Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 8
Jón Óskar Sigríður dóttir hjóna Mynd: Bragi Asgeirsson 1. Hún Sigríður dóttir hjóna í Brekkukoti er komin í kvenfélagið, hafiði heyrt það, drengir? Þeir hlæja allir, hraustir, ungir og gamlir sjómenn og fara að bregða á glens, hún Sigga í Brekkukoti, já, sú kann að gera skóna, og sú ætlar nú að fara að byggja sér hallir úr vindum og skýjum og torfinu í Brekkukoti, og sitja með gullþráð og prjóna í kvenfélaginu innanum fínu frúrnar. Hann Finnur í búðinni hlær um leið og hann vegur tvö pund af hveiti og séra Guðmundur tottar vindilinn glettinn og lætur hláturinn sjatna á meðan oddvitinn gemsar, en segir spakur að lokum: Bara það verði ekki eintómar rosabullur. 2. Og dag einn koma þeir saman í hreppsnefndinni. Hvaða fyrirgangur er í henni Siggu ? Þeir taka í nefið, hvessa brúnir og karpa. Ja, hún hefur lært, segir einn, hún kvað lesa dönsku. Ja, fari það kolað, hreppstjórinn mælir af þunga, hún er þó bara hún Sigga í Brekkukoti, dóttir hans Þórðar sífulla og búin að æsa fólk í að heimta að kotungastúlkurnar fái að læra að sauma, ja, líklega rosabullur, og skrift og reikning og gott ef ekki dönsku og fleira, rétt eins og heldrimannabörnin. Og presturinn segir hægt: Já, rétt er þetta. En svona er tíðarandinn, margir gleyma, að sælir eru hógværir, þó má segja, að ekki sé það allt af hinu vonda sem Sigga okkar talar, nú og þetta: Hún missti unnustann og barn sitt líka, og hún er skáldmælt, les víst firn af bókum, já, konan mín er öll á hennar bandi. En hvað er þetta? segir Hans P. Thomsen, sem útgerðina rekur, ég er hissa á ræðu prestsins. Þetta er hún Sigga, hún Sigga í Brekkukoti, ekkert annað. Og pabbi hennar tómthúsmaður hérna og gefinn fyrir sopann. Og ef nú á hér engan mun að gera á þeim sem völdin hafa og menntunina og hinum sem vor drottinn kaus að setja í aðra stétt, ja, hvert stefnum við, prestur? Og oddvitinn er sama sinnis, tekur upp pontuna og snússar sig og kumrar: Ja, hver hefði nú trúað þessu um árið, þegar hún Sigga gekk í kvenfélagið? Og þannig var sá fundur merkur fundur, en fundargerðabókin týnd, því miður, og þessvegna kann ýmislegt að hafa skolast til í lífsins öldugangi, og ráð að taka allt með fyrirvara sem hér er skráð um Siggu í Brekkukoti. Úr öðrum heimi það gerir maður ekki þyrstur og eina rettu vinur. Þannig er lífið, þú í gær, ég í dag og Tomsen á morgun. Nú rýkur í Nýborg; trúlega brennifórn; Ólafur Magnússon mesti fiskimaður áraskipanna söng sitt síðasta á dögunum, kvennagull ungur og skáld sem orti um lóuna og ástina og Gudda skotrar augunum til spjaldsins: drottinn blessi heimilið. Rófurnar tréna í kjallaranum. Og enn stígur sólin. Samkvæmt áttavita nálgast miðmunda og hvílík stund með réttu sjávarfalli og sölv- arnar fá andað ást sinni til litarins græna og hleinar bera 8 boð um öldugjálfur upp í gras- ið, svo við tölum ekki um hár blámans þarna langt úti. Heimaklettur stynur af vel- líðan. Og í það mund kemur Jón gamli í Mandal út á tröppurn- ar og sprænir eins og sjálfsagt er hristir á sér tillann móti morgungolunni og er síðan horfinn innfyrir. Þeir segja hann eigi sér kút að gamalli siðvenju og fái sér einn og einn en hendur hans eru ekki lengur að árum. Nú kemur politíið, Gamli Sveinn brattur og skeggprúð- ur að vanda eitt sólskinsbros því í þessum bæ eru engin lögregluvandamál nema kannski á Lokum, en það er skylda manns að ganga um staðinn og hyggja að, gefa gott fordæmi með hegðan sinni og blíðlyndi. Allir nikka, því hvað sem gerist er gamli Sveinn orðinn svo hrumur að hver tíu ára snáði gæti velt honum um koll, en jafnvel þegar þann byrstir sig við krakkana vita þau að hann er ljúfmenni. Netabaujurnar hjúfra sig í notalegu þakskeggi beituskúr- anna og flagga fyrir skuggun- um sem hugprúðir deyja inn í ljósið. En afi, kemur hann þá ekki víð sögu? Ó jú, hann þreifar sig áfram orðinn næst- um blindur karlfauskurinn, en hendur hans anga enn af lífi viðar járns og tjöru síðan hann smíðaði fiskibátana handa þeim, Völundur sem fikrar sig með stafnum gegn- um hliðið fram á götuna, finn- ur lyktina af fiskýldunni fjör- unni og vöskunarkonunum, \ stansar hjá Gúllu. Góðan daginn kelli mín. Góðan daginn elskurinn. Hvernig gengur hjá Stínun- um? Ekki kvarta þær og stutt í sopann fyrir þig. En þær passa kallana sína. 0 gamli rokkurinn, aldrei leitaði ég á þig. Ég var farinn að linast þeg- ar þú komst, þið eruð fljótar að finna það. Að heyra í kallinum, viltu koma á saltbing. Ég sæi ekki til, segir afi og hlær nú í skeggið, það er heilsusamlegt að glettast á morgnana. Æ, segir Gúlla, áttu ekki vont með stjáklið. Maður eldist. Ekki öfunda ég puttana á þér í þessum lút. Vorið bætir allt. Gott segir afi og heldur áfram austur Strandveginn, ætlar líklega að þreifa á bát- unum í hrófunum þennan dag, kannski verður þetta síðasta vorið hans. Og nú skín sólin glatt. Það er ekki einleikið hvað baldursbráin sækir fram til lífsins, jafnvel hingað inn á Strandveginn leitar litur þess- arar jurtar handan um voginn inn í mislynd hjörtu okkar. Kambarnir standa í sverði Ystakletts sveipaðir austan- birtu. Á Víkinni flautar Lýra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.