Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 20
Játningar völvu Frh. af bls. 11 ins? Og jafnvel þótt mér tækist að smygla þeim út, hverjum átti ég að trúa fyrir þeim? Þáver- andi útgefandi minn las ekki bækur og hafði aðeins áhuga á fullgerðum handritum, og með- an hugsanir mínar svifu aftur til fortíðar eins og ljósgeisli frá vita yfir haf í næturkyrrð, varð mér allt í einu ljóst að fólk hafði árum saman flúið út úr lífi mínu eins og úr brennandi húsi og enginn gat láð því það. Hér sat ég og tókst að lifa af á þann eina hátt sem tök voru á og gat við engan talað um það. „Ég held að ég sé dálítið geðveik“ Svo gerðist það einn dag þeg- ar við héldum við vegginn af öll- um kröftum að hann opnaðist eins og vængjahurð. Ut úr hon- um gekk dr. V. ífærður slagkápu með svartan silkihatt eins eðli- lega og þegar máluð persóna gengur út úr ramma sínum í draumi. Hann settist á rúmið hjá mér og sló létt á vegginn með svörtum töfrastaf sínum. Hann sagði mjög skýrt eins og við heyrnardaufan eða vangef- inn: „Ef þér yfirgefið þetta hús áður en þér hafið verið úrskurð- uð heilbrigð skuluð þér ekki lengur gera ráð fyrir mér.“ Hann var mjög fallegur og það var undarlegt að ég hafði ekki hugsað um það áður. Án þess að svara opnaði ég skúffuna og rétti honum pappírsbunkann. Hann las blað eftir blað og gleði mín endurspeglaðist í dökkum augum hans sem urðu dálítið rök. Húrra, hrópaði hann, þetta er kraftaverk! Við brostum hvort við öðru og allt í einu var slagkápan hans horfin og ég sá að hann var í taujakka. Hin konan var óróleg vegna nærveru hans og hnúar hennar urðu al- veg hvítir af að halda ein við vegginn. Gervitennurnar höfðu dottið á gólfið. „Dr. V.,“ sagði ég, „ég held ég sé dálítið geðveik." „Auðvitað," sagði hann, „en það eru nú líka flestir listamenn." Hann klappaði mér á kinnina og mér datt í hug að hér snerti fólk aldrei hvert annað. Hann tók allar arkirnar með sér og lofaði að koma því til leiðar að ég fengi óhindruð að senda honum fleiri eftir því sem mér miðaði áfram. Ur þessu urðu tvær bækur, fyrstu endurminningar mínar: „Bernska" og „Æska". Þegar ég kom heim var hávaðinn við inn- ganginn þagnaður, en það er þriðja sagan. Þegar ég er langt niðri eða þegar ég sé kaldan fjarlægðarglampa hið næsta í augum mér, þrái ég þennan griðastað veraldar sem aðeins fáir þekkja. Allar dyr og glugg- ar eru máluð á veggina af óþekktum listamanni sem kannski heppnast ekkert annað. Hann gerði það til að róa hina kvíðafullu, þó að þeir spyrji eig- inlega aðeins öðru hverju til málamynda um útganginn. Innst inni vita þeir vel að hann er ekki til. 20 Séra Gísli Brynjólfsson Fýkur yfir hœðir Gamalt yrkisefni og örlagasaga úr Fljótum Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, sem hann nefndi „Fýkur yfir hæð- ir“ samkvæmt uppástungu stráks, sem sá skissu af henni. Myndin er líklega frá 1933: Sjá nánar frásögn í greininni. Upphaflega átti þessi grein eigin- lega aðeins að vera um hann Berg litia á Þrasastöðum og hana Ingi- björgu frænku hans, sem fórnaði lífl sínu svo að hann mætti lifa — eins og síðar mun sagt verða. En það fór eins og raunar oftlega endranær. Efnið hleður utan á sig þegar verkið er komiö í gang og það er hægara sagt en gert að setja punkt. Frásögnina af fyrrgreindu fólki er að flnna í Skagfirskum æviskrám IV, bls. 70—71. En af því að sú atburða- rás, sem þar er lýst, minnti svo ótrú- lega mikið á Fýkur yfir hæðir Jónas- ar Hallgrímssonar, kom það af sjálfu sér, að farið var að rifja upp þetta grátfagra Ijóð og aðdragandann að því, að listaskáldið góða tók sér fyrir hendur að yrkja það. Kvæði úr Sunnanpósti Eins og eflaust ýmsir vita, var það kvæði í Sunnanpósti sr. Árna Helgason- ar, sem varð til þess að Jónas fann hvöt hjá sér til þess að yrkja Fýkur yfir hæðir. Þegar