Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 13
Stórveldaráðstefnan í Berlín 1878. Bismarck tckur á móti höfðingjum. anvert í jakkafóður félaga síns. Wallace flutti sig síðan í annan klefa og lét upp frá þessu sem hann þekkti ekki de Blowitz. í Köln átti hann að skipta um lest og halda rakleiðis til Brussel. Þangað myndi hann koma kl. 5 að morgni næsta dags og mátti ekki láta staðar numið, fyrr en búið væri að senda skeytið, ef með þyrfti átti hann að vekja símstjórann. Allt fór eins og ætlað var. Um miðjan dag, laugardaginn 14. júlí birti The Times samninginn í heild, ásamt formála — ná- kvæmlega á sömu stundu og há- tíðlegir ráðstefnufulltrúar, með Bismarck fursta fremstan, voru að skrifa nöfn sín undir hann í Berlín. Þarna voru helstu höfð- ingjar Evrópu, Beaconsfield lá- varður (Disraeli) og Salisbury lávarður frá Englandi, prinsar og ráðherrar frá Rússlandi, höfðingar frá Frakklandi, Tyrklandi, og Grikklandi. Með samningnum var komið í veg fyrir að Stór-Búlgaría yrði sett á stofn (óttast var að hún yrði leppríki Rússa) en litla Búlgaría var Ieyfð, einnig Rúmenía, Grikkir hlutu hlunnindi og hag- ur Tyrkja var bættur. Bretum og Þjóðverjum auðnaðist að koma í veg fyrir að Rússar ykju völd sín, eins og við borð lá eftir að þeir höfðu gjörsigrað Tyrki fyrr á árinu. Þetta var megin- tilgangur þeirra Bismarcks (hann var sáttasemjarinn) og Beaconsfield lávarðar. í breska leyndar- skjalasafninu En nú víkur sögunni að Grími Thomsen og viðskiptum hans við konunglegan enskan leynd- arskjalavörð. Grímur var að kynna sér Slésvíkurmálið fyrir danska utanríkisráðuneytið og mun það hafa verið árið 1864. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, sem allt veit um ævi Gríms, var spurður hvar skrif- legra heimilda um þetta atvik væri að leita. Andrés benti á minningargrein, sem Hjálmar Sigurðsson skrifaði og birti í „Dagskrá", blaði Einars Bene- diktssonar. Greinin birtist nokkrum dögum eftir að dr. Grímur lést (í desemberblaði 1896) og bæði vegna höfundar greinarinnar og efnisins þykir rétt að birta hana í heild (aðeins sleppt stuttum lokakafla um skáldskap Gríms): „Enda þótt hér sé ekki sá maður fallinn frá, sem hægt sé að segja um að hann hafi verið forvígismaður þjóðar sinnar, munu þó allir, sem nokkur kennsl hafa borið á hann verða að viðurkenna, að hann hafi staðið flestum mönnum framar í ýmsum greinum, sérstaklega að fróð- leik og lærdómi. Að frádregnum æskuárun- um og námsárum hér á landi skiptist æfi hans í 2 ólík tímabil. Fyrra tímabilið er dvöl hans í Kaupmannahafn- arháskóla, bókmenntastarf hans þar og ritstörf á danska tungu og loks skrifstofustörf og skrifstofustjórn í hinu danska utanríkisráðuneyti. Hitt tímabilið er hann sjálfs- eignarbóndi hjer á landi, þingmaður um mörg ár og gefur sig þó jafnframt að ýmsum ritstörfum og á síð- asta áratug æfi sinnar virðist hann einkum hneigjast að grískum bókmenntum. En hvar sem er og í hverri stöðu er hann fluggáfaður, ljón- fjörugur, findinn og snarp- hæðinn, og ekki allra með- færi að eiga orðastað við hann og aflaði hin hvat- skeytta tunga hans honum ekki eiginlegra vinsælda, þótt alliryrðu aðjáta að fáir stæðu honum á sporði. Jeg hef skipt orðum við örfáa menn, sem með jafnfáum orðum hafi sýnt jafnfjör- miklar gáfur. Að sönnu var heyrn hans nokkuð farin að bila á hinum síðustu