Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 21
Röðin aö ofan: Jónas Hall- grímsson, sem „bætti um betur“, sá norski C.N. Schwach, Bergur Jónsson og Guftmundur Bergsson. Til vinstri: Árni Helgason. Til hægri: Þrasastaöir í Stíflu. Nú geta menn borið þýðinguna saman við frumtextann. En hér, eins og raunar alltaf, kemur það út á eitt: þýtt eða frum- samið, skáld eða ekki skáld, that is the question. Hinn raunverulegi atburður, fórn móðurástarinnar, var „fullgott yrk- isefni, ef skáld ætti með að fara og það hefur sá fundið, sem orti kvæðið“, eins og Jónas kemst að orði í fyrrnefndu bréfi sínu, sem fylgdi kvæðinu Fýkur yfir hæð- ir, til Fjölnis. „Ég er ekki skáld,“ segir þar ennfrem- ur. Manni satt að segja ofbýður lítillætið, þegar maður sér þessi ummæli „lista- skáldsins góða“ um sjálfan sig, ekki síst þegar þau eru sett í samband við eitt af hans vinsælustu ljóðum, sem margir lærðu utan að, — þakkað veri Þórhalli biskupi, sem tók það í sín góðu skólaljóð. Og enn á það sinn sess í þessháttar skóla- bókum. Tómas Guðmundsson segir líka, að Heiðlóarkvæðið og Fýkur yfir hæðir hafi verið þau ljóð Jónasar, sem hafi átt greiðastan aðgang að hjarta þjóðarinnar og fljótlega komist á hvers manns varir. Þó segja félagar Jónasar við Fjölni að þeim þyki raunar lítið til kvæðisins koma. (Fjölnir III, bls. 30.) Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel. í fjailinu dunar, en komið er él. Snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt. Auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er in grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar og sofandi barn hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum ? En mátturinn þver. Hún orkar ei áfram að halda. „Sonur minn góði, þú sefur í værð, sérð ei né skilur þá hörmunga stærð, sem að þér ógnar og á dynja fer. Eilífi Guðssonur, hjálpaðu mér saklausu barninu að bjarga. Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt. Sofa vil eg líka þá skelfingarnótt. Sofðu. Eg hjúkra og hlífi þér vel. Hjúkra þér móðir, svo grimmasta él má ekki fjörinu farga. “ Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið. Fannburðinn eykur um miðnæturskeið. Snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá beljandi vindur um hauður og lá í dimmunni þunglega þýtur. Svo þegar dagur úr dökkvanum rís dauð er hún fundin á kolbláum ís. Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík líknandi vetur. En miskunnarrík sól móti sveininum lítur. Því að hann Iifir og brosir og býr bjargandi móður í skjólinu hlýr, reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó barninu værðir og lágt undir snjó fölnuð í frostinu sefur. Neisti guðs líknsemdar, ljómandi skær, lífinu beztan er unaðinn fær, móðurást blíðasta, börnunum háð, blessi þigjafnan og efli þitt ráð guð, sem að ávöxtinn gefur. Örlagasaga úr Fljótum En er nú ekki kominn tími til að hverfa aftur að því, sem getið var um í upphafi þessa greinarkorns? Þá víkur sögunni norður í land, í þá sumarfögru, en snjóþungu sveit, Stífluna, og fjalllendið fram af henni, Lágheiðina. Fyrir síðustu aldamót bjuggu á bænum Þrasastöðum í Stíflu í Skagafjarðarsýslu, hjónin Bergur Jónsson og Katrín Þor- finnsdóttir. Þau voru komin á efri ár. Hjá þeim voru meðal annars heimilis- fólks tvö uppkomin börn þeirra, Guð- mundur og Ingibjörg. Á heimilinu var líka sonarsonur þeirra, 7 ára drengur, Bergur Jónsson. Guðmundur Bergsson var rómaður fyrir afburða atgervi og dugnað og hverskonar myndarskap, bæði til líkama og sálar. Þegar sá atburður gerðist, sem hér verður frá sagt, var hann 26 ára gam- all og hefur því staðið upp á sitt besta. Enda kom það sér vel í þeirri þrekraun, sem hann innti af hendi, eins og síðar mun sagt verða. Það er alkunna, að eins og Stíflan er ein fegursta sveit, þá er hún einhver