Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 4
Hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Pratt Schultz var staddur í London, þegar hann fékk óvænt hraðsamtal frá Hvíta húsinu og var spurður, hvort hann vildi taka við starfi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Hið óvænta var ekki, að honum væri boðið starfið, því að hann hafði verið ráðunautur Reagans í utanríkismálum, áður en hann varð forseti. Það sem kom honum og öðrum, sem fylgjast vel með stjórnmálum, allsendis á óvart, var stundin. Fréttin kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Engan grunaði, að Alexander Haig myndi láta af embætti á svo viðsjárverðum tímum, þegar stríð er í fullum gangi í Mið-Austurlöndum og ástandið í heimsmálunum hefur sjaldan verið flóknara frá lokum heimsstyrjaldarinnar. I símanum skýrði Reagan honum í stuttu máli frá því, hvað um væri að vera, og þegar Schultz var ljóst, að hann yrði að taka ákvörðun umsvifalaust, svaraði hann hiklaust játandi. Skömmu síðar tilkynnti forset- inn á fundi með fréttamönnum, að hann harmaði það, að Alex- ander Haig hefði beðizt lausnar, en eftirmaður hans yrði George Schultz. Blaðamenn urðu for- viða yfir því, að Haig skyldi segja af sér, en voru ekki hissa á því, að Schultz tæki við utanrík- isráðuneytinu. Þegar viö undir- búning stjórnarmyndunar eftir kosningasigur Reagans 1980 var hann talinn einn af þeim, sem helzt kæmu til greina sem utan- ríkisráðherra og alkunna var, að hann væri náinn vinur Reagans og hefði stutt hann dyggilega í kosningabaráttunni og ekki sízt verið honum innanhandar í utanríkismálum. Þar að auki var hann frá Kal- iforníu, þar sem Reagan leitaði fyrst að samstarfsmönnum. Það er einkennandi, að sama dag og hin óvænta frétt barst um af- sögn Haigs, birtust ummæli þess efnis í nokkrum blöðum, að nú væri Kaliforníumafían kringum Reagan fullskipuð. Menn frá þessu fjölmennasta og auðugasta ríki Bandaríkjanna gegndu öllum veigamestu emb- ættum um landið og í Hvíta hús- inu. Enginn hefur dregið í efa hæfni Schultz sem ráðherra. í stjórnartíð Nixons gegndi hann þremur ráðherraembættum. Hann var lengi fjármálaráð- herra, atvinnumálaráðherra og forstöðumaður fjárlagaskrif- stofu ríkisstjórnarinnar, en sú staða er jafnmikilvæg og ráð- herraembætti. Hann er vel met- inn kaupsýslumaður, sem hefur komizt vel áfram, og sem ráð- herra hafði hann orð á sér sem framtakssamur og hygginn stjórnmálamaður og embættis- maður. Akvarðanir hans þóttu sjaldan orka tvímælis, og hann naut virðingar og álits bæði í þjóðþinginu og meðal sam- starfsmanna í ráðuneytunum. Eftir stjórnartíð Nixons hvarf hann aftur til starfa í viðskipta- lífinu, en þegar Ronald Reagan hóf baráttu sína fyrir forseta- embættinu, bauð hann sig aftur fram til starfa á vettvangi stjórnmálanna. Eftir kosninga- sigur Reagans var hann nefndur í sambandi við ýmsar ráðherra- stöður, og þá þegar var því hald- ið fram að það væri aðeins ein staða, sem hann hefði áhuga á, embætti utanríkisráðherra. En Haig varð fyrir valinu, og Schultz sneri sér aftur að við- skiptalífinu. Gerðist hann einn af aðalframkvæmdastjórum Bechtel Group, sem er eitt af stærstu byggingar- og verktaka- fyrirtækjum heims með verk- efni um víða veröld. Starfsemi þess er mjög umfangsmikil í Arabalöndum og þá sérstaklega í Saudi-Arabíu. Það var því ekki að undra, þótt þessum tíðindum væri tekið þunglega þegar í stað