Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 11
dimmt var orðið og hún dreifði athygli drengsins með alls kon- ar kátlegum uppátækjum svo að skær hlátur hans barst mér úr eldhúshluta hússins eins og gegnum margfalt vatt. Jafnvel naglaskafan var mér ofviða Á meðan hugsaði ég með vax- andi óþolinmæði um beiskyrði Jastraus í Hervirki Tom Krist- ensens: Hvar eru þessir Hund- ar? Þeir gjömmuðu alltaf ein- hvers staðar í grenndinni og það stóð eldur út úr skolti þeirra eins og á Baskerville-hundinum. En þeir kærðu sig greinilega ekki um svona reiðubúna og auðvelda bráð. Vinir mínir og vinkonur komu og gáfu mér sams konar skynsamleg ráð og ég sjálf gaf í pósthólfi mínu. Hyggileg og velmeint ráð sem aðeins beindust að „hávaðanum við innganginn" og á engan hátt særðu metnað minn. Hinn brotthlaupni kom og í ástfólgnu andliti hans sá ég eitthvað sem líktist ekta sorg. „Þú ert sjúk,“ sagði hann, „ég er búinn að tala við doktor V. og hann telur rétt að leggja þig inn.“ Doktor V. er geðlæknir og hann hefur oft hjálpað mér í nauð þó að ég, þegar hér var komið, hefði aldr- ei talað við hann um neitt sem máli skipti. Ég vissi ekki hvaða skoðun hann hafði á mér sem rithöfundi. Daginn eftir skjögraði ég til hans, undrandi á því að fætur mínir skyldu geta borið mig. „Hvað er að sjá yður,“ sagði hann. „Þér eruð eins og drykkju- ræfill. Þér angið af viskíi, en þér gætuð þó að minnsta kosti skaf- ið undan nöglunum.“ Hann ýtti til mín naglasköfu, en hendur mínar skulfu svo að ég varð að gefast upp við að nota hana. Svo sagði hann að hann skildi ekki tilganginn með þessari sjálfs- eyðingu, en ef hún yrði ekki stöðvuð mundi ég bráðlega deyja af tómum næringarskorti. Það var rétt, ég gat ekki munað hvenær ég hafði síðast innbyrt fasta fæðu. Og þar sem það hafði á engan hátt verið ætlun mín að deyja féllst ég á að vera lögð inn — að því tilskildu að ég fengi að hafa ritvélina mína með mér. „Til hvers?“ spurði doktor V., „fyrstu mánuðina munið þér ekki einu sinni geta hitt stafina.“ Ég svaraði ekki en gekk frá honum öruggari skref- um en þegar ég kom. Af hverju veit ég ekki enn þann dag í dag. Það var kvöld síðast í nóvember og ljósin í bænum höfðu orðið á undan stjörnunum. Pimm stutt orð stigu upp úr djúpi hugans sem fyrsti vísir að einhverju, ég vissi ekki hverju. Ég vissi ekki heldur af hverju þau komu fyrst þegar ég var við dauðans dyr, en ég hafði þau, þau voru mín, og hafði ég nokkurn tíma átt annað en þau orðasambönd sem ég sjálf setti saman? Þessi hljóð- uðu þannig: Að morgni var von- in þar! Glóandi af þörf til að halda áfram komst ég að ritvél- inni minni og skrifaði í fyrsta sinn í þrjú ólukkans ár eitthvað sem var gott. Satt var það að erfitt var að hitta á rétta stafi á ritvélinni. Samt heppnaðist mér að skrifa fjórar dýrmætar síður sem ég festi saman með klemmu og stakk í umslag eins og væri þetta ríkisleyndarmál. Umslagið setti ég í ferðatöskuna sem ég ætlaði að hafa með mér í sjúkra- húsið. Yfir það setti ég nokkra kjóla, kúlupenna og karton af sígarettum. Dyr og gluggar máluð á veggina Næsta dag fór ég í sjúkrahús- ið þar sem allt var eins og ég hafði búist við þó að ég hefði aldrei verið þar áður. Allir létu eins og þeir hefðu átt von á mér, jafnvel öldum sman. Mín vegna, eða öllu heldur vegna minna kæru hugsana, höfðu menn látið hjá líða að gera neina af þeim breytingum sem eru svo örlaga- ríkar fyrir börn sem koma inn í draum ættstofnsins sem í veð- urfari hugans er óháður árstíð- um. Undrandi og heilluð sá ég að dyr og gluggar voru máluð á veggina til að róa og dreifa at- hygli hinna kvíðafullu sem af ótrúlegri þrákelkni héldu áfram að spyrja um útganginn þó að þeir vissu innst inni að hann var enginn. Án þess ég væri spurð neins var ég sett i bað og hár mitt þvegið meðan tvær ungar stúlkur töluðu saman yfir höfði mér. Þær töluðu um að eitthvað yrði að gera í þessu. Það þyrfti að láta pípara athuga af hverju kæmi heitt vatn úr kalda kran- anum og kalt vatn úr þeim heita. Þær æstu sig dálítið út af þessu eins og vera bar og allt sem þær sögðu fór inn í mig og hélst þar við eins og hægt gerj- andi vökvi í suðuflösku sem eins og af tilviljun hefur verið settur á hilluna í herbergi fátæks ungs manns sem tortryggin húsmóðir grannskoðar hvert sinn sem hann vogar að víkja sér frá. Allt var undursamlegt, eðli- legt og