Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 9
fbúðarhús Björnsons í Aulestad. Skáldiö er hér aö leggja af stao í gönguferö. Til vinstri: Björn- stjerne Björnson ásamt dóttursyni sín- um, sem skrifaö hefur hinar umdeildu endurminningar. Ríkmannlega búið: Hluti stofunnar í Aule- stad. Sjálfsblekking móður minnar féll fyrlr skærum sveitamannsins. í marga daga leit hún ekki viö mér. Jósefína Vegna þeirra áhrifa, sem afi minn, Björnstjeme, haföi í Þýzkalandi, og eftir aö faðir minn haföi greitt 60.000 mörk, sem var gífurleg upphæð í þá daga, í sekt, var ákæran á hendur honum fyrir hátignar- móðgun látin niður falla. Faöir minn gat því fariö frjáls feröa sinna um Þýzkaland. Og eins og eölilegt var, vildi hann aö viö flytt- umst öll aftur til Munchen, þar sem starfs- vettvangur hans var og hann hafði mikil- vægu hlutverki að gegna. En móðir mín vildi ekki skipta á heims- borginni París og sveitabænum Miinchen. Albert mátti gjarna hafast þar við. Austur- landahraðlestin fór leiðina milli Parísar og Munchen á nokkrum klukkutímum. Móöir mín bjó Albert vel út og sendi Jósefínu meö honum. Hún átti að annast hann. Hún var sveitastúlka frá Gausdal, skynsöm og námfús, og haföi lært frönsku þessi ár, sem hún var búin að vera hjá okkur í París. Yfir henni var þessi eðlilegi höfðingjabragur, sem svo oft verður vart meöal norskra bænda. Og að auki var hún bráðfalleg! Nú, og svo endaði það samkvæmt náttúru- lögmálunum, þegar ungt og hraust fólk á í hlut. En jafn einstrengiingsieg og ástlaus og móðir mín var, þá kom henni ekki til hugar, aö nokkur myndi taka sveitastúlku fram yfir hana. í hennar augum gat þetta ekki veriö ann- aö en viöurstyggilegt óeöli. Ég hef ástæöu til aö ætla, aö þaö hafi veriö stærilæti og hégómagirnd, sem olli henni mestum sárs- auka. Hún vildi ekki skilja, aö Albert heföi fundiö manneskju, sem heföi hæfileika til aö gleyma sjálfri sér og fórna sér fyrir þann mann, sem hún unni og þarfnaöist hlýju og skilnings. Þaö er hæfileiki, sem er lítt þroskaður hjá hinum þróttmiklu einstakl- ingum í Björnsons-ættinni. Albert vildi skilja til aö kvænast Jósef- ínu, en móöir mín var á móti skilnaöi öll þau ár, sem Albert átti ólifuö. Afi og amma Mér fannst sjálfsagt, aö ég ætti-afa og ömmu eins og öll önnur börn/Þetta voru roskin skyldmenni, sem allir voru hrifnir af, því aö þau voru svo innilega góð og brostu alltaf til manns. En aö afi og amma væru jafnframt foreldrar móöur minnar, rann seint upp fyrir mér. Sennilega hef ég þá veriö orðinn fimm ára. Dag nokkurn sagði móðir mín, aö hún ætti von á móður sinni í heimsókn. Ég var afar undrandi. Ég hafði ekki gert mér í hugarlund, aö hún ætti neina móður. Móöir var ströng og tíguleg kona, sem maður sýndi virðingu, var hvöss í tali og kraföist tafariausrar og miskunnarlausrar hlýöni. Hvernig í ósköpunum ætti þá móöir hennar að vera? Var það móðir, sem var yfir móö- ur minni og sem hún varö aö hlýöa? Hvern- ig skyldi hún bregöast við skilyröislausum skipunum, hún, sem hvorki bar virðingu fyrir Albert né ömmu eða afa? Þaö var ekki hægt aö hugsa þaö til enda. Ég fann til meðaumkunar meö henni, ég sannarlega sárvorkenndi henni, ég var spenntur og smeykur. Og svolítiö meinfýsinn. Og svo kom amma! Elsku, góöa, indæla amma, sem tók mig í fang sér og kjassaöi mig. Móöir móður minnar? Rúmiö bleytt Barnauppeldi er auðvelt. Fullorðna fólk- iö hefur öll ráö í hendi sér til aö fá börn til að gera það, sem þaö vill. Dugi ekkert ánn- að, getum við lúskraö á þeim. Það barn hlýtur aö vera harögert, sem ekki lætur segjast viö það. Ég hef því veriö mjög harður af mér í augum móður minnar, úr því að ég bleytti rúmið á nóttunni þrátt fyrir allar hennar uppeldjsaöferðir. Þaö uröu flengingar aftur, og enn pissaöi óg undir, og aftur var barið og flengt. Þannig tókst henni að halda því viö, að ég bleytti rúmiö fram á ellefta ár. Það sem verra var, jafnskjótt og ég var kominn til Aulestad, fannst mór ekkert var- iö í þetta lengur. Eöa kannski ég