Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 8
Rætt við Tryggva Ólafsson listmálara í Kaupmannahöfn Maðurinn er þéttur á velli og dökkur vfirlitum; hann gengur um gólf í svörtum frakka, dugn- aður og kraftur skína úr hverju hans spori. Tryggvi Ólafsson. Hann er frá Neskaupstað, en búinn að vera „kúnstmaler“ í Kaupmannahöfn um 18 ára skeið, en heldur iifandi sam- bandi við ísland með sýningum annað veifið. í maímánuði síð- astliðnum var hann enn á ferð- inni og sýningu hans í List- munahúsinu í Lækjargötu var forkunnarvel tekið. Við settumst niður smástund uppi á hana- bjálka í þessu gamla og virðu- lega húsi eftir að hafa rekið nef- ið í myndirnar, kíkt á bak við þær og rætt ýmis tæknileg atriði, sem ekki eiga heima í samtali sem þessu. „Ertu danskur málari, eða íslenzkur, eftir þessi átján ár á danskri grund?“ „Að réttu lagi ætti ég að sár- móðgast yfir þessari spurningu. Eg er ekki danskur málari; hef aldrei haft áhuga á því að verða danskur málari og verð aldrei annað en íslenzkur málari. I gróf- um dráttum má segja, að minn heimur hafi verið Neskaupstaður og Kaupmannahöfn. Hér í Reykja- vík á ég hinsvegar engar rætur, enda þótt leiðin liggi einatt hingað. Að sjálfsögðu er ég íslenzkur ríkisborgari og hef aldrei hugleitt í alvöru að farga þeim rétti eins og ég yrði að gera með því að taka upp danskt ríkisfang. Eg hef hugs- að mér að vera íslenzkur ríkis- borgari áfram, og það þótt maður endi í dönskum kirkjugarði." „Er Erró þá líka íslenzkur málari?“ „Já, ég held við verðum að telja að svo sé. Hann á sinn uppruna hér þótt hann vinni annarstaðar. Við erum annars eins ólíkir menn og hugsazt getur og hann hefur allt annað í huga í sínu myndverki en ég. Hann vill tala það mál, sem allra flestir geta skilið, en á því hef ég ekki nokkurn áhuga. Ég er enginn spámaður og þá meina ég brautryðjandi, en Erró er vissu- lega spámaður í ákveðinni mynd- gerð. Hann hefur notfært sér teiknimyndir, þetta kartoon-mál, sem er ákveðið tungumál, eða myndmál, skulum við heldur segja. En ég nenni ekki að fást við það.“ I þeim töluðum orðum tók Tryggvi upp sviðakjamma og sjálfskeiðung og jafnvel skeggið ljómaði af ánægju um leið og hann spændi í sig utan af kjammanum. „Nú sé ég hvaðan þeir eru þessir kjálkar, sem koma stundum fyrir í myndunum hjá þér,“ sagði ég. „Fátt er nú það í þessu Iífi, sem jafnast á við góðan sviðakjamma. Þar að auki er þetta eins og að éta Framsóknarflokkinn. Ég sé fyrir mér Pál á Höllustöðum um leið og ég renni þessu niður." „Ég hélt þú værir kommi. En þú ert kannski orðinn fram- sóknarmaður af þessu sviða- áti?“ „Nei, marxisminn er enn fyrir mér mannúðlegasta og skynsam- legasta stefnan í nýtingu og grein- ingu á samfélagi fólks. Amrísk menning er gróf og brútal eins og liberalisminn í hvaða flokki sem er af því tagi, — hér sem annars staðar." „Já, höfum við ekki dæmin allt í kringum okkur um það, Músík fyrir augað — og kannski ögn meira hvað marxisminn er ótrúlega dásamlegur i framkvæmd. Taktu bara andlega frelsið. Eða velmegunina. Nei, þetta er svo dýrlegt, að það verður bara leiðinlegt að tala um það. Við skulum heldur tala um eitthvað annað. Þorskhausa til dæmis. Þeir sjást annað veifið í mynd- unum hjá þér.“ „Já, það er þarna eitt og annað íslenzkrar ættar. Og trúlega mundi ég velja mér enn önnur yrkisefni ef ég byggi hér. En ég tel að það hafi verið mér til góðs að búa í Danmörku; geta séð hlutina hér úr nokkurri fjarlægð, en samt verið sem gestur í Danmörku. Ég er samt ekki arftaki þeirra íslend- inga hér fyrr meir, sem litu á Kaupmannahöfn sem nafla heims- ins og ég tel að litlu máli skipti, hvort ég bý þar, í París eða New York til dæmis. Ég vil vera þar sem ég hef næði til að vinna og „Fátt er nú það í þessu líffi, sem jafnast á við góðan sviða- kjamma. Þar að auki er þetta eins og að éta Framsóknar- fflokkinn.“ nóg efni til að vinna úr; þá er allt fengið hvað sjálfan mig snertir." „Eitthvað sem stórborgin veitir þér sérstaklega og þú hefur gagn af?“ „Jú, stórborgin hefur sína kosti. í Kaupmannahöfn er til dæmis oft hægt að hlusta á framúrskarandi jazz. Ég hef verið með þetta á heil- anum frá því ég var í gaggó og hellti mér í þessa námu þarna úti í Kaupmannahöfn, þegar ég flutt- ist þangað. Það er hreint út sagt makalaust, hvernig sumir snillingar jazzins leika sér með laglínuna og mér finnst ekki ólíklegt að þetta hafi haft sín áhrif á litaskalann hjá mér. Maður verður sem bergnum- inn og hugsar: Aldeilis ótrúlegt, hvernig þeir gera þetta; svona geta engir venjulegir framsókn- armenn. En þú mátt ekki taka þetta eins og ég kunni ekkert að meta músíkkyns nema jazz. Ég hlusta á margt annað og nýt þess t.d. að hlusta á góða klassík." „Þú ert ugglaust búinn að vera nægilega lengi í Höfn til þess að þekkja mafíurnar og klíkurnar í myndlistinni þar. En er samfélag málara þar eitthvað nánara og öðruvísi en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.