í Jerúsalem, þar sem litið hafði verið á Alexander Haig sem tryggan bandamann. Það er ekki að ástæðulausu, sem þessi mannaskipti hafa einnig vakið nokkurn ugg í Evr- ópu. Þó að George Schultz sé vel að sér í málefnum Evrópu og hafi persónuleg kynni af mörg- um áhrifamönnum þar, þá hefur hann mun meiri áhuga á Suð- ur-Ameríku og Asíu en fyrir- rennari hans, sem dró aldrei dul á, að hann kynni miklu betur við sig í Evrópu en í öðrum heims- hlutum. Schultz aðhyllist hin nýju sjónarmið í stjórnmálum í Bandaríkjunum, sem á margan hátt byggjast á skoðunum stjórnmálamanna frá Kalif- orníu. í augum þeirra er Kyrra- hafið jafn mikilvægt og Atl- anzhafið og tengslin vestur á bóginn engu síður veigamikil en sambandið við Evrópu. Og þá er mönnum ekki sízt umhugað um góð samskipti við löndin í Mið- og Suður-Ameríku. — svá úr „Farmand". 4 ÚR MÍNU HORNI Fyrir fáeinum vikum vék ég með nokkrum galsa að dagbók- arblöðum félaga míns, Guð- mundar Daníelssonar, sem hann birti í Lesbók um og eftir síð- ustu páska. Þar komum við Steinn Steinarr nokkuð við sögu í sambandi við bók mína Þorpið. Hún kom út 1946 og Guðmundur kvaðst þegar hafa skrifað rit-' dóm um hana örfáum mánuðum síðar. Við þetta gerði ég athuga- semd. Nú hefur komið á daginn að þar er ég algjörlega að vaða reyk. Það sem Guðmundur segir er allt rétt. Ég verð því að skella skuldinni á kalkið, sem sífellt stráir dufti sínu yfir orð okkar og gerðir. Ég bið hér með lesend- ur mína, og þó fyrst og fremst Guðmund Daníelsson, að fyrir- gefa mér. Það voru ekki margir, sem töl- uðu vel um Þorpið, þegar það kom út eða skrifuðu vinsamlega um það, svo það er furðulegt að ég skuli ekki hafa munað eftir dómi Guðmundar í Vísi. Tíu fyrstu árin seldust aðeins þrjá- tíu eintök af Þorpinu og ég inn- heimti víst aldrei greiðsluna fyrir þau. Bókin var aðeins til sölu í nokkrum bókabúðum hér í Reykjavík, ekki send lengra, og um áramót eða á útmánuðum 1947 var búið að búa um óseld eintök í kössum og þar lágu þau s.a.s. öll óhreyfð í tíu ár. Þá byrjaði eftirspurn, en upplagið meir eða minna ónýtt. Hér kemur svo kafli um Stein Steinarr og viðhorf hans til ann- arra skálda og eigin ljóðagerðar, eins og ég kynntist þeim á sam- veruárum okkar. Einhverntíma í vetur birtist hér í Lesbók grein þar sem þau orð voru höfð um Stein Steinarr að honum hefði aðeins þótt einn höfundur góður og lá það í orð- unum að það hefði verið sjálfur hann. Eki held ég að þetta sé sannmæli. Hitt mun réttara að honum muni lengst af fundist hann vera betra skáld en margir þeir sem mest var gumað af í hans samtíð. Steinn var enginn engill í dagfari og leyfði sér margt, sem hann vissi að ekki var talið sjálfsagt eða leyfilegt á almenna borgaralega vísu. Hann vissi líka að ýmsir, sem við betra atlæti bjuggu í veröldinni, voru ekki hótinu betri og enginn gerði við það nokkra athugasemd. Steinn talaði ekki vel um fólk, síst þá sem hreyktu sér eða voru með yfirlæti. Hann var mikill smekkmaður á íslenska tungu og á allar listir. Árum saman velti hann fyrir sér eigin ljóðum áður en hann leyfði þeim að sjá dags- ins ljós í handriti, hvað þá á prenti. Hann var ekki dómharð- ari við aðra en sjálfan sig. En það er satt: hann var ekki mjög hrifinn af samtímaskáld- um sínum. Honum þótti Tómas góður, þó fann hann á honum snögga bletti. Magnús Ásgeirs- son mat hann mest. Hann hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.