Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Page 12
Þar hittum viö Þórö fyrir í sögunni, aö hann hefur fengiö fréttirnar af Örlygsstaðabardaga og situr einn meö skósveini sínum og ölkrús í búðarlofti. Olíumálverk eftir Gísla Sigurðsson. Meö honum fengu Sturlung; foringja, sem sameinaöi höi skipulagsgáfu og haföi ekki duttlungafullu grimmd, sem Sturlu bróöur hans. Hann v; alvörumaöur, en samt er en honum — og allt þetta atge neitt. Eftir Ásgeir Jakobsson Engum var hann aufúsugestur Laugardaginn næstan fyrir Maríumessu hina síöari árið 1242 steig á land á Gásum viö Eyjafjörö maöur kominn úr Noregi aö reka erindi ekki lítil hér úti á íslandi. Blóð skyidi renna úr strjúpum. Þessi maö- ur var kominn til aö hefna föö- ur síns og fjögurra bræöra. Þórður kakali hélt sig eiga vin- um aö mæta þar sem hann bar að landi, þrátt fyrir ríki Kol- beins unga. Faöir Þóröar, Sig- hvatur, haföi veriö vinsæll höfðingi í Eyjafiröi. En þegar hann tók aö heilsa uppá menn, þá vikust þeir undan að svara honum. Það haföi enginn átt hans von og hann var ekki aufúsugestur. Alþýöa manna, kúguö af Kol- beini, hræddist hann. Vanda- menn hans töldu hann aöeins kominn til aö missa höfuöiö undir öxi Kolbeins og móöir hans taldi hann rifja upp harma sína og nú ætti þaö við aö bætast, að hann félli fyrir fætur henni og hefði hún held- ur viljað hann látinn úti í Nor- egi; svo þótti og skyldmennum hans, sem komu til kaupstefn- unnar. Þá bættist þaö ofan á hræöslu alþýöu manna við Kolbein unga, aö margir, sem áöur höföu verið vinir Sig- hvats, voru setztir í eignir hans. Ef þessum nýkomna manni yxi afl til, þá myndi hann kalla til arfs eftir fööur sinn og það kosta suma aö standa uþþaf jöröum en aöra fjárútlát. Þóröi kakala hefur ekki ver- iö iétt í skaþi, þegar hann reiö viö annan mann fram Eyjafjörö og hafði engan hitt á fjöl- mennri kaupstefnu aö Gásum, sem vildi leggja honum liö. Hann var einmani, sem skyldmenni hans vildu heldur dauðan úti í Noregi en kominn heim til fööurlandsins. Hvar yrði liðs að vænta, þegar allur kjarkur virtist úr þeim, sem mests höfðu að hefna, það voru brotnar manneskjur? Herskáustu liðsmenn Sturlunga hafði Kolbeinn drepið flesta, en sett hina sem lifðu niður, þar sem hann gat haft auga með þeim, og langflestir höfðu þeir svarið Kolbeini eiða. Sigurður Nordal fer þessurn orðum um Þórð^kakala í ís- lenzkri menningu. „Þórður kakali var sá af niójum Hvamms-Sturlu, sem bezt reyndist til stórhöfðingja fallinn, ferill hans minnir helzt á sögu Sverris konungs. Þórði tókst jafnan með snarræði og giftu að forða iífi sínu, þó að fylgismenn Kolbeins og Giss- urar sætu um hann við hvert fótmál, og smám saman óx liðsstyrkur hans. Þórður var öruggur til sóknar jafnt sem vai nar, vinsæll og stjórnsamur, siðaði vel menn sína, bannaöi ránskap, að níöast á konum og taka menn úr kirkjum.“ Ólafur Hansson segir svo um Þórð í bók sinni Gissur jarl: „Með honum fékk Sturl- ungaflokkurinn mikilhæfan og viljafastan foringja, sem átti eftir að rétta hlut hans meira en nokkur annar. Þórður kak- ali sameinaði hörku, vitsmuni og skipulagsgáfu. Hann var mikill hermaður sem Sturla bróðir hans, en risti miklu dýpra og var fyrirhyggju- samari. Þó að Þórður væri oft harður andstæðingum sínum, hafði hann ekki til að bera hina duttlungafullu grimmd, sem Sturla bróðir hans átti til. Sturla virðist um margt hafa verið líkari Ásbirningum, móð- urfrændum sínum, en Sturl- ungum. Þórður hefur erft vitsmuni fiiður síns, en er harð- ari af sér en hann. Þórður er meiri alvörumaður en Sighvat- ur, sem gat haft á sér gár- ungsskap fram í elli. Sennilega hefur Þórður ekki átt kímni- gáfu á við fijður sinn. Hann er og trúmaður meiri en frændur hans flestir, nema þá ef til vill Sturla Þórðarson. Hann heitir á guð og helga menn sér til fulltingis. Hann er auðsjáan- lega sannfærður um réttmæti málstaðar síns — og illsku óvinanna, — og þetta hefur ef- laust verið honum mikill styrk- ur. Þórður kakali er eitt mesta mikilmenni Sturiungaaldar og heildarmyndin af honum geð- þekk vegna þess, hve mennsk- ur hann er.“ Einar Ól. Sveinsson kallar Þórð kakala í riti sínu Sturlunga- öld „mesta stjórnara aldarinn- ar“ og telur hann hafa „hugað á bera uppreisn við konung". Gild ástæða er til að mót- mæla, hvernig fjallað er um Þórð kakala í íslenzkum ævi- skrám P.E.O. Islendinga saga Sturlu Þórð- arsonar er sagnfræðirit og sam- tímaheimild um menn og mál- efni á Sturlungaöld og svo er einnig um það sögubrot, sem til er af Þórði kakala, sem hér segir frá. Um ævi afreksmanna og ör- lög í sagnfræðiritum eru gjarn- an skrifaðar skáldsögur, samin leikrit, ort ljóð. Höfundarnir lesa þá á milli línanna í sagn- fræðiritinu, eftir sínu innsæi, hugarflugi og hæfni til að álykta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.