Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 8
Umdeildar endur- minningar í Noregi Dóttursonur Björnstjerne Björnsons leysir frá skjóðunni Karoline og Björnstjerne Björnson 1897. Á sl. ári kom út í Noregi bók, sem ber heitið „Aulestad Tur-Retur“ (Aulestad fram og til baka), og er eftir B.A. Björnson-Langen, dótturson þjóðskálds- ins norska, Björnstjerne Björnson. Eru þetta óvenjulega hreinskilnar og opinskáar endurminningar frá bernsku og æsku höfundar, sem dregur ekki ein- ungis fram hinar björtu hliðar á mönnum og atvikum. Sérstaklega munu lýsingar hans á móður sinni hafa komið mönnum á óvart, enda olli bókin miklu fjaðrafoki í Noregi, er hún kom út. Ég frétti fyrst af bókinni í norsku viku- rití, þar sem hneykslazt var yfir því, hvernig þar væri talað um nánustu ætt- ingja. En brátt var þeirri umsögn svarað í sama blaði og borið í bætifláka fyrir höf- undinn. Þótti þar sem óþarfa viðkvæmni heföi gætt varðandi Björnsons-fjölskyld- una. Eg rakst svo á bókina í Norræna húsinu og las hana af athygli og ánægju, hvernig svo sem menn vilja leggja það út. Hún er lipurlega skrifuö og af einlægni, sem er næsta óvenjuleg aö ýmsu leyti, en ekki af meiri illkvittni en hinir beztu les- endur eru haldnir. Höfundur ólst upp við óvenjulegar að- stæður frá mörgum sjónarhólum séð, og þær leifturmyndir, sem hann bregöur upp, hafa margar bæði dýpt og breidd, og þeim fylgir andblær frá veröld, sem var og fæstir þekkja, þótt hann sé ekki svo órafjarri hvorki í tíma né rúmi. Ég hef valið til birtingar í Lesbók nokk- ur brot úr bókinni, sem gætu gefið nokkra hugmynd um efni hennar og stíl. Millifyrirsagnirnar eru allar kaflaheiti í bókinni, en kaflarnir eru allir verulega styttir í því skyni aö ná nokkurri heild- armynd í tveimur blaðagreinum. Sveinn Ásgeirsson „Faðir minn var Albert Langen, en móðir mín, Dagný, sem var yngst barna Karólínu og Björnstjerne Björnson. Fyrir góðra eða slæmra hluta sakir varð sú reyndin á, að Björnson-fjölskyldan var mitt fólk. Mér er mjög annt um fjölskyldu mína, þó að ég hafi einhvern tíma á lífsleiöinni átt í útistöö- um við flestallt frændfólk mitt. En slíkt á ekki aöeins við um mig. Það hefur stundum veriö vandasamt og viö- kvæmt mál aö bjóöa okkur saman í boð, ef menn hafa ekki fylgzt nákvæmlega með því, hver þolir hvern á hverjum tíma ... En á hinn bóginn höfum við stundum ekki hitzt lengi, því að við höfum veriö dreifð um alla Evrópu og einnig verið um tíma í Ameríku og Afríku. En þó hefur þaö komið fyrir á ráöstefnum og við hátíöleg tækifæri, að fjölskyldan hafi nær öll verið saman komin ... Eftir einum af eldri kyn- slóöinni er þetta haft: „í Noregi eru það eiginlega aðeins tvær fjölskyldur, sem skipta máli. Hin er konungsfjölskyldan." Guð verður að fyrirgefa honum Ég fæddist i Miinchen 9. október 1898 kl. 19.30. I það skipti var ég þó snemma á ferðinni, því að hvorki læknir né Ijósmóðir náðu aö vera viðstödd á þessu markverða augnabliki. Þau komu ekki, fyrr en allt var um garð gengiö og haföi tekizt vel. María gamla, sem var allt í öllu hjá Langen- fjölskyldunni, tók á móti mér, en faðir minn sá um klóróformiö. Hann var mjög hreyk- inn af útkomunni. En þegar móður minni var sagt, að hún hefði aftur eignazt son, sagði hún: — Guð veröur að fyrirgefa honum. Ég get það ekki! Aftur á móti sá ég um það, að móðir mín eignaðist ekki fleiri börn. Það mun