Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 4
að var á jólaföstu 1926. Þorpið kúrði eyðilegt og grátt við litlu höfnina sína. En það var ekki ysinn né annríkið við þá höfn. Úti í slyddumuggunni á legunni lá flóabáturinn í vetrar- lægi, dottaði þar og ruggaði og mundi ekki verða hreyfður fyrr en á útmánuðum. Uppi í Trölla- vogi fúnuðu hinar gömlu fiski- skútur verzlunarinnar. Sú var tíðin, að þær brunuðu inn á litlu höfnina fyrir þöndum seglum og röskir sjómenn ferjuðu í land bát eftir bát af saltfiski. Allt sumarið var kvenfólkið og land- mennirnir önnum kafið við að verka og þurrka fiskinn. Það var líf og fjör — aurar í vösum og úttekt í búðinni. Vetrarforði á heimilunum, fiskæti í hjalli, kjöt í tunnu. — En sú tíð var liðin og hennar sá engan stað. Verðbreytingar og nýir við- skiptahættir höfðu feykt um koll velmegun þessa litla þorps í umrótinu eftir styrjöldina. Eiginlega skildi fólkið ekki af hverju þessi ósköp voru yfir það komin. Til að sjá var allt eins og það hafði verið frá alda öðli, fjöllin, flóinn, fiskimiðin, tún- blettirnir, fiskireitirnir. Og þarna voru húsin, allt var kyrrt á sínum stað, jafnvel stóra pakkhúsið, sem nú var galtómt, og salthúsið, sem líka var næst- um tómt. Nei, fólkið skildi ekki orsakir þess að það var farið að eiga bágt. Hér hafði fólk aldrei átt bágt, svo lengi sem menn vissu. Jafnvel ekki í Móðuharð- indunum. Jafnvel ekki þegar siglingin brást ár eftir ár fyrr á tímum. Var von, að fólk skildi þetta? Nei, það var engin von. En það var að læra ný, undarleg orð. Kreppa, verðhrun, atvinnu- leysi, hétu þau. Og fólkið notaði þessi dularfullu orð eins og nokkurskonar gönguprik til þess að pota sér út úr þessu myrka völundarhúsi skilningsleysisins. En það hjálpaði ósköp lítið. Þessi dularfullu orð voru fundin upp einhversstaðar langt úti í löndum, þar sem mestallur djöf- ulskapur heimsins átti upptök sín — ef ekki allur. En það var eitt, sem fólkið skildi — og þurfti engin dular- full orð til að útskýra það. Það skildi, að það átti bágt, og að það hafði áður átt betri daga. Og veturinn lagðist á hugina með tvöföldum þunga og það grúfði dapurleiki og áhyggja í litlu húsunum sem ekki höfðu séð málningu árum saman. Og nú fóru jólin í hönd. En það var þá heldur tilhlökkunar- efni! Nú var ekki lengur í það hús að venda að fara til gamla kaupmannsins, orna sér vel í hlýrri og rúmgóðri búðinni, taka svo út flík á krakkana, hveiti, sykur og rúsínur í jólabakstur- inn og slifsi handa konunni til að bera við kirkjuna á jóladag. Taka þetta bara rétt eins og maður ætti það, út á eftirstöðv- ar af sumarhlutnum, eða þá upp á vonina í væntanlegum vertíð- arhlut á skútunum. Nei, ónei — það var ekki í það hús að venda. Gamli kaupmaðurinn átti engar skútur lengur, hann átti enga kramvöru í búðinni sinni, engar rúsínur og engan sykur. Hann var öllu rúinn, eins og skúturnar hans, sem voru að fúna í fjör- unni á kostnað bankans. Og þessi kaupfélagsómynd, sem þeir voru að basla með kennarinn og oddvitinn og bændurnir í eyjunum. Það var bezt að nefna það ekki. Það var ekki svo beysið! Það átti engar skútur, engan bát. Það átti ekki neitt handa neinum, nema bændunum, sem höfðu innlegg, ull. og selskinn og æðardún á vorin og sláturfé á haustin. Og já, þeim var ekki vorkunn, körl- unum þeim. Og svo náttúrlega nóg handa launamönnunum. Þeir þurftu ekki að kvíða, frem- ur en vant var, presturinn, stöðvarstjórinn og læknirinn. Það var einhver munur að hafa landssjóðinn til að moða úr, og geta gengið sparibúinn upp á hvern dag! Svona var hugsað í litlu húsunum í þorpinu, þar sem ekkert var til neins. En svona var hugsað án allrar öf- undar og beiskju. Það var svo sem engin nýlunda, að mann- fólkinu væri mismunað: Það hafði lengst af svo til gengið í veröldinni — mundi