Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 22
Þórður Tómasson Skógum Á fund fortíðar „Ég vildi ég væri kominn hvurt? Kannski eitthvað langt í burt,“ sagði óþreyjustúlkan endur fyrir löngu. Við leitum mörg yndis og fegurðar á fjar- lægum stöðum, en rétt heima við bæjarvegg geta leynst staðir sem gera mann líkt og berg- numinn ef á þá hittist á heilla- stundu. Af bæjarhlaðinu heima í Vallatúni undir Eyjafjöllum var Miðskálaheiðin hluti af sjón- hringnum og hún togaði í mig frá því ég var barn. Það gerðu ekki síst sögurnar hennar Laugu sem ég ólst upp með og nam af fræði og sagnir, svo oft talaði hún um æskuár sín á Mið-Skála á sjöunda tugi 19. aldar. Auðvelt var mér að leggja þetta land undir fót, en ein- hvern veginn dróst það þó á langinn. Á ferðum mínum út og austur með Eyjafjöllum leit ég oft upp í Miðskálaheiði. „Hve- nær skyldi ég láta verða af því að rölta þennan spöl?“ varð mér stundum á að hugsa, en það var farið að halla undan fæti þegar ég lét loks verða af því. Bjartan og hlýjan dag í byrjaðan sept- ember 1981 ók ég bílnum mínum austan frá Skógum út að Mið- Skála og gekk til fundar við land í senn kunnugt mér og ókunnugt. Ég lagði bílnum neðan við Sandbólið sem er austast í Miðskálatúnum. í þann tíð er ég byrjaði að ganga í barnaskólann hjá Sigmundi Þorgilssyni á Ysta-Skála, góðrar minningar, var Sandbólið þúfnakargi á grýttu ísaldarholti, en Sigurjón Sigurðsson í austurbænum á Mið-Skála breytti því í töðuvöll. Ekki man ég betur en þá mótaði fyrir fornum tóttum syðst í Sandbólinu og líklega leynast þær þar í jörð. Vestan við Sandbólið, rétt neðan við trað- arkjaftinn á Mið-Skála var Miðskálaréttin þegar sagna- kona mín, Arnlaug Tómasdóttir í Vallatúni var að alast upp á Mið-Skála. Austan undir Sand- bólinu fellur Miðskálaá, forða- búr frumbyggjans Ásólfs Konálssonar sem Skálarnir þrennir báru í öndverðu nafn af. Heiðarvanginn innan við Sandbólið var vafinn í loðnu grasi. Hér hafði engin ofbeit verið sumarlangt, eða þá að þetta voru ekki kjörgrös fyrir sauðfé. Ekki tók það nema nokkur andartök að ganga upp í gamla Stekkatúnið þar sem grjóthlaðin Miðskálaréttin var í seinni tíð. Nú er hún aðeins minning liðinna daga. Ofan við réttina er tóttin af ærhúsinu hans Árna Ingvarssonar sem átti svo mikinn róm yfir málinu að frá fjárhúsinu gat hann talað yfir um Miðskálaá til fólksins á Ásólfsskála og er þó víst um hálfur kílómetri milli staða. Þá var morgunkonan dugmikla, Þorbjörg Bjarnadóttir á Ás- ólfsskála, löngu búin að taka upp eld og setja skyr á síu og hægurinn hjá að skreppa austur um ána og staldra við hjá góð- um nágrönnum. Enn sé ég Árna glöggt fyrir mér, þar sem hann stóð inni í kór í gömlu Skálakirkju og þandi sig í bassanum, tyllti sér á tá, renndi sjónum upp yfir gler- augun og út um kirkjuna. Betri eða fegurri bassi kom aldrei í Skálakirkju. Vera má, að hann hafi tekið fullmikið á í fyrstu tónunum í laginu: „Af innstu rót mín önd og sál sig gleður", en fallegt var það. Nú er gröf hans á sama stað í grunni gömlu kirkjunnar og á grafsteininn er letrað sannmæli prestsins og skáldsins í Holti, séra Sigurðar Einarssonar: „Söngvinur, menntavinur, mannvinur", ef