Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu FÖ«. L£f5IB l'LL FlTlA MIO ;.JAf -i^B HSfLTI Þvri JofJM! Fís» ¦l^j| ? f k u Á F A R gsg T^ o F A N A -* L £¦ 5 1 i> —» 7 -* (• 'o F A L <li.li- m$t ú T CJHf.lA HLIO K L 'í> K A ¦ L A F A VM-.T. R 1 5 T A P F N 1 M N rujff .'.<¦'!(. r;"Ð upm\ ^ r '0 L if,u M 7 A fr?l£>UR (i R 1 1) T'-.. " N A M Þv*rr IWfcU* DLÐU & a f A R F«uhl-er^Ji £> !** 5 'O N N # B R A rnr«- LCMU R /e M U M A -.<¦*'.. >:¦¦ L. A u N K 'A L LTÓj. M HEY D R A £. A LílT 5 X WUTl M riMi«r o R U a k tílf' ""¦¦:"'' KEMNI A » A l. M 'A r T K R U M c A DE1TA NÁTTuR, ^ y- & i L UUlM (V 'A T r A t- A A HÚ5 B K. ^ í-lWl Af. A N & A R KVtlK-ut A u t A R Lt R T A ¦ * ÍÍXCiR £ F A R LJWM* R A 4 A R A U R ¦ ro'fjd Sl& OTí ;¦: ÍHUWT-m í Aí A P A * ¦ © StFAÍ R ö A • ¦ 4. 1 <i R A K 'A T« R- *t» 5 r 1 £ A Jí Cj^.»/ &fy' MíýNWV NAFNl ^ >4\t) I |CvT-^- 1 lWM,R Kftuc-B |5U^-| ip? AR |fall| Igj^R 11 Tuí-oí)l :/V,()U-Mí-s (JAFrt IÁL3ÚFUP HnWD-UEi'.l 1 w r\F-Kv/rCMI •ÍKT-U.RMrTvl ¦ ¦ F lf^\ 1 L* ~* H*-* * r\i-T- D£LT( 4flMRÖ IR- /? evtvci TR^tc,- f>í=TUR F^L WffA ífltAHa. J^R. r3ei3 goivc- AFKoM E'vJDui'C. SoR-D-Andi IRMlR /.twc-T>C>« I© S(\3- ^eBftCi fé'íAú. AFí.Eiei 'AÍ />,€) BAKl M'ALMI Sflrn- \JlNNu.-\)ku sicvMe Hr\Mf4Í-K)\F(\| ^ (AVAÖ $réfT-AR. ENÖINÍl <-flr-Rt|C5 VERK« > N^n a -LrHfOti bs R M -4T/ten\ Pcm-/NÍA þBÍFASr vei. LOKKAt EoRóPU- 5v/e(?Ajc L'iKAWS HLUTiNN Ft>RW9 MÁLftrl —a> Mýrr TtiMAL Kás >Jo R/KI 3KA\\ SP/RA HfiR 6Ktf\ &OÍ>M-A-R rPVR. NA<=TJ J# ' ÍLARVC lÁrJUMíH + f\Toevcí\ j ? LÁUVJO-AR. SVIPMYNDIR URMR svíp þeirra og alvöru. Ég held að þeir hafi báöir boriö verulegan keim af þjóöum þeim, sem tala tungumálin sem þeir kenndu. Þaö var eitthvaö gallískt yfir Páli Sveinssyni þegar maður fór að kynnast honum. Hann var svo stundvís, aö ná- kvæmni hans í þeim efnum nálgaðist að vera hlægileg. Kennslustundir byrjuöu venjulega á slaginu klukkan átta, níu o.s.frv. Páll var jafnan búin aö taka sér stööu fyrir utan kennslustofu sína áður en skólaklukkan sló og gekk jafnan inn á slag- inu. Andlit hans var eins og höggvið í stein og sýndi aldrei minnsta vott geðshræringa, aö því leyti var hann mjög norrænn. Þykir mór liklegast að hann hafi veriö Frakki í einhverju fyrra lífi, en áreiðanlega verið frá Normandí. Hann var ákaflega nákvæmur og þurr kennari og fór (tarlega eftir kennslubókinni, enda hafði hann skrifaö hana sjálfur. Yfir persónu Páls var einhver tignarsvipur, sem gerði þaö aö verkum, að ekki var hægt annaö en aö bera viröingu fyrir honum þó kaldur sýndist. En á munn- legum prófum kom fram allt annar maöur. Þá braust góðleikinn eins og sól fram úr skýjarofi og var svipur hans þá mildur og vingjarnlegur og verkaöi öll framkoma hans þá mjög hvetjandi. Þaö sló hlýtt hjarta i' steinstyttunni. Mörgum árum síöar komst ég aö því, að hann átti viö mikla erfiöleika aö stríöa sök- um langvarandi sjúkdóms konu sinnar, en það lét hann aldrei á sér sjá. Hann var góður maður og heilsteyptur. Jón Ófeigsson var líkur Páli um stundvísi og nákvæmni í kennslu, en að ég held í rauninni miklu kaldari persónuleiki. Fannst mér eitthvert junkarayfirbragð á honum. En hann var eins og Páll frábær kennari og jafnvel ég komst ekki hjá því aö lesa undir