Jónas kom heim, sumarið 1837, eftir 5 ára veru í Kaupmannahöfn, dvaldi hann um tíma á Breiðabólstað hjá sr. Tómasi Sæmundssyni og e.t.v. hefur hann þar lesið kvæði sr. Árna, sem birt- ist í Sunnanpóstinum, 8. tbl. 1835. Ekki var því þar gefið sérstakt nafn, aðeins þessi fáorða greinargerð: „1820 fannst móðir, dáin úti, í Nor- egi, en tvíburar, sem hún bar milli bæa vóru lifandi, vafðir innan í föt hennar, þar um var þetta qveðið:“ Allt erjafnslétt, ísyfir tjörnum, andi næðir kaldur á hjörnum; stjörnur dauft í snjóþoku skína, stefnunni því hægt er að týna. Fátæk móðir fer með tvo krakka, fram á leiðis, verður að flakka; erfiður er aumingja gangur, einkum þegar vetur er strangur. Tvíburar um háls móður hanga; henni verður megn um að ganga, fóta- kann ei framróa -árum, frosnum særist þunn kinn af tárum. „Annist Guð“ sei’r hún „aumingja þessa, ég er villt, en farið að hvessa; hvernig má ég börnunum bjarga, bitran svo þeim ei nái farga ?“ Spjarir af sér taka ei tefur, tjörgum þessum börnin hún vefur, frelsist þau frá nístingi nætur, nístings hel ei vinnur á sætu. „Komið, vetrar náköldu nauðir,“ nú hún tér; „þig hræðist ei dauði, börnunum er borgið, skalt vita, brjóstsins móður glóðar af hita.“ Nið’r á klakann synina sína síðan leggur; vindarnir hvína, áveðurs sig að þeim hún vefur, yl það nokkurn sveinunum gefur. Að næsta morgni menn hana finna, í megnis frosti dána, helstinna; en þá stranga upp taka reifa, í þeim bæði börnin sig hreyfa. Móðurást, sem aldrei kannt þverra, elsku muntu líkust vors Herra, meðan neisti lífs einhver lifir, líknar móðir barnið sigyfir. A.H. Stafirnir A.H. undir kvæðinu benda til þess, að höfundurinn sé Árni Helgason og að við hann eigi Jónas Hallgrímsson þegar hann talar í bréfi sínu til Konráðs, (?) sbr. Fjölnir III, bls. 30, um þann, sem fundið hafi „hér fullgott irkjis-efni“, þótt „báglega tækist að irkja“. Síðan hafa all- ir gengið út frá því að sr. Árni Helgason hafi ort þetta kvæði, þ.e. að það sé frum- ort og það gerir líka Jónas Jónsson í ís- lendingasögu sinni VIII, 1. bls. 358. Þar birtir hann raunar kvæðið allt og svo Fýkur yfir hæðir til samanburðar. Höfundurinn reyndist norskur Hins vegar upplýsir Matthías Þórðar- son, og hefur eftir Birni Gunnlaugssyni — sbr. Lbs. 2009 4t0, að kvæðið sé alls ekki frumort heldur þýtt úr norsku. Það birtist fyrst í vikuritinu Hermóði. Þar mun sr. Árni Helgason hafa lesið það, eins og fleira í því blaði, sem hann birti í Sunnanpóstinum. Höfundurinn var norskur lagamaður og ljóðasmiður, Conrad Nicolai Schwatch (1793—1860). Þótt æðimikið liggi eftir hann af kveð- skap, mun hann ekki hafa verið talinn tilþrifamikið skáld. Kvæðið um konuna, sem úr varð, og sr. Árni þýddi og birti í Sunnanpóstinum, kom síðar á prent m.a. í úrvali úr ljóðum Schwachs árið 1856. Það ber nafnið Betlersken paa Hitter- söen. Er þar tekið fram, að ort sé um raunverulegan atburð. Hittersö mun vera vatn á Þelamörk. Þar sem ekki er víst að nútímafólk sé læst á gotneskt letur skulu hér aðeins birt fjögur erindi. IHetlrrfkcn pcut gitterfáen. enorer .þitterfoené froéne 33olfler ga’er iiénenbe ben barjle Slftcnoinb, <£om þoirolentie en 6nefog=6ft) fotfolger, 2kení 9íorbIt)é glimte foagt meb blege 6!in. 6n fattig SWober gaaer meb toenbc 6f)oebe, 3 nœrme ©jergftab oil þun bctle íörob. 9If, ÍBctleré S8ei er ftebfe tung at trœbe, (Jnb tungere i 6neen btjb' og bl*b. Dm SDlobcvþalfen lt)i(Iingbi)rben þontgcr; SWoi ffirqften (tibnet fot bctt barftc 93inb; #un mcrgtet ci at fH)ttc gobcn íöenger, Og laaten frt)fct paa ben guftne Sitjb. „D ©ub! þootlebeé tebbev jeg be 6pœbe? 3eg fan ci meer, og Díatten ftunbcr frent. D gobe ©ub! þoor faacr jcg fun et íllctbc ÍKob Kattené bittc ííulb at txnne betn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.