ég man rétt. Oft hugsa ég um það, hve þessi fátæki, einstæðingsbóndi var ríkur og hve mikið hann gaf öðrum í gleði og skemmtun. Það líkt og lifnaði yfir hverju heim- ili þar sem hann var gestur. Fræðandi og skemmtandi við- ræður hófust og þar var ekki verið að tala um náungann, bresti hans eða galla. Árni átti einstaka frásagnargáfu, þessa að gera hversdagsleg atvik að eftirminnilegum atburðum. Bæjarhrafninn hans var enginn venjulegur krummi, Bláus hans var afbragð annarra katta, Gráni hans bar af öðrum hest- um og með stolti hugsaði ég til þess að hann var fenginn hjá föður mínum. Margar sögur sagði Árni af hestinum Frosta og hundinum Sírusi sem voru að velli lagðir fyrir mitt minni, en lifa enn í list Ríkarðs Jónssonar myndskera. Notaleg gamansemi yljaði jafnan orð Árna. Glöggt dæmi þess er vísan sem hann orti til heimasætunnar á Mið- Grund: Það ættirðu einmitt að kjósa, þá eignastu skeið fyrir brokk, ef ég fengi þig og þann ljósa en þú fengir mig og hann Lokk. „Það gekk ekki saman með okkur,“ sagði Árni og lyfti brún- um með brosi. En ég mátti ekki 22 Árni Ingvarsson i Ásólfsskéla i góóri stund. Gamii bærinn hans Árna. hugsa of lengi til Árna, ferðinni var heitið lengra inn á heiðina. Ég lagði á brattann, keifaði upp hjá Skarnbóli og upp undir Gildruhamarinn. Bjarni í Skála- koti hafði sagt mér að þar yrði ég að koma við og ég var ósvik- inn af því. Á grundinni sunnan undir klettinum eru þrjár sam- byggðar tættur frá stekktíð Miðskálabænda. I miðju er lítil grjótrétt, vestan við hana lambakróin og austan við hana einna helst tótt eftir lítið sauða- hús. Miðtóttin, réttin, er án efa stekkurinn. Allt er þetta enn mjög skýrt og greinilegt, stórir steinar hafa verið felldir í hleðslur af mönnum sem kunnu vel til verka. Skammt til útsuð- urs frá stekknum er kvíarúst á brekkubarði. Hún er öll á lengd- ina, um 11 metrar frá vestur- dyrum til gafls, en breiddin að- eins um hálfur metri innan veggja. Tveir vænir kampstein- ar skjóta upp kolli við dyr. Kvía- breiddin samsvarar því að ein röð af kvíám hafi staðið með öðrum langvegg. Þarna kunna að hafa verið um 30 ær í kvíum og hæfir stærðin stekkjarrúst- inni undir Gildruhamri. Utan dyra, austan við miðjan vegg, er hleðsla sem mætir veggnum í kröppu horni, aðhaldið við inn- rekstur kvífjár. Engar fornar kvíar undir Eyjafjöllum taka þessum fram að formfegurð. Hæðin ofan við stekkinn heit- ir Gildra. Hún er varin hamra- belti móti suðri. Nafna hennar er í Ásólfsskálaheiði. Hvað merkir nafnið? Ég gekk upp með hamrinum og upp á hæð- ina. Skyldi einhvern tíma hafa verið þarna tófugildra? Ekki sá ég nein merki þess og vel getur heitið verið leitt af því að lands- lagið gildri fyrir sauðfé í smöl- un. Stekkur, lambakró og kvíar í Miðskálaheiði, er einn þeirra rústastaða sem merkja þarf á rústakort landsins. Af bókum getum við lesið um fráfærur, stekktíð og kvíamjaltir, en sag- an rís upp í nýju ljósi þegar maður stendur á tóttum löngu liðinnar lífsbaráttu. Örnefnið Lambhagi er skammt í brottu frá þessum stað fremst í Miðskálagili, aust- anmegin. Þar afmæddu Ásólfs- skálabændur lömb sín að lok- inni stekktíð. Ég lagði lykkju á leið mína niður að