Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 15
þau orö, sem um óvininn féllu, bættu Jakobi upp öll sín óteljandi vonbrigöi síöustu ára. Hann vissi sosum, aö hel- vizkur dóninn haföi margt óhreint á samvizkunni, þaö þurfti nú enginn aö segja honum. En að hann heföi öll þessi ósköp, og Jakob hristi kollinn alveg dol- fallinn. Enginn annar en erföafjandinn gat þolaö slíka sálgreiningu án þess aö veröa meint af! í fyrsta sinn var Jakob gripinn lotningu í garö kvenþjóðarinnar. Slíkri skyggni á mannlegt eöli heföi hann aldrei trúaö aö óreyndu, aö nokkur kvenvera væri gædd. Og Jakob hélt hræröur í huga til sinna fornu vinnu- stööva, og þaö hlakkaöi í honum. Nokkrar setningar, sem hann haföi grip- ið í lokin, fjölluöu um brúðkaupsferð. Jakob tautaði, þar sem hann stóð viö húsdyr óvinarins. Jæja, svo kvikindiö hefur þá svona af sjálfsdáöum leitt yfir sig þá ógæfu aö ganga í heilagt hjónaband! Og hann hugsaði hlýtt, mjög hlýtt til hins tilvon- andi bandamanns. Svo kom erkióvinur- inn heim úr brúökaupsferöinni meö sína ektakvinnu. Þá brá Jakobi i brún. Brá svo í brún, aö ekki munaöi miklu aö hann hrykki inn í þriöju tilveruna. Eigin- kona óvinarins var sem sé enginn annar en hans forni húsbóndi — fyrrverandi eiginkona hans! Og þaö var ekki sjáanlegt,, aö hún sakni mín mikiö eöa hafi samvizkubit, bölvuð tófan. Andlitiö jafn steinrunniö og fyrr, ekki nokkur viökvæmnisdráttur! Tja, þar hæföi þó skel kjafti, hugsaöi Jakob. Bæöi eru skæöin úr sama skinni. Og hann hóf hernaðinn á nýjan leik, bara öllu ákafar. Hver hugmyndin af annarri fæddist í hans frjósama heila, en þær uröu því miður flestar óframkvæm- anlegar í reynd. Því eins ákaft og hann herjaði á eiginmanninn, varöi hann kon- una öllum skakkaföllum. „Þaö væri þó skemmtilegt eöa hitt þó heldur aö fá hana inn i mína friðsömu tilveru!" tautaöi Jakob, og fékk gæsahúö um allan skrokkinn. Hann steinhætti viö aö kveikja í húsinu aö næturþeli, eins og hann haföi þó verið búinn aö ákveöa. Þess í staö fór hann að leita fyrir sér um útfrymið. Hann geröi tilraun til aö slá hinar og þessar jaröbundnar sálir um smáslatta, já, þó ekki væri nema örfá pund. En þá tók nú Gabríel erkiengill aö gerast áhyggjufullur. Hann skipaöi Jak- obi á sinn fund. „Hjarta þitt, vesæla sál, er full af hatri,“ mælti Gabríel, „þaö kemst ekki nokkur Ijósglæta aö, og þú ert á barmi glötunar, ef ekkert veröur aöhafzt þér til bjargar. Því ætla ég að gefa þér kost á aö endurholdgast til nýrrar jarðvistar og alast upp viö gerólíkar aöstæöur, ef möguleiki er fyrir því aö þitt fyrra um- hverfi eigi sök á þroskaleysi þínu.“ „Fæ ég aö halda mínu gamla minni?“ var hið eina sem komst aö í huga Jak- obs, og hann hugöi gott til glóöarinnar. „Núverandi minni þitt, auma jaröar- barn, mun yfirgefa þig í þeirri hinni sömu stund og þú sérö dagsins Ijós í annað sinn.“ Og hamingjusömum hjónum fæddist sveinbarn frítt og föngulegt í fyllingu tím- ans. Þau beygöu sig bæði yfir vögguna og hjöluðu viö frumburöinn, biöu þess í ofvæni aö hann opnaöi augun sín litlu. Loks geispaöi hvítvoðungurinn, opnaði augun og leit í fyrsta sinn foreldra sína. Hár, skerandi grátur kvaö viö, og ný- fætt barnið steytti kreppta hnefana út í loftiö. Og þaö var engin furöa, þótt Jak- ob öskraöi og steytti vanmegna hnefana framan í sína nýju foreldra. Viö vögguna stóöu hans gamli erkióvinur og hans ektakvinna! Svo hvarf hans gamla meövitund, en ný tók aö vakna. KIRKJUGLUGGAR í ÞYKKVABÆJARKIRKJU Leiðrétting Krossinn — tákn kHstindómsins, Mr ssm sigurkross. Hvttasunnuundriö — sldtungur á himni. Þau mistök uröu í síöustu Lesbók, aö myndir af listaverkum Benedikts Gunn- arssonar í Þykkvabæjarkirkju birtust á hvolfi og eru allir aðilar málsins beðnir velviröingar á því slysi. Aö neöan eru myndirnar eins og þær snúa við Þykkbæ- ingum og öörum, sem ganga inn í kirkjuna þar. Það skal tekið fram, aö verkiö var unniö hjá dr. Oidtmann í Linnich í Þýzkalandi eins og mörg fleiri hliöstæö verk. Jóiastlaman samkwmt jólaguöspjallinu. Þyrnikóróna Krists, tákn þjáningarinnar. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.