líklega lengst af gera það, ef hún var sjálfri sér lík. Og karlarnir tóku í nefið og buðu hver öðrum korn, ef þeir áttu þá einhverja vitund eftir í pontunni. Og konurnar bogruðu yfir eldavélinni sinni og reyndu að fá glóð í hálfblauta þaraþönglana með ofurlítilli ögn af kolum, — sem vitanlega varð að spara. Einhvern veginn varð að velgja matinn, á meðan eitthvað var til að láta í pottinn. Já, á meðan það var. — Þetta var þorpið, sem forsjónin hafði úthlutað mér sem verkahring, nývígðum presti. Ég hafði komið þangað á fardögum um vorið. II Jólaföstudagarnir silast áfram svipþungir, stuttir og myrkir. Það er ekki laust við, að mér leiðist. Annars er það full vægilega til orða tekið. Það gripu mig köst, þegar mér leidd- ist óskaplega. Ég saknaði skóla- félaga og vina, glaðværðar, sam- félags, mannfunda. Að vísu hafði ég bækur að lesa. Og gott var það, svo langt, sem það náði. En mig dreymdi um framhalds- nám, frelsi, ferðalög, leikhús, konsertsali, andríkar viðræður, eggjandi kynni, glæsilíf hárrar menningar í stórum borgum. Sem betur fór, var ég svo viti borinn, að ég minntist ekki á þessa drauma mína við nokkurn mann. Það hefði verið hlegið að mér. Vesalings fólkið hefði feng- ið þá áhyggju ofan á aðrar, að líklega væri presturinn tæplega með öllum mjalla, vesalingur. En einhvernveginn varð að fylla dagana, gæða þá innihaldi og meiningu. Það voru þarna ungir drengir, sem þráðu að læra, komast í skóla, en gátu það ekki fyrir fátæktar sakir. Þeir stóðu í nákvæmlega sömu sporum og ég hafði staðið fyrir tólf árum. Því ekki að kenna þeim? Ég fór að kenna þeim gagnfræðanám, og það fyllti marga dauflega stund með ró- legri gleði. Og heimsækja gamla fólkið. Það var líka þakksamlega þegið. Stundum gekk ég á fund karlanna, þar sem þeir voru að dunda við trillubátana sína, eða að gera að aflanum sínum, því miður var hann oftast nær lítill. Þeir höfðu ekki báta til þess að sækja þann gula út á djúpmiðin, þar sem hann hélt sig. Og þó kom það fyrir, að þeir fengu dá- fallega spröku. Gömlu, góðu lúðumiðin þeirra voru ekki alveg þurrausin. Eða slatta af sæmi- legum þyrsklingi með einstaka málfiski innan um, þetta var helzta björgin með kartöflunum upp úr litlu görðunum. Það var gott að tala við þessa harðgerðu æðrulausu menn. Þeir kunnu ekki að kvarta og yfir áhyggjurnar, sem þeir báru innra með sér, áttu þeir til að breiða hrjúfa, orðknappa fyndni. Þegar hrunið hafði lagt þilskipaútgerðina í rúst, stóðu þeir augnablik ringlaðir, eins og maður, sem fengið hefur högg. Svo hristu þeir af sér doðann og vímuna, ypptu öxlum og fóru að lappa upp á bátkænurnar sínar, rifja upp vinnubrögð æskuár- anna og róa. Yngri mennirnir, sem léttari hala áttu að veifa, kvöddu æskustöðvarnar og leit- uðu í aðra staði, þar sem betra var til fanga. — „Hann er farinn suður," sögðu rosknu mennirnir, — „það fara allir suður, sem geta.“ Af öllum fjórum höfuð- áttum veraldarinnar var suður sú eina, sem virtist búa yfir ein- hverjum úrlausnum fyrir ör- bjarga fólk. Aðrar áttir komu ekki til greina í þorpinu, þær voru eiginlega ekki til. Jú, það var gott að tala við karlana. Þrátt fyrir allt baslið virtust þeir búa yfir einhverju innra öryggi, jafnvægi, hljóðum krafti, sem hélt þeim uppréttum á hverju sem gekk. Veröldin mátti verða eins vitlaus, ranglát og öfugsnúin, eins og henni sýndist, það kom þeim ekki við, nema að vissu marki. Henni skyldi aldrei slá upp flatri, þar sem þeir áttu að standa við keip- inn. „Tja, ætli maður verði ekki að reyna að basla eitthvað," sögðu þeir. Þeir sögðu það, þeg- ar verzlunin fór á höfuðið. Þeir sögðu það, þegar gráðugt haust- brimið æddi upp í varirnar og laskaði bátinn þeirra. Þeir sögðu það líka, þegar uppáhaldsána flæddi á einhverju skerinu, eða næturfrostið eyðilagði uppsker- una úr