Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 12
Isabel Penafort Castro frá Mexico City dúðaði fjögurra vikna gamla dóttur sína, sem Karla heitir, og ók síðan með hana í ungbarnaeftirlitið á næstu heilsugæzlustöð. Fyrir framan húsið sat ókunnug kona og engdist af kvölum. Náföl og í mikilli geðshræringu stamaði hún: „Hjálpið mér! Hringið í manninn minn og segið honum að sækja mig undireins." Isabel setti frá sér burðarrúmið með úngbarninu og hljóp í símann. Þegar hún kom eftir örfáar mín- útur aftur, var ókunna konan horfin — og hafði haft hvítvoð- unginn á brott með sér. Þegar Jorge Ramírez, kaupa- maður í sveitahéraði í Kol- umbíu, kom heim í kofann sinn seint um kvöld, sá hann að tvö af sjö börnum hans vantaði í hópinn. Velklæddur maðúr frá höfuðborginni hafði stungið 600 Bandaríkjadölum að mágkonu hans, síðan sett þau systkinin, José Daníel (8 ára) og Helenu Maríu (7 ára), inn í stóra bílinn sinn og ekið á brott með þau á fleygiferð. Sumanawathie, ung Sri Lanka-stúlka, var óttaslegin. Það var alveg komið að fæðingu fyrsta barnsins hennar, og hún ' vissi ekki hvernig hún ætti að fara að því að sjá sér og barninu farborða sem einstæð móðir í hinu afar stranga singhalíska þjóðfélagi. En hjúkrunarmaður- inn hvíslaði einhverju í eyra henni. Fáeinum dögum síðar fór Sumanawathie af sjúkrahúsinu með 1000 rúpíur (um 600 ísl. krónur) í hendinni, en án ný- fædda barnsins síns. Hjúkrun- armaðurinn var þá þegar búinn að afhenda kornabarnið ung- barnakaupmanni, sem svo kom því áleiðis til hjóna í ættleið- ingahugleiðingum í Svíþjóð, Hollandi eða Vestur-Þýzka- landi. Börn eru söluvarningur í þriðja heiminum Börn eru sem sagt orðin alveg ágætur söluvarningur í þriðja heiminum: „Ungbörn, allt frá Manila til Madras, eru auðseld- ur útflutningsvarningur, og nema árleg viðskipti af þessu tagi orðið mörgum milljónum Bandaríkjadala," segir tímaritið „Asiaweek", sem gefið er út í Hong Kong. Hvítvoðungur, sem seldur er á 50 dali í Bangkok, getur komizt upp í 15.000 12 Nú er mjög í tízku að eiga „lítinn svarthöfða“. Þúsundir barnlausra hjóna í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum kaupa sér börn í Suður-Ameríku eða Asíu. Svíþjóð, Holiand, Vestur- Þýzkaland og Svissland eru þau Evrópulönd, sem langmest láta að sér kveða í kaupum og innflutningi á ungbörnum. Ýmis fyrirtæki í þessum löndum annast útvegun barnanna og aðstoða við ættleiðingu þeirra fyrir dálaglegar fjárfúlgur. Það eru sérstaklega hollenzk einkafyrirtæki, sem raka saman fé í þessum nýstárlegu viðskiptum; þau skipuleggja ferðir fyrir barnlaus hjón m.a. til Sri Lanka eða annarra Asíulanda eða til Suður-Ameríku, og er þátttakendum í slíkum ferðum jafn- an tryggt, að þeir geti þar ættleitt ungbarn bæði fljótt og umsvifalítið. Kornabörn til sölu Sérstök fyrirtæki í Evrópu annast útvegun á börnum frá Austur-Asíu eöa Suöur- Ameríku og fólk í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu bíöur þess meö óþreyju aö fá aö ættleiöa þau. Þaö er svo önnur saga, hvernig blessuö börnin eru fengin og er vikið aö því hér í grein, sem þýdd er úr þýzka vikuritinu Stern. Bandaríkjadali á sölumarkaðn- um í New York. Aðalmarkaðirnir fyrir ung- barnaverzlun eru þó landa- mæraborgin Tijuana í Norður- Mexíkó og gleðikvennabyggðin Angeles, rétt við bandarísku herstöðina „Clark Air Force Base“ á Filippseyjum. Það eru engin minnstu vand- kvæði á nægilegu framboði á varningi í ungbarnaverzluninni eins og stundum er reyndin með eiturlyfjamarkaðinn, því í hin- um vanþróuðu löndum er feikn- arlegur fjöldi barna á lausu. • Fimmtíu