Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 13
smiöju til hans og tekið trausta- taki nokkur atriði. Sumum í nútímanum hefur þótt sem óhugnanleg framtíðarspá birtist í þeim myndum Tanguys, sem hann málaði síðast á ævinni. Þær gætu verið af borgum eftir atómstríð; allt er þar bráðið og sviðið niður í stein. Mér varð þó einnig og ekki síður starsýnt á mynd, sem heitir „Hekla“ og sjá má á forsíðu Lesbókar að þessu sinni. Ekki veit ég til þess að Tanguy hafi komið til Islands, en myndin er máluð 1952, fimm árum eftir gosið mikla og ekki ólíklegt að Tanguy hafi séð myndir af því. Enginn staður í París dregur nú til sín jafn marga ferðamenn og Centre Pompidou, en sjálfur er þessi látni forseti á risastórri mynd, sem hangir niður úr loft- inu á neðstu hæð. Þetta gesta- flóð hefur gerbreytt lífinu í hverfinu; einkumjDÓ í götunum sem næstar eru. Aður var þar ofur venjulegt íbúðarhverfi, en nú hafa sýningarsalir og bóka- og plötubúðir lagt undir sig hverfið og húsaleigan hefur far- ið uppúr öllu valdi. Sýningarsal- irnir þarna hafa tekið upp þann undarlega sið að fela sig hálf- partinn; í mesta lagi að nafnið standi smáum stöfum við bjöllu- hnapp — en sjálfur er sýn- ingarsalurinn kannski einhvers staðar á bak við, ellegar ein- hvers staðar uppi á efri hæðun- um og þykir þeim mun fínna, sem það er minna áberandi út á við. Varla er nokkur staður í Par- ís, sem iðar svo af fjölskrúðugu mannlífi sem torgið við Pompi- dou-safnið. Það sem fram fer þar þykir mörgum ekki síður áhugavert en það sem gefur að líta innan dyra. Þar sitja hand- iðnaðarmenn og tálga út myndir í spýtur og bein. Og vilji maður fá portrett af sjálfum sér, þá þarf ekki langt að fara. Ekki vekur þesskonar hljóðlátt sýsl athygli, heldur aðrir hávaða- samari kumpánar, sem koma ^-%með föggur sínar á torgið og efna til sýninga. í fyrsta lagi eru þeir þar á meðal, sem svo sem ekkert geta, en hafa sýn- ingu á fíflalátum og fá þá gjarn- an einhverja úr áhorfendaskar- anum til þátttöku — og þeir eiga þá að endurtaka eða herma eftir fíflalætin. Misjafnlega tekst það, en vekur kátínu þótt merkileg megi virðast. í annan stað gefur að líta ein- hvers konar galdramenn, sjón- hverfingamenn og dávalda. Sér á parti var þó einn, sem ég veit ekki hvar á að flokka, en dró til sín fjölda manns og það á annan klukkutíma. Þetta var maður á að gizka rétt innan við þrítugt, þvengmjór og síðhærður, en vöðvastæltur og ber ofan við mitti. Er þar til máls að taka að hann bauð hverjum sem hafa vildi að binda sig og gáfu sig fram nokkrir ungir og hraustir menn og gengu að því heldur ótæpilega að reyra saman hend- ur hans fyrir aftan bak með snæri og síðan var hann vafinn og bundinn eins og lundabaggi og skárust böndin inn í vöðv- ana. Þá var þeim bindinga- mönnum boðið að taka keðju og bæta um betur. Vöfðu þeir kappann með keðjunni, bæði þversum, gegnum klofið og upp yfir herðarnar og læstu síðan keðjunni með hengilás. Var kappinn þá líkastur bagga, sem hefði mátt hengja á klakk. Eftir svo sem kortérs eng- ingar, sveigjur, fettur og brettur og átök, fór að koma los á keðj- una og eftir hálftíma var hann að mestu laus við hana. En böndin urðu erfiðari. Kappinn mæddist og bullsvitnaði í hita haustsólarinnar og þrívegis með töluverðu millibili var honum borið vatn að drekka og svitinn þerraður framanúr honum. Þetta var í raun og veru falleg sýning; maðurinn var í senn stæltur og fallega vaxinn og mikið „show“ sett á svið, þegar hann setti sig í stellingar, lét vöðvana hnykklast og hreyfði þannig til böndin, en sítt hárið flaksaðist ákaflega. Þegar liðinn var um það bil klukkutími, leit helzt út fyrir að þetta ætlaði ekki að hafast; ekk- ert los hafði komið á böndin í lengri tíma. Áhorfendur voru farnir að ókyrrast, þetta leit illa út. Þá tókst kappanum að mjaka útaf öxlum sér böndunum með samspili vöðva og herðablaða. Við það kom los á alla vafn- ingana yfrum skrokkinn og ekki langt að bíða þess að hann los- aði sig við alla þá dræsu. En hendurnar voru eftir sem áður bundnar fyrir aftan bak. í fljótu bragði virtist sem vonlaust væri að losa þá bindingu. Kannski lék hann þjáningarnar og átökin — en það tókst — og eftir um það bil hálfan annan tíma stóð hann sigri hrósandi og veifaði öllu saman, böndunum og keðj- unni. Óneitanlega erfitt að vinna fyrir sínu daglega brauði með þessu, og dagsverkið engan veg- inn búið. Á eftir var gengið um meðal áhorfenda með tilfær- ingar, sem fakírar nota: nagla- bretti, og áttu áhorfendur að sannreyna, að naglarnir væru oddhvassir og ekkert svindl á ferðinni. En eftir þeirri sýningu gat ég ekki beðið. Á leiðinni út af torginu gerði ég stuttan stanz hjá hópi, sem skemmti sér við að horfa á ungan mann. Hafði sá verið dáleiddur og hegðaði sér í einu og öllu eins og hundur. Rétt þar hjá stóðu nokkrir indí- ánar — ekki með fjaðraskraut, heldur í bláum gallabuxum — og voru að leika á gítara og syngja um lífið á preríunni og hvíti maðurinn, þetta ógeðslega „paleface“, ekki komið til sög- unnar. Sendiráð íslands er til húsa við Boulevard Haussmann. Þar er komið að luktum dyrum svo að segja, enda þykir vissara að fyllsta öryggis sé gætt og að enginn geti komið inn óboðinn. Gunnar Snorri Gunnarsson í sendiráðinu sagði þó, að þar fyrir teldist París engin glæpa- borg. Þessa stundina gegndi hann skyldum sendiherra, því Einar Benediktsson var farinn og Tómas Tómasson rétt ókom- inn. Það talaðist svo til, að ég liti heim til Gunnars um kvöld- ið; hann ætlaði að taka á móti hópi ungra listamanna frá ís- landi, sem væru þátttakendur í Parísar-biennalnum, geysistórri myndlistarsýningu, sem haldin llla farínn eftir veltu? Ónei, þetta heitir „Car-art“ eöa bíl-list — og felst í að endurhanna gripinn með sleggju. í kraöakinu við idou-safnið: Vill monsieur fámynd af sér í prófíl? Verðinu er stillt í hóf; að- eins 10 frankar. Leigubílstjórar taka yfir- leitt ekki farþega f fram- sæti, en hér var fastafar- þegi í framsætinu og haföi nákvæmar gætur á öllu. Klámbylgjan lifir enn góöu lífi í París og „Sweet gírls“ eru augiýstar í búöar- gluggum ásamt með „bláum“ snældum til heimabrúks. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.