Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 16
fræði, tókst þeim einnig með brögðum að koma þessum dýr- grip úr landi til Berlínar og fela hana þar fyrir umheiminum í rúman áratug. Það var ekki fyrr en árið 1924, sem hún var sýnd opinberlega í fyrsta sinn. Þá vakti hin dularfulla drottning Egypta þegar alheimsathygli, og síðan hefur hvorki orðið lát á lofi manna og hrifningu né held- ur deilum um það, hverjum hún tilheyri með réttu, nema kannski meðan menn voru að heyja síðari heimsstyrjöldina. Sambandslýðveldið og Þýzka al- þýðulýðveldið hafa lengi deild um eignaréttinn á henni, og svo gera Egyptar tilkall til hennar, sem er ekki nema von. Þennan desemberdag fyrir 70 árum grunaði Borchardt forn- leifafræðing brátt, eftir að hann var kominn á staðinn, sem merktur var P 47,2, að stórkost- legur viðburður væri í vændum. Uppgröfturinn fór fram í rúst- um bæjarins Tell el-Amarna í miðju Nílardalsins, þar sem áð- ur stóð hin fagra borg Aket- Aton, sem merkir sólarfjallið og Ikn-Aton lét reisa. Sú borg lagð- ist í eyði eftir dauða hans. Borchardt var þá í þriðja sinn við fornleifagröft í Egyptalandi á vegum Þýzka austurlandafé- lagsins. Síðar lýsti hann nánar hinum örlagaríku augnablikum. Fyrst hafði fundizt máluð stytta í líkamsstærð, að vísu í brotum, af Amenhótep fjórða, eiginmanni Nefertíti, í sal, sem hafði hlotið númerið 19 og var einu sinni vinnustofa hins fræga yfirmyndhöggvara Tutmosis. Að kvöldi 6. desember 1912 skrifaði þýzki fornleifa- fræðingurinn Ludwig Bor- chardt í dagbók sína: „Skömmu eftir hádegishléið fékk ég miða frá Ranke pró- fessor, sem hefur nákvæmt eftirlit með uppgreftrinum, með boðum um að koma hið bráðasta í hús P 47,2.“ Með þessum skilaboðum fyrir 70 árum hófst sagan af fundi höggmyndar, sem talin er meðal fegurstu og dýrmæt- ustu listaverka heims. Hún er 48 sentimetrar á hæð og er af hinni fornegypzku drottn- ingu Nefertíti. Slíkrar hylli og aðdáunar nýtur þessi þrjú þúsund ára gamla drottning, eins og hún birtist umheim- inum í kalksteini, að árlega leggja 400 þúsund manna leið sína í Egypzka safnið í BerJín-Charlottenburg til að líta augum hið undurfagra andlit hennar. í augum Phil- ipp Vandenbergs, sem ritað hefur ævisögu Nefartíti, er hún „fegursta kona mann- kynssögunnar“. Falin fyrir umheim- inum í áratug En það er ekki einungis feg- urð andlitsins, tign þess og göfgi og hinn óræði svipur, sem held- ur áhuga manna vakandi á þess- ari styttu, heldur einnig örlög hennar eftir uppgröftinn. Því að eftir að Þjóðverjunum hafði lán- azt með þessum fundi að gera einhverja merkilegustu upp- götvun egypzkrar fornleifa- Drottningarmyndin grafin úr sandinum „En skömmu síðar komu í ljós afar fíngerðir og viðkvæmir hlutir, svo að ráðlegast þótti að láta vandvirkasta og nákvæm- asta starfsmann okkar, verk- stjórann Mohammed Es-Senusi, einan um verkið þegar í stað, en fela einum af ungu mönnunum að skrifa niður jafnharðan, hvernig verkið gengi. Ekki var nema 110 sentimetra þykkt lag af sandi og möl á gólfi salarins númer 19, og þegar við vorum að vinna undirbúningsverk að því að nálgast austurvegginn, fund- ust fleiri hlutir, sem höfðu mik- ið listrænt gildi. Svo var það rétt við austurvegginn, 20 senti- metra frá honum og 35 senti- metra frá norðurveggnum, um það bil í hnéshæð, að í ljós kom, að því er okkur virtist, hnakki í hörundslit með rauðmáluðum böndum. „Stytta í litum og í eðlilegri stærð af drottning- unni“ var tilkynnt og skrifað hin undurfagra egypska drottning og styttan af henni sem sýnir einhverja fegurstu konu, sem nokkru sinni hefur verid lýst í mynd. Þjóðverjar fundu styttuna 1912, en földu hana fyrst og höfðu heim með sér. Nú er mikill hugur í Egyptum að endur- heimta styttuna af Nefertíti, en þeir eru ekki einir: Austur- Þjóðverjar gera einnig kröfu og vilja hafa styttuna í Austur- Berlín. NEFERTTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.