Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 3
Gustav Dalén Fannst jafnvel betra að vera blindur Nóbelsverðlaunahafinn Gustav Dalén missti sjónina í slysi sem varð af tilraun með gas, en lét það ekki aftra sér; fann upp AGA-eldavélina og margt fleira á þeim 25 árum, sem hann vann að uppfinndingum án sjónar. Myndin er tekin nokkrum mínútum fyrir slysið við Alby. Maðurinn með stafinn hægra megin á myndinni er Gustav Dalén. Þó var beðiö í hálftíma. En þá fór Dalén ásamt tveimur efnaverkfræöingum út aö hylkinu, og annar þeirra, Gyllsdorf, skóla- bróöir Dalóns frá Chalmers, haföi meö sér gosdrykkjaflösku til aö taka sýnishorn úr gasinu, sem hann ætlaöi aö rannsaka á eftir. 'Gyllsdorf hélt flöskunni þannig, aö gas streymdi í hana. Dalén stóð við hlið hans. Þá sprakk gashylkið. Sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægö. Svart reykský huldi slysstaðinn, en er úr því greiddist hægt, sáu menn stálhylkiö á klettasnös tíu metrum fjær, umvafið eins og kálfsskinn. En rétt þar hjá sem þaö haföi sprungið, sást Dalén á fjór- um fótum. Menn þustu aö, og þeim tókst aö slökkva logana á honum, en hann var allur þakinn sjóöheitum massanum úr gashylkinu, andlitiö svart og blóöugt og annaö augaö nær út rifið. Félagar hans höföu einnig slasazt talsvert, en þó hvergi nærri eins og hann. Hluti úr stálhylkinu haföi þotiö á milli þeirra Daléns og Gylls- dorfs, sem stóöu næstir hylkinu, en flís úr því haföi stöövazt í vasaúri Daléns, sem þannig bjargaöi lífi hans. Á þessari stundu bjóst enginn nær- staddra viö því, að hann myndi lífi halda, heldur yröi vegkanturinn, þar sem hann lá, hans banabeður. „Mér er Ijóst, að öllu er lokið,“ sagöi hann og baö fyrir kveöju til sinna nánustu. Hann spuröi, hvort fleiri heföu slasazt. Honum til huggunar var sagt, aö allir aörir hefðu sloppið ómeiddir. Þá sagöi hann: „Þá er ég feginn og ánægöur.“ Dalén missti ekki meövitund og varö aö þola vítiskvalir, en hann hugsaði skýrt. í sjúkrabílnum velti hann fyrir sér stærö- fræöilegu vandamáli. Hann minntist þess aö hafa heyrt, aö ef meira en þriöjungur líkamans væri skaöbrenndur, væri engin lífsvon. Og hann taldi sig finna, aö hann væri meira brenndur en því hlutfalli næmi. En, hugsaöi hann, ef sá fóturinn sem meira væri brenndur, yröi tekinn af, þá væri ekki víst, aö brunasárin á líkamanum, sem eftir væru, myndu ná yfir meira en þriöjung, þá gæti verið lífs von. Hann haföi verið í skinnvesti undir jakk- anum, og þaö varöi líkamann gegn sjóö- heitum massanum, svo langt sem þaö náði. Dalén lá lengi milli heims og helju. Yfir- leitt var ekki búizt viö því, aö hann myndi lifa þetta af, en brátt var útséö um, aö sjóninni yröi ekki bjargað. Þegar þaö frétt- ist, fannst öllum, sem þekktu hann, einnig systkinum hans, aö bezt væri, aö hann fengi aö deyja. Aöeins viku fyrir slysið haföi hann komizt svo aö oröi: „Ég get ekki hugsaö mór hræöilegri ör- lög en aö missa sjónina. Ef ég yröi blindur, heföi ég ekki kjark til aö lifa.“ Og menn gátu ekki hugsað sér hinn fjörmikla, kvika og sístarfandi Gustaf Dalén blindan og ósjálfbjarga. Færasti augnlæknir Svía hugsaöi nú um ekkert annaö en þaö, hvernig bjarga mætti sjón hans. Þaö var Albin Dalén, bróöir Gustafs, en hann tók áfalliö svo nærri sér, aö hann varö gráhæröur á nokkrum vikum. Annaö auga Gustafs varö þegar aö fjar- lægja, en sjóntaug hins var heil, þótt hornhimnan væri mikiö brennd. Þegar séö varö, aö Gustaf Dalén myndi halda lífi, fór bróöir hans til Þýskalands til aö kanna, hve langt menn heföu náö þar viö flutning á hornhimnu milli manna. Þegar fréttist af þessum möguleika, sýndu margir einstæöa fórnarlund, því aö nær og fjær skrifuðu menn og buöust endurgjaldslaust til aö leggja fram annaö auga sitt. Ef til vill hafa sumir þeirra taliö sig eiga Gustaf Dalén líf sitt aö launa, en sérstaklega snart þaö hann, hve mörg þessara boöa komu frá gömlum starfmönnum í AGA. En ekkert stoðaöi. Sjónina gat hann aldrei fengiö aftur. Þegar honum varð það endanlega Ijóst, fannst honum hann vera lifandi grafinn. En smám saman jókst hon- um lífskraftur og kjarkur. Hann skyldi aldr- ei gefast upp. Hann haföi ávallt glímt viö vandamál meö því hugarfari aö hætta ekki, fyrr en fullnægjandi lausn væri fundin. Og á aðdáunarveröan hátt tókst honum aö gera sig svo óháðan sjóninni sem veröa mátti og lifa og starfa í 25 ár, án þess aö nokkur sæi hann dapran eöa heyröi hann kvarta yfir örlögum sínum. 