kunnuglegt, en aðeins hinir útvöldu höfðu aðgang að því og enginn veit hve leið þeirra hafði verið löng og hve mörg marklaus atvik lágu þeim að baki. Það var enginn til að segja sögu þeirra nema ég segði hana um leið og ég sagði mína. Opin og full af athafnaþrá leið ég inn í hópinn og þau sáu strax að ég var ein af þeim. Við geng- um fram og aftur um langa ganginn og studdum okkur við gula vegginn sem virtist blettað- ur af þjáningum og sársauka. Gömul kona yfirgaf andartak raddir sínar sem hún virtist aldrei geta komist að samkomu- lagi við, gekk fast að mér og sagði með blíðu brosi: Móðir mín er því miður þeirrar skoðunar að allt sé of flókið fyrir hana. Svo tók hún aftur upp þráðinn við hinar þrætugjörnu raddir, ánægð að hafa gert grein fyrir einhverju, sem máli skipti, við einhvern sem vit hafði á. Ham- ingjusöm, já, hamingjusöm var ég. Rétt fyrir framan „rann- sóknarstofuna“ (hvað þurfti annars að „rannsaka" hér?) stóð kona, hallaði sér upp að veggn- um með krosslagða hendur og annan fótinn teygðan þrjósku- lega fram fyrir sig. Einnig hún kom auga á mig og sagði ótil- kvödd: Ég stend svona af því að ég þoli ekki fröken Sivertsen. Viðbrögðin voru ekki fráleitari en mín og álíka mikilvæg. Það skipti hinsvegar ekki máli hver fröken Sivertsen var eða hvort hún hafði nokkurn tíma verið til. „Við verðum auðvitað að lesa það sem þér skrifið“ Veruleikinn braust fram í formi læknis sem átti „að skrifa dagbók“. Hann reyndi karl- mannlega að skýla undrun sinni við að sjá mig, og ég varð vand- ræðaleg því að það var eins og ég hefði fengið lánað andlit af öðrum meðan mitt var í hreins- un. Slíkt var ekki hægt að út- skýra fyrir svo samanþjöppuð- um gagnaðila bak við hvítan kyrtil. Ekkert gat ég útskýrt. „Það er ekki hægt að halda í mann,“ sagði hann ákafur, „með því að ræna sig allri kvenúð á þennan hátt“. Hann hafði full- komlega rétt fyrir sér og gat ekki gert að því að fólk, sem hef- ur rétt fyrir sér, er ákaflega leiðinlegt. Hann sagði margt fleira við mig, en þótt ég vildi gjarnan vera kurteis gat ég ekki fundið eitt einasta orð til að svara honum með. Að tala við mig á þennan hátt var eins og þegar maður reynir að skrifa með kúlupenna á glanspappír. Þannig talaði ég sjálf við hina óhamingjusömu spyrjendur mína í pósthólfinu, og það var eiginlega hið sama og að bregð- ast þeim. Ég ákvað nú, þar sem ég var nú yfirleitt að breyta sjálfri mér, að svara hér eftir allt öðruvísi. Ljósið skar mig eins og sandkorn í augun. Ég spurði gripin sama uppburðar- leysi og maður finnur til gagn- vart vansköpuðum, hyort mögu- legt væri að ég gæti fengið að skrifa á ritvél hér. Það mátti ég vel ef ég gæti sætt mig við hinar „óþægilegu aðstæður", sagði hann stuttur í spuna. Svo bætti hann við: „En við verðum auðvitað að lesa það sem þér skrifið — yðar vegna. Ég vil ekki leyna því að misnotkun yð- ar á áfengi hefur gert yður svo- lítið geðtruflaða." Svo lét hann mig fara aftur á smellandi tréskónum mínum án þess að hafa raskað hið minnsta innri gleði minni. Raunveruleg vandamál hafa aldrei getað sett mig út af laginu. Mér var komið fyrir í tvíbýlisstofu og á valta borðið milli rúmanna setti ég ritvélina mína. Eftir nokkrar samningaviðræður fékk ég af- hent gula umslagið mitt sem ég lagði niður í skúffuna við hlið- ina á gervitönnum hins sjúkl- ingsins sem hún fékk aðeins þegar hún þurfti að borða. Hún lá í belti og var önnum kafin við að hindra að veggurinn dytti yf- ir hana. Hún hélt við hann með báðum höndum og var mjög þakklát þegar ég aðstoðaði hana. Einnig mér virtist hann hallast dálítið og hann endur- vakti hjá mér hinar fjölmörgu ógnir bernskunnar sem maður talaði aldrei um við hina full- orðnu. Ég skrifaði og skrifaði og gleymdi öllu öðru á meðan. Ég var látin í friði ef ég aðeins gætti þess að koma á réttum tíma í mat. Eina vandamál mitt voru sígaretturnar. Ég fékk af- hentar fjórar á dag og mátti ekki fremur en hinir sjúkl- ingarnir bera á mér eldspýtur. Verst var það á morgnana því að.. ég vaknaði mjög snemma. Þó \ dró úr þessum skorti fögnuður- inn við að finna að hendur mín- ar hættu smátt og smátt að skjálfa og að ég gat gengið nokkurn veginn örugg. En hvað átti ég að gera við allar þessar skrifuðu arkir sem máttu ekki fara ólesnar út fyrir veggi húss- Framhald á bls. 20. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.