þúsund „criancas de ninguem", yfirgefin, vegalaus og umkomulaus börn, sem enginn spyrst fyrir um, dúsa á munað- arleysingjahælum í hinni risa- vöxnu brasilísku stórborg Sao Paulo einni saman, svo ekki sé minnst á ástandið í öðrum borg- um landsins. „í 70% tilvika bera annaðhvort feður eða mæður þessi börn sín hreinlega út, af því að þau eiga alls engan mat- arbita til handa þeim,“ segir Lia Junqueira, forseti brasilísku barnaverndarsamtakanna í Sao Paulo. • í Bogotá, Kólumbíu, mynda hin ógæfusömu „gamines", tugir þúsunda athvarfs- og umkomu- lausra barna, stóra ræningja- flokka; þau sofa í rennusteinum stórborgarinnar, leita sér að einhverju ætilegu í sorptunnun- um, betla eða stela sér til lífs- viðurværis. • Á Indlandi flakkar hátt á aðra milljón heimilislausra barna, ein og umkomulaus, frá einum stað til annars. „Enginn kemst hjá því að sjá, hvernig þau enda í algjöru volæði," segir einn þeirra manna, sem vinna að þróunarhjálp í Indlandi. For- eldrar þessara barna eru oft á tíðum sjálf börn, of ung eða of snauð til að sjá afsprengi sínu farborða. Stórvirk samtök barnasmyglara Það skal því engan furða, að kornabarnasala er hinn blóm- legasti atvinnuvegur um heim allan. Barnasalar og barnaræn- ingjar fara stöðugt nýjar og nýj- ar leiðir og viðhafa ólíkar að- ferðir til þess að afla sér varn- ings alls staðar, þar sem fátækt- in ríkir. Aðeins stöku sinnum kemst lögreglan í þessum þróunarlönd- um á snoðir um starfsemi vissra glæpasamtaka: • í júlí í fyrra gat lögreglan í Kólumbíu leyst upp fyrstu veru- lega stórvirku samtök barna- smyglara í Suður-Ameríku, af því að áðurnefndur Jorge Ram- írez, kaupmaður, kom þeim á slóðina. I ljós kom, að velþekkt- ur lögmaður í Bogotá, Roberto Vásques Morales að nafni, hafði þá selt meira en 500 smábörn úr landi til Evrópu og Bandaríkj- anna. Verð á hverju barni var sem svarar til 120 þúsunda ís- lenzkra króna. • í Lima, höfuðborg Perú, handtók lögreglan í júní síðast- liðnum nokkra forsprakka álíka velskipulagðra glæpasamtaka, sem þegar höfðu selt 630 perú- önsk börn til Vestur-Evrópu á 3 milljónir sol stykkið (um 72 þús- und ísl. króna). Barnasalan fór fram á lúxushótelum borgarinn- ar. • Á Norður-Italíu komst fyrir tilviljun upp um lögfræðing nokkurn, sem stundaði sölu á kornabörnum; ástæðan til þess, að upp um hann komst var sú, að hinir ítölsku fósturforeldrar tveggja barna, sem hann hafði selt, höfðu misþyrmt þessum ættleiddu börnum sínum. • 1 Istanbúl, Tyrklandi, komst alveg nýlega upp um hóp 14 manna undir stjórn læknisins Oktay Cumhur Ákkent. Læknir þessi, sem er vel þekktur, hafði falsað fæðingarvottorð ný- fæddra barna, og bara á þessu ári hafði glæpaflokkurinn selt 33 hvítvoðunga úr landi, flesta til Vestur-Þýzkalands eða Sví- þjóðar. • í byrjun maímánaðar í ár handtók lögreglan á Taiwan (Formósu) 25 Kínverja. Var þeim gefið að sök að hafa rænt og flutt úr landi fjölda hvítvoð- unga; voru ungbörnin seld til Vestur-Evrópu, Ástralíu og til Bandaríkjanna. • Senora Gloria Rosales, for- stöðukona spænsks fæðingar- heimilis á Gran Canaria, kom við og við að máli við sængur- konur og skýrði þeim frá því, að börn þeirra hefðu fæðst and- vana. Voru þetta orðin allmörg börn, þegar upp um hana komst. Sumum börnum er rænt f þvf skyff að selja þau vestrænum fósturforeldrum; þar á meðal þessum börnum Jorges Ramírez, sem rænt var í Kolombíu. í fátækrahverfum borga Suður-Ameríku mynda útigangsbörn flokka, sem bjarga sér með hnupli og ránum, en oftast er líf þeirra algert volæði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.