vænt- anlega verða talið mér til tekna á dóms- degi, viö ragnarök eða stórahvell eða hvað sem þaö nú verður. Faðir minn, Albert Langen, var kominn af Húgenotta-fjölskyldu úr Rínarlöndum. í óþökk fjölskyldunnar seldi afi minn hluti sína í stórum sykurverksmiöjum til að geta lifað áhyggjulausu lífi í Köln meö konu sinni og fjórum börnum, en þeirra yngst var faöir minn. Pabbi var ekkert gáfnaljós í skóla. Aö foreldrum sínum látnum hafði hann veru- legt fé til umráöa og hugðist lifa góöu lífi í París. Fyrst ætlaöi hann aö verða listmál- ari. En þaö tókst ekki. Síðan reyndi hann fyrir sér sem listaverkasali, en þaö tókst ekki vel. Dag nokkurn rakst hann svo á ungan mann í stiga, Knut Hamsun. Og óðara var hann orðinn útgefandi. Og það heppnaðist. Hann settist að í Munchen og gaf út frábærlega myndskreytt blað, „Simplicissimus“, sem síðar varð svo víð- frægt. Með aöstoö hóps teiknara og rithöf- unda geröi hann góölátlegt grín að keisar- anum, júnkurum, prestum og liðsforingjum. í aukaútgáfu blaðsins var eitt sinn vikiö hneykslanlega að Vilhjálmi, keisara, aö því er ákæruvaldinu þótti og hófst það handa um aögerðir gegn honum fyrir móðgun við hátignina. Pabbi flýöi i ofboði meö konu sína og bróöur minn, Arne, til Parísar, en ég — sex vikna gamall — var falinn umsjá móöurafa míns og ömmu. Um þaö má lesa í bókinni: „Þinn vinur, pabbi“, bréf Björn- stjerne Björnsons til móöur minnar. Þau tóku mig meö sér til Aulestad. Afi var him- inlifandi yfir hinum gáfulegu augabrúnum mínum — það hlyti að veröa mikið úr þess- um strák. En það varð ekki neitt sérstakt. Stelpustrákur Mamma hafði sem sagt vonazt eftir stúlkubarni í staðinn fyrir mig. Ég held, aö hún hafi aldrei fyrirgefið mér. En hún reyndi að bæta sér þetta upp með því að klæða mig eins og stelpu yzt sem innst. (Schop- enhauer segir frá manninum, sem var kalt, og bar þess vegna logandi eldspýtu að hitamælinum.) Hún lét mér vaxa sítt hár og krullaöi það með töngum. Og svo kórónaði hún allt saman með þvi aö kalla mig gælunafni fyrir stelpur, „Lit- en“. Eftir því sem árin liðu og ég lengdist, unz ég varö 1,80 sm, varö mér meiri raun aö því aö vera kallaöur Liten Langen. Ég barðist af hörku fyrir mínu eigin nafni, og hinni löngu baráttu lauk með því, aö fjöl- skyldan kallaöi mig Albert — mömmu til sárrar gremju — en vinir mínir Björn, sem var stytting á Björnstjerne. Ég kýs heldur nafnið Björn. Báöar konur mínar hafa not- að þaö. Svo var það eitt sumariö á Aulestad, þegar móðir mín var ekki nærri, aö afi sagöi einn daginn: — Það er ekkert vit í þessu, Karólína, að strákurinn skuli ganga um eins og stelpa. Hvers konar maöur helduröu aö veröi úr honum? — Satt segir þú, Björnstjerne, og hún pantaði þegar í staö stuttbuxur og blússu og gerði boð eftir manni, sem gegndi hlut- verki hárskera í sveitinni. V Gréta Sigfúsdóttir Á þessum ( sfðustu og verstu tfmum erum við enn að skapa. Hvað? Helgrímuna. Við hnoðum hana hrjúfum höndum úr grófum leir: samansafni lægstu hvata og úrkynjunar. Grafið er dýpra og dýpra eftir leirnum í iður vitundar þar sem dauðahvötin býr. Á flatneskju yfirborðsins mótum við hauskúpu án heila. Hvar er marmarinn hvíti sem lyfti huganum til stjarnanna ? Hvar erum við stödd áskeiði þróunar? Á vegamótum eða við bakka Akheron ? Dóttirin Dagny ó máiverki í stofunni í Aulestad. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.