Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu gpjgg pl 3 r^T ITASSI P HjTBIr!] DÍVIÐ VIT- LAuí r s 1C '«? K A s s A R -► 'I 1 , * Wi A* ? A T A R 6/M- KEMMI A Þ A L HEV H 'A Kvot- jJAFS R. U T LiSl ENOiuu 1 L L A N LlT^F- u 1 L T u 5ni»c I e ? L 1 M ÍURT U N A. T rówx FÓL L A FMA 2 L A T þjKAR^ lÍATLAk 'A R. N A R LI5TA # T "o F L U ÍElfi- A*. I ± K 5 T A R ftk* iT áSS ruíL F 1 Nl íFFi JVÍLIA L A u S Hkjlct T U Ck A A N _uea_ Rull N 'o T T U M K L ú A tC 't>- R A a N A R ft-r" T rifL K '0 A £> i9 it>* R K M U N£«- ( nP- UOMR N £ yi A N A MVT. 6 S YriR- Hörn 'lk'flT F T A ÍLH JKIPA u icm A 0. A SÁ*A A U DftUOA D««< 1 ú r á R F u L L U R itl.V A K A R M £> m L ~e t K MÍIÍ.C Tcnn 'O T A L RfM; m A U R A A ? i T S A U £> t R ro A 1 K A ? A 1 STERKfl JR A M M A A R 11" n óS" n'uuX V ÚÝDUR ReíTT Fmcl- / N N HMur- ■ 'Ncak- ■ f/í R 1 Fæí>I 1 5 ÍL&T- \£i/i m —» LÉI lu )í o , í þá Aafk- FOlt 0 LflUTR- |Kiut_- JPRAR f-flMÍL- BR.Ö C£> BL'MA KIALT FÁ Óat To ÞJNl StauR FUCL- Ana ST'fl trriK H EY 5K (TA- KLEStAs MAMrtS- WAFM fÚTTA í/ ÞAETl 1 ÚAWIR ■ fieiÐ WoK- U R.N Mt ' ± FLflHA 5ÆLA s<°t> gAR- DA<á\ FrETta stofa ■ ÆJIR H MCLk LCFT- TEC.UM0 + HlKtífy ÍNEMMR y • 5£FUM v tÁ^> F1 SW ÍRMLCT SKESS- U NA VAWT- AR. Rl\odA FUCcL KL' AftYP- r\R DULI N m'attaR « tíl. Cj werruÐ 5MB- ÍEIÐI ÍLóma Só K N’A- KomiN b S fl M - oir. Siae- A€>UR ' ' Dv'R. Fftun- t P hi i N'/SK Tönn FiSKl- L'i N - JMCILUR ALEIT ■ INN Islenskt mál með erlendum hljómi Frh. af bls. 6. hjá fréttamönnum útvarps og sjónvarps (án þess ég dirfist að halda því fram, að þeir séu beinlínis ráðnir vegna þessa málhreims), svo það er auðvelt fyrir fólk að hlusta sjálft og reyna að gera sér grein fyrir því sem hér um ræðir. Ef fólk heyrir fréttamanninn eða fréttakonuna tala í sífellu uppávið, byrja á neðri tóni og taka síðan efri tóninn í sífellu á sama hátt, upp og niður, upp og niður, þá er líklegt að verið sé að fremja þau spjöll sem ég hef í huga og þá ráðlegg ég fólki að bera framburðar- hljóminn saman við málhreim íslenskra bænda og sjómanna, því þar hefur óskemmdan ís- lenskan málhreim verið að finna fram að þessu, án þess ég vilji halda því fram að hann sé ekki til í öllum stétt- um, enda mun það sannast mála að þeir sem hafa þetta lestrarlag í útvarpi og sjón- varpi munu ef til vill fæstir tala þannig dagsdaglega enn sem komið er. Nánari einkenni útlenda hreimsins er það, að tónbilið sem röddin leikur á í sífellu upp og niður er ferund eða fimmund, jafnvel stækkuð fimmund sem í tónlist er talin ósönghæf. Sænsk áhrif og engilsaxnesk Aður en ég birti fyrrnefnda grein mína, hafði ég komist að þeirri niðurstöðu, að þessi hreimur mundi einkum vera til staðar hjá fjölmiðlafólki sem hefði verið í útlöndum lengri eða skemmri tíma við nám eða eitthvað annað. Ég reyndi þó ekki að ákvarða frá hvaða málsvæði þetta væri að- allega komið, en síðan hef ég reynt að átta mig betur á því. Vitaskuld getur mér skjátlast um þetta atriði, en ég hallast helst að því, að hér sé að miklu leyti um sænsk áhrif og eng- ilsaxnesk að ræða, einkum þó sænsk, því mér heyrist hreim- urinn líkastur því sem er í sænskri tungu. Þetta skiptir ef til vill ekki meginmáli, en gæti þó verið gagnlegt að hafa í huga. Fyrir mörgum árum gerðist það, að ungur