kálgarðinum. „Tja, ætli maður verði ekki að reyna að basla eitthvað." Þetta var eins og hálfþunglyndislegt undirspil við allt þeirra ævistrit. Og stundum hófst þetta basl þeirra upp í voldugar hæðir karl- mennsku og hetjudáða. — Ekki nærri alltaf. — Öðru nær. En þegar það gerðist, var eins og það sprengdi af okkur álagaham og gerði okkur öll eins og við vorum í raun og veru — eða vildum vera. Þannig varð það um sjóferð- ina, sem jafnan síðan var kölluð jólaróðurinn hans Péturs. Jólaróðurinn hans Péturs varð mér minnisstæðastur af öllu, sem ég lifði þarna í þorpinu — og hann er orsök þess, að ég rifja þessa sögu upp... Jú, það vantaði ekki, það gat verið nógu skemmtilegt að tala við karlana. En skemmtilegast- ur þeirra allra fannst mér þó Pétur í Tangabúðinni, — Pétur Hallsson. Pétur var hár vexti og vörpulegur á velli, mikill í herð- um, en hvatur og léttur í spori. Það var sagt, að hann væri tröllsterkur og hefði aldrei orðið aflfátt. Hann var hvass á brún, ennið hátt og mikilúðlegt, hakan sterkleg og festuleg, svipurinn markaður alvöru, sem jaðraði við hörku. Pétur var hvorki margmáll eða ýkja mannblend- inn, en þó laus við að hrinda mönnum frá sér, gat átt það til uð vera sérkennilega rakleiður í svörum og hlýr í viðmóti, ef svo skyldi vera, einkum ef hann var hreifur af víni. Því Pétri í Tangabúðinni þótti gott í staup- inu. Það var ekkert leyndarmál. En hann var ekki meiri drykkju- maður en svo, að hann átti oftast einhverja glætu á pelan- um sínum, þegar aðrir áttu ekk- ert — og báru sig báglega. Oftast nær áttu þeir ekkert. — Svona er að kunna ekki með þetta að fara, sagði Pétur, þegar svo stóð á. — Dreyptu á þessu kunningi. Það var ómögulegt annað en að taka eftir Pétri í Tangabúð- inni í þessu litla samfélagi. Hann var fyrirmannlegri en nokkur hinna sjómannanna, gekk betur til fara, hafði sitt eigið persónulega snið. Litla býl- ið hans, Tangabúðin, vár spöl- korn utan við þorpið. Framund- an því hafði hann uppsátur sitt og bát sinn og fiskhjall. í kring- um litla íbúðarhúsið sitt hafði hann grætt upp snoturt tún úr óræktarmóa og þau höfðu kú í Tangabúðinni og nokkrar kind- ur. Fram undan húsinu var vel hirtur matjurtagarður. Mér var sagt, að Pétur væri fæddur og upalinn þarna í Tangabúðinni. Þá hefði Tangabúðin verið ótta- legt hreysi, skelfileg fátækt og sultur. Pétur fór að heiman strax eftir fermingu, fór til sjós, var í förum víða um lönd í mörg ár, gerðist síðan sjómaður á tog- urum í Reykjavík. Eftir það fór hann að koma heim öðru hvoru, hjálpaði móður sinni í elli henn- ar. Vorið sem hún dó, keypti hann kotið af hreppnum og galt svo ríflega, að hreppsnefndin hélt, að hann hlyti að vera eitthvað bilaður. Síðan tók hann að byggja sér þarna hús, laga lendinguna, koma sér upp fisk- húsi, girða móann, rækta tún. „Að hann Pétur skuli nenna því að standa í þessu stússi," sagði fólkið. — „Að hann skuli ekki heldur drífa sig til sjós og rífa upp peninga. á trollara — hann, sem getur valið um pláss!" En það var nú einmitt þetta, sem Pétur Hallsson nennti. Hann keypti sér liðlegt þriggja manna far, setti vél í bátinn og reri, þegar færi gaf — reri einn á báti og fiskaði vel. — „Að hann Pétur skuli nenna að vera að gutla þetta einn!" sagði fólk- ið. En Pétur gutlaði einn og fisk- aði á við þrjá. — Já, hann gekk oft fram af fólkinu hann Pétur í Tangabúðinni, með sínu kynlega hátterni. En það lék ekki á tveim tungum, að hann var vaskasti og hyggnasti sjómaður- inn í þorpinu, og sennilega í öll- um nálægum verstöðvum. Þegar í nauðirnar rak, var alltaf leitað til Péturs í Tangabúðinni. Þegar brjótast þurfti út í póstskipið í bandóðu veðri, var sent eftir OLAROÐUR PÉTURS / TANGARÚÐINNI Saga eftir séra Sigurð Einarsson í Holti 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.