Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 18
NEFERTITI — ein fegursta kona sögunnar sýning í súlnasal safnsins á þeim munum, sem grafnir voru upp í Amarna — og þar með einnig á þeim gripum, sem féllu í hlut safnsins í Kaíró. Sýningin vakti mikla athygli, en þó vant- aði á hana mesta dýrgripinn. Borchardt lyfti þó aðeins lítil- lega hulunni af Nefertíti. í riti Þýzka austurlandafélagsins, sem kom út í sambandi við sýn- inguna, gerði hann grein fyrir árangri leiðangursins til Am- arna. Hann birti stórar myndir með ítarlegum skýringum af mörgum gripum, en aðeins smá- mynd af Nefertíti með litlum texta. En jafnvel þessi litla mynd nægði til að vekja áhuga sérfræðinga og hugboð um, að þarna gæti verið um stórmerkan fund að ræða. Og svo skeði það, sem við mátti búast, að erlendir vísindamenn fóru fram á að fá að sjá styttuna hið fyrsta með skírskotun til þess, sem í ritinu stóð. Borchardt lenti í svikamyllu. Með hinum fyrstu fáorðu upp- lýsingum um tilveru Nefertíti vildi hann að vissu leyti tryggja sér sönnunarvottorð. Enginn skyldi geta borið honum það á brýn síðar, að hann hefði tekið styttuna af Nefertíti trausta- taki. Hins vegar óttaðist hann, að það gæti valdið auknum erf- iðleikum við skiptingu á forn- gripum, sem fyndust við nýja uppgrefti, ef mál Nefertíti- myndarinnar yrði farið að ræða opinberlega og bragðið í sam- bandi við hana kæmist upp. Og ef til vill yrði það til þess, að Þjóðverjar fengju ekki að koma nærri uppgrefti þarna framar. Það kom í ljós, að ótti hans var ekki ástæðulaus. Menn sáu, að ekki var allt með felldu Borchardt fékk í fyrstu sam- þykki safnsins fyrir leyndinni, og fornleifauppgröftur Þjóð- verja í Egyptalandi hélt áfram án athugasemda. En smám sam- an urðu spurningarnar áleitn- ari. Af hverju var verið að tregðast við að sýna jafn merkan grip og styttu drottn- ingar opinberlega? Borchardt hafði séð svo um, að það svar yrði ávallt gefið, að Egypzka safnið hefði mjög takmarkaðan húsakost, eins og alkunna væri, og hefði því ekki hæfilegan stað fyrir styttuna, eins og sakir stæðu. Forstöðumaður safnsins kvartaði þó snemma yfir því, að það væri alltaf óþægilegt fyrir sig að þurfa að gefa svo lítt sannfærandi svar, því að sann- leikann væri ekki hægt að segja nema sárafáum: „í hvert skipti fáum við annað hvort að sjá kurteislegt, svipbrigðalaust andlit eða skilningsríkt bros, ef þá er ekki sagt hreint út við okkur, að ekki virðist allt vera 18 Styttan af œðstaprestinum Ran- ofer, sem Egyptar buðu á sínum tíma í skiptum fyrir Nefertíti. með felldu, hvernig við náðum styttunni, úr því að við séum að fela hana. Það virðist tilgangs- laust að reyna að fullvissa menn um hið gagnstæða." Reynt að binda endi á feluleikinn Þessar leyndardómsdylgjur urðu erfiðari viðfangs 1918, þeg- ar Egypzka safnið fékk til ráð- stöfunar aukið rými til sýninga, en þar átti að koma fyrir öllum mununum frá Amarna-upp- greftrinum. Stjórn safnsins reyndi að fá bundinn endi á þennan feluleik. Forstöðumaður safnsins, Heinrich Scháfer, lýsti Hverjum tilheyrir Nefertíti? Auö- vitaö Egyptum. En sú hugmynd kætir Þjóðverja lítiö. Hér er JUrg- en Settgast, safnstjóri viö Eg- ypzka safniö í Berlín, meö grip- inn. því yfir, að með hverjum mán- uði, sem styttan yrði áfram í fel- um, eins og hún hefur þegar ver- ið í fimm ár, verður það erfiðara að halda fram réttmætu tilkalli til hinnar egypzku drottningar af hálfu Þjóðverja, svo að trú- verðugt gæti talizt. Nefnd sér- fræðinga komst að þeirri niður- stöðu, að leyndina bæri að af- nema. En eigandi listaverkanna var enn James Simon, svo