Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 19
kringumstæður, sem leiddu til þess, að þessi dýrgripur komst úr landi árið 1912. Þannig átti að hafa verið borið á styttuna gipskalk, áður en hún var sýnd, er skiptingin fór fram, eða hún gerð óþekkjanleg á annan hátt. En í Þýzkalandi urðu menn hvarvetna sárir og reiðir út af hinum ósvífnu kröfum Egypta. Eftir að hatrammar ásakanir höfðu gengið á báða bóga í nokk- ur ár, notaði Fuad annar Eg- yptalandskonungur tækifærið, er hann var í opinberri heim- sókn í Berlín 1929, til að bera fram kröfu um, að hinni brott- numdu drottningu yrði skilað aftur. Þá loks var farið að leita að lausn til málamiðlunar. Lac- au fór til Þýzkalands til við- ræðna við Heinrich Scháfer, safnstjóra í Berlín, og eftir tveggja daga fund þeirra í október 1929 komu þeir sér sam- an um tillögu að vöruskipta- viðskiptum: Berlín léti af hendi Nefertíti, en mætti í staðinn velja úr safninu í Kaíró lista- verk, sem væri jafn mikils virði. í viðræðunum beitti Lacau tvenns konar brögðum. Annars vegar hélt hann fast við bannið vio uppgreftri, unz viðunandi lausn væri fundin, en hins vegar kom hann að því leyti til móts við Þjóðverja, að hann breytti ásökuninni um „brottnám" Nef- ertíti, sem hann fram að því hafði hamrað á, yfir í hið mein- lausara tal um „yfirsjón". Scháfer var reiðubúinn að fall- ast á skiptin, þegar búið var að ná samkomulagi um að gera til- lögu um ákveðna gripi. Fyrir styttuna átti nú Berlín að fá meira að segja tvö listaverk: Stóra styttu af æðstaprestinum Ranofer frá fornríkinu (um 2500 f.Kr.), listaverk í fremstu röð, og aðra styttu nær jafn dýrmæta af Amenhótep, syni Hapu, frá nýríkinu (um 1400 f.Kr.). Geðshræringar í Þýzkalandi Eftir að stjórn Egypzka safnsins í Berlín hafði kunngert ákvörðunina um skiptin, urðu miklar geðshræringar meðal þýzku þjóðarinnar. Feikilegur mannfjöldi tók að streyma til hinnar fögru drottningar, sala á afsteypum af styttu hennar jókst óðfluga og lærðir og leikir skrifuðu um hana, þangað til þá verkjaði í fingurna, og ortu til hennar harmljóð og lofkvæði. í hinu kreppuhrjáða Weimar- lýðveldi var egypzkri drottningu sýnd hollusta, eins og um þjóð- hetju væri að ræða og yfirvof- andi rán útlendinga á menning- arverðmætum. Kransar og blómvendir í stöflum umluktu drottninguna eins og varnar- veggur. En meðan á öllu þessu gekk, gerði skoptímaritið „Kladderadatsch" óspart grín að hinni hávaðasömu föðurlands- ást með teikningum og mynda- sögum. Meðal hinna fáu, sem sýndu stillingu og tóku ekki undir, er þjóðin hrópaði, voru nokkrir sérfræðingar og einnig lista- mennirnir Ludwig Mies van der Roche, Georg Kolbe og Max Pechstein. Fyrrverandi eigandi Skáldið með gullróminn styttunnar, James Simon, sem fyrst hafði notað orðin „auð- mýking" og „vanþakklæti" gegn tillögunni um skiptin, varð að lokum sammála þeim um það, að tilboðið frá Kaíró táknaði það, að Egypzka safnið í Berlín myndi hagnast af skiptunum meira en væri við hæfi. En í júní 1930 lét þó prússn- eski menntamálaráðherrann, Adolf Grimme, undan þrýstingi áhangenda Nefertíti og tók ákvörðun: Styttan verður áfram í Berlín. Deilunum linnti síðan á opinberum vettvangi, en þær héldu áfram í skjölum stjórnar- erindreka, án þess að nein lausn yrði fundin. Geymd niðri í námu í stríðinu Nefertíti átti þó eftir að fara frá Berlín, en aðeins til bráða- birgða. I síðari heimsstyrjöld- inni var henni komið fyrir í námu nálægt Helmstedt til skjóls fyrir loftárásum. Eftir lok stríðsins fluttu bandarískar sveitir styttuna til Wiesbaden, þar sem hún var til 1956. Á þeim tíma gerði hið unga, egypzka lýðveldi tilraun til að fá hana til baka. í skiptum var boðinn marskálksstafur sá, sem átt hafði Walter von Brauchitsch, fyrrum yfirhershöfðingi þýzka hersins, en seinna hafði hann komizt í eigu Farúks, Egypta- landskonungs, sem steypt var af stóli 1952. Ekki varð af skiptun- um. Hinn 23. júní 1956 sneri Nef- ertíti aftur til Berlínar, en þó ekki til hinna fyrri bækistöðva sinna, sem voru í austurhluta borgarinnar. Fyrst var hún sett á Þjóðfræðasafnið í Dahlem, og það var ekki fyrr en 1967, að hún fluttist inn í hið nýja Egypzka safn í Charlottenburg í Berlín. Austur-Þjóðverjar telja sig líka eiga tilkall En Austur-Þýzkaland hefur margsinnis gert tilkall til stytt- unnar. 