Miðskálagili. Blessuð sólin stafaði geislum sínum um land og haf á hlýlega byggðina í Skálakróknum og suður um Holtshverfi þar sem ég hafði slitið barnsskónum. Miðskálaá og Holtsá streymdu að ósi og glitruðu í sólarbirtunni líkt og silfurbönd. Holtsnúpur gnæfði mikilúðlegur upp yfir sléttuna og Flárnar vestan í honum skinu í litadýrð kvöldsólar. Það var blæjalogn, fegurð og friður hvert sem litið var. Ég fór að hugsa um það hvort maður gæti geymt i huga sínum yndi þessa haustdags til dimmra og langra vetrardaga. Hinum megin við Miðskálaána bjó fyrir skömmu vinkona mín, hún Björg á Ás- ólfsskála sem orti þessa vísu: Ljúft er þau ljósbrot að geyma, þá liðið er æskunnar vor, sólina og sæluna dreyma og svifléttu bernskunnar spor. Þetta kvað hún, þrotin að heilsu, svipt tveimur ástvinum, en óþrotin að góðvild og gleði. Með háifum huga skyggndist ég ofan í djúpt Miðskálagilið. Endur fyrir löngu höfðu björgin klofnað og myndað þarna brú niðri á milli hamraveggjanna, brú sem var ótroðin af mönnum og dýrum, líkt og ósnortið helgi- land. í undirgöngum undir brúnni streymdi fram Miðskála- áin ár og síð og alla tíð. Upp úr grænum mosaþembum og öðr- um gróðri niðri á brúnni, breiddi úr sér hvannstóð og Árni og séra Siguröur í Holti. stóriburkni og á bergveggjunum áttu birkuhríslur sér öruggt griðland. Þetta hlaut að vera sú Jarðbrú sem Lauga hafði svo oft talað um. Þangað niður hafði faðir hennar sigið eftir hvanna- leggjum og hvannarót til að bæta í búið eftir langan og strangan vetur. Þetta var líkt og að líta inn í fyrirheitna landið. Eitthvað þessu líkt hefur það verið að litast um í Miðskála- heiðinni áður en maðurinn kom með tannhvasst búfé sitt til þess að leggja undir sig gróðursælt, ónumið land. Heiðin er hér lítið eitt á fót- inn og gilið bætir við sig á dýpt- ina innan við Jarðbrú og þreng- ist jafnframt. Nú er stutt inn á olnbogann þar sem Miðskálaá beygist til landnorðurs í átt inn að Hestafossi. Framan við oln- bogann fellur áin í háum, fögr- um fossi niður í þröngt gljúfrið. Þarna er Dimmikrókur, hæli tröllkonunnar sem flutti vestur í Tröllagil norðan að Núpsheiði er klukkur Ólafs kóngsins helga á Ásólfsskála fóru að hljóma um dalinn. Ég lagði ekki í að skyggnast eftir bóli tröllkon- unnar niðri í gljúfrinu. Innan við Dimmakrók eru Þrengslin í Miðskálaheiði og nýtt sjónarsvið opnast. Þetta er land sem álengdar leynir fegurð sinni. Gilið breytir um svip, verður grunnt og greitt yfirferð- ar. Vænn lækur fellur fram um Þrengslin. Gróin hlíð er fram- undan hið neðra. Ofar rís Miðskálaegg, þungbúin á svip með hamraveggjum og klettum. Mórauði standur leynir sér ekki uppi undir Egginni. Breiðar skriður leggja undir sig landið neðan hamranna. I sögnum er sagt að allt þetta skriðuland hafi verið vel gróið á fyrri öld- um. Þá átti Allra heilagra kirkja í Holti 12 sauða vetrar- göngu austan í Egginni. Austanverðu við Þrengslin eru þykkar gróðurtorfur suður undir Miðskálagili. í jöðrum þeirra eru blásin moldarbörð. Þvertorfur heita þær frá fornu fari. Langt á kári enn í land með að svelgja þær í sig, en glöggt er hvert stefnir. Torfurnar lífga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.