Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 16
Margt er ótrúlegra en það, að á Islandi séu góð skilyrði fyrir jákvæð andleg öfl. Hér á landi hafa engar orrustur verið háðar öldum saman, og reyndar aldrei neinar stórorrustur. Andlegt andrúmsloft ætti því að vera tærara hér en víðast hvar í heiminum annars staðar. Yfir löndum þar sem blóðugir bar- dagar hafa geysað, hvíla árum saman andleg ský — hugsana- gervi — sem myndast og magn- ast hafa af því andrúmslofti haturs og ótta sem styrjaldir skapa. Eins og púkinn í þjóðsög- unni okkar, sem fitnaði af lyg- um manna, magnast þessi hættulegu hugsanagervi við hat- ursþrunginn hugsunarhátt, og — það sem verra er — þangað geta illir menn sótt kraft til ódáða. Ég er því þeirrar skoðunar að Island kunni meðal annars af framangreindum ástæðum að vera allmögnuð lífsaflstöð. Ég hygg að minnsta kosti hefði dr. Helgi Pjeturss orðið mér sam- mála um það. Þetta minnir mig á íslandsvin einn, sem ævinlega mun verða mér ógleymanlegur, þótt ég að- eins kynntist honum gegnum bréf sem hann skrifaði öðrum manni íslenskum. Hann hafði í hyggju að skrifa rit um Island, sem átti að bera nafnið ísland — hið sálfræðilega chakra veraldar- innar. Orðið chakra er sanskrít og þýðir eiginlega hringur eða hjól, en mun í þessu sambandi sennilega tákna eins konar miðstöð. Ég ætla að verja þessari grein til þess að segja ykkur dálítið frá þessum manni, ætt hans, uppruna, lífi og starfi, því hann var tengdur Islandi með ein- kennilegum og ævintýralegum hætti. Bréf MikaeJs frá Eyri Bréf hans, sem ég minntist á hér að framan var dagsett í Lundúnum þann 4. maí, 1921; og stílað til hr. Ásgeirs Sigurðsson- ar, aðalræðismanns Breta í Reykjavík, ágætismanns, sem fullorðnir íslendingar muna enn vel fyrir mannkosti. Ég er svo heppinn, að sonur Ásgeirs ræð- ismanns, vinur minn Haraldur leikari og rithöfundur Sigurðs- son, hefur veitt mér leyfi til að birta úr þessu bréfi það sem ég vil. Höfundur bréfsins er enskur menntamaður, Michael Eyre. Og hér koma þá þættir úr hinni ævintýralegu ættarsögu Mikaels frá Eyri. Meðal annars kemst hann svo að orði: 16 Ótrúleg en sönn saga af íslandsvininum MICHAEL EYRE, sem taldi sig kominn af íslenzkri konu úr Tyrkjaráninu — lifði fjarri Islandi alla tíð, en var þó landinu nákominn og taldi það eina mestu orkustöð heimsins með miðdepil í Snæfellsjökli. Eftir Ævar R. Kvaran Island var óskalandiÖ „Ég er kominn af íslenskri hefðarkonu, sem sjóræningj- ar frá Algeirsborg rændu á íslandi og höfðu á brott með sér í lok 17. aldar. Saga sú sem varðveist hefur í ætt minni er á þá leið, að breskur liðsforingi hafi bjargað konu þessari, þegar hún hafði ver- ið nítján ár í ánauð, kvongast henni og gat við henni einn son barna. Skömmu eftir að drengurinn fæddist dó faðir hans og ól hún þá sjálf upp son sinn á Englandi. Þegar hann var orðinn fulltíða maður og hún fann dauðann nálgast, bað hún son sinn að flytja jarðneskar leifar sínar heim til íslands og jarða þær í kirkjugarði æskustöðvanna. Hann hét að uppfylla ósk hennar. En mörg ár liðu áður en hann gæti efnt loforð sitt. Hann dvaldist þó að lokum nokkurn tíma á Islandi og skrifaði þá íslenska sögu, eða öllu heldur rímur, sem hann kallaði Þórunnarljóð, því Þór- unn var nafn móður hans. Ljóðum þessum skipti hann í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um rán stúlkunnar, annar um ánauð hennar í Alsír og lausn úr þrældómi fyrir atbeina mannsins, sem síðar kvæntist henni; og þriðji kaflinn fjallar svo um andlát hennar og iöngun til þess að hvíla ígamla kirkju- garðinum heima á íslandi. Þar segir og frá því, hvernig sonur hennar uppfyllti ósk hennar og efndi loforð sitt mörgum árum síðar. Þessi ættrækni sonur hvarf svo heim til Englands og kvæntist þar, og slitnuðu þá öll tengsl ættar minnar við ísland. Um 1745, skömmu eftir að Stuartarnir gerðu síðustu til- raunina til þess að komast aftur til valda á Stóra- Bretiandi, gerði sonur fram- annefnds manns, barnabarn Þórunnar, Thorstan, að nafni, enska þýðingu í lausu máli á rímum þessum og kaliaði Fagra stúlkan frá Eyri (Eyre). Auðvitað get ég ekki ábyrgst að saga þessi sé sönn, að öðru en því, að forfaðir okkar bjargaði íslensku stúlkunni og kvongað- ist henni síðar. „Börðumsk einn við átta ...