Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 6
Jón Oskar Margir hafa á síðustu tím- um, ekki síður en fyrr á árum, látið upp skoðanir sínar á ís- lenskri tungu í blöðum og út- varpi, nær eingöngu með varð- veislu tungunnar að mark- miði. Þó hafa upp á síðkastið heyrst viðhorf harla ólík fyrri viðhorfum íslendinga gagn- vart tungu sinni. Til er nú fólk sem álítur það einhverskonar fornaldarhugsunarhátt að vilja varðveita tunguna, fólk sem hefur tekið í notkun sér- stakt „fræðilegt“ orð til að hafa á hraðbergi um slíka hugsun: „hreintungustefna“ er orðið. Sú varðveislustefna er nú þannig kynnt, að hún sé ærið geigvænleg, jafnvel svo að venjulegt fólk þori ekki lengur að tala móðurmál sitt og raunar ekki heldur margt fínna fólkið, af ótta við að tala ekki svo kallað gott mál. Sam- kvæmt skilningi þessa hóps var Jónas Hallgrímsson frá- munalega skammsýnn í við- horfi sínu til íslenskunnar: hann fylgdi „hreintungu- stefnu“. Raunar hlýtur hann að teljast einn helsti höfundur hennar ásamt félögum sínum í útgáfu Fjölnis, en allir vildu þeir fegra málið og bæta, en á þeim tíma var mál lærðra manna á íslandi, sem og hluta af alþýðu, mjög orðið dönsku- skotið eftir margra alda dönsk yfirráð. Jónasi og félögum hans tókst að vekja nógu marga landa sína til þess að andóf hófst gegn þeim sof- andahætti sem ríkt hafði gagnvart íslenskri tungu og varðveislu hennar. Áður höfðu Jón Þorláksson og Sveinbjörn Egilsson sýnt hvers tungan var megnug með því að snúa erlendum snilldarverkum í fagra og kjarnmikla íslensku. Af þeim gátu Fjölnismenn lært hvert stefna skyldi og þeir lyftu íslenskunni til nýrr- ar virðingar undir forustu skáldsins. Fram á þennan dag höfum við notið snilldarstarfa þessara manna. Við eigum þeim og arftökum þeirra, skáldum og menntamönnum aldamótanna og fyrri hluta þessarar aldar, að þakka vöxt og viðgang íslenskrar tungu eftir margra alda erlenda kúg- 6, íslenskt mál með erlendum hljómi Útlenskuhljómur gerist æ áleitnari hjá útvarps- og sjónvarps- mönnum, en megineinkenni þessa framandi hreims er þaö, aö talað er uppá viö, tónbiliö sem röddin leikur á í sífellu upp og niöur er ferund eöa fimmund, jafnvel stækkuö fimmund sem í tónlist er talin ósönghæf. un. Og þá kemur fram ný kynslóð sem vill þakka þessum mönnum með því að gangast sjálfviljug undir nýja mál- farslega undirokun. Til liðs við þetta fólk gekk fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári danskur maður, kennari í ís- lenska háskólanum, og prédík- aði langt erindi í útvarpinu um kjánalega stefnu íslend- inga gagnvart móðurmáli sínu, tók dæmi um þá áráttu þeirra að vilja þýða erlend tækniheiti á íslensku, svo sem að nota orðið síma í staðinn fyrir telefón eins og Danir gera, — og annað eftir þessu. Var á honum að skilja að Dön- um hefði farnast mun betur á vettvangi málsins, en þeir glötuðu sem kunnugt er tungu sinni og mega nú ekki lengur mæla á tungu forfeðra sinna nema með löngu námi og ærnu erfiði. Flestir héldu að ríki Dana væri hér endanlega liðið undir lok. Ýmislegt í menning- arlífi okkar bendir þó til að svo sé ekki, og ég held ég muni það rétt að einhverjir íslensk- ir menntamenn hafi kröftugl- ega tekið undir þann danska boðskap sem þjóðinni var nú fluttur. Aðrir voru hinsvegar tregari að samþykkja boð- skapinn og gerði Helgi J. Hall- dórsson í útvarpsþætti þeim sem helgaður er daglegu máli góða grein fyrir kosti þeirrar stefnu sem forfeður okkar höfðu tekið. Var auðheyrt á honum að hann taldi þá frem- ur eiga lof skilið og þakkir en háð og spé fyrir varðveislu tungunnar. Meðan spell- virkjar Jæðast Þrátt fyrir ágætt svar Helga í Ríkisútvarpinu, grun- ar mig að margir unnendur tungunnar séu sofandi á verð- inum og áhugalitlir um vernd- un hennar á meðan spellvirkj- ar læðast að henni hreifir af því stríðsöli sem útlend- ingasnobb heitir og má ef til vill eins kalla vanmáttar- kennd smáþjóðarfólks sem aldrei kemst yfir þá tilfinn- ingu að skammast sín fyrir að vera af lítilli eða réttara sagt fámennri þjóð. Slík skömm- ustutilfinning eða vanmátt- arkennd hefur komið ýmsu dável gefnu fólki til þess að reyna að líkja í sem flestu eft- ir öðrum þjóðum sem fjöl- mennari eru og því þykir mik- ið