Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 17
málastörf. Hann hafði heimsótt flesta kunnustu háskóla álfunn- ar þ.á m. Uppsalaháskóla í Sví- þjóð og háskólann í Padua á ít- alíu. Hann talaði vel ensku, þýsku og rússnesku og var allvel að sér í frakkneskri tungu. Hann var búddhatrúarmaður og heyrði til nyrðri búddahtrúar- flokknum. En það sem sérstaklega kem- ur mínu máli við er það, að hann hafði lagt mikla stund á nor- ræna goðafræði og sögu. Og víst er það, að hann var þaullærður í vestrænni heimspeki og guð- fræði, og betur að sér í kristi- legri siðfræði en nokkur guð- fræðidoktor sem ég hef kynnst. Hann kenndi mér fyrstur um Island. En hann hafði mikinn áhuga á öllu því er að íslandi laut, þó hann hefði aldrei þang- að komið í þáverandi holdgun sinni. I þessu sambandi sagði hann mér að í næstsíðustu holdtekju sinni hefði hann fæðst sem íslendingur — rétt um það leyti sem Sturlungar voru að komast til valda, skömmu eftir tíma Ara fróða og Þórodds, þ.e. á fyrri hluta 13. aldar. Þá nærfellt fjóra mánuði sem ég dvaldist í Kína, bjó ég að kalla alla stund í húsi hans, þar sem hann mælti jafnan við mig á enska tungu. Gaf ég mig allan við að nema af honum guðspeki og dulræn fræði, en lærði ekkert í kínversku. Þaðan fór ég til Nagasaki í Japan, og lét hann mig hafa meðmælabréf til vinar síns þar, búddhaprests, sem hafði verið íslendingur samtímis honum. Þeir höfðu meira að segja verið sömu ættar, Sturlungar, og báð- ir fallið í einum hinna mann- skæðu ættflokkabardaga, sem þá geysuðu. Þegar ég á heimleið heimsótti hann í síðasta skipti, lét hann mig fá meðmælabréf til merki- legs spekings í Kalkútta (Ind- landi) — en um þá borg varð ég að ferðast á heimleið til Evrópu. Já, þessi spekingur hafði sem sagt einnig verið Islendingur áð- ur, en hann hafði fæðst nokkru fyrr en hinn, og fallið í hinni frægu orrustu við Þrándheim í apríl 1206, þar sem hann barðist með Böglum móti Inga konungi, er í þann mund var í brúðkaupi systur sinnar. Sjö öldum síðar endurfæddist þessi maður svo á Indlandi, og var nú að greiða sjálfs sín karma, og lagði alla stund á að öðlast guðlega þekkingu. Margir 13. aldar íslend- ingar endurholdgast á Indlandi og í Kína Hann sagði mér meira að segja að margir ágætir menn um þær mundir, bæði á Indlandi pg í Kína, væru endurholdgaðir íslendingar frá ofanverðri 12. öld og öndverðri 13. öld, eða frá um bil 80 ára tímabili, 1150 til 1230 eftir Krists burð. Það var því undir handleiðslu þessa manns, sem ég leit upp til sem fræðara míns, að allar mín- ar leyndustu hugsanir leituðu uppá yfirborðið. Og þó ég haldi því ekki fram, að ég muni fyrri tilverustig mín, þá trúi ég endurholdgunarkenningunni og kenningu hinnar miklu visku, sem þeiy hafa best túlkað Krist- ur og Búddha, og mestir af öll- um hafa verið; þessir höfuðleið- togar, sem langmestan og full- komlegastan þátt hafa átt í þróun mannkynsins á þessari jörð. °i.; Ég vil nú leyfa mér að taka nokkurn útúrdúr. Erfiðleikar Vesturlandabúa við að skilja speki Austurlanda eru því að kenna, að þeir eru aldir upp í allt öðru andrúms- lofti en Austurlandabúar. Ég vil því draga hér saman kjarnann úr heimspeki fræðara míns í eft- irfarandi orðum, sem hann brýndi stöðugt fyrir mér: „Öll trúarbrögð eru sprottin af opinberun Guðs til mann- anna. Þau tákna hin mismun- andi sjónarmið, sem mennirnar sjá Guð frá. Hinn blessaói Gotami-Buddha og maður sorganna Jesús Kristur eru báöir fulltrúar hins sama, Sol- ar Logoi: Báðir kenna einn og sama boðskap. En kjarninn í kenningum Buddha er speki, en í kenningum Krists kærleikur. En meðal okkar mannanna er ekki aðalatriðið hvaða stofn- anda