tímana hjá þessum ströngu kennurum og er ég þeim mjög þakklátur fyrir það. Á prófum var Jón enn kaldari en nokkru sinni og ef maöur mundi ekki eitthvert orö lét hann mann gata í óþægilega langan tíma og horfði svo á prófdómarann, eins og til aö ganga úr skugga um þaö aö þetta færi nú ekki framhjá honum. Ekki tel ég þó rétt aö dæma Jón fyrir þetta, því hann var maöur mjög samvizkusamur. Síðan átti ég eftir að verða honum mjög þakklátur fyrir hiö ómetanlega starf hans viö Blöndals- oröabókina miklu, sem hefur veriö mér mjög kær og gagnleg eftir að ég fór að fást við ritstörf. Jón var maður ákaflega kapp- samur viö vinnu og ósérhli'finn og grunar mig aö hann heföi getaö lifáð lengur, ef hann hefði farið sér hægar. Mjög ólíkur þessum tveim kennurum var Bogi Ólafsson enskukennari. Bogi hafði ungur fariö til sjós á togara, en tók sig svo til og ákvað að mennta sig eitthvað, dreif sig í það og var kominn yfir þrítugt þegar hann lauk stúdentsprófi. Þeir Páll og Jón voru dæmigerðar innhverfar manngerðir báðir grannholda, þöglir og lokaðir. Bogi var allt önnur manngerö. Hann var stór þrekinn og áreiðanlega rammur að afli. Vaggaði dálítið í gangi að hætti sjómanna. Ég sá hann alltaf fyrir innri sjónum standa í brúnni á stórum togara og kalla skipanir til áhafnar þrumandi röddu. Þaö sópaöi aö persónu Boga, enda var hann aldrei í minnstu vandræöum meö að halda uppi aga. Það var ekki síst fyrir kaldhæöni sína og orðheppni. Var hann svo áhrifamikill persónuleiki aö enn má finna bergmál af kaldhæöni hans meöal kennara Mennta- skólans í Reykjavík. Þeir sem erfitt áttu meö tungumálanám voru dauöhræddir viö þennan mikilúöuga mann. Er mér i því sambandi minnisstæður einn bekkjarbróö- ur minn í gagnfræðadeild, sem var ágætur í stæröfræði, eölisfræöi o.þ.h., en virðist hafa talið sér trú um að hann gæti ekki lært tungumál og varð frammistaða hans eöli- lega í samræmi viö þaö. Sá var háttur á hafður í tungumálakennslunni, að fyrst var nemandinn látinn lesa kafla á tungumálinu þangaö til kennari sagöi til og síöan látinn þýóá textann. Þessi piltur var nú tekinn upp hjá Boga og hann þyrjar að lesa á ensku meö hinum hörmulega framburöi sínum. Mér varð litið til hans og sárvor- kenndi honum, því ég vissi hve hræddur hann var við Boga. Þegar hann haföi lesið kafla sem ætla mætti aö kennarinn léti sér nægja, heyrðist ekki orö frá Boga, en pilt- urinn hélt áfram aö lesa, þoröi ekki aö stoppa og tók nú svitinn aö boga af andliti hans. Þaö heyröist ekki orö í Boga fyrr en pilturinn var búinn að lesa allan textann sem okkur haföi verið settur fyrir þann daginn. Þá þagnaöi hann. Löng þögn. Loksins rumdi í Boga: „Lesið þér þetta aft- ur, en við skulum hafa þaö á ensku í þetta skiptiö." Þá var piltinum öllum lokiö. Andlit hans féll frammá bókina og hann brast í grát. Svipbrigöin á andliti Boga voru furöu- leg. Hinn þungi svipur hvarf og undrun kom í staðinn. Kannski var þetta í einasta skipt- ið sem Bogi haföi séð karlmann gráta. Hann varð svo furðu lostinn að honum féll- ust hendur fyrst i stað. Loks reis hann úr sæti sínu og gekk aö boröi drengsins, klappaöi blíölega á axlir honum og sagöi: „Fyrirgefið þér, góði minn, ég ætlaöi ekki að særa yöur. Þér skuluö bara fara