til koma. Líkir fólk þá að sjálfsögðu helst eftir því sem létt er að líkja eftir, svo sem bunuframsögn erlendra sjón- varpsþula eða útlenskuhreim og öðru sem lítilla hæfileika krefst. Hitt, sem krefst and- legra yfirburða og snilldar, leiðir sama fólk frekar hjá sér, telur sér og öðrum trú um að slíkt sé gamaldags. Fyrir nokkrum árum skrif- aði ég í eitt af síðdegisblöðun- um okkar um einn veigamik- inn þátt í hrörnun íslenskrar tungu. Ég hafði lengi veitt at- hygli sérstökum útlensku- legum hljómblæ í framburði yngri fréttamanna útvarps og sjónvarps, en einnig sumra þula og sumra skólagenginna upplesara eða leikara. Eg gerði nákvæma greina fyrir hvernig þessu fyrirbæri væri háttað og lét prenta nótna- dæmi því til skýringar, svo auðvelt væri fyr.ir hvern þann sem kunni lítillega á hljóðfæri að átta sig á hvað um var fjallað. Einn maður hringdi sérstaklega í mig til að þakka mér greinina: Stefán Hörður Grímsson skáld. En hann sagði: Þetta er ekki nóg. Þú verður að skrifa aðra grein eftir svolítinn tíma, annars tekur enginn mark á því. Hann reyndist sannspár. Það var ekki tekið meira mark á grein minni en svo, að síðan hún birtist hefur þessi hreim- ur fremur ágerst en hitt. Aldrei talið mismun- andi framburð eftir landshlutum til hættu Hvar sem allir íslensku- fræðingarnir voru eða ís- lenskukennararnir í skólum landsins, þá hafa þeir ann- aðhvort ekki lesið greinina eða ekki talið hana þess virði að henni væri gaumur gefinn. Þó var engu líkara en ís- lenskufræðingur sá, sem um þær mundir fjallaði um dag- legt mál í útvarpið færi að svara mér í þáttum sínum líkt og Helgi J. Halldórsson svar- aði danska háskólakennaran- um seinna í samskonar þátt- um, en sá var munurinn að Árni Böðvarsson kom hvergi að því atriði sem ég hafði fjallað um í grein minni, held- ur ræddi í hverjum þættinum eftir annan um framburð ís- lenskrar tungu í ýmsum landshlutum, svo sem norð- lenskan framburð, austfirskan framburð (þ.e. flámælið), skaftfellskan framburð o.s.frv. Þetta gerðist einmitt skömmu eftir að grein mín var á þrykk út gengin, og furðaði mig á því að einu viðbrögðin við henni skyldu vera slíkar vangavelt- ur, því ég hef aldrei talið ís- lenskunni stafa teljandi hætta frá mismunandi framburði hennar eftir landshlutum, nema þá helst af framburði Reykvíkinga. En auðvitað voru þessar vangaveltur ekk- ert svar við grein minni, það sá ég eftir á. Málfræðingurinn Árni Böðvarsson hefur oft flutt góðar hugvekjur um ís- lenskt mál og hefði aldrei brugðist þannig við, ef hann hefði lesið grein mína. Vel kann svo að fara að áhrifin af þessari grein verði svipuð, en einnig má vera að einhverjir fari nú að veita þessum sérstaka málhreim at- hygli, svo mjög sem hann hef- ur ágerst. Og hver veit nema einhver unnandi tungunnar, jafnvel fleiri én einn, fari að átta sig á því, að þetta sé eitthvað sem skipti máli að stemma stigu við, ef menn vilja viðhalda tungunni. Ég er sem sé þeirrar skoðunar, að hreimur málsins geti verið af- drifaríkari en hvort borið er fram með hörðu eða linu kái eða téi eða hvort einhverjir hópar eru flámæltir eða hljóð- villtir. I rauninni er mál- hreimurinn höfuðeinkenni hvers máls, þegar það er talað, og hann ákvarðar oft og tíðum hvar áherslur koma á orðin. AÖ tala í sífellu upp á við Við vitum að framburður ís- lenskunnar hefur breyst frá því til forna, en málhreimur- inn hefur trauðla breyst að neinu ráði. Það má marka af stuðlasetningu í kveðskap okkar. Ef málhreimurinn hefði breyst að sama skapi og hjá Dönum, Norðmönnum og Svíum, væri íslensk ljóðstafa- setning óhugsandi, því mál- hreimurinn gerir tilkall til áherslu á fyrsta atkvæði orð- anna, og án þess er ekki hægt að tíðka forna Ijóðstafasetn- ingu. í frönsku máli er það regla, að áherslan er á síðasta atkvæði orðanna. Ef Frakkar tækju upp íslenskan mál- hreim, hver mundi afleiðingin þá verða fyrir mál þeirra? Hún mundi verða sú, að áhersluregla málsins mundi breytast og ekki lengur verða á síðasta atkvæði. Hún mundi ef til vill ekki öll flytjast yfir á fyrsta atkvæði, heldur dreif- ast hingað og þangað, allt mundi riðlast. Ég minni á, að þessi út- lenskuhreimur er algengur Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.