1978 var þar í landi gefin út „Tilskipun um opinberan safnasjóð Þýzka alþýðulýðveld- isins“, þar sem segir, að öll lista- verk, sem áður hafi verið á landsvæði alþýðulýðveldisins, sé „þjóðareign" og þeim beri að skila aftur. Þá hefur einnig verið rætt um það á opinberum vettvangi, hvort öll listaverk heyri ekki upprunalöndunum til að réttu lagi. Að vísu hafa hin fyrri ný- lenduveldi að sínu leyti náð lofs- verðum árangri við könnun á hulinni fortíð og horfnum menningarskeiðum, en eigi að síður hefur við það verið gengið á menningararf þjóða þriðja heimsins af alltof miklu tillits- leysi. UNESCO hefur um árabil unnið að því, að hinir brott- numdu listgripir yrðu að minnsta kosti við og við fluttir til upprunalanda þeirra. Skyldi Nefertíti ef til vill á þann hátt eiga eftir að halda aftur heim til Nílar? Sveinn Ásgeirsson þýddi og endursagði. Framhald af bls. 3. Engum andartak sýnt;, hvað innst í sefa býr. Ellinnar dul og aldanna reynsla og alltaf nýr. “ Grunntónn þessarar bókar er minningin um það sem var, ljóðrænn og dálítið trega- blandinn, samofinn karlmann- legum hugarstyrk og stundum gamansemi gagnvart líðandi stund og geiglausri ró and- spænis óvissu framtíðarinnar. Eitt ágætasta dæmi þess skáldskapar er ljóðið „Kveðju- stef til æsku minnar", sem hefst á þessu erindi: „Eg sé þig líða dag hvern fjær og fjær með fjaðurléttum skrefum, æska mín, en finn þó jafnan hrynja hjarta nær í heitum straumum gleði þinnar vín. “ Lítð ber á víli í kvæðum þessarar bókar, og ef harm- saga er sögð, þá af slíku æðru- leysi, að minnir á Halldór Snorrason, er hann batt skó- þveng sinn í stað þess að flýja sem aðrir menn hins sigraða hers: „Undur var lífið endur, ör lund og hyggja snör, spor létt og heilar hendur. Muna má ég, að hlynur meir stóð með greinum fleiri fyrir haustviðra hrinur. Skeflir ævisköflum, skör gránar, hélar vör. Hann er kaldur á köflum.“ Ekki hefði Jón biskup Ara- : son betur kveðið en þetta, þó var hann mesta skáld sinnar tíðar. Aðeins eitt ár leið þangað til séra Sigurður sendi frá sér næstu bók: „Undur stjörnum og sól“. Þar kveður ljóðharpa Sigurðar enn við nýjan tón. Saknaðar- og minningaljóðin eru mun færri en í „Yndi un- aðsstunda", skáldið hefur nálgast uppruna sinn, fólk sitt og föðurland og uppgötvað þar mörg ómetanleg verðmæti. í ýmsum kvæðum þessarar bók- ar kafar Sigurður djúpsævi mannlegs vitsmunasviðs og víða tekst honum að opna les- andanum mikla útsýn. Það er fágætt í seinni tíð, að íslensk skáld megni að lyfta eftirmælum um látna vini sína nafngreinda upp í hæðir mik- ils skáldskapar, en þetta auðnaðist þó séra Sigurði og nægir að benda á minninga- kvæðin um þau Jón Baldvins- son og Guðnýju Hagalín. Ljóðrænum ástarkvæðum er stráð hér og þar um bækur Sigurðar. Þau bestu þeirra eru gædd harmrænni fegurð og snjóhvítum hreinleika svo sem „Þrjú ljóð um látna konu“ og „Ilma Laitakari". En ef til vill er „Kom innar og heim“ fegursta kvæðið í bókum Sig- urðar. Þar hrópar skáldið til samferðarmanna sinna — til allra þeirra, sem eru í þann veginn að týna sjálfum sér í moldviðri og harki veraldar- vafsturs og umsvifa — að snúa heim áður en það er um sein- an. Kom innar og heim! Síðasta kvæðið sem mér er kunnugt um, að séra Sigurður hafi ort, er prentað í tímarit- inu „Menntamál" desember- hefti 1966. Það er ástaróður til móðurmálsins, mjög athygl- isvert og vel kveðið ljóð, lög- eggjan til íslendinga að geyma vel og ávaxta fjársjóð tung- unnar. Hæfir vel að slíkur skyldi verða svanasöngur skáldsins frá Holti. Ég drap áðan á hinn al- menna og augljósa boðskap kvæðisins „Kom innar og heim“. En kvæðið gæti einnig vísað inn á við til skáldsins sjálfs og tjáð lífsstefnu þess og framkvæmd í allt að því bókstaflegri merkingu: heim- för þess til átthaganna í Rangárþingi. Ég lagði einu sinni eftirfarandi spurningar fyrir Sigurð: — Hvurs vegna fórst þú, sem gegnt hafðir háum emb- ættum syðra, austur undir Eyjafjöll og gerðist sóknar- prestur þar? „Af eintómri eigingirni," svaraði séra Sigurður. “Mig langaði til að vita hvort mér gæfist ekki tóm til að gera upp sakir við sjálfan mig, girða svolítið og rækta, eins og for- feður mínir höfðu gert, og fá tóm til að berjast við að læra mitt eigið móðurmál." — Jæja. En segðu mér eitt: Hvurning er kirkjusóknin hjá þer?