Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 8
JASON ISLANDS U Kræklingaveizla í fjörunni á Úthöfðaey. Sitjandi frá vinstri eru fjallgöngugarpurinn Tenzing, Bernhard prins af Hollandi, Daku Tenzing, höfundurinn og Sigrún kona hans. CARCASS ISLAND KEPPEL FALKLANDSE ISLAND^\ jCj & Við erum stödd í Ushuaia í Argent- ínu, sem er syðsta þorp á jörðu. Þetta er í byrjun janúarmánaðar, og þá er hásumar á suðurhveti jaröar. Veðrið er eins og á sumardegi á íslandi, sér öðru hvoru til sólar og hægur vindur blæs af hafi. í Ushuaia á Eldlandi er aðeins höfð skömm viðdvöl, því skipið er búið til brott- farar á leið til Falklandseyja, sem liggja 500 km austan viö strönd Suður-Ameríku. Um kvöldiö eru landfestar leystar og skipið leggur úr höfn austur um Beagle-sund. Er Na- varino á hægri hönd, þegar þrætt er út mjótt sundið og síöan sjást smærri eyjar, sem eru þrætuepli milli Argentínumanna og Chilebúa. Hús herra Kerr, sem sæti á í landstjórninni. Beagle-sundið liggur á milli suður- strandar Eldlands og nokkurra há- lendra eyja, sem eru reyndar syðsti hluti Andes-fjallgarðsins. Vestast viö sundið gnæfir Darwin-jökuilinn með yfir 2.000 metra háa tinda. Eftir því sem austar dregur lækka fjöllin þar sem suðuroddi Ameríku teygist út í rófulaga tanga. Raunverulega liggur hluti af fjallgarðinum neöansjávar í svonefndum Scotia-hrygg, sem tengir Suður-Ameríku við Suður- skautslandið. Hvalir synda meöfram skipinu og nokkrir suörænir sjófuglar eru á sveimi. Stóri styrmir (albatrossi) svífur á breiö- um vængjum, skúmar skjótast yfir öldu- toppunum og stóra sæsvala flögrar yfir haffletinum. Siglt er framhjá Staten-eyju, sem er illræmd vegna óhreinnar strand- ar. Þar á skerjum liggur fjöldi skipsflaka. Síöan er haldiö út á opinn sjó, út á sunn- anvert Atlantshaf. Veöur er enn kyrrt og sjórinn er furðusléttur. Eftir sólarhrings siglingu er komiö aö austureyju Falk- lands. Sunnanhitinn er 7—11 stig Eyjarnar eru um 12.000 ferkílómetrar aö flatarmáli, vogskornar mjög og sæ- barnar, og aðskildar af ótal sundum og álum. Þær eru fremur flatlendar meö mýrarflákum, og móum og mosabreið- um á milli ávalra hæða úr flögubergi og sandsteini, en einstaka fjall rís upp ofan heiðanna og nær allt aö 680 m hæö. Enginn skógur er á eyjunum, aöeins lág- vaxiö kjarr og r.unnar, og víöa er landiö mjög grýtt. Aöallega er um tvær eyjar aö ræöa, Austur- og Vestur-Falkland, en alls teljast þær 340 meö smáeyjum og hólmum. Er landiö ekki ósvipað annesj- um Skotlands og eyjum. Falklandseyjar liggja á 52. gráöu suölægrar breiddar, og eru því í svipaðri fjarlægö frá miö- baug og suöurhluti Englands. Hins vegar flæöa þangaö kaldir hafstraumar sunn- an frá suöurskauti og kæla strendurnar. Á eyjunum er því kalt úthafsloftslag. Þar blása tíöir vestanvindar af hafi, svalir og rakir, en veöriö breytist ört, og þegar sólin brýzt fram úr skýjunum getur þar veriö þægilegt sumarveöur. Vaxtartími gróöurs er um 176 dagar, frá 15. októ- ber til 10. apríl, og er sumarhitinn 7—11 stig. Á tímabilinu frá júní fram í ágúst er meöalhitinn hins vegar 1—2 stig á Celsius, og þá eru veður oft váleg. Aöeins 15 eyjar eru í byggö. Hinar eru heimkynni mörgæsa og ýmissa annarra sjófugla og sela. Eru þar um 60 tegundir auk farfugla. Má þar nefna ýmsar sæ- svölur og styrma (albatrossa), magell- an-gæs, ófleyga skipönd og fimm mörgæsategundir, sem heita: Kónga- mörgæs, gentoo, magellan, macaroni og klettaskvetta. Falklandseyjabúar, sem uppnefna sig stundum „Þönglara" (kelpers) vegna mikils þörungagróöurs viö eyjarnar, eru um 1800 talsins og lifa einkum á sauð- fjárrækt. Er búfjáreignin um 750 þúsund fjár af Polworth-kyni og 10.000 nautgrip- ir. íbúar Falklandseyja eru flestir brezkr- ar ættar og vilja halda tryggö viö Bret- land, enda þótt talsveröur samgangur hafi veriö viö Argentinu, og Argentínu- menn vilji tileinka sér eyjarnar vegna nálægöar þeirra, fiskimiöa og hugsan- legrar olíu og verömæta á hafsbotni í grennd viö eyjarnar. Bretum hefur reynst öröugt aö sinna öllum þörfum eyjabúa og veita þeim ýmsa aðstoð, sem Argent- ínumenn hafa getaö látiö í té. Þannig byggöu Argentínumenn flugvöll nálægt Port Stanley og hafa haldiö uppi flug- samgöngum viö eyjarnar frá Comodoro Rivadavia á suðurströnd Argentínu. Sjúkrahús er í Port Stanley, en eyjabúar fara einnig til Argentínu til læknisaö- geröa. Eins fer skólafólk þangaö til framhaldsnáms og gengur í brezkan skóla í Buenos Aires. í boði hjá iand- stjóranum Höfuöstaöur Falklandseyja, Port Stanley, er á Austur-Falklandi. Komiö er inn aö höfn staöarins úr austri og þar leggst skip okkar aö bryggju. Þorpiö stendur í brekku. Liggja steyptar götur samhliða sjónum og aðrar þvert upp brekkuna. Húsin eru lítil og lágreist, þök- in yfirleitt meö bárujárni, þokkalega mál- uö. Búa þar um 1000 manns. Þorpsbúar eru natnir viö aö prýöa garöa sína, sem eru vaxnir blómskrúöi: gulum, bleikum og marglitum lúpínum, valmúum, völsku- eyrum og ýmsum steinbrjótum, sem viö þekkjum úr íslenzkum göröum, en einnig 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.