12. nóvember 1912, meðan hann var enn rúmliggjandi, en nýkominn af sjúkra- húsinu, sendi sænska Vísindaakademían út tilkynningu þess efnis, aö Gustaf Dalén heföi verið veitt Nóbelsverölaun í eðlis- fræöi. Þessi verölaunaveiting vakti gífur- lega hrifningu í Svíþjóö og mikla ánægju víöa um heim. Gustaf Dalén lét alla starfsmenn AGA-verksmiöjunnar njóta verölaunanna meö sér í beinum peninga- greiðslum, er þeir sóttu laun sín eitt sinn. Hann gat aö sjálfsögöu ekki veitt verölaun- unum viötöku sjálfur á Nóbelshátíöinni, 10. desember, en í staö hans tók viö þeim Albin, bróöir hans. i heiðursskjalinu segir, aö verölaunin hafi veriö veitt fyrir „uppfinn- ingar hans á sjálfvirkum stillum til notkunar í sambandi viö gashylki viö lýsingu á vitum og ljósduflum“. í ræöu sinni á Nóbelshátíðinni sagöi for- seti Vísindaakademíunnar meðal annars, aö verömæti uppfinninga Daléns mætti bæöi meta frá sjónarmiði mannslífa og eigna. Akademían mæti vissulega mikils allar uppfinningar hans, en heföi þó sér- staklega viljaö heiöra Gustaf Dalén fyrir þær, sem sjófarendum heföu komiö aö mestum notum, því að þær heföu tvímæla- laust gert mannkyninu mest gagn. Aö hátíðinni iokinni hélt kórinn, sem þar söng, aö dvalarstað Daléns og söng fyrir utan húsiö sömu söngva og hann hafði sungiö inni í hinum glæstu sölum. Nóbels- verölaunahafinn stóö viö gluggann og tárin runnu úr blindum augum. 1. febrúar 1913 haföi Dalén náö sér nægilega til þess aö hefja störf í fyrirtækinu aö nýju. Honum fannst þaö vera ein af hátíölegustu stundum lífs síns, og hann var fullur eftirvæntingar. „Víst skal ég vinna, þó aö ég sé blindur," sagöi hann, og hann átti eftir aö gera meira en flestir sjáendur á langri ævi. í hönd fóru ár mikilla athafna og umsvifa, og hann átti enn eftir aö gera margar stórmerkar og hagnýtar uppfinn- ingar. Fyrirtækið var í örum vexti, dóttur- fyrirtækin í Englandi og Ameríku voru efld og ný stofnuð í mörgum löndum. Yfirstjórn- in var í hans höndum í bókstaflegum skiln- ingi, því aö hann fylgdist náiö meö öllu og tókst á aödáunarverðan hátt aö gera sig óháöan sjóninni. Síðar komst hann eitt sinn svo aö orði: — „Þrátt fyrir allt er blind- ur maður aö sumu leyti betur settur en aörir. Þaö er auðveldara fyrir hann að ein- beita sér, þaö hverfur svo margt, sem trufl- ar og glepur." Þaö viröist óhugsandi, aö maöur, sem hefur misst sjónina, geti haldiö áfram að starfa sem uppfinningamaður og skapandi verkfræðingur, en Dalén sýndi, aö þaö væri hægt. Sjálfur sagöi hann, aö hið erfiöasta væri fólgið í því, aö nú tæki allt lengri tíma. Hann gat ekki teiknaö eöa lesiö af teikn- ingum. Öllu varö aö lýsa og allt aö skýra meö orðum, og aörir uröu að lesa af mæli- tækjum og gera grein fyrir athugunum sín- um. Og þá var einnig viss hætta samfara því aö vera háður skilningi og áliti aðstoö- armanna og þá ekki sízt viö tilraunir. En mönnum var það einnig stööugt undrunarefni, hvernig hann gat annað öll- um þeim hlutum, sem hann sinnti af slíkri gjörhygli. Hann virtist hafa tíma til alls. Og mitt í öllum önnunum út af viðskiptum fyrir- tækisins, rekstri þess og framleiðslu allri, kemur frá hans hendi fullbúin ein af hans snjöllustu uppfinningum — glóöarnets- skiptirinn. Meö honum gátu einnig hinir sterku vitar oröiö með öllu sjálfvirkir. Hann fer í gang, þegar viss hlutur gerist, og skiptir um glóöarnet greiðlegar en mannshönd megnar. Þaö er eölilegt, aö ieikmaöur verði furöu tostinn, en hugmynd- in, sem lausnin byggist á, er sem jafnan dæmalaust einföld. Þegar glóöarnetiö er heilt, er gasloginn lokaöur inni í því, en þegar þaö brennur sundur, fer loginn út um gatið. Á þessu atriöi leysir Dalén máliö. Hann kemur fyrir trépinna, sem hlýtur aö brenna þegar í staö í loganum, en um leiö og hann brennur, fer Framh. á bls. 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.