“ Séra Sigurður svaraði: „Ég veit það ekki. Ég undir- bý ræður mínar með aðeins einn áheyranda vísan: Guð, sem yrkir betur en við og þigg- ur alla okkar þjónustu." í blaðaviðtali var Sigurður Einarsson eitt sinn inntur eft- ir, hvurnig hann hefði farið að því, að ná slíkum tökum á málfari sínu og tungutaki sem raun bar vitni. Sigurður svar- aði spurningunni svo: „Þegar ég var orðinn sextán ára setti ég mér þau þrjú takmörk, sem ég hugðist ná í lífinu. Ég er ekki frá því, að ég hafi goldið þess að einhvurju leyti, að þau skyldu vera þrjú, og að ég skuli ekki hafa haft harðneskju í mér til að svíkja eitt þeirra eða jafnvel tvö: í fyrsta lagi langaði mig til að vera eins vel máli farinn og hæfileikar mínir leyfðu. í öðru lagi ásetti ég mér að verða skáld. Og í þriðja lagi einsetti ég mér — í einhvurs konar storkun við ytri aðstæður þess umhverfis, sem ég ólst upp í, að komast gegnum mennta- skólann og ljúka háskólaprófi. Ef ég hefði látið málsnilld- ardrauminn fara veg allrar veraldar og ekki hugsað um að verða skáld, hefði ég orðið lærður maður og getað helgað mig fræðum og vísindum. En ef ég hefði ekki eytt dýrmæt- um árum ævinnar í námið, þá hefði mér betur tekist að verða kunnandi skáld. Ekki ætla ég að fara að tala um lærdóm minn við þig, því síður skáldskap. Árin, sem ég tók verulegan þátt í félags- málum og barðist harðri bar- áttu fyrir heimili mínu, sat á Alþingi og snerist í tímafrek- um athafnastörfum, leið mér oftast illa. Ástæðan var sú, að ég hafði ekkert tóm eða næði til að sinna þrá minni til skáldskapar. Þessar ástæður áttu svo drjúgan þátt í því, að ég tók þá ákvörðun að flytjast úr Reykjavík austur í Holt. En hvurnig sem allt hefur velst, hef ég ávallt kostað kapps um eitt: að vanda málfar mitt eft- ir föngum." Það verður ekki í efa dregið, að í þessari játningu séra Sig- urðar hafi hann með sannind- um gengist við þremur mestu hugðarefnum sínum í lífinu, því að öll ævi hans sannaði þessi orð. En hann var einnig trúmaður og baráttumaður, og umsvif hans slík, að undir tók í þjóðfélaginu. Á þeim feiki- legu byltinga- og siðaskipta- tímum, sem yfir þjóð okkar og mannkynið í heild hafa gengið síðustu áratugina, stóð séra Sigurður jafnan þar á þingi, sem harðast var barist og heitast trúað. Það verður ekki um hann sagt, að hann hafi í lífi sínu þrætt hinn gullna meðalveg siglt milli skers og báru, borið kápuna á báðum öxlum. Engin hlutleysisstefna átti í honum málsvara sinn, því að hann gekkst við trú sinni af fyllstu djörfung alla tíð, og lét ekki þar við sitja, heldur boðaði hana af eldmóði, hvort sem hún var kennd við Karl Marx eða lýðræði Vest- urlanda og frjálshyggjuna. Við vitum líka, að séra Sigurð- ur Einarsson varð fyrir þeirri reynslu, ásamt fjölmörgum mönnum fyrr og síðar, og þó allra flestum hin síðari ár, að sjá átrúnaðargoð sín steypast af stalli og vé þeirra afhelgast og trúarjátninguna verða að guðlasti. Mörgum verður slík reynsla harla þungbær og láta þögnina skýla vonbrigðum sínum og athvarfsleysi, en fá- einir eru búnir slíku hugrekki og þreki að geta aftur reist hús sitt úr rústunum í krafti nýrrar trúar og haldið áfram að vera boðberar stórra hug- sjóna og þeirra vísinda, sem þeir á hvurjum tíma vita sönnust, þó að í margra óþökk sé. Til þess þarf geiglaust hjarta og karlmennskuhuga. Til þess þarf hetju. Mér virðist sem séra Sigurður hafi löng- um svarið sig í þá ætt. 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.