að loka- ákvörðunina bar honum að taka. Og þar sem listfrömuðurinn hallaðist að sjónarmiði Bor- chardts, var Nefertíti höfð í fel- um áfram. Borchardt skipti það meginmáli að geta haldið áfram fornleifauppgreftri við Níl og sem forstöðumanni þýzkrar stofnunar í Kaíró, sem annaðist rannsóknir á egypzkri forn- fræði, en þeirri stöðu gegndi hann frá 1907—1929, var honum vel kunnugt um versnandi sam- komulag almennt milli erlendra fornfræðinga og Egypta, en þjóðernisvakning fór vaxandi meðal þeirra. Kom það meðal annars fram í síauknum tak- mörkunum á umsvifum erlendra fornleifafræðinga. Pierre Lacau var nú orðinn yfirmaður Fornminjastofnunar Egyptalands, og þegar áður en hann tók við þeirri stöðu, hafði hann oftsinnis lýst því yfir, að hann vildi stuðla að því, að eins fáir forngripir færu úr landi og unnt væri. Og nú ha|ði hann fengið aðstöðu til að framfylgja þeirri stefnu. Nefer- títi sem stofu- stáss Safniö í Berlín hefur tekjur af Nefertíti-afsteypum, sem stundum eru í fullri stærö. Hér sést starfsmaöur meö eina nýsteypta og á neöri mynd sjást þrjár afsteypur tilbúnar á markaö. Um leió og Nefertíti-styttan kom fyrst fyrir almenningssjón- ir árið 1924, komu fyrstu gips-afsteypurnar af henni á markað- inn. Finnandi hennar, fornleifafræðingurinn Ludwig Borchardt, gaf út bók um hana 1923, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki yrði því frestað lengur að sýna styttuna. Bókin hét „Portráts der Königin Nofretete“, en Þjóðverjar nota alltaf nafnið Nofretete, en til eru ýmis afbrigði af því. Af hinum nákvæmu myndum í bókinni varð mönnum ljóst, hve frábær dýrgripur þessi stytta væri, og útsjónarsamir menn öfluðu sér nákvæms máls á henni og voru tilbúnir með gipsafsteypur, þegar sýningin var opnuð 1924. Nákvæmar eftirmyndir úr gipsi eru nú gerðar af opinberri stofnun í Berlín. Sjálf styttan er 48 sm á hæð, en með fótstalli 56 sm. Hægt er að fá hana ómálaða fyrir 550 mörk, en máluð kostar hún 1404 mörk. Þá er og hægt að fá minni útgáfu frá sömu stofnun fyrir 320 mörk, málaða og 20 sm háa með stalli. Um málunina sjá starfsmenn Egypzka safnsins í Berlín. Til þess að færa ekki Frakk- anum vopn í hendur að óþörfu, lagði Borchardt enn áherzlu á það, að Nefertíti yrði enn um hríð höfð í geymslu, og þeim mun fremur sem safnið í Kaíró átti varla verk til að sýna frá uppgreftrinum í Amarna. En af hinni litlu umsögn og mynd af styttunni, sem birt hafði verið í riti Þýzka austurlandafélagsins, var Lacau þó ljóst, að Nefertíti- styttan myndi vera öndvegis- verk síns tímabils. Hann full- yrti, að þetta verk hefðu aldrei mátt fara úr landi, hefði nánari upplýsingar um það fengizt. Ár- ið 1919 lagði hann blátt bann við því, að fornleifafræðingarnir frá Berlín fengju að grafa meira í Egyptalandi, þó að aðrir þýzkir vísindamenn, eins og til dæmis Hildesheimer Pelizaeus héldu Ieyfum sínum. Marz 1924: Nefertíti fram í dagsljósið — Reiðialda í Egyptalandi Árið eftir ánafnaði James Simon prússneska ríkinu alla fornleifafundina frá Amarna og þar með einnig Nefertíti, sem enn hafði ekki komið fram í dagsljósið. Og enn leið þó nokkur tími, áður en drottningin kæmi fyrir almennings sjónir, en það var í marz 1924. Borchardt tókst ekki lengur að koma í veg fyrir það. Þegar drottningin birtist í Berlín, gekk reiðialda yfir Eg- yptaland. Kaíró krafðist þess, að styttunni yrði tafarlaust skilað aftur. Lacau var ákafastur allra í baráttunni fyrir endurheimt styttunnar, sem varðaði þjóðar- sóma, en blöðin í Kaíró birtu nýjar og nýjar sögur um þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.