aö láta hann yrkja vísur, gjalda með staupi eða brennivínslögg, það gerðu og feröamenn. Flestum þótti hann hvumleiöur, nema þá stund og stund. Um þetta eru margar sögur. Kaupmaður var á Sauðárkróki, sem Claessen hét. Einhverju sinni var hann að þvo sér. Baldvin gamli var þar á vappi. Kaupmaöur skvetti yfir hann þvottavatn- inu. Karl varð rennvotur og reiddist. Hann orti þá. Skyldi ei fölna fánýtt skrúð og forsmán efnasnauðum, ef að þessi bölvuð búð brynni í eldi rauöum. GUSTAV DALÉN efni kallaöist AGA-massinn eða AGA-tróð, eins og það hefur veriö kallaö á íslenzku. Þegar þessum áfanga var náö og sumri lokiö, fannst Dalén nóg aö gert í bili og þau hjónin fóru í brúðkaupsferð eftir 5 ára hjónaband. Þau fóru víða um lönd og meö- al annars til Sviss, því að Gustaf Dalén varð að sýna konu sinni Zúrich og götuna, þar sem hann haföi búiö og lært ,fyrir pen- ingana, sem pabbi hennar lánaði honum. Dalén varð yfirverkfræðingur AGA 1906 og aöalforstjóri 1909. Viöskiptamál tóku æ meíra af tíma hans, og hann var á miklum ferðalögum, en í öllu vafstrinu gerði hann þó þá upþgötvun, sem hann er frægastur fyrir og vekur enn aðdáun manna, sóllok- ann. Hann var stórfengleg og listilega gerð lausn á vandamáli, sem hann tók að velta fyrir sér, þegar eftir að leifturtækiö var full- gert. Vissulega var gífurlegur sparnaður í því fólginn, að Ijósið þyrfti ekki að loga nema tíunda hlutann af tímanum. En þó var það sóun á gasi, að það skyldi loga jafnt að nóttu sem degi. Dalén braut heilann um þetta og gerði tilraunir, og svo var sóllok-' Nú varð kaupmaður að sjálfsögöu hræddur, því þá sem fyrr og síðar, trúöu því margir að skáldum og rímuðu máli fylgdi hættuleg kyngi. Kona kaupmannsins baö nú sér og húsi þeirra hjóna griða. Bað hún Baldvin að yrkja bragarbót, hefur ef- laust heitið góðum skáldalaunum. Honum rann þá fljótt reiöin. Hann orti. Claessens lof ei linna skal, lán hans aldrei sjatni, fyrst hann skírði hruman hal úr hreinu sápuvatni. Baldvin eignaðist einn son. Hann hét eft- ir fööur sínum. Hann fór ungur til vestur- heims og forframaðist þar. Hann var um tíma ritstjóri og aðstoðarráðgjafi í stjórn- arráði í Manitobafylki. Hér eru enn nokkrar vísur eftir Baldvin skálda. Að drekka illa áfengt vín öllum spíllir friði. Þaö er villan mesta mín að missa hylli og verða svín. Bætur valla verða á því, værðir allar dvína. Ég er fallinn forsmán í fyrir galla mína. Um Hallárdal orti hann. Fögur kallast kann hér sveit, krappur fjallasalur. Þó hefur galla, það ég veit, þessi Hallárdalur. Einhverju sinni óö Baldvin læk í vexti. Það var á milli Borgargerðis og Áshildar- holts. Hann var þá á ferð með öðru fólki. Hann orti þá á leiöinni yfir lækinn. Straumur reynir sterkan mátt, stíflum einatt ryöur. Lækur hreini kvakar kátt kaldan steininn viður. Eftir Baldvin er þessi alkunna vísa um Gönguskörð. Dals í þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum. Það er öngum ofgott líf uppi í Gönguskörðum. inn allt í einu oröinn að ótrúlegum en óhrekjanlegum veruleika. Hann var fyrst tekinn i notkun 28. júní 1907 í Furuholms- vita nálægt Stokkhólmi og síöan víðs vegar um heiminn og hér á landi meðal annars, og hefur hann gegnt hlutverki sínu með prýði, þótt ný tækni hafi víðast hvar leyst hann af hólmi. Sóllokinn er afar einfaldur og auðskilinn, eins og stórsnjallar uppfinningar eru oft. Hann er ný hagnýting á kunnum lögmálum eölisfræöinnar. Dökkur hlutur tekur til sín meiri hita en Ijós hlutur eöa gljáandl, skyggöur, sem endurkastar hitageislum. Sóllokinn byggist á þremur skyggöum málmstöngum og einni svartri. Að deginum tekur svarta stöngin meiri hita til sín en hinar hvítu. hjún þenst út — að