hvort þessara trúarbragða viðurkennir, heldur hitt, í hverju sá andi birtist, sem við vestrænir menn nefnum krist- inn dóm“. Getið þér undrast, vinur minn, þótt ég ungur maður, tæplega tvítugur þegar þetta gerðist, yrði hugfanginn af hin- um sterka persónuleika fræðara míns? Þá skýrir Mikael Eyre frá því, að hann hafi ætlað sér að skrifa í ritgerðarformi eða söguágripi kenningu þá eða heimspekikerfi það sem hann hafði numið. Og einkum kvaðst hann hafa ætlað sér að skrifa um ísland hið sál- fræðilega chakra veraldarinnar. Landið sem hann gat ekki gleymt En aðrar ástæður og skyldu- störf öftruðu því. Hann hafði sest að í Messína á Sikiley og kvænst þar. En það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, að hann fékk tækifæri til þess að heimsækja löndin við austan- vert Miðjarðarhaf. I þeirri ferð rannsakaði hann ýmis merkileg rit í bókasöfnum í Aþenu, Salon- iki og Miklagarði, og skrifaði margt uppúr þeim. Hér var Mikael frá Eyri eins og endra- nær á höttunum eftir efni um landið, sem hann gat aldrei gleymt, ísland. í Saloniki kynntist hann pró- fessor nokkrum frá Armeníu, sem sýndi honum merkilegt og sjaldgæft handrit frá 1740. Höf- undur þess var hinn frægi franski kristmunkur og trúboði faðir Antoine Gaubil, sem var mestur allra fræðimanna síns tíma í kínverskum efnum, og einn þeirra manna sem fyrstir kynntu Evrópu Kínaveldi. Mikael vildi eignast handrit þetta, en þess var enginn kostur. Hann fékk aðeins að skoða það í viðurvist prófessorsins. Þó hefði verið betur að svo hefði farið, því þessi veslings maður var drepinn í einni hinna skipulögðu ofsókna á hendur Armeníu- mönnum í Saloniki þann 29. apr- íl 1903. Hús hans var jafnað við jörðu og allar eigur hans mis- kunnarlaust eyðilagðar. í þessu handriti var þess getið samkvæmt kínverskum heimild- um að lífið hefði fyrst átt upp- tök sín á þessari fjarlægu eyju, íslandi, sem þar er kallað „eitt hinna sjö dulrænu landa, og það fjarlægasta". Þar var þess einn- ig getið, að það hefði einmitt verið á þessari fjarlægu eyju, sem Kolumbus hefði fyrst heyrt gerið hins suðræna lands fyrir vestan hið mikla haf, sem varð til þess að hann réðist í að sigla yfir hafið og fann Ameríku aft- ur. Þá fann Mikael íslands einnig getið í Aþenu í ítölsku riti eftir Ramusio, sem gefið hafði verið út í Feneyjum 1853. Þegar Mikael kom aftur til Messina byrjaði hann á bók sinni um ísland fyrir alvöru og var búinn að semja um útgáfu hennar við útgefanda í Lundún- um. En það átti eftir að fara fyrir þessu ritverki eins og handritum armeniska prófess- orsins, því um þetta leyti, eða nánar tiltekið þann 28. desem- ber 1908, eyðilagðist Messina- borg í miklum jarðskjálftum. Mikael barg nauðulega lífi sínu, en hús hans og allar eignir fór- ust. Þá hvarf hann aftur heim til Englands. Þannig fór um sjó- ferð þá. Sennilega þarf fræðimann til þess að skilja til fullnustu hversu voðalegt áfall það er, að horfa á árangur margra ára strits og starfs glatast fyrir augum sér á einni dagstund. Mikael reyndi að vísu þremur árum síðar að skrifa ýmislegt upp eftir minni, en taldi árang- urinn af því einskis virði sem fræðirit sökum hinna glötuðu heimilda. En nú skulum við aftur grípa niður í bréfið til Asgeirs ræð- ismanns og gefa Mikael sjálfum orðið: Erfitt að þýða austræn hugtök Ég vil taka það fram sem formála fyrir ágripi því, sem ég ætla að rita hér á eftir, að eitt erfiðasta viðfangsefni mitt er að þýða austræn hugtök svo ljóst sé hvað við er átt. Við notum orð og tengjum við þau sérstakar merkingar, en okkur tekst að- eins að þýða mjög óljóst aust- Þ' 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.