árum, en ekki bar þó þess merki, að það hnekkti til neinna muna skarpleik hans og er því að mörgu leyti satt það, sem stendur í kvæði einu um ell- ina, þá er hún er látin heim- sækja (skáldið) að hún verð- ur að hörfa frá honum árang- urslaust, því hún er ekki fær um að koma honum á knje. Skarpleika sýndi dr. Grím- ur í mörgu. Hann fær meist- aranafnbót við Hafnarhá- skóla fyrir ritgjörð um frakkneskar bókmenntir, þá er hann er aðeins 25 ára að aldri. Doktor í heimsspeki verður hann fyrir fagur- fræðirit um enska skáldið Byron. Meðan hann er í utan- ríkisráðuneytinu danska er hann sendur til Lundúna til að kynna sér ýmis skjöl í leyndarskjalasafni drottn- ingar, er snerta loforð þau, sem Englendingar gjörðu 1720, þá er þeir lofuðu að ábyrgjast Dönum Slésvík um aldur og æfi. Heyrði ég hann segja þannig sjálfan frá: „Bannað var að rita nokkurt orð upp úr skjölum þeim er geymd voru í léyndarskjala- safninu og var ríkt gengið eptir og gætt að eigi væri út af þessu brugðið. Datt mér þá í hugað læra skjölin utan- að, las ég eina, hálfa aðra blaðsíðu í einu, þar til ég var búinn að læra hana og fór heim að svo búnu og skrifaði eptir minni það er jeg hafði lesið. Um sömu mundir var Bancroft (George 1810—1891) sá sem ritaði sögu Bandaríkjanna í Norð- ur-Ameríku staddur í Lund- únum og var þar að búa sig undir að rita þessa sögu sína og þurfti því einnig að nota leyndarskjalasafnið. Bar þar fundum okkar saman og kvartaði hann einu sinni yfir því við mig að ekki væri leyft að eptirrita neitt. Sagði ég honum þá hvernig jeg færi að og tók hann þegar upp sama siðinn og lærði allt smám- saman utanbókar. Ekki leið á löngu áður en skjalavörður- inn komst að uppátæki okkar og bannaði okkur að læra utanbókar, en við kváðum að ekki væri hægt að banna slíkt. Kvaðst hann þá verða að kæra okkur fyrir tiltækið og lætur þar ekki sitja við orðin tóm, því daginn eptir kemur Palmerston lávarður (frægur utanríkisráðherra d. 1865) til okkar og segir að við séum dáfallegir piltar, að brjóta þannig reglugerð safnsins. Kváðum við ekki standa í reglugerðinni neitt bann gegn því, að læra það sem lesið væri. Skildi hann þá við okkur hlæjandi og seg- ir um leið. Það er satt. Það er engin mynd á reglugjörðinni og bað skjalavörðinn að leyfa okkur að rita það, sem við þurftum upp frá því. Skarpleiki hans (Gríms) kom og opt í Ijós í þing- mensku hans, er hann hafði á hendi frá 1869-1891 ... stefna hans í fjármálum sem öðrum þjóðmálum, var frem- ur íhaldssöm, gekk hann skarplega eptir því að fje landsins væri ekki eytt frek- ar en þingið leyfði og mun mega telja það víst að hann hafi sett það snið, sem verið hefir fram undir þenna dag. A ábúðar- og eignarjörð sinni, Bessastöðum, er hann keypti þá er hann kom hingað til lands aptur 1868, fylgdi hann sömu stefnu. Gekk ríkt eptir að öll vanaleg störf væru unnin, en vildi litlu kosta til breytinga og umbóta á jörðinni, en gætti þess vandlega að jörðin gengi ekki af sér. Búskapur hans er því þjóðfjárráðastefna hans í smærri stíl. Þess skal getið að lokum að dr. Grímur var 7616 árs, fæddur 1820 að Bessastöð- um.“ Þetta var grein Hjálm- ars Sigurðssonar í „Dagskrá". Næst verður sagt frá hvernig fréttum var „stolið“ hér á landi fyrir hálfri öld og hvernig fréttastíll var fyrir hundrað ár- um. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.