vísu aðeins 1/60oúr millimetra, en þaö nægir tii aö hafa tilætluö áhrif á vogarstöng, sem lokar fyrir það op, er gasið streymir um að loganum. Þannig slokknar á vitanum, um leiö og bjart er orðið. En þegar rökkvar, dragast allar hinar fjórar stengur saman, svo að þær veröa jafnlangar, og gasið streymir aö nýju óhindraö. Meö skrúfu má stilla sóllok- ann svo, að hann starfi við hvaða birtu- magn, sem óskað er. Næmi sóllokans er svo mikið, að hann kveikir á vitanum i mjög þungbúnu veðri. En aftur á móti er hann ónæmur fyrir tunglgeislum. Gassparnaður fyrir tilstilli sóllokans ætti að vera 50% fræðilega séö, en til öryggis létu menn sér nægja að stilla hann þannig, að sparnaður- inn yrði 35—40%. Einn af mörgum rimleikjum hagyröinga var sá að búa til svokallaðar málsháttavís- ur. Hér eru þrjár slíkar. Höfundar löngu týndir, enda munu þær vera gamlar. Mikils vísir mjór er fyrst, mun þeim stirt er ekki kann, það er engum liðug list, sem leikur ekki tíöum hann. Samtal Ijótt fær siðum spillt, sumum verða kann til móös, aðrir fá sín oröin stillt, oft er lítil stund til góðs. Tungan ber um brjóstiö vott, bágt er að stilla hana. Einatt kveða gamlir gott, gjörn er hönd á vana. Þessa kristilegu hestavísu orti Gísii Gíslason prestur í Vesturhópshólum um fráfall reiðskjóta síns. Laski jóra lofðungur lífsins enti vetur, þegar stóri þjóðsmiður það sá henta betur. innheimtumanni í Reykjavík, þetta var fyrir mörgum árum, þótti hann þurfa að koma æði oft með sama reikninginn til fyrirtækis eins í borginni, sem mjög baröist í bökkum. En sömu sögu mátti raunar segja um þann sem reikninginn sendi, hon- um bráölá á peningunum. í skuldarfyrir- tækinu störfuöu fjórir menn og nú kom þeim saman um að gera innheimtumanni sæmilega úrlausn, ef hann gæti -þegar ort um þá eina vísu þar sem þeir væru allir nefndir, fremur átti vísan að vera lof en last. Þeir vissu að karl var hagmæltur. Hann leysti vandann svona: Þór er mesti þægðarrokkur, þykir kenndur Jón við svall, Hannes, Drottinn hjálpi okkur, Helgi, þaö er besti kall. Hér er loks visa eftir Stefán frá Hvítadal um Hall póst. Hallur býr við hallan frið, hallt er stundargengi. Hallur stendur hallur viö, hallur undir lengi. Dalén fór sjálfur til Berlínar út af um- sókninni um einkaleyfið. Menn neituðu hreint og beint að trúa því, að þetta væri hægt. Hann sagöi á eftir: „Til þess að sannfæra þá varð ég að sýna þeim sólloka, svo að þeir gætu séð, að það væri ekki útilokað, heldur vel hægt.“ Og hinum þýzku verkfræöingum til ólýsanlegrar undrunar fór sóllokinn að virka, jafnskjótt og gluggatjöldin höfðu ver- iö dregin fyrir á hinni keisaralegu einkaleyf- isskrifstofu. Þaö var ekki einungis á sviði vitamála, sem þessar uppfinningar Daléns hafa kom- ið að notum og reyndar valdið aldahvörf- um. Eigi aðeins sjófarendur hafa notið góðs af snilli hans og dugnaöi, heldur engu síður þeir, sem á landi eru eða um loft fara. Hér verður að bæta við járnbrautarvitum, götuvitum og flugvitum og alls konar Ijós- merkjum. Og sízt má gleyma logsuöunni sjálfri, þeirri tæknibyltingu, sem hún olli. Og fyrir tilstilli Daléns var hægt aö nota acetylen-gas til Ijósa og suöu hvar sem var. Takmark Daléns var alltaf að spara vinnuafliö, en æðsta mark hans var að geta látiö vélarnar vinna allt verkið, því aö hon- um var Ijóst, að áður en því marki væri náð, skeði þaö oft, að maðurinn yrði hluti af vélinni. Fyrstu AGA-vitarnir voru tvö litil vita- Ijósker á Reykjanesi og Öndverðarnesi þegar áriö 1909. Síðan kom fyrsti Dyrhóla- vitinn 1910, Rifstangavitinn 1911 og síöan hver af öðrum. Síðari hluti í næstu Lesbók. Svipmyndir úr MR og sé enn meðal beztu Ijóðskálda þjóðar- innar. Fágaöur