Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn . 2, -5> á síðustu krossgátu n \ / r’”" >ORP- ARAKA ÍÍÍ‘.V:? -totu \lwa«m '1 prri 4i?eis- IR ToV ÍVCR- RMQt MH'- Í)RRA« < F 'A R á Ð L I A! ÚL u A AWC.RA8 A hi A B PÍPUf. SKA»IÚ> Æ © A R KLAF' KADV-a 0 K <othie N u N IX R 5COTA srn ir- .£ T T A 1 r riH ÖCUUiA T p- A U 5 T A ÚTtlM F o T F w AllLAR iCtrr- AR Bctir FÆÐI A F L A WuiPqR jKÍruR U y L i>na- SLÁTTA bsoM- r £ 1 a U R IAMD ÚErtv; fK »\ 'í s L A N N) £ l T i L L ÓUÐ KvN R A Kw?- AR M A <Á A R U> F N A 5 Svivr MMINS WAFB L Æ HL'l FA jiflflfiif R s A r 1 lÍKAMÍ Kuirn" 1li TiAR I L 1 M Kwapa T Á PRHKIC íflfc T £ ÍÚÍAV. Fjml A R A R A T MMOKl NAFK 5 S^- ViRÞA K 2«m«* ItMAR TZ t T J AÍ í Kvlst R MittlMUi tsmm JlfiM T U S T R. A 7T Öf A«r>- (TKOlR SlÐA R A L A BL’oO- «AUTI ríNi A í? 1 HUðrr- hAtíþ M A Ai 1 Tjor spen- H A F IVOND- I AR T L L t R AmöoÐ TpNN L T A Hl />. LtN to- e-V'N< A L t N u M £ Ð -*• S. T 'o N V A \ Ð A Ifucl1 r A S A N 1 Aj L A ItlAR R £ I £> A R r L i Heinuic- UR ÚAfitJS- LAUS MEmaJ ÍEmoiha Tekim 5K.5T 1 INN i 5 éf- Afit RflKN* ei nn \ie r illa |L 4? r ÆKlMaX- AR zsrS —> lí v- -—r~7 . HoR- f\Ðf\ $\!ER HEill HEILSU BeiH FAL- LELUfi. ÚLFÐUR V iðuR' KFMMiR Av'iT- A£> 1 R 3>0CÐ- A^D! Dufl HíTtu- LEUu- Kiafti ra^Lij. ii* IÍEI5LA Foewf n V NES VEIÐAR- FÆki 5M- 1 Mú í)®Afit>T| EfLD- AR EIN- reNNB' STAFiR KLAP 1 F I5K NAÍ- DV(? ÚÖTUM Z EINS Skakki S\) IF- D V fZ. rútTA tál MARk B€IT- AN Brúmaí Furl- 1 M N Mtöc, N Afifi Kven- D->RIÐ fROLL Rosti KÆK $kÁld — ’l , Huíl KlUD- anna karl- 'Al ■ bHR~ m £ih«a l?ÚMIÐ SKELF- 1 M C. fiul> ENSKUR TiTill SáUR4- IR EVODI ToNN Kom- aít SEIh-.- TeMHiWL TvJ'* - HLTÓfJi 5K'Ku T 1L- Í/NÍKA 5am- lvmdi ÓTAFN- AN FLo M III- fiTARNA Músík fyrir augað „Þetta er kyndugt samfélag. Landinn er reyndar alltaf sjálfum sér líkur — eins og rollan“ músík fyrir augað. En það er auð- vitað alveg rétt athugað, að mér finnst það ekki alveg nóg og það er einmitt það sem þú og fleiri hafa bent á og kalla tákn eða skáldskap og þar fram eftir götunum. Ég skal viðurkenna, að mér finnst gaman að því að góð mynd veki einnig til umhugsunar." „Er gott aö vera málari í Danmörku?“ „Það hefur sína kosti og galla. Hérna kaupir fólk sér mynd til að hengja upp í stofunni, þegar það hefur eignazt kæliskáp. Ut af fyrir sig er það stórkostlegt og þessi al- menni áhugi er geysileg uppörvun fyrir íslenzka myndlistarmenn. I Danmörku er salan meira til list- félaga, safna og safnara. Á fyrstu árum mínum ytra var verðlag á myndum hærra þar, en nú hefur þetta snúizt við og verð á myndum er nú hærra hér en í Danmörku." „Hvernig lítur þetta samfé- lag út, séð með gests augum, þegar þú kemur heim og lítur í kringum þig?“ „Þetta er kyndugt samfélag. 16 Landinn er reyndar alltaf sjálfum sér líkur — eins og rollan. Islend- ingar eru búnir að lifa svo lengi með sauðkindinni — og lifa af henni — að þeir eru eðlilega orðn- ir svipaðir henni. Ég kann vel við þessa íslenzku bjartsýni, sem seg- ir: Þetta reddast einhvernveginn. Já, þetta er kyndugt samfélag og merkilegur þessi veiðimanna- mórall. Samfélag þessarar gerðar hefur bæði kosti og galla. Sjálft landið býr yfir svo miklum kostum líka og þá á ég við auðlindir, bæði á landi og í sjó. Vegna þess arna er framtíð á íslandi. Danir eiga enga Hrauneyjafossa; þeir eiga enga slíka drauma til að Ieika sér með. Þeir eiga bara tré og grænt gras. En þeir hafa fundið gott ráð til að komast af í litlu landi, sem er að mestu án náttúruauðlinda, nefni- lega þekkingu. Og þeir hafa fína lífs-innstillingu. Við getum sagt með sanni, að þeir hafi ræktað garðinn sinn. Hvað mælir með því, að það séu Danir, sem selja Bandaríkja- mönnum tölvur í eldflaugar? Hvað mælir með því að einmitt þeir búi til vönduð og virt hljóm- flutningstæki og þessa líka fínu vindla? Ekkert. En þeir verða, ekki geta þeir lifað á smjöri og skinku einu saman." „Því er oft haldið fram hér, að Danmörk og raunar öll Norðurlöndin, séu menningar- legur útkjálki; þangað sé ekk- ert að sækja og alveg eins gott að búa þá úti á íslandi.