Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 11
„Á kannski að nota torf?“ „Já, líklega nota ég torf — húsbyggjandinn hefur beinlínis óskað eftir því. Annars verða þessi hús á þremur pöllum — eiginlega tvær og hálf hæð — og koma inní húsaröð sem þarna á að byggja. Ég reyni að taka tillit til þess, en einnig til hallans á landinu og útsýnisins.“ „Verða þau ólík öllum öðrum húsum, sem til eru eftir þig á íslandi?“ „Ég vona að ég hafi áfram minn eigin svip, en ætli ég verði samt ekki að svara því játandi, að þessi hús verða frábrugðin öðrum, sem til eru eftir mig á íslandi." „Gætir þú hugsað þér að teikna einhverja meiriháttar opinbera byggingu á íslandi?“ „Auðvitað dreymir mig um það. En litlar líkur eru nú á því, að til þess komi; það er svo margt gott fólk í þessari grein á íslandi. Það væri þá helzt, ef fram færi samkeppni og maður yrði svo heppinn að verða fyrir valinu." „Finnst þér íslendingar hafa aðra afstöðu en Fransmenn til þess sem arkitektinn lætur frá sér fara?“ „Já, á því er þó nokkur munur. Áhugi almennings er miklu meiri á íslandi, — og þá á ég við áhugann á því listræna, — á út- liti húss. Hér í Frakklandi er þess krafizt umfram allt, að kostnaður fari ekki framúr áætlun og að tímamörk standist. Arkitektar ræða sín á milli um útlit þess sem nýtt er og vel gert — eða kannski miður vel gert. En það er engin almenn umræða né sýnilegur áhugi og fólk fer ekki út að aka á sunnudögum til að skoða ný hús eins og á Is- landi.“ „Og samt er Reykjavík eins og raun ber vitni.“ „Reykjavík já. Ég er fyrst og fremst andvíg þessari stórfelldu dreifingu á byggð í Reykjavík, sem orðið hefur. Vegna veðrátt- unnar er þessi dreifing mjög óæskileg, að ekki sé nú minnzt á allan þann óþarfa kostnað, sem verður í samgöngumannvirkjum og allan þann óþarfa akstur, sem verður af þessum vega- lengdum. Ég hef alið innra með mér þá hugmynd, að byggðinni mætti þjappa betur saman og byggja yfir götur, án þess að ég hafi reynt að vinna úr þeim hug- myndum. íslenzkar aðstæður eru mjög sérstæðar; allt annað veðurfar en hér suður í Evrópu og sjálft hefur landið allt annan svip og ekki þarf að lýsa því fyrir ís- lendingum. Meðal annars af þeim ástæðum teikna ég hús til byggingar á íslandi með minni gluggum og eitthvað lokaðra en ég mundi hafa það ella. En þeg- ar ég hugsa heim — og þá á ég við ísland — er mér birtan ofarlega í huga. Þegar hús er teiknað, verður maður að leggja áherzlu á, að þessi síbreytilega birta fái að njóta sín; stundum grá, stundum blá og tær, oftast köld og samt hrífandi. Þegar ég hugsa um ísland man ég framar flestu öðru eftir þessari undur- samlegu birtu. Markmið mitt er að koma saman nútíma tækni og okkar gamla byggingararfi í þeim byggingum, sem ég á eftir að teikna á íslandi." Gísli Sigurðsson > - i Tækniskólinn Cite Scolaire du Luzard i borginni Marne-la-Vallée — eitt nýjasta verk Högnu og félaga. Efnt var til samkeppni, sem þau unnu. I ( i ( i i i 1 Hluti af 600 íbúða sam- býlishúsi í útborg París- ar eftir hinn umdeilda arkitekt Ricardo Bofill, sem telst post-modern- isti og notar gömul byggingarform — hér súlur sem hýsa neyðar- útganga — Högna er á öndverðum meiði við hann og finnst þessi og önnur ámóta uppátæki „bara úrkynjun“. Algjör andstæða Ric- ardo Bofills er Japaninn Tadao Ando, sem er „púristi“ eða hrein- stefnumaður og lætur steinsteypuna tala. Þesskonar arkitektur er Högnu meira að skapi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.