Islendingur sem dvaldist í Bandaríkjunum sendi öðru hverju íslenska Ríkisútvarpinu segulbands- spólur með bandarískum fréttum sem hann hafði talað inn á spólurnar. Þegar fólk hlustaði á þetta hér heima á Islandi, urðu margir hissa og sumir ef til vill hálf kindarleg- ir. Ungi maðurinn, sem þó hafði ekki verið mörg ár í Bandaríkjunum, talaði nú ís- lenska tungu með greinilegum amerískum hreim. Þá var fólk það vakandi gagnvart tungu sinni að fljótlega var vakin at- hygli á þessu í blöðunum og maðurinn hafður að skopi fyrir framburð sinn. Mér var seinna sagt, að viðkomandi maður, sem oft átti eftir að láta til sín heyra í íslenska út- varpinu, hefði tekið sér ábend- ingarnar mjög nærri. Þetta hafði ekki verið honum sjálf- rátt. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir, hvernig komið var. Nú vildi hann bæta úr ágall- anum og fór í æfingar til talk- ennara. Þannig losnaði hann smám saman við ameríska hreiminn, þar til hann var far- inn að tala íslensku með eðli- legum hætti. Áleitinn hljómur hjá fjöimiólafólki Síðan ég skrifaði um þetta efni fyrir nokkrum árum hef- ur útlenskuhljómurinn gerst æ áleitnari við fjölmiðlafólk. Vil ég þar sérstaklega tiltaka þá sem senda útvarpinu þýð- ingar úr erlendum blöðum gegnum síma. Ég veit ekki hvernig mennirnir eru valdir, en ég hlýt að spyrja: hvar er hitt fólkið sem kann að tala móðurmálið sitt? Af hverju flytur það okkur ekki fréttirn- ar, ef við þurfum að fá þær með dósahljóði gegnum síma eða þó það væri á segulbandi? Heyra má þó á sumum þessum fréttamönnum, að þeir geta talað íslensku. Þá er ónefnt mikilvægt íhugunarefni, þar sem er lestrarlag íslenskra skóla- barna. Oft heyrast börn lesa í barnatímum útvarpsins með nokkuð svipuðum hreim og hér hefur verið frá sagt, upp og niður, upp og niður. Von- andi eru það ekki fóstrur sem kenna þeim að lesa svona eða móðurmálskennararnir í skól- unum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt kennara hafa þetta lestrarlag, þegar þeir lesa í út- varpið, en hver veit? Það getur verið að einhverjir þeirra séu farnir að hafa þetta lestrar- lag, þegar þeir koma í útvarp- ið, þó ég hafi ekki veitt því athygli. En eitt er víst: börnin eru áhrifagjörn og ekkert lík- legra en þau taki fjölmiðlafólk sér til fyrirmyndar. Það er að minnsta kosti ekki um að vill- ast, að annarlegheitin í málhreimnum breiðast út, einn smitar annan. íslend- ingar þurfa því að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta tunguna verða fyrir al- varlegum breytingum eða stemma stigu við þeim áður en það er um seinan. Það ætti til dæmis ekki að vera neinn vandi að prófa menn sem ráðnir eru hjá útvarpinu og leiðbeina þeim, ef þeir geta bætt sig, en ráða að öðrum kosti heldur það fólk sem hef- ur ekki óíslenskulegan mál- hreim. Það er ágætt að út- varpa þáttum um íslenskt mál, mætti einnig sjónvarpa slíkum þáttum og sýna ýmis dæmi málsins á mynd, en þessar stofnanir verða einnig að vera á annan hátt til fyrir- myndar í meðferð íslenskrar tungu. ll.f. Árvakur, Keykjavík Framkv..stj.: Haraldur SveinHson Hitstjórar: Matthías Johannes.sen Styrmir («unnarsson KiLstj.Dtr.: Gísli Sigurósson Auglýsingar: Baldvin Jónsson KiLstjórn: Aóalstræti 6. Sími 10100 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.