fram og jafna yður dálítið." Ég varð svo undarlega snortinn af aö sjá þessa blíöu hins stranga og kaldrifjaða kennara, aö mér vöknaöi um augu. En svona var Bogi, á bak viö kald- ranann sló hlýtt hjarta. Þetta virtumst viö nemendur einhvern veginn alltaf skynja og var hann því alla tíö ástsæll kennari, en sögurnar um kaldhæðin tilsvör hans voru mjög vinsælar meöal skólapilta. Þegar ég kom i Menntaskólann haföi Þorleifur H. Bjarnason fallið frá, en hann var rektor. Jón Ófeigsson var þá talinn sjálfsagöur eftirmaður hans, sökum aldurs sem kennari við skólann. Mér var jafnvel síöar sagt aö hann heföi fariö utan sér- staklega til þess aö undirbúa sig til þess aö taka við rektorsstarfinu. Það fór þó öðru- vísi en flesta grunaði. Jónas frá Hriflu, hinn valdamikli foringi Framsóknarflokksins, var þá menntamálaráöherra. Hann gerði sér lítið fyrir og gekk framhjá öllum elztu kenn- urum skólans og skipaöi í rektorsstööuna ungan náttúrufræöing, Pálma Hannesson, sem þá var aðeins 27 ára gamall. Þótti mörgum þetta hiö mesta hneyksli, sem von var, og stóðu allir kennarar skólans saman um aö mæla með Jóni. En allt kom þó fyrir ekki. Pálmi Hannesson varö rektor. Hann hefur ekki veriö öfundsverður af því aö taka við þessari stöðu gegn vilja allra kennara skólans. En þrátt fyrir að hann væri ungur að árum reyndist hann dugandi rektor og blés nýju lífi í skólalífiö, einkum á sviöum íþrótta og feröalaga. Hann var einnig ágætur kennari. Hann tók oft sjálfur þátt í íþróttum skólapilta og var misjafn- lega vel af því látiö. Okkur þótti t.d. ekki sérlega gaman aö fá þennan risa í hand- boltann, því hver sem lenti á honum þeytt- ist iangar leiöir og lá stundum viö slysum. Pálmi var maöur þéttvaxinn og sterkur. Eins og oft er um slíka menn var hann ekki jafnliðugur og hann var þungur. Þaö var eitt nýmæla hans að gefa „sundfrí" eða reka pilta inní sundlaugar sér til hressingar. Þetta varð til þess að ég lærði aö synda. Lærði ég brátt skriösund meö því að horfa á beztu sundmenn landsins æfa sig í laug- unum. Það kom sér vel síöar, þegar viö gagnfræðingar unnum fimmtubekkinga í boðsundi og munaði því að við Bjarni Konráðsson (læknir), sem kepptum fyrir gagnfræöadeildina kunnum báöir skriö- sund. Var hinum sigruðu óspart strítt á þessu. Pálmi Hannesson eignaöist son í skóla, gullfallegan dreng meö glóbjart liö- að hár, sem brátt varð yndi okkar nem- enda. Strákurinn var skýr og skemmtilegur og hinn mesti prakkari. Pálmi var mælskumaður mikill og varð í einni skólasetningarræðu sinni mjög tíð- rætt um sannleikann. Kenndu nemendur þá litla snáöanum aö segja, þegar einhver spyrði eftir pabba hans: „Pabbi er útí ösku- tunnu aö leita að sannleikanum." Stráksi var óspar á þetta og vakti þetta mikla undrun manna sem áttu erindi við Pálma. Ekki grunaði mig þá aö ég ætti eftir að standa heiöursvörö viö líkkistu þessa ynd- islega barns, en það varð þó raunin, því hann lézt meðan vlö vorum enn í skóla. Útgefandi: H.f. \rv&kur, Reykjavík Frarnkv..stj.: Haraldur Sveinsson liitstjórar; Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sigurosson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: Aðalstrætí 6. Sími 10100 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.