Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 6
Dúk- ristur eftir Kjartan Guöjóns- son Ási í Bœ i Agúst Sólin er einhverstaðar hátt uppí þokunni. Kötturinn fylg- ist með máríettlunum sem flögra milli staura kálgarð- anna. Við sitjum á blettinum sunnanundir brunninum og tyggjum hundasúru. Englarn- ir vinir hennar eru á dagskrá. Nei, ertu vitlaus, þeir pissa ekki á sig, segir hún. En, segi ég, verður þeim ekki kalt á maganum og rass- inum að vera alltaf berstríp- aðir? Nehei, segir hún, þeir borða so mikinn hita? Hita, hvurnig þá? Svona, segir hún og gapir út í loftið og gefur sér að éta úr hægri hendinni, tyggur og kyngir. Það er eins og súkkulaði á bragðið — og brjóstsykur. Nú er ég alveg mát og glápi á hana og síðan til himins þar sem englarnir búa við þessi sældarkjör. Það móar í sólina þarna uppi. Konan með rauðu svuntuna, hún Fríða fóstra, stuggar við hænsnum sínum: uss og suss að sjá ykkur brussurnar, dust- ar að þeim svuntuna og pútu greyin þjóta á tvist og bast. Haninn galar. Gamli maðurinn með stór- skeggið situr á kjaftastólnum sunnan undir húsgaflinum, tvíhendir stafinn sinn, rær sér og pírir augum í átt til sólar. Algrænir kálgarðarnir þenja sig milli húsanna, lengra burtu hefur sólskinið brotist gegnum þokuna, þar glampar á nýslegið tún. Það rýkur mik- ið úr strompunum á Jóhanns- húsi. I hjallinum vestan við afahús heyrum við raulið í Jónu frænku og Hebu gömlu, þær eru að reita lunda. Fríða fóstra kemur nú í gættina til þeirra, stór kona hýrleg, slær á lær. Ekki hafa þeir verið iðju- lausir í gær piltarnir, segir hún, haldiði það sé matur atarna, alltaf jafn hrifin af góðri veiði granna sinna. Sex kippur, segir Jóna þrælmontin af bræðrunum og ekki þá minnst af lundanum, nú getur hún gefið á báða bóga, maður veit sossum hvað á að gera við puttana þessa daga. Viltu ekki fá þér í súpu gæskan. Æ, hvatl maður geti verið að slá hendinni móti blessuð- um lundanum, þó þær séu sossum árvissar í mér sníkj- urnar. Eru ekki komnar títlur hjá þér, spyr Hepa. Þá fyrst er nú hægt að elda súpu sem bragð er að. Og víst þykjast þær vera að teygja úr skottunum skamm- irnar anna, það er altént kál- ið... Nú læðumst við burt, vitum af reynslu að þegar þessar þrjár vinkonur taka tal saman hættir þeim við að gleyma okkur um stund. Við leiðumst gegnum húsasundið yfir kál- garðinn hinumegin, hoppum af grjótgarðinum og hlaupum niður í fjöruna. Þar brakar í skrælnuðum þaranum undan fótum okkar. Lágsjávað, sand- urinn volgur. Og nú er sólskin- ið komið hingað, úti á höfn- inni blikar það milli bátanna og tekur lit af grænku fjallsins og bátarnir spegla sig í sumardýrðinni. Við förum úr sokkunum, buslum í flæðar- málinu, sjórinn tær og svalur og svo stilltur á þessum degi að tæpast er lífsmark með honum þar sem hann nemur við sandinn. Og þó er eins og kulið frá honum tali til mín gegnum hörund fótanna, eitt- hvað sem kitlar og laðar, enda uni ég hvergi betur en í návist hans. Við hlaupum og skríkj- um, setjumst síðan flötum beinum og hyljum fætur okk- ar með þurrum sandinum. Það er svo gaman. Æ, hvað hún hefur agnarsmáar tær. Og nú hefur þokunni létt til fulls og himininn strengir blátt tjald ofar grænum kollum fjallanna okkar. Og nú byrjar hún bullið sitt: Sólin er svo falleg í augunum á himninum og þegar hún fer að hlæja þá syngja englarnir. Og þegar ég verð stór stór með voðafallegt hár hár þá skal ég kaupa súkkulaði handa öllum krökkunum. Syngur þetta áfram langa runu ekki hátt og svo sem endranær þegar svona stendur á er hún horfin frá mér inn í einhverskonar draum, augu hennar verða ennþá blárri og hreinni, brosið, handaburður- inn, röddin, kannski er hún bara að syngja þetta fyrir englana sína. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.