Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 14
ENDUR- FÆÐING Gamansaga eftir Guðrúnu Jacobsen Jakob var dauöur. Og var búinn aö vera dauöur í nokkur ár. Annars mundi hann þaö ekki svo nákvæmlega, því aö hiö eina, sem komst aö í myrkum huga hans, var aö ná hefndum. Og Jakob var ekki fyrr dauður en hann byrjaöi aö ofsækja erkióvininn. Já, óvininn — óþokkann, sem lánaði honum fé meö okurvöxtum, en geröi sér svo lítiö fyrir og lagöi undir sig fyrirtækiö, þegar skuldin féll í gjalddaga! Einmitt á þeirri stundu, þegar svo til nýstofnaö fyrirtæk- iö tók loks aö bera sig. Og þar hafði nú ekki verið um neinn fyrirvara eöa fram- lengingu skuldarinnar aö ræöa. Pen- ingana eða lífið! Því, hvað var svo sem líf hans án fyrirtækisins, forréttningarinn- ar, sem haföi byggt upp sjálfsvirðingu hans sem manns, er haföi í fyrsta sinn yfir öörum aö ráöa, og komið haföi fjár- bröskurunum til aö taka í hattbarðið í virðingarskyni viö persónuna Jakob? Hann gat ekki rifjaö upp þetta stutta blómaskeið, ekki minnzt hinnar skammsælu viröingar frá hinum stærri spámönnum, ógrátandi. Og hvaö hann haföi auðmýkt sig fyrir þrælnum: kropið, beöiö, sárbænt, en ár- angurslaust. Þá haföi hann gripið til þess neyöarúrræöis aö leita á fund konunnar. Vísaö til séreignarinnar, fleiri tugi þús- unda, en líka án árangurs. Hún haföi bara horft á hann meö sigurglampa í augunum. Nei, hún haföi svo sannarlega ekki unnt honum þess aö veröa sjálf- stæöur maður, gaf honum engan kost á að veröa húsbóndinn utan heimilis frem- ur en innan. Þaö hafði alltaf andaö köldu frá henni. Hún haföi aldrei fyrirgefiö honum barnleysið. Hvaö heiftin haföi rist djúpt, sem hann bar tii hennar eftir tilræðið! Titr- andi innibyrgð heift, því aö ekki haföi hann fyrir nokkurn mun þorað aö láta hana í Ijós við konuna. Og hann varö aftur fótaþurrkan á heimilinu eftir missi fyrirtækisins, fótaþurrkan, sem fætur hennar höföu aftur tekiö til viö aö þurrka sér á, í lítilsvirðingarskyni. Þaö var þá, sem honum féll allur ketill í eld. Einn góöan veöurdag keypti hann sér snærishönk, brá henni um háls sér aö kveldi sama dags, og forðaði sér í van- megna uppgjöf yfir í aöra tilveru. Og samstundis byrjaöi hann aö ásækja hinn hataða lánardrottin. Hann stóö trúmannlega vörö um ríkmannlegt heimili hans, eins trúmann- lega og hann væri sjálfur lífvöröur páfa. Fylgdist meö hverri hans hreyfingu, og greip hvert tækifæri, sem gafst, til aö gera honum einhverja skráveifu, ein- hvern djöfullegan grikk. Hann geröi hverja tilraunina á fætur annarri til að ná honum inn í sína tilveru, svo honum tækist nú aö þjarma eftirminnilega aö kvikindinu. Fylgdi honum eins og skugg- inn til skrifstofunnar á morgnana, og frá henni á kvöldin, og reyndi ef tækifæri bauöst til aö bregöa fyrir hann fæti, þeg- ar hann fór yfir gatnamótin, svona ef aflmikill bíll var á næstu grösum. En óþokkinn fetaöi varlega! Þá geröi Jakob tilraun til aö hræöa úr honum sálina. Hann staðnæmdist hvaö eftir annaö fyrir framan erkióvininn og afskræmdi sig all- an. En kvikindinu tókst víst ekki að greina hann í gegnum þykk seölabúntin, sem voru í græögislegum glyrnunum. Og Jakob fylltist gremju. Þær höföu víst enga innri sálarsjón þessar aurasálir. Og hann tók til viö aö hefna sín á annan, ólíkan hátt. Á kvöldin, þegar erkióvinurinn sat boginn við að athuga gjalddagana í stóra doðrantinum, hamaöist Jakob viö aö þurrka út hina réttu dagsetningu gjalddaganna, eöa reyndi aö minnsta kosti að færa þá langt fram í tímann, hinum mörgu, ókunnu skuldunautum til bjargar. En þaö varð vonlaust erfiöi. Svíðingurinn var minnisglöggur, og fljót- ur aö leiðrétta villurnar. Og Jakob horföi á hann leggja saman langa talnadálka, hverja blaösíöuna eftir aöra. Þar voru sko engin mínus þetta eöa þetta, heldur bara plús og aftur plús! Og Jakob grét af heift og bræöi. í eitt slíkt skipti náöi morðhugurinn þvílíkum heljartökum á honum, að hann læsti lúkunum utan um sinaberan háls- inn, þar sem hann bograöi viö talning- una. Læsti utan um hann krumlunum og þrýsti fast aö. En lúkurnar náöu þá sam- an, þrýstu hvor aöra! Þá greip Jakob myrkfælni! Vottur af gamalli draugatrú sat enn í honum frá því aö hann var unglingur í verbúöunum fyrir vestan. En þar höfðu sjódregnar afturgöngur geng- ið um í Ijósum logum dags daglega, vermönnunum til mikillar skelfingar, sem höfðu gengið í gegnum þær án þess aö veröa varir nokkurrar mótstööu. Og Jakob geröi ekki fleiri tilraunir til aö murka úr óvininum lífiö meö handafli. Árin liöu hvert af ööru, ár árangurs- lausra morðtilrauna. Jakob varö gripinn vonlausri örvæntingu. Gagntekinn ólýsanlegri heift, horföi hann upp á óvininn lifa hvern dag eins og blóma í eggi, án þess aö veröa nokkru sinni misdægurt. „Nú, þaö er eins og hann sé varinn af þúsund drísildjöflum!