hin mesta fannakista á íslandi, svo að þar sér iðulega ekki á dökkan díl svo mánuðum skiptir að vetri til og oft langt fram á vor, þegar illa árar. „Snjóasamt er hér mjög á vetrum," segir í gamalli sóknar- lýsingu úr hinu gamla Knappstaða- prestakalli. Þar segir líka, að stundum komi ofsaveður með stórbyljum en logni á milli. Þrasastaðir, bærinn sem nefndur var áðan, er fremst í Stíflu rétt við veginn þar sem leið liggur úr sveitinni yfir Lág- heiði til Ólafsfjarðar. Var oft leitað eftir fylgd og annarri fyrirgreiðslu á Þrasa- stöðum í sambandi við ferðir yfir Lág- heiði, ekki síst ef illa leit út með veður og vegi að vetri til. Nú er þar til máls að taka, að þann 1. maí 1897, bar gest að garði á Þrasastöð- um, konu — Guðrúnu Jónsdóttur að nafni. Var hún á leið til Ólafsfjarðar enda átti hún þar heima. Guðrún kom inn í bæ og þáði góðgerðir. Talaðist þá svo til milli hennar og Ingibjargar Bergsdóttur, að Ingibjörg gengi með henni áleiðis til Lágheiðar. Þegar þær eru komnar nokkuð frá bænum kemur Bergur litli, 7 ára drengurinn, áðurnefnd- ur, bróðursonur Ingibjargar, hlaupandi á eftir þeim og slæst í för með þeim. Hann var illa búinn, enda ekki til þess ætlast að hann færi nokkuð af bæ, þótt svona tækist til og varð nú svo að vera, móti vilja Ingibjargar. Ekki munu konurnar hafa sem skyldi veitt veðurútlitinu eftirtekt, en enginn karlmaður var heima í bænum. Þeir voru allir í húsunum við gegningar. Ekki höfðu þau, konurnar og Bergur litli, lengi gengið, þegar gerði dimmt él. Og svo, eins og hendi væri veifað, laust á stórhríð með miklum veðurofsa. Það var þeim fyrst til bragðs að taka, konunum, að tína af sér eitthvað af fötum til að skýla Bergi litla með, en hann var mjög illa búinn, eins og fyrr er sagt. Segir nú ekki meira af þeim að sinni. Um það orti ekkert skáld Heima á Þrasastöðum var fólki ekki rótt, sem von var, eins og allt var í pott- inn búið. Hófu karlmenn þegar leit að fólkinu og fundu það talsvert norðar á heiðinni en vænta mátti, en þó á nokkurn veginn réttri leið. Mun það hafa verið hjá svonefndum Dýrhól, sem er um það bil hálfrar stundar gangur frá Hreppsendaá, næsta bæ Ólafsfjarðarmegin. Þar höfðu þær konurnar grafið sig og drenginn í fönn, en Guðrún stungið priki sínu í skaflinn. Hún var hress eftir atvikum svo og drengurinn en Ingibjörg var orðin meðvitundarlaus. Engin tæki eða áhöld höfðu leitarmenn með sér, sem gætu að gagni komið til að flytja Ingibjörgu til byggða. Tók nú Guð- mundur systur sína í fangið og bar hana hvíldarlaust til bæjar á Hreppsendaá í ofviðrinu og ófærðinni. Var þrek og karl- mennska Guðmundar mjög rómuð í för þessari eins og raunar fleiri ferðum, sem hann fór við sömu eða svipaðar aðstæð- ur. En allt kom fyrir ekki. Ingibjörg varð ekki lífguð. Hún andaðist áður en hún kæmist til meðvitundar. Með því að fórna lífi sínu, hafði hún bjargað Bergi litla frænda sínum. — En það varð ekkert skáld til þess að yrkja um fórn hennar. Eftirmæli hennar eru aðeins ein lína í kirkjubók, skrifuð með nettri rithönd sóknarprestsins á Barði, sr. Tómasar Björnssonar: Ár 1897, d. 1. maí, gr. 15. maí: Ingi- björg Bergsdóttir bóndadóttir á Þrasastöðum 32 ára. Þegar Bergur Jónsson óx upp, giftist hann jafnöldru sinni, Guðnýju Bene- diktsdóttur úr Fljótum. Voru þau þar í húsmennsku á ýmsum bæjum og stund- aði Bergur sjómennsku. Hann dó úr tær- ingu 11. marz 1917. Meðal barna Bergs og Guðnýjar er Guðmundur, bóndi í Hvammi í Ölfusi, sem þar býr rausnarbúi með konu sinni, Þrúði Sigurðardóttur. Af þeim hjónum er frásagnarþáttur í II. hefti bókaflokksins í dagsins önn eftir Þorstein Matthíasson. Og svo skal þess getið í lokin, að mynd og ýmsan fróðleik í grein þessa hef ég fengið hjá Jórunni, dóttur Guðmundar á Þrasastöðum. G.Br. 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.