og snjall. En hann var spírit- isti og vinur og samstarfsmaður skáldsins Einars H. Kvarans og ekki hefur þaö rutt honum veg til frama í íslenzku þjóöfélagi. Smári var í rauninni hinn bezti kennari, sökum menntunar sinnar og þá einkum þess hve víðlesinn hann var og viðsýnn. En þaö er ekki gott fyrir kennara aö vera málhaltur. Ég minnist hans með hlýju og þakklæti. Hann hefði vafalaust orðið ís- lenzkri menningu að meira liöi, ef hann heföi fengið aö helga sig skáldskap og rit- störfum. Sama mætti segja um dr. Barða Guðmundsson. Hann reyndi ekki einu sinni að leyna því, að honum féll ekki kennsla. Hann var hins vegar afburðafræðimaöur, eins og rit hans sýndu, þegar hann var loks losaður viö kennsluna. Sambekkingur minn um tíma í Menntaskólanum var afar sérkennilegur maður, sem mun mér seint úr minni líöa, en þaö var Baldur Bjarnason (síðar sagnfræöingur). Hann var algjört séni í sögu og landafræði. Komst ég aldrei að því hvenær eða hvernig þessi fátæki sveitapiltur gat safnað að sér þeirri ótrú- legu söguþekkingu sem hann bjó yfir. Auk þess var minni hans í þessum efnum al- gjörlega óskeikult. Ég vissi aldrei til þess að hann liti í skólabækur um sögu og landafræði. Hann vissi miklu meira en í þeim stóð. Þegar við vorum í öðrum bekk, geröu sjöttu bekkingar það stundum sér til gamans, að hlýða honum yfir úr sagnfræöi þeirri, sem þeim var kennd og var á dönsku. Og það var sama hvar komið var niður, þessi unglingur vissi allt sem þeir voru að læra og miklu meira. Þegar Baröi sögukennari var illa upplagöur til þess að rekja úr okkur garnirnar með yfirheyrslu sagöi hann stundum: „Ætli það sé ekki bezt að við gefum Baldri orðið í dag?“ Og var það að sjálfsögðu jafnan samþykkt með lófataki. Síðan baö kennarinn um uppástungur um hvað Baldur skyldi tala og stóð ekki á þeim. En Barði valdi svo eitt- hvert efniö og sagði: „Baldur, gerðu svo vel.“ Baldur sem aldrei haföi meö sér skólabækur í sögu eða landafræði leit þá uppí loftið andartak hugsandi. Síðan byrj- aði hann að tala um það efni sem valið hafði verið og lauk þeim fyrirlestri ekki fyrr en hringt var út í frímínútur. Baldur var undarlegur í háttum og eng- um manni líkur. Hann var saklaus eins og hrekklaust barn og oft viðutan. Skólapiltar komust fljótt að raun um að þaö var hægt að Ijúga að honum, því sökum barnslegrar einlægni trúði hann orðum manna. Gerðu þeir honum margan gráan grikkinn. Sárn- aði mér það mjög, því hann var svo hrein- lyndur og hrekklaus. Ég reyndi að bæta honum það upp með því að taka hann tali og láta hann segja mór frá ýmsu í þeim efnum þar sem kunnátta hans og minni var svo frábært. Varð hann þá jafnan glaður viö og var mælska hans ótrúleg. Þarna var snillingur á ferð sem vafalaust hefði getaö oröiö íslenzkri sagnfræði mikill fengur, en hann var of saklaus til þess að fá notiö sín eða vera látinn í friði í þjóðfélagi þar sem enginn má í neinum efnum standa uppúr fjöldanum án þess að verða fyrir árásum og háði öfundsjúkra meðalmenna. Síðar átti Baldur Bjarnason eftir að flytja fjölda útvarpserinda um sögu og landafræði. Öll- um útvarpsmönnum til stórfurðu hafði þessi undarlegi maður aldrei með sér handrit þegar hann kom til þess að láta hljóðrita erindi sín. Hann þurfti ekki á þeim að halda! Þrír elztu kennarar skólans voru áreið- anlega á réttri hillu sem kennarar. Þaö voru þeir Páll Sveinsson, sem kenndi frönsku, Jón Ófeigsson, þýzkukennari, og Bogi Ólafsson, enskukennari. Þeir voru allir frábærir kennarar, hver á sína vísu, en þó mjög ólíkir. Fyrst þegar ég kynntist tveim þeim fyrr- nefndu, stóð mér nokkur ógn af ströngum ,15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.