“ tautaöi hann illskulega. „Þaö er ekki einleikinn fjári, hvaö þessar aurasáiir eru lífseigar!“ Og Jakob æddi um gremjuþrunginn og ráöalaus. Allt var hann búinn aö reyna til aö koma kvikindinu fyrir kattarnef án þess aö takast þaö. Mannfýlan haföi meira að segja aldrei litiö betur út. Svo 14 i . i aö Jakob datt þaö loks í hug aö bregöa sér snöggvast í nýtt umhverfi sér til heilsubótar, taka sér nokkurs konar sumarfrí og safna nýjum kröftum. Já, og einhvern tíma haföi hann heyrt getið um eitthvert útfrymi, notað til aö líkamnast af! Það væri nú ekki amalegt aö komast yfir nokkur kíló af því, svona til aö byggja sig upp í nokkrar mínútur, rétt svo honum tækist aö tvíhenda hamar- inn. Og neisti vonarinnar geröi vart viö sig í þjáöum huga Jakobs. Hann fór aö líta í kringum sig, en gætti þá ekki eins að óvininum og skyldi. Og þess vegna vaknaði Jakob upp viö þann vonda draum einn góöan veðurdag, að erki- óvinurinn var horfinn! Hann gufaöi upp, þegjandi og hljóðalaust. Hvert hafði kvikindið fariö? Svona var að gegna ekki skyldu sinni. Þarna hefndist honum fyrir. En hvern fjárann sjálfan átti þaö líka aö þýða aö stinga svona af fyrirvara- laust. Jakob æröist, æddi um þögult húsiö og þaðan til skrifstofunnar hams- laus af bræöi, en sá ekki svo mikið sem seðlabúnt af kvikindinu. Eitt andartak kom honum til hugar aö manngarminum heföi nú kannski tekizt án hans íhlutunar að sálga sér. Og Jakob fylltist nýrri von, og flýtti sér niður á lægsta sviö hinn vonbezti. Ef erfðafjandinn var ekki þar, þá var hann hvergi. Þar voru nefnilega einungis stórhættulegir náungar haföi til húsa. Svo skeinuhættir voru þeir, aö sjálfur myrkrahöföinginn vildi ekkert hafa saman viö þá aö sælda. Og Jakob hóf leitina. Horfði vel og vandlega framan í hverja sál, en samt kom hann hvergi auga á óvininn. Hann flýtti sér því aftur upp á yfirboröiö, staöuppgefinn. Þá var ekki nema eitt úrræöi fyrir hendi, og þaö var að hlusta á fréttaburö nágrannanna. Aftur örlaöi á vonarneista hjá bjart- sýnismanninum Jakobi, og hann hólt í fréttaleit. Og nú varö Jakob einn af þeim hvimleiöu mönnum, sem leggja sig niöur viö að kíkja á glugga meöbræöra sinna. En þaö mátti hann eiga samt sem áður, aö svefnherbergisgluggana lót hann al- veg liggja milli hluta. Þá foröaöist hann eins og heitan eld. Svefnkamesiö skyldi hver úngur mað- ur foröast, sem á annað borö haföi ein- hverja skynsemisglóru í kollinum, og geröi sér þar af leiðandi einhverja hug- mynd um orsök og afleiðingu! — Eða var þaö ekki innan svefnher- bergisveggja, sem hann haföi lent í dýr- keyptasta árekstri lífs síns? Og hjartað í Jakobi sló eitt aukaslag við tilhugsunina. Nei, áhugi hans beindist einungis aö eldhúsinu. Þar lagöi Jakob eyrun viö. Og margs varö Jakob vísari, sem fyllti hann megnri andstyggö. Hjá þeim heiöviröu kaffimaddömum, sem hann komst óboöinn í návist viö, var hver einasta sannkristin sál í borginni tekin til meö- ferðar, svo fremi sem hún var komin til vits og ára, örlætið gekk jafnvel svo langt, aö það náði til nokkurra þurfa- linga austur í Flóa. Og ekki var sjón aö sjá Jakob eftir fyrstu vikuna. Hann var orðinn svo tæröur, aö hann sá í gegnum sjálfan sig, og var tekinn aö fljóta í loft- inu. — Ég á oröiö eins erfitt aö halda mig viö jörðina, tautaöi Jakob ráðvilltur, eins og ósyndur maöur viö yfirborðið. Og hann var aö því kominn aö gefast upp viö þetta allt saman, þegar hann loks fékk umbun þolinmæðinnar. En þaö skeöi meö þeim hætti, aö hann villtist óvart í saumaklúbb í staö kaffikerlinga- gildis. — Kannski ég doki aðeins viö, úr því ég er á annaö borö kominn hingaö, hugsaöi Jakob og lagöi viö hlustirnar. Þá var þaö, sem óvinurinn barst í tal. Og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.