“ „Ég hef aldrei haldið því fram, að nafli heimsins sé í Kaup- mannahöfn. En borgin hefur for- tíð; hún breytist hæfilega hægt og maður fær frið þar. Jú, ég er víst svona íhaldssamur." „Lifirðu rólegu lífi?“ „Já, ekki er hægt að segja að ég lifi dramatísku lífi. En ég vinn í 8 tíma á dag; byrja daginn með því að fara með son okkar á barna- heimili uppúr kl. 8 á morgnana og um kl. 9 er ég kominn á vinnustof- una. Þar vinn ég sem svarar lengd venjulegs vinnudags, eða til kl. 5 eða 7, nema frátafir komi til, svo sem útréttingar. Ég hef trú á því að listin sé vinna. Og þetta fer heldur vaxandi með árunum; ég vinn meira og meira. Vinnustofan er rétt hjá kirkjunni við Strikið í hjarta Kaupmannahafnar. Við búum aftur á móti rétt hjá aðal- járnbrautarstöðinni við Vestur- brúargötu, sem flestir kannast við og þarna er ekki langt á milli. Bíl á ég ekki og hef aldrei lært að aka bíl. En ég fer á milli á hjóli." „Eru dagarnir hver öðrum líkir?" „Eiginlega eru þeir það og mér líkar það vel. Það er svona eins og hjá flestu fólki. Ég sekk mér niður í mína vinnu og þykir vont að láta trufla mig. En jafnframt hlusta ég mikið á útvarp, einkum músík. Þó ég sé mikill jazzunnandi, spila ég ekki jazz á vinnustofunni. Jazz- plöturnar mínar hef ég heima. En þegar heim er komið fer ég einatt í matargerð, því mér finnst það skemmtilegt. Og mér finnst gaman að fara út og verzla við slátrara. Konan mín vinnur hjá danska kennarasambandinu framá miðjan dag og sækir þá strákinn á barnaheimilið. Líka er til heimilis hjá okkur 18 ára dóttir okkar, en fóstursonur minn, Stíg- ur, er nú orðinn 22 ára og vinnur í leikmyndadeild Þjóðleikhússins. Á fyrri árum fórum við oftar á skemmtistaði. Maður verður leið- ur á því með aldrinum og nú för- um við oftar í heimsóknir til kunningja og fólk lítur inn til okkar. Þar á meðal eru margir ís- lendingar." „Svona starfsamur maður og þú ert hlýtur að afkasta miklu?“ „Afköstin já, — þau eru mest uppí 35—40 myndir á ári og teikn- ingar þar fyrir utan. Hjá mér hafa litlar stórbreytingar orðið, nema 1966, þegar ég fór til Madrid og var þar þá í 18 daga á söfnum. Ég hafði þá málað abstrakt frá því ég var á sjónum, eða í 7—8 ár. En þarna á Prado og öðrum söfn- um í Madrid gerðist eitthvað innra með mér og næsta árið á eftir málaði ég næstum ekki neitt. Ég hugleiddi jafnvel að hætta al- veg og snúa mér að einhverju öðru. En ég byrjaði á nýjan leik, og þegar það gerðist, þá voru það einfaldaðar myndir af einhverjum sýnilegum fyrirbærum. Ég hef haldið því striki síðan og það hef- ur orðið hæg þróun fremur en örar breytingar." „Myndlistarmenn eru einatt þröngsýnir sjálfir og lítt tilbún- ir til að meta það, sem er eitthvað frábrugðið þeirra eigin aðferð. í þeim hópi hef ég heyrt menn taka svo til orða, að þessi stíll þinn sé „yfirborðskennd- ur“ og alltof „dekoratífur" eða skrautlegur. Hvað segir þú um þesskonar gagnrýni?" „Mér finnst sjálfsagt að menn gagnrýni þetta eins og þá lystir og hafi á því ólíkar skoðanir. Svo sannarlega finnst mér ekki sjálf- um, að mínar myndir séu yfir- borðskenndar. Hafi maður áhuga á efninu, er ekki hætta á að árang- urinn verði yfirborðskenndur. En ég er alltaf drulluhræddur við þetta dekoratífa, skrautlega. Ég mála það sem hjartanu er kærast, en ég einfalda það og ýki eftir þörfum. Reyni að gera bygg- ingu og teikningu að því sama, ef þú skilur hvað ég meina?" Gisli Sigurðsson Útgerandi: Hf. Árvakur, Keykjavík Kramkv.stj.: flaraldur Sveinsson KiLstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Cunnarsson KiLstj.fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: Adalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.