“ En sögulega sannur og mjög merkilegur eftirmáli við þessa sögu er þó til, og er hann á þessa leið: Þegar Exmouth lávarður skaut á Algeirsborg þann 27. ág- úst 1816, þá var afabróðir minn, Thorstan Eyre, sjóliðsforingi á aðmírálsskipinu Queen Char- lotte, sem búið var 110 fallbyss- um. Hann var þá tæpra átján ára gamall, hverjum manni hærri á vöxt, að öllu leyti velþroskaður eftir aldri og furðulega sterkur, enda voru félagar hans mjög hreyknir af honum. Hann var og mjög rómantísk- ur unglingur, vel að sér í ættar- sögu okkar og trúði henni eins og nýju neti. Hann var allra manna hug- djarfastur og fremstur sinna manna í öllum háskaförum. Þessu hefur einn vina hans lýst í kvæði, þar sem hann vegsamar hann, og minnist þess hve hetju- lega hann fórnaði lífi sínu. Þar segir svo: Blá voru augun, bjart var hárið, bar sig vel og karlmannlega. Vottaði styrka víkingseðlið, vitnaði best í þraut og trega. Hann lagði sig fram af lífi og sál í svaðilför þessari, og vildi mynda landgönguflokk til þess að ráðast á Algeirsborg. En gat vitanlega ekki fengið samþykki yfirmanna sinna til þess. En hann lét það þó ekki aftra sér, og í orrustunni gerðist hann svo ákafur, að hann stökk útbyrðis, synti í land og réðist einn síns liðs á algeirskan hermannahóp og varð tveim mönnum að bana, þótt hann hefði ekki annað en rýting einn að vopni. Tókst honum þannig að koma fram hefndum á ræningjum móður sinnar, áður en hann sjálfur var veginn. Þegar hætt var að skjóta á borgina fannst lík hans flakandi í sárum. Því var sökkt í sæ með allri viðhöfn, enda hafði hann skörulega fært sig í ætt víkinga. Því nær 100 árum síðar, eða þann 23. júlí 1916, handtóku Þjóðverjar son minn við Ypres á Frakklandi. Atvik að því voru önnur, en þó var blærinn yfir atburðunum jafnhetjulegur. Allir félagar hans höfðu fallið. Þetta var um nótt. Hann var sjálfur á verði, en þó hættulega sár. En þá flæktist skóþvengur hans í gaddavír og hann hras- aði. Þetta mun hafa orðið hon- um til lífs, því hann var tekinn fangi. Eftir að um vopnahlé var samið og hann kom heim, sagði hann mér, að þá 28 mánuði sem hann var fangi í Schneidemul- fangabúðunum, hafi íslepsk kona búsett í Kaupmannahöfn og honum alls ókunn, sent hon- um og tveimur félögum hans brauð og aðra matbjörg og fatn- að líka. Þegar hann fór um Kaup- mannahöfn á heimleið fékk hann tækifæri til þess að sjá þennan velgerðarmann sinn og þakka henni og talaði hann mjög hlýlega um hina miklu samúð og alúð Dana. Hann er nú (þ.e. 1921) á Indlandi með her- deild sinni King’s Royal Rifles, þar sem skærurnar eru harðast- ar við Wazira-þjóðflokkinn. Og nú hef ég engin tíðindi af honum spurt í nærfellt þrjá mánuði. Hann hefur tekið próf í ind- versku og persnesku sem túlkur og sendiboði í hernum. En sú tilviljun! Þetta kalla ég karma! Myndir frá íslandi í Illustrated London News En foreldrar Mikaels frá Eyri höfðu hins vegar engan áhuga á sögu ættarinnar. Faðir hans var mikill raunhyggjumaður, al- vörugefinn, guðhræddur og áhugasamur kennimaður ensku kirkjunnar. Hann var gripinn trúboðsáhuga löngu áður en hann kvæntist og fór til Ind- lands til þess að boða heiðingj- um fagnaðarerindið. Hann hafði verið vandlega undir það starf búinn og var vel að sér í Austur- landafræðum. Mikael Eyre fæddist á Ind- landi og var yngstur fimm systkina. En hann var þeim öll- um ólíkur að því leyti, að hann var sá eini, sem hafði áhuga á sögu ættarinnar, og hafði ein- mitt þess vegna numið Norður- landamálin. Hann kvaðst muna eftir því, að þegar hann var barn sýndi faðir hans þeim systkinum myndir í Illustrated London News frá þúsund ára hátíðinni, sem haldin var þá á íslandi, árið 1874. Gamli maðurinn ljómaði í framan, þegar hann sagði börn- um sínum frá því, hvernig öll þjóðin hefði tekið kristni árið 1000. Þá sagði hann þeim líka frá ættmóður þeirra og hinum fífldjarfa afabróður, sjóliðsfor- ingjanum. Mikael varð stórhrifinn af sögunni. En það varð ekki fyrr en mörgum árum síðar að hugur hans beindist fyrir alvöru til ís- lands ,og honum veittist raun- hæf fræðsla um land og þjóð. En það furðulega var það, að það var Kínverji sem veitti hon- um þessa fræðslu um ísland, þegar Mikael var á ferð í Kína. Frá þessu segir Mikael Eyre í bréfi sínu til Ásgeirs ræð- ismanns með þessum hætti: Kínverji, sem verið hafði einn af Sturl- ungum í fyrra lífi Árið 1889 veittist mér tæki- færi til að heimsækja Austur- lönd og þar kynntist ég manni nokkrum. Sú kynning olli straumhvörfum í lífi mínu. Maður þessi var Kínverji af há- um stigum og voldugri ætt. Hann var þá orðinn háaldraður, kominn yfir nírætt, en þó svo unglegur sem væri hann á sjö- tugsaldri. Þegar ég frétti andlát hans árið 1898 var hann rúm- lega 100 ára gamall. Hann var hámenntaður mað- ur og hafði ferðast mjög víða um Evrópu. í æsku hafði hann feng- ið sérstakt leyfi hjá keisaranum til þess að dveljast í Evrópu og inna af höndum ákveðin stjórn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.