hafi skammazt mín gagnvart ömmu og afa, nema hvaö ég hélt mér þurrum þar ailan tímann, en jafnskjótt og ég var kominn aft- ur til Parísar í gamla andrúmsloftiö þar, bleytti ég rúmið og lét mér líöa vel eins og venjulega. Ég stóöst ekki mátiö, svo þrjózkur var ég. — Annaöhvort ertu óþekkur sóði eöa þú ert veikur. Sértu sóöi, skaltu sannarlega fá aö finna fyrir því. Sértu veikur, veröuröu sendur á sjúkrahús. Þar klippa þeir af þér tippiö, svo aö þú getir ekki pissaö lengur í rúmið. Þú mátt velja. Já, hvor kosturinn var betri? Það kom fyrir, að flengingu væri frestaö í nokkra tíma. — Ég hef ekki tíma til að flengja þig núna. Þú veröur aö bíöa, þangaö til ég kem heim í kvöld. Allan daginn varð ég svo aö bíöa ... Það var greinilegt, að þetta átti ekki bara að vera til málamynda. Hún var búin aö taka af sér lífstykkiö og komin í léttan morgunslopp, vopnuð langa skaftinu af baöburstanum. Hún dró buxurnar niður um mig og lagði mig á hné sér. Síöan lamdi hún mig, eins og hún hafði krafta til. Þetta var ógurlega sárt. Ég öskraði af tryllingi og reyndi aö komast niöur af henni, en árang- urslaust. Ég æpti eins og vitstola og bað um miskunn. En hún baröi og baröi alveg brjálæöislega, þangað til hún var oröin svo móö, aö hún varö aö hætta. Þá var hún blóðrauð í framan og á hálsinum og eins langt niöur og ég gat séö milli brjóstanna. Svo hraöaöi hún sér út, meöan ég dró upp buxurnar snöktandi. Eins og venjulega reyndist Emma, þjónustustúlkan, vera ná- læg, og hún birtist von bráöar, fór meö mig í barnaherbergið og púðraði á mór eld- rauðan bossann. Hún sagði ekki neitt, en hennar langi hestshaus var dapurlegri á svip en nokkru sinni fyrr. Meöan ég lá á grúfu á gólfinu, söng hún fyrir mig þær barnavísur, sem hún vissi, aö ég heföi mest gaman af. Ég hef aldrei getaö skiliö, hvernig hægt er að lemja smábörn af ásetningi og án þess að láta sér bregöa, taka sér góðan tíma til aö leysa niöur um þau, gera iitla bossann beran og slá svo af öllum kröftum. Nei, ég skil þaö ekki. Ég hef slegið til minna eigin barna, en aðeins í augnabliksreiði og iörazt þess sár- lega í hvert skipti og litiö á paö sem skammarleg afglöp af minni hálfu, hversu mjög sem óþekktarangarnir mínir hafa til þess unniö — blessuö indælu börnin mín. En aö láta smábarn bíöa heilan dag eftir líkamlegri refsingu er kvalalosti eöa þaö vitnar um slíkan skilningsskort eöa tilfinn- ingakulda, aö ég sem kviðdómandi myndi neita slíkri manneskju um foreldrarétt yfir smábörnum. Þegar ég sjálfur hafði eignazt börn, skrif- aði ég Emmu, vinnukonunni okkar, sem þá var gift kona, og spurði hana margs. í svari sínu sagði hún meðal annars, að það „væri ekki öllum gefiö að sýna börnum sínum þolinmæði og ástúð". Nei, sambandiö við móöur mína varð aldrei eðlilegt. Ég þarfnaðist blíðu, eins og öll börn þurfa og flest njóta. Ég man aðeins eftir einu skipti, aö ég sat í fanginu á henni og hallaði mér að brjósti hennar. Ég sat grafkyrr, svo að hún gleymdi því, að ég sæti þarna. Ég andaði aö mér fína ilmvatn- inu hennar og fann ylinn gegnum fötin mín. Heföi hún oftar veriö blíð og góö, hlý og ilmandi, heföi mér eflaust getaö þótt vænt um haha þrátt fyrir hinar eilífu flengingar. i 'hinu mikia safni bréfa, sem hún skrifaöi ömmu á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar viö Arne bjuggum hjá henni á Aule- stad, minnist hún varla á okkur nema tvisv- ar eöa þrisvar lauslega. Og þegar hún á stríösárunum ætlaöi að fara til Aulestad frá París einu sinni, þurfti hún aö biöja norska sendiherrann í París, Wedel Jarlsberg, um aöstoð til aö fá vegabréfsáritun hjá frönsk- um yfirvöldum. Frænka okkar, Ingrid, sem þá bjó hjá henni í París, fór til hans með bréf, þar sem hún tók fram, aö tilgangur feröarinnar væri, að heimsækja móöur sína á Aulestad. Sendiherranum, sem þekkti vel til aöstæöna, fannst, aö þaö gæti einnig verið rétt aö láta þess getiö, að hún ætti tvo syni, sem byggju á Aulestad.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.