Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 9
Einn stóll skal standa Fyrir réttum þrem árum vék ég að því í Rabbi, að þrálátar vanga- veltur presta um fjölgun biskups- embætta og biskupsdæma á ís- landi hafi orðið dragbítur á fram- gang ýmissa þarfra mála til efl- ingar kirkju og kristni. Frá þeirri skoðun hef ég ekki horfið. Minni ég aftur á, að Þjóð- kirkjan er ekki biskupakirkja, þótt þessi tignartitill hafi ekki horfið mcð siðbótinni. Nafnið skiptir ef til vill ekki máli og hverfur varla héðan af, en biskup evangelísk- lútersku kirkjunnar á íslandi er fyrst og fremst framkvæmdastjóri stofnunar og sameiningartákn. Prestavígsla og biskupsvígsla eru ekki sakramenti íkirkju okkar. Þar skilur m.a. á milli kaþólskra og lúterskra kirkjudeilda. Ennþá líta ótrúlega margir með eftirsjá til þess tíma, þegar bisk- upsstólar voru tveir í landinu og biskupsembættin ruddu fram- gjörnum mönnum leið til fjöl- þættra áhrifa íþjóðlífinu, bæði á andlegu sviði og veraldlegu. Þegar flett er bréfabókum bisk- upa á tveim stólum, kennir þar ýmissa grasa, allt frá áminn- ingarpistlum um betri hegðan safnaðanna við sóknarherra eða hvatning um aukna rækt við krist- in fræði og til bréfa um jarðabrask hinna leiðandi manna kirkjunnar. Þessi tími er liðinn og það hefur án efa eflt sanna siðbót, er meir dró úr veraldarvafstri biskupanna. Þess vegna er næsta líklegt, að þegar fram líða stundir muni þeir menn, sem setið hafa embætti biskups í einu sameinuðu bisk- upsdæmi á íslandi, taldir standa nær heilögu hlutveki, en þeir ráð- ríku bústólpar á Hólum og í Skál- holti forðum. Hitt dylst engum, að allir hafa þessir menn frá dögum þess litla fjáraflamanns, Geirs góða Vídalíns, (við upphaf ní- tjándu aldar) sett sér ákveðin markmið til framgangs þeirri stofnun aftur og benda á embætt- isferil herra Sigurbjarnar Ein- arssonar, sem varðaður er athygl- isverðum framkvæmdum. Þar er m.a. átt við uppbyggingu Skál- holtsstaðar og gagnmerkar útgáf- ur þeirra rita, sem heilög þjónusta i kirkjunni styðst við. Það þótti mér mikið fagnaðar- efni, þegar núverandi biskup, herra Pétur Sigurgeirsson, lýsti þvíyfir skömmu eftir vígslu sína, að hann hygðist beita sér fyrir byggingu kirkjulegrar miðstöðvar á Skólavörðuholti í Reykjavík. Þetta er verðugt viðfangsefni og þarfara og raunhæfara, en mönn- um sýnist í fljótu bragði. Verði biskupi að ósk sinni og þessi bygg- ing rís í nánd við Hallgrímskirkju, þá er mikið unnið sem horfir til betra skipulags fyrir biskupsdæm- ið Island. Jafnframt fjarlægjumst við þá óraunhæfu rómantík, sem fyrr var að vikið, því þessi miðstöð mun efla embætti forstöðumanns Þjóðkirkjunnar og bæta samband þess við presta og söfnuði um land allt. Reykjavík er höfuðborg lands- ins og þangað verðum við dreif- býlismenn að leita, hvað sem allri sérvisku líður. Byggingin verður í örskotsfjarlægð frá stærsta kirkjuhúsi landsins og mun sú ráðstöfun svæfa síðustu tóna þess hvimleiða söngs, að það hafi verið á misskilningi reist og af fordild- arsökum. Bygging sú, sem herra Pétur leggur til að rísi á Skólavörðuholti, mun hýsa skrifstofu biskups. Þar munu fréttafulltrúi kirkjunnar og æskulýðsfulltrúi verða til húsa. Einnig Skálholtsútgáfan og Kirkjufell, en síðarnefnda fyrir- tækið annast útvegun hverskonar kirkjumuna og trúarlegra bók- mennta. Má þá benda á það, að í Hallgrímskirkju eru bækistöðvar Hins íslenska biblíufélags, svo þar tengjast fyrirtæki sama málstað- ar. I húsinu verða fundarstofur, en þegar þær þrýtur og þörf er á stærri salarkynnum er Hallgríms- kirkja á næsta leiti. Þess vegna er sjálfgefið, að þarna munu presta- stefnur og kirkjuþing hljóta fastan samastað í framtíðinni. Þá opnast þar leið til þess að tengja guð- fræðideild Háskólans starfi kirkj- unnar meir en áður og miklar líkur á því að kennsla geti farið þar fram, a.m.k. að nokkru leyti. Er sannarlega ekki íkot vísað, að ætla henni að starfa í tengslum við Hallgrímskirkju og líklegt að það verði prestum og söfnuði ekki síð- ur fagnaðarefni, en prófessorum og stúdentum. Prestar um allt land munu fagna þessari miðstöð og þá ekki síst þeirri hugmynd biskupsins, að þar muniþeim jafnvel gefinn kost- ur á gistiaðstöðu, þegar þeir koma til skemmri dvalar í höfuðborg- inni. Pétur biskup hefur löngum verið hugmyndaríkur og sá kostur ætlar að endast honum til heilla á biskupsstóli. Hitt er Ijóst, að fram- angreind hugmynd hans mun mæta andstöðu allra, sem ekki vilja kirkjunni vel, en þeir eru æði margir. Andstæðingar kirkjunnar telja sér mestan hag íþví, að hún sé ekki í takt við tímann. Þeir vilja helst geta kallað hana forngrip og kirkjuhúsin söfn. Þeir eru of marg- ir í íslensku þjóðfélagi, sem að hætti austantjaldsmanna hreyta út úr sér illgjörnum athugasemd- um um hlutverk þjóna kristinnar kirkju, eins og vinir Þjóðviljans í Grundarfirði, sem sögðu við blaða- mann hans fyrir skömmu: „I lokin eitthvað andlegt? Við erum prest- lausir hérna í Grundarfirði og eng- inn tekur eftir því. “ Þeim nægði blað Alþýðubandalagsins í pláss- inu sér til sálubótar, enda nefndu þeir það mikið þjóðþrifafyrirtæki. Andstæðingar af þessu tagi myndu fagna því, ef þjónar kirkjunnar eyddu sem mestum tíma sfnum við meinlokur sprottnar af ofdekri við liðna sögu. Kominn er ungur og röskur skólastjóri að Hólum í Hjaltadal, sem nýtur velvildar stjórnvalda við endurreisn bændaskólans svo ekkert er við nögl skorið. Hann þarf á staðnum að halda fyrir endurvakta og endurbætta búnað- arfræðslu og nýstárleg búskapar- fyrirtæki, svo þar er ekkert rúm fyrir biskupsstól og kemur ekki að sök. Skálholt á í framtíð mikilvægu hlutverki að gegna í brýnu samein- ingarstarfi kristinna kirkjudeilda. Staðurinn verður í auknum mæli vermireitur fagurra lista, er kirkj- an vill hlúa að Skaparanum til dýrðar. Þar er engin þörf á bisk- upsstóli. Vígslubiskupsembættin voru lögfest á íslandi árið 1909 að frum- kvæði Þórhalls biskups Bjarnar- sonar. Sjálfstæðisbaráttan réði mestu um þá ákvörðun. Hefur honum ekki þótt við hæfi, að bisk- upar á íslandi sæktu vígslu til Danmerkur og kippti þar í kynið, því séra Björn Halldórsson faðir hans var mjög einarður í barátt- unni og beitti skáldgáfu sinni af mikilli fimi gegn allri undanlát- semi íslendinga við Dani. Ekki hvarflaði að Þórhalli biskupi að binda þessi embætti við ákveðin setur. Þau skyldu þó tilheyra sitt hvoru hinna fornu biskupsdæma, en vera í höndum þjónandi presta. Ekki sýnist ástæða til að gera breytingu á skipan þessara emb- ætta, aðra en þá, að menn láti af þeim um leið og þeir hætta prestsskap. Oft er að því vikið í hópi kirkj- unnar manna, að ef stjórnvöld hyggi á sparnaðarráðstafanir, þá sé venjulega byrjað á kirkjunni. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en engum getur blandast hugur um, sem þekkja til þeirra kjara, sem prestum eru boðin, að þau eru harla lítilfjörleg. Sögur um harð- dræga klerka fortíðar eru öðrum sögum lífseigari og hafa íslenskir rithöfundar ekki látið sitt eftir liggja að færa sér þær í nyt. Hygg ég að þessir fortíðarskuggar dragi kjark úr kirkjunnar þjónum, sem nú eru á dögum, að fara að dæmi annarra stétta í baráttu fyrir betn kjörum. Hitt er Ijóst, að margt krefst betra skipulags innan kirkjunnar, að fjármunir, sem til hennar renna, komi að góðu gagni til efl- ingar kristnum málstað. Til þess að svo verði, þarf að rísa sú stjórn- stöð á Skólavörðuholti, sem Pétur biskup leggur áherslu á að þar verði stofnsett. Megi hann bera gæfu til, að koma þeirri hugsjón